Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 6
Helgarblað 26.–29. september 20146 Fréttir
Sparkaði í bringuna á lögregluþjóni
Lögregla segir ofbeldi gegn sínum mönnum vera að aukast
R
íkissaksóknari hefur ákært 23
ára karlmann fyrir brot gegn
valdstjórninni, fyrir að hafa
veist með ofbeldi að lögreglu-
manni við skyldustörf. Að undan-
förnu hefur ríkissaksóknari ákært í
fjölmörgum slíkum málum og hefur
Snorri Magnússon, formaður Lands-
sambands lögreglumanna, greint frá
því að svo virðist sem ofbeldi og hót-
anir í garð lögreglumanna sé að fær-
ast í aukanna. Það hefur þó ekki ver-
ið rannsakað eða kannað sérstaklega.
Þó verða margir lögreglumenn fyrir
slíku við skyldustörf og jafnvel utan
vinnutíma og málin enda ekki alltaf
með ákæru. Þetta veldur lögreglu-
mönnum og fjölskyldum þeirra mikl-
um áhyggjum.
Ungi maðurinn er ákærður fyrir að
hafa í sumarhúsi við Svignaskarð veist
með ofbeldi að héraðslögreglumanni
sem var við skyldustörf. Maðurinn
sparkaði í bringu lögreglumannsins
samkvæmt ákærunni. Stuttu síð-
ar, þegar lögreglumaðurinn og ungi
maðurinn voru í lögreglubifreið á leið
frá Svignaskarði í Borgarnes, hófst of-
beldið aftur. Í ákærunni segir að mað-
urinn hafi veist að lögreglumannin-
um, með ofbeldi, með því að hrækja
í andlit hans. Er þess krafist að mað-
urinn verði dæmdur til refsingar og
greiðslu alls sakarkostnaðar.
Oft snúa ákærur sem þessar að
líkamlegu ofbeldi eða hrákum. Á
þriðjudag fór fram aðalmeðferð, fyr-
ir Héraðsdómi Norðurlands eystra,
gegn rétt rúmlega tvítugum karl-
manni sem hafði hótað lögreglu-
manni líkamsmeiðingum er hann
var við skyldustörf. Maðurinn var
færður í fangaklefa á Akureyri, en þar
hafði hann svo í hótunum við annan
lögreglumann og hótaði honum líf-
láti. Saksóknari krafðist greiðslu alls
sakarkostnaðar og refsingar. Refsing
fyrir brot á 106. gr. almennra hegn-
ingarlaga varðar allt að átta ára fang-
elsi en einnig sektum ef brotið er
vægt. n
astasigrun@dv.is
Ekki mælt, en mikið um ákærur Engar
tölulegar upplýsingar ligga fyrir um ofbeldi
gegn lögreglumönnum, en þeir telja það vera
að aukast og verða grófara. Mynd Sigtryggur Ari
Máli lyfsala
frestað
Máli lyfsala og bæjarfulltrúa
á Ísafirði sem sakaður er um
skjalafals hefur verið frestað til
8. október næstkomandi. Líkt og
DV greindi frá á dögunum hefur
lögreglustjórinn á Vestfjörðum
ákært Jónas Þór Birgisson, lyfsala
á Ísafirði og bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, fyrir brot gegn
lyfjalögum og skjalafals. Jónasi
er gefið að sök að hafa tvisvar af-
hent lyfseðilsskyld lyf á grund-
velli tveggja símalyfseðla frá Lyfju
á Ísafirði. Þá er hann sagður hafa
falsað nafn dýralæknis á lyfseðla
án heimildar og afhent fulltrúa
Lyfjastofnunar við eftirlit í versl-
un Lyfju á Ísafirði. Jónasi Þór er
gefið að sök að hafa afhent Bjarna
Bæringi Bjarnasyni, kúabónda
á Brúarreykjum, lyfseðilsskyld
sýklalyf sem dýralæknum er ætl-
að að ávísa að undangenginni
sjúkdómsgreiningu.
n Kristján Markús Sívarsson yfirheyrður n Safnað fyrir syni konunnar
A
ndlát íslensku konunnar
sem lést í borginni Algeciras
á Spáni 16. september síð-
astliðinn er nú rannsakað af
lögreglunni á Spáni sem eitr-
un samkvæmt ræðismanni Íslands á
Malaga, Per Dover Petersen. Í sam-
tali við DV segir hann að nú sé beðið
eftir niðurstöðum eiturefnaskimunar
en kærasti konunnar, Kristján Markús
Sívarsson, hefur verið yfirheyrður af
lögreglu á Spáni. Per Dover segist ekki
vita hvort Kristján Markús hafi stöðu
grunaðs aðila. Konan, sem var rétt
rúmlega tvítug, hefur glímt við fíkni-
efnavanda um nokkurt skeið. Tveggja
ára sonur hennar er nú í umsjón for-
eldra hennar.
Eitur líklega dánarorsök
„Í öllum svona tilvikum þá fer í gang
rannsókn hjá lögreglunni hér. Lög-
reglu grunar að um eitrun hafi ver-
ið að ræða, annað hvort af henn-
ar eigin hendi eða af öðrum aðila,“
segir Per Dover. DV gerði ítrekað-
ar tilraunir til að fá upplýsingar um
stöðu rannsóknar hjá lögregluyfir-
völdum á Spáni, en var ávallt bent á
að ræða við ræðismann Íslands. Þau
svör fengust þó að málið væri á borði
rannsóknarlögreglunnar. Per Dover
segir að nú sé beðið eftir niðurstöðu
úr eiturefnaskimun. „Krufning ligg-
ur fyrir en beðið er eftir niðurstöðu
úr eiturefnaskimuninni. Dómari hér
mun svo ákveða framhaldið. Ég get
ekki staðfest hvaða eitur varð henni
að bana en ég get staðfest að ein-
hvers konar eitur dró hana til dauða,“
segir Per Dover.
Aðstoða fjölskylduna
Orð Pers Dover stangast á við orð
Urðar Gunnarsdóttur en hún sagði
á dögunum að málið væri ekki rann-
sakað sem grunsamlegt dauðsfall.
Spurð um þetta svarar Urður nú að
orð hennar hafi miðast við þær upp-
lýsingar sem lágu fyrir þá. Í sam-
tali við DV segir hún að sé málið nú
sakamál þýði það að aðkoma utan-
ríkisráðuneytisins sé lítil sem engin,
nema sérstaklega sé óskað eftir því.
„Við erum að aðstoða fjölskyldu
hennar,“ segir hún.
Kærastinn yfirheyrður
Líkt og fyrr segir var kærasti kon-
unnar Kristján Markús Sívarsson, en
hann á langan afbrotaferil að baki og
er grunaður í sérstaklega hrottalegri
frelsissviptingu og líkamsárás sem
átti sér stað í heimahúsi í Vogum á
Vatnsleysuströnd síðastliðinn ágúst-
mánuð. Per Dover segir að hann hafi
verið yfirheyrður af lögreglu á Spáni
vegna andláts konunnar. „Hann hef-
ur verið yfirheyrður. Ég er hins vegar
ekki alveg viss um hvort hann sé
grunaður eður ei. Við höfum ekki
verið beðin um aðstoð vegna þess
svo ég veit lítið um það,“ segir Per
Dover. Að hans sögn átti andlátið sér
stað á litlu hóteli í Algeciras. Hann
segir sömuleiðis að Kristján Markús
hafi tilkynnt um andlát konunnar, en
hún var úrskurðuð látin á vettvangi.
Hefja söfnun
Ættingjar og vinir konunnar hafa
síðastliðna viku tjáð á samfélags-
miðlum þann mikla harm sem býr í
brjósti þeirra. Konan hafði háð langa
baráttu við vímuefnasýki og hafði
margoft reynt að snúa við blaðinu.
Fjölskylda konunnar hefur beðist
undan viðtali, en hefur þess í stað
bent á samtökin Olnbogabörn. Sam-
tökin voru stofnuð fyrir aðstandend-
ur barna með áhættuhegðun. Ætt-
ingjar konunnar hafa komið á stað
söfnun fyrir dreng hennar. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Unga konan dó
vegna eitrUnar
„Ég get staðfest
að einhvers konar
eitur dró hana til dauða
Algeciras Konan dó á hótelherbergi
í hafnarborginni Algeciras á Spáni.
Rannsóknarlögregla á Spáni rann-
sakar málið sem eitrun. Mynd rEutErS
Róbert stefnir
Viðskiptablaðinu
Róbert Wessman hefur stefnt
Bjarna Ólafssyni, ritstjóra Við-
skiptablaðsins, vegna setningar
sem birtist á forsíðu blaðsins
þann 28. ágúst síðastliðinn. Frá
þessu var greint á vef Viðskipta-
blaðsins á fimmtudag. Í um-
ræddri frétt sem vísað var til
á forsíðu var greint frá því að
Björgólfur Thor Björgólfsson fjár-
festir hefði stefnt Róberti og kært
hann til sérstaks saksóknara. Á
vef Viðskiptablaðsins kemur fram
að blaðið standi við fréttaflutning
sinn. Þá hafi Róberti verið gefinn
kostur á að tjá sig og sjónarmið-
um beggja aðila verið komið á
framfæri í frétt blaðsins.