Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 10
10 Fréttir Helgarblað 26.–29. september 2014 Leynd yfir eignar- haldi stórrar útgerðar Samkeppniseftirlitið skoðar samvinnu Samherja, Gjögurs og Síldarvinnslunnar Þ að eru ótal margir. Þú sérð það bara í ársskýrslunni. Það eru allir taldir upp þar,“ segir Anna Guðmunds dóttir, við- skiptafræðingur og 22 pró- senta hluthafi í útgerðinni Gjögri á Grenivík. Í ársreikningi Gjögurs er einungis tekið fram hverjir eiga rúmlega 44 prósenta hlut í Gjögri en ekki hverjir eiga tæplega 56 prósenta hlut. Á móti Önnu á Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs, rúmlega 22 prósenta hlut. Í ársreikningi Gjögurs fyrir 2012 stendur aðeins að 12 hluthafar eigi í félaginu en ekki hverjir þeir eru. Síðast þegar DV reyndi að fá upplýs- ingar um eignarhaldið á meirihlut- anum í Gjögri frá Inga Jóhanni var hann ekki reiðubúinn að svara þeirri spurningu. Ingi Jóhann situr meðal annars í stjórn eignarhaldsfélagsins SVN eignafélags ehf. sem er hluthafi í tryggingafélaginu Sjóvá en eigandi þess er Síldarvinnslan. Eignarhaldið á Gjögri kemur heldur ekki fram til fulls í gagnagrunni Lánstrausts, Creditinfo, en upplýsingarnar sem eru þar eru fengnar frá fyrirtækja- skrá ríkisskattstjóra. Eignarhaldið á Gjögri skiptir máli því opinberir aðil- ar – Fiskistofa – halda yfirlit um um- ráðarétt yfir aflaheimildum á Íslandi sem er bundið kvótaþaki. Gjögur er 14 stærsta útgerðarfyrirtæki lands- ins miðað við aflaheimildir og ræður yfir samtals 2,53 prósentum heildar- aflans samkvæmt nýjasta yfirliti frá Fiskistofu. Næststærst í Síldarvinnslunni Gjögur á rúmlega 34 prósenta hlut í Síldarvinnslunni í Neskaupstað á móti tæplega 45 prósenta hlut akur- eyska útgerðarrisans Samherja. Sam- herji og Síldarvinnslan eru annað og þriðja stærsta útgerðarfélagið á Ís- landi. Bæði Anna og Ingi Jóhann sitja í stjórn Síldarvinnslunnar. Líkt og DV greindi frá á þriðjudaginn þá ræður Samherji beint eða óbeint yfir 14,07 prósentum af kvótanum sem úthlut- að er á Íslandsmiðum. Félagið á, beint eða óbeint, fjögur af þeim þrjá- tíu útgerðarfyrirtækjum sem mestan kvóta eiga við Íslandsstrendur – um er að ræða Samherja sjálfan, Síldar- vinnsluna, Útgerðarfélag Akureyringa og Polaris Seafood. Í lögum um stjórn fiskveiða kemur fram að hver útgerð megi ekki ráða yfir meiru en 12 pró- sentum heildarkvótans. Ein staka út- gerðir geta hins vegar ráðið yfir meira en 12 prósentum kvótans með óbein- um hætti, í gegnum óbeint eignarhald sitt á öðrum útgerðar fyrirtækjum, en þetta á til dæmis við um Samherja sem fer þannig yfir 12 prósenta mark- ið. Lög um stjórn heimila hins vegar slíkt óbeint eignarhald á meira en 12 prósentum kvótans. Samvinnan skoðuð Samkeppniseftirlitið hefur haft sam- vinnu Samherja, Síldarvinnslunnar og Gjögurs til skoðunar í meira en eitt ár. Ástæðan fyrir þeirri skoðun var athugun stofnunarinnar á því hvort heimila ætti kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Samkeppnis- eftirlitið heimilaði kaup Síldarvinnsl- unnar á Bergi-Hugin en Vestmanna- eyjabær höfðaði dómsmál vegna sölunnar á þeim forsendum að að- ilar í Vestmannaeyjum ættu að eiga forkaupsrétt á útgerðinni. Dæmt var Vestmannaeyjabæ í vil í héraðsdómi en eigandi Bergs-Hugins, Magnús Kristinsson, áfrýjaði málinu sem fer fyrir Hæstarétt Íslands. Mikil innbyrðis viðskipti Eftir stendur hins vegar skoðun Samkeppniseftirlitsins á samvinnu Samherja, Síldarvinnslunnar og Gjögurs sem ekki er komin niður- staða í. Í úrskurði Samkeppnis- eftirlitsins um söluna á Bergi-Hugin segir meðal annars um viðskipti á milli félaganna þriggja: „Þannig seldi Síldarvinnslan 70,5% af seld- um botnfiskheimildum sínum til Samherja á árinu 2012 og að sama skapi seldi Gjögur um 68,0% af seldum botnfiskheimildum sínum til Síldarvinnslunnar. Þá seldi Sam- herji auk þess um 41,6% af seldum botnfiskheimildum sínum til Síldar- vinnslunnar á árinu 2012.“ Innbyrð- is viðskipti á milli fyrirtækjanna eru því umtalsverð. Í samtali við DV nú í sumar sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að ekkert væri hægt að gefa upp um niðurstöðu athugunarinnar en að henni yrði lokið með einhverjum hætti: „Við höfum aflað gagna í mál- inu og erum að vinna úr þeim. Það er svo sem ekkert meira um þetta að segja á þessari stundu […] En við munum ljúka málinu með ein- hverjum hætti.“ Ekkert krosseignarhald Í úrskurðinum um söluna á Bergi- Hugin kemur hins vegar fram að athugunin muni ekki ná ekki til þess að skoða hvort útgerðirnar fari gegn lagaákvæðum um kvóta- þak. Í samtali við DV í sumar sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, að ekkert kross- eignarhald væri í eignarhaldinu á Síldarvinnslunni eða Gjögri: „Ég veit ekkert um hvað þessi athug- un hjá Samkeppniseftirlitinu snýst. Það er oft verið að tala um kross- eignarhald í þessu, eða við heyrð- um það í fjölmiðlum, en það er ekk- ert krosseignarhald í þessu. Gjögur á í Síldarvinnslunni, Síldarvinnslan á ekki í Gjögri og við eigum ekki í Gjögri.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þú sérð það bara í ársskýrslunni Samvinnan skoðuð Samvinna Síldarvinnslunnar, sem Gunnþór Ingvason stýrir, Samherja og Gjögurs hefur verið til skoðunar hjá Samkeppniseftirltinu en eignarhald síðastnefndu útgerðarinnar er ekki gagnsætt samkvæmt opinberum upplýsingum. MyNd INgIbjörg dögg Bifreið stolið á Hverfisgötu Tilkynnt var um stuld á bifreið á Hverfisgötu á þriðja tíman- um aðfaranótt fimmtudags. Í dagbók lögreglu kemur fram að sendibílstjóri sem var að dreifa dagblöðum hafi haft samband og tilkynnt að bifreiðinni hefði verið stolið meðan hann var að taka blaðabunka úr bifreiðinni. Að sögn lögreglu fannst bif- reiðin skömmu síðar og var mað- ur, sem grunaður er um að hafa stolið bifreiðinni, handtekinn þar nærri með muni úr bifreiðinni. Hann var færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Innbrot og þjófnaðir Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu var kölluð að apóteki í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt fimmtudags. Þar hafði verið brotin rúða í hurð, farið inn og stolið lyfjum. Málið er í rannsókn. Í dagbók lögreglu kemur fram að skömmu síðar, eða um hálf tvö leytið, hafi verið tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og farið inn. Talið er að fartölvu og fatnaði hafi ver- ið stolið. Loks var, á fjórða tím- anum aðfaranótt fimmtudags, tilkynnt um mann í Grafarvogi sem var að fara inn í bifreiðar og stela. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslum í tengslum við rannsókn málsins. Kinnbeinsbrotnaði í líkamsárás Sló fórnarlambið þannig að það féll með andlit á bekk R íkislögreglustjóri hefur ákært fimm menn fyrir tvær alvar- legar líkamsárásir á hend- ur tveimur mönnum. Í ákæru kemur fram að mennirnir hafi verið í Ólafsvík aðfaranótt sunnudagsins 17. júní árið 2012. Þar veittist einn þeirra að öðru fórnarlambinu með miklu ofbeldi. Er hann, Marcin Kuleza, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, að hafa veist að mann- inum með því að sparka og slá ítrek- að í líkama og höfuð þannig að mað- urinn hlaut brot í vinstra kinnbeini, glóðarauga á báðum augum, bólgur og mar í andliti auk þess að fá verki og eymsli í hálshrygg og kjálkum. Sömu nótt, stuttu síðar, veittust þeir Marcin, Adam Kuleza, Kamil Wisniewski, Pawel Stasieluk, og Mariusz Kulesza að sama manninum aftur, og félaga hans. Í ákæru segir að þeir hafi, fyrir utan Aðalgötu 16 í Ólafsvík, veist að mönnunum, ítrekað sparkað og sleg- ið í líkama þeirra auk þess sem Adam sló seinna fórnarlambið þannig að hann féll með andlitið á bekk. Við það brotnuðu tennur auk þess sem hann hlaut bólgu yfir kinnbeini. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir fyrir líkamsárásir, en Marcin og Adam fyrir sérstaklega hættulegar árásir. Fórnarlömbin fara fram á bætur. Annað fórnarlambanna krefst þess að fá rúma eina milljón með vöxtum og dráttarvöxtum vegna árásarinnar, en hitt krefst þess að fá rúmlega sjö hundruð þúsund krónur. Þingfesting málsins var á fimmtudag. n Kinnbeinsbrotinn Annar mannanna kinnbeinsbrotnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.