Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 11
Helgarblað 26.–29. september 2014 Fréttir 11
Þ
eir hafa fengið að fara í
veiði, með fangavörðum
náttúrlega. Þetta er umbun
fyrir þá sem standa sig
mjög vel og hafa verið
lengi í afplánun,“ segir Margrét Frí-
mannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-
Hrauni, í samtali við DV. Samkvæmt
heimildum DV gætir nokkurrar óá-
nægju meðal fangavarða vegna
þeirrar ákvörðunar Margrétar að
bjóða sumum langtímaföngum í
veiði í flóaveituna Vola skammt frá
Selfossi. Margrét leggur hins vegar
áherslu á að mikilvægt sé fyrir betr-
un fanga að þeir fái verðlaun fyrir
góða hegðun. „Það er mikilvægt að
það sé líka gulrót fyrir okkur,“ segir
einn fangi á Litla-Hrauni, sem þó
hefur ekki farið í veiði, í samtali við
DV. Eðli máls samkvæmt eru brot
langtímafanga alvarleg.
Veiða í tvo tíma
„Þetta er þannig að tveir fangaverð-
ir fara með fanga að veiða í tvo tíma
og koma með hann til baka,“ svarar
Margrét spurð um hvernig veiðinni
sé háttað. Hún segir það af og frá
að fangaverðir séu ávallt óeinkenn-
isklæddir þegar farið er í veiðina.
„Það er upp og ofan, ef fangavörð-
ur er í afleysingu eða í vaktafríi þá
er hann ekki í búningi.“ Að henn-
ar sögn hafa fangar fengið ákveðið
svæði við Vola sem sé nokkuð að-
skilið frá meginveiðisvæðinu.
„Þetta er lítið svæði þar sem enginn
annar er. Það er sem sagt enginn
annar á svæðinu,“ segir Margrét.
Ódýr veiðileyfi
Að sögn Margrétar er ekki mikill
kostnaður í tengslum við veiðina.
„Þetta eru ódýr veiðileyfi, sem þeir
geta tekið þátt í, þeir sem hafa pen-
ing. Á hverju veiðileyfi fara kannski
átta manns því þeir eru bara stutt.
Við fáum afslátt; við erum ekki á
aðalveiðitímabilinu, og erum ekki
með neinum öðrum,“ segir Margrét.
Á vefsíðunni leyfi.is sem er sölu-
vefur þriggja stangaveiðifélaga,
þar á meðal Stangaveiðifélags Sel-
foss sem sér um Vola, kemur fram
að dagsleyfi í septembermánuði
kostar rúmlega 27 þúsund krónur.
Á hvert leyfi er kvóti á veiðinni sem
nemur samtals tíu fiskum.
Rúnnstykki viðburður
Margrét segir að meginmarkmið
veiðiferðanna sé að umbuna fyrir
góða hegðun. „Við erum með svo
fá úrræði innan fangelsisins til að
umbuna mönnum ef þeir standa sig
vel. Það má segja að þeir sem hafa
farið hafi sýnt góða hegðun mánuð-
um og árum saman. Það fer enginn
nema hann sé agabrotalaus í marga
mánuði,“ segir Margrét. Hún segir
sömuleiðis að þó aðeins sé um að
ræða stutta veiði þá sé það föngun-
um mikils virði. „Þetta er nákvæm-
lega eins og þegar skóla hjá þeim
lýkur þá er umbunin fólgin í því að
það er keypt bakarísrúnnstykki með
osti og skinku handa þeim. Sumum
finnst það kannski vera sjálfsagð-
ur hlutur en þegar menn eru búnir
að vera árum saman í fangelsi þá er
þetta viðburður,“ segir Margrét.
Venjast öðru umhverfi
Samkvæmt heimildum DV hafa
landsþekktir glæpamenn sem og
dæmdir barnaníðingar farið í veiði-
ferðirnar. „Þetta er gert í samráði
við félag fanga Afstöðu. Við höfðum
þetta bara í opnu úrræði en síðan
var tekin ákvörðun að vegna þess
að sumir eru með langa dóma og
búnir að standa sig mjög vel en eru
ekki komnir á tíma til að fara í opið
úrræði. Það er hluti af því að losna
út úr fangelsi að menn venjist ein-
hverju aðeins öðru vísi umhverfi,
þó að það sé ekki nema í einn eða
tvo klukkutíma,“ svarar Margrét
spurð um hvort litið sé til brota
manna þegar ákveðið er hvort þeir
fá að fara í veiði.
Sundlaugin gekk ekki upp
Undanfarin ár hafa fangar sem
hafa verið í svokölluðu opnu úr-
ræði fengið að fara í veiði í Vola en
að sögn Margrétar er það nýmæli að
langtímafangar fái það einnig. „Við
höfum verið að leita leiða til að fara
með fanga inn í samfélagið án þess
að margir séu í kring, helst enginn.
Það var einu sinni samið við sund-
laug hérna í nágrenninu um að þeir
fengju að koma í klukkutíma á lok-
unartíma. Það datt upp fyrir, gekk
bara ekki upp. Það var bara þannig
umhverfi, en þetta er öðruvísi þegar
það er lítið svæði þar sem er engin
umferð. Við erum með tetrakerfi og
allt,“ segir hún.
Eina sem er í boði
Bjarki Magnússon, formaður Af-
stöðu, félags fanga á Litla-Hrauni,
segir í samtali við DV, líkt og Mar-
grét, mikilvægt að ef fangi sýni lit
þá fái hann umbun fyrir það. „Í dag
er kerfið þannig að það skiptir engu
máli hvernig þú hagar þér þar til sex
mánuðum áður en þú losnar út. Úti
í Danmörku er þetta metið: „Þessi
einstaklingur er að standa sig vel og
þá getur hann fengið eitthvað“,“ seg-
ir Bjarki. Hann bendir þó á að veiði-
ferðir séu ekki ástæða þess að hann
hagi sér vel innan veggja fangelsis-
ins – en að þetta geti skipt máli fyr-
ir þá sem hafa lengri dóma. „Ég læt
mér fátt um finnast varðandi þess-
ar veiðiferðir, en ef við erum að tala
um menn sem eru hvað lengst inni í
þessu kerfi þá er þetta það eina sem
hægt er að bjóða upp á.“ n
Föngum á
Litla-Hrauni
boðið í veiði
n Verðlauna langtímafanga fyrir góða hegðun n Hófst í sumar
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is Urriði og
sjóbirtingur
Formaður Stangaveiðifélags
Selfoss telur fangana hafa gott
af veiðinni
n Guðmundur Marías Jensson, formaður
Stangaveiðifélags Selfoss, segir í sam-
tali við DV að helst veiðist staðbundinn
urriði og sjóbirtingur í Vola. „Í mörg
ár hafa fangar farið til veiða þarna í
læknum við flóann. Voli er flóaveita og á
uppistöðu sína úr Hvítá. Hann er grafinn
að stórum hluta af handafli og er fyrst
og fremst til að veita vatni á engjar
bænda, alveg upp á Eyrarbakka. Það
er Veiðifélag Flóamanna sem á þetta
svæði, veiðifélag Selfoss leigir það af
þeim,“ segir Guðmundur en hann telur
að fangarnir hafi gott af veiðinni.„Sumum finnst það
kannski vera sjálf-
sagður hlutur en þegar
menn eru búnir að vera
árum saman í fangelsi þá
er þetta viðburður.
Formaður Afstöðu Bjarki Magnússon seg-
ir góða hegðun fanga engu skipta nema sex
mánuðum áður en þeim er sleppt á götuna.
Fangelsisstjóri Margrét leggur áherslu á að aðeins þeir sem sýni góða hegðun fái að fara í veiði.
Voli Flóaveitan er í nágrenni við
Litla-Hraun og hefur þann kost fyrir
fanga að lítil umferð er á svæðinu.
Stefnir í óefni
í krabbameins-
lækningum
Svo gæti farið að enginn krabba-
meinslæknir verði starfandi hér á
landi árið 2020. Þetta er mat sex
íslenskra lækna sem hafa nýlokið
eða eru í sérnámi í krabbameins-
lækningum. Allir eiga þeir það
sameiginlegt að vera búsettir er-
lendis. Læknarnir skrifuðu grein
í Fréttablaðið á fimmtudag þar
sem þeir viðruðu áhyggjur sínar
af stöðu heilbrigðiskerfisins, sér í
lagi á sviði krabbameinslækninga.
„Þriðjungur af íslensku þjóð-
inni mun greinast með krabba-
mein á lífsleiðinni og þurfa á
læknisaðstoð skurð- og/eða
krabbameinslæknis að halda.
Íslenska heilbrigðiskerfið hef-
ur framan af þótt vel í stakk búið
til að hugsa um þessa sjúklinga
en undanfarin 5–7 ár hefur hall-
að verulega undan fæti. Raunar
svo mikið að ekki verður hægt að
segja annað en að neyðarástand
ríki í krabbameinslækningum á
Íslandi í dag,“ segir í greininni.
Bent er á að á sama tíma og
fjöldi sjúklinga hafi aukist hafi
starfandi krabbameinslækn-
um á Íslandi fækkað verulega.
Árið 2008 voru þeir þrettán en
í dag eru þeir sjö. Ef sama þró-
un heldur áfram verður enginn
krabbameinslæknir starfandi á
Íslandi árið 2020. Segja þeir að
þetta stafi af því að sérfræðingar
hafi kosið að flytja ekki heim að
loknu sérnámi og sumir hafi kos-
ið að flytja aftur frá landinu eftir
að hafa kynnst starfsaðstæðum á
Íslandi í nokkur ár. Segja þeir að
álag hafi aukist óheyrilega og kjör
dregist aftur úr kjörum annarra
sambærilegra stétta. Þannig séu
grunnlaun læknis eftir sex ára
nám í læknadeild 340 þúsund
krónur og grunnlaun sérfræði-
læknis 530 þúsund krónur.
„Öll viljum við gjarnan koma
aftur til Íslands að loknu sérnámi
en ef við getum ekki séð fyrir okk-
ur og fjölskyldum okkar á sam-
bærilegan máta og sambærilegar
stéttir með styttra háskólanám
að baki og þaðan af síður sinnt
okkar sjúklingum á mannsæm-
andi hátt, eigum við erfitt með að
sjá það fyrir okkur.“
Spurði um
vöfflukaffi
Á fundi menningar- og ferða-
málaráðs síðastliðinn mánu-
dag var lagt fram svar við fyrir-
spurn Ingvars Jónssonar, fulltrúa
Framsóknar og flugvallarvina.
Ingvar hafði spurt um hvort ein-
hver borgarfulltrúi hefði þegið
fjárhagslegan eða efnislegan
styrk vegna vöfflukaffis á Menn-
ingarnótt frá Reykjavíkurborg.
Í svari frá meirihlutanum kom
fram að kostnaður við vöfflukaff-
ið hefði verið 285 þúsund krónur,
en alls tóku 10 heimili þátt í ár. Sá
eini í borgarstjórn sem tók þátt
var sjálfur borgarstjórinn, Dagur
B. Eggertsson, en það kom ekki
fram í svarinu.