Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 14
Helgarblað 26.–29. september 201414 Fréttir Ó lafur Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, segir Þórólf Gíslason, forstjóra Kaup­ félags Skagfirðinga, hafa stöðvað í fæðingu banka­ lán frá Landsbankanum sem hann var að reyna að tryggja Mjólku síðla árs 2009. Þá var Kaupfélag Skag­ firðinga búið að gera formlegt kaup­ tilboð í Mjólku sem Ólafur var bú­ inn að hafna. „Það er Þórólfur sem á frumkvæði að því að reyna að eign­ ast fyrir tækið og fer að bera víurnar í það. Ég sagði alltaf að þetta væri ekki til sölu,“ segir Ólafur. Í byrjun ágúst sama ár hafði Mjólkursamsalan, sem Kaupfélag Skagfirðinga á stóran hlut í, hækkað söluverð á mjólk til Mjólku um 17 prósent. „Þeir taka bara þá ákvörðun að hækka mjólkina. Þetta kippti bara rekstrargrundvellinum undan okkar fyrirtæki og gerði okkur alveg rosa­ lega erfitt fyrir. Ég óskaði eftir skýr­ ingum frá Mjólkursamsölunni en ég fékk aldrei neinar skýringar. Hún hafði þann eina tilgang að hafa af okkur fyrirtækið,“ segir Ólafur. Í vikunni sektaði Samkeppnis­ eftirlitið Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna vegna hækkunar­ innar sem stofnunin telur vera brot á samkeppnislögum. Verð hækkað eftir tilboð Mjólkursamsalan hækkaði því verðið á mjólkinni til Mjólku eftir að Kaupfélag Skagfirðinga var byrj­ að að reyna að kaupa Mjólku og eftir að Ólafur hafði hafnað tilboð­ inu. Athygli vekur að í úrskurðinum kemur fram að Samkeppniseftirlitið metur það sem svo að stjórnendur Mjólkursamsölunnar, ekki Verð­ lagsnefnd búvöru, hafi verið sá að­ ili sem hækkað verðið á mjólkinni til Mjólku. Þannig liggi ábyrgðin hjá stjórnendum Mjólkursamsölunnar. Í auglýsingu á vefsíðu Samkeppnis eftirlitsins um úr­ skurðinn segir orðrétt að hækkun­ in á mjólkinni hafi verið til þess að veikja Mjólku og ýta undir möguleik­ ann á sölu á Mjólku til Kaupfélags Skagfirðinga. „Verðmunurinn var til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú, sem er lítil mjólkurafurðastöð í einkaeigu, og stuðla að sölu á fyrir­ tækinu Mjólku til Kaupfélags Skag­ firðinga (KS) á árinu 2009.“ Kaupfélag Skagfirðinga á 9,9 pró­ senta hlut í Mjólkursamsölunni og byggir sá eignarhlutur á hluta­ bréfum sem félagið átti í Osta­ og smjörsölunni sem varð hluti af Mjólkursamsölunni í árslok 2006. Samvinnufélagið Auðhumla, sem er í sameiginlegri eigu kúabænda, á rúm 90 prósent sem eftir standa í fyrir tækinu. Samvinnumaður til aðstoðar Ólafur lýsir því í samtali við DV hvernig hann reyndi að fjármagna Mjólku með bankalánum og að hann hafi verið kominn með vil­ yrði frá Landsbankanum fyrir fjár­ mögnun. Hann segir að Haukur Halldórsson, bóndi og þáverandi formaður bankaráðs Landsbankans, hafi viðurkennt það í samtali við sig að hafa rætt við Þórólf Gíslason um málefni Mjólku áður en Kaupfélag Skagfirðinga keypti félagið. „Ég var búinn að vera að djöflast í því að fá lán til endurfjármagna fyrirtækið. Ég var búinn að hitta menn í Lands­ bankanum og þeir tóku mér mjög vel,“ segir Ólafur. Hann heldur því fram að Friðrik Mar Guðmundsson, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra samvinnufé­ laga, hafi haft samband við sig og boðið Mjólku aðstoð sína í rekstrar­ málum félagsins en að hann hafi gert þetta til að verða flugumaður Kaup­ félags Skagfirðinga inni í Mjólku. „Það er sjálfstætt rannsóknarefni hvað hann fékk fyrir þetta; fyrir að vera í hinu liðinu en hafa samt ver­ ið að vinna við hliðina á mér. Frið­ rik lekur því svo til Þórólfs að ég sé við það að fá lán í Landsbankanum.“ Friðrik Mar var framkvæmda­ stjóri Mjólku eftir kaup Kaup­ félags Skagfirðinga á félaginu. Í byrjun febrúar tók hann svo við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaup­ félagi Fáskrúðsfirðinga og fram­ kvæmdastjórastarfi Loðnuvinnsl­ unnar hf. Hann hefur setið sem stjórnarmaður í Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Hringdi í stjórnarformanninn Að sögn Ólafs hringdi Þórólfur svo í Hauk Halldórsson og sagði honum að „á hans vakt sem stjórnarformað­ ur í umboði Framsóknarflokksins yrði ekki afhent lán til mín úr bank­ anum,“ segir Ólafur. Haukur hafði verið skipaður í bankaráð Nýja Landsbankans eftir hrunið 2008 þegar nýir bankar voru settir á laggirnar á rústum þeirra gömlu. Stjórnmálaflokkarnir á Al­ þingi tilnefndu þá fulltrúa í banka­ ráðin og var Haukur tilnefndur af Framsóknarflokknum. Hann var því sannarlega fulltrúi Framsóknar­ flokksins í bankaráðinu. Haukur varð svo formaður bankaráðsins eft­ ir að Ásmundur Stefánsson tók við bankastjórastarfinu í Landsbankan­ um í febrúar 2009 en hann hafði ver­ ið formaður fram að því. Athygli vekur að Haukur sat um tíma í stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ásamt Þórólfi Gísla­ syni. Hann var einnig um tíma for­ maður Stéttarsambands bænda og varamaður í stjórn Búnaðarbankans þegar hann var í eigu ríkisins. Þá vann hann trúnaðarstörf fyrir land­ búnaðarráðuneyti Guðna Ágústs­ sonar á árum áður. Viðurkenndi samtal við Þórólf Ólafur segir að starfsmenn Lands­ bankans hafi sagt honum að for­ maður bankaráðsins hefði stöðv­ að fyrirgreiðslu til Ólafs og Mjólku. „Mér var sagt þetta innan úr Lands­ bankanum, af starfsmönnum þar; að stjórnin hefði stöðvað þetta og stjórnarformaður bankans hefði beitt sér í málinu.“ Afar ólíklegt er hins vegar að lánabeiðnin hafi farið fyrir stjórn­ ina sjálfa þar sem slík lán gera það yfirleitt ekki. Líklegra er að eins­ taka stjórnarmenn, eða jafnvel bara stjórnarmaður, hafi vitað af málinu en að sú vitneskja hefði verið óform­ leg. Það er að segja að viðkomandi hefði vitað af málinu án þess að það hefi verið tekið fyrir með formlegum hætti af stjórn. Ólafur segist þá hafa hringt í Hauk til að spyrja hann um þetta. „Ég hringdi bara beint í Hauk Hall­ dórsson og hann bar þetta allt af sér. Svo líður svolítið á samtalið og við erum búnir að vera að tala saman – hann er náttúrlega bóndi eins og ég. Þá segir Haukur allt í einu að Þórólf­ ur hafi sagt sér að þetta væri allt í góðu okkar á milli. Hann staðfesti það þá að þeir Þórólfur hefðu talað saman um þessi mál. Ég held að hann hafi ekki fattað það fyrr en of seint að hann var þá búinn að segja mér þetta,“ segir Ólafur. Málið kom inn í bankann DV hefur heimildir fyrir því frá ónafngreindum starfsmanni Lands­ bankans að lánabeiðni vegna mál­ efna Mjólku hefði komið inn í bank­ ann. Hann segist hins vegar ekki vita af hverju lánið hefði ekki verið veitt. „Þetta var skoðað eitthvað. Niður­ staðan var sú að þetta væri of erfitt mál eða eitthvað slíkt. Þannig að málið hélt ekki áfram eftir það.“ Man ekki eftir málinu Í samtali við DV segir Haukur Hall­ dórsson að hann muni ekki eftir beiðni um lán frá Mjólku inni í Landsbankanum. „Nei, ég kannast ekki við það. Að minnsta kosti ekki inni hjá bankaráðinu. Öll venjuleg lán komu ekki inn á borð bankaráðs.“ Aðspurður hvort hann muni eft­ ir því að hafa heyrt um slíka beiðni um lán með óformlegum hætti segir Haukur: „Nei, ég minnist þess ekki. Ég minnist þess ekki. Ég held ég myndi muna eftir því vegna þess að ég kannast við Mjólku og þessi mál.“ Þegar Haukur er spurður að því hvort hann muni eftir því að hafa rætt um slíka lánveitingu við Þórólf Gísla­ son segir Haukur: „Nei, ég minnist þess ekki. Mig rekur alla vega ekki minni til þess […] Já, auðvitað þekki ég Þórólf og Ólaf líka.“ Haukur man heldur ekki eftir sam­ tali í síma við Ólaf um lánveitinguna og samskipti þeirra Þórólfs. „Menn eiga auðvitað ýmis samtöl en mig rekur ekki minni til þess að hafa rætt þetta mál við Þórólf eða Ólaf. Ég minnist þess allavegana ekki.“ Ólafur er því einn til frásagnar um umrædd samskipti við Hauk þar Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það er Þórólfur sem á frum- kvæði að því að reyna að eignast fyrirtækið „Kaupfélagið er alls stað- ar að taka Mjólkur- samsöluna alveg gjörsamlega í rass- gatið Man ekki eftir samtölunum Haukur Halldórsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, man ekki eftir samtölum sem Ólafur Magnússon segir að hann hafi átt við Þórólf Gíslason og hann sjálfan um lán frá bankanum. Segir Þórólf hafa gripið inn í Ólafur M. Magnússon segir Þórólf Gíslason, kaupfélags- stjóra KS, hafa haft afskipti af ætluðum lánaviðskiptum Mjólku við Landsbankann. Aðstoðarforstjórinn, Sigurjón Rúnar Rafns- son, sagði Ólafi síðar að MS hefði endurgreitt Mjólku 50 milljónir. Segir Þórólf hafa stöðvað bankalán n Baksagan af baráttunni um Mjólku og 370 milljóna króna sektargreiðslu Mjólkursamsölunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.