Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 26.–29. september 201416 Fréttir Umboðsmaður svarar gagnrýni og kröfum stjórnarliða um sérmeðferð fyrir Hönnu Birnu B réf sem umboðsmaður Al- þingis sendir vegna frum- kvæðisathugana eru undir- orpin upplýsingaskyldu stjórnvalda. Almenningur og fjölmiðlar eiga rétt á aðgangi að slíkum bréfum samkvæmt upplýs- ingalögum. Þetta áréttar umboðs- maður Alþingis í ársskýrslu sinni fyrir árið 2013. Á blaðsíðum 31 og 32 er að finna texta sem erfitt er að túlka öðruvísi en sem óbeint svar við gagnrýni stjórnarliða á verk- lag umboðsmanns í frumkvæðis- athugun hans á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglu- stjóra. Hanna Birna, Bjarni Benedikts- son og Sigmundur Davíð Gunn- laugsson hafa deilt á umboðsmann fyrir að birta opinberlega þriðja bréf sitt til Hönnu Birnu. Í bréfinu var að finna afhjúpandi frásögn Stefáns Ei- ríkssonar af ítrekuðum afskiptum og þrýstingi sem ráðherra beitti hann vegna lögreglurannsóknarinnar á lekamálinu. Þegar þriðja bréfið birt- ist hafði Hanna Birna tvívegis feng- ið að útskýra sína hlið á málinu í opnum bréfum til umboðsmanns. Samt taldi hún umboðsmann beita hana ranglæti þegar frásögn Stefáns birtist á opin berum vettvangi. Taldi hún andmælarétt sinn ekki virtan og tóku áðurnefndir stjórnarliðar í sama streng. Engin launung Í ársskýrslu sinni bendir umboðs- maður á að upplýsingalög gildi um bréf embættisins til stjórnvalda. „Almennt má orða það svo að það á ekki að vera nein launung um það hvernig umboðsmaður beit- ir frumkvæðisheimild sinni eða um þær upplýsingar sem hann telur til- efni til að kalla af því tilefni,“ segir í skýrslunni. „Í hlut eiga stjórnvöld og um leið og bréf umboðsmanns hefur borist til þeirra er það undir- orpið upplýsingaskyldu stjórn- valda gagnvart almenningi sam- kvæmt upplýsingalögum.“ Segir umboðsmaður að upplýsingalögin geri „ekki ráð fyrir að stjórnvöld geti dregið afhendingu slíkra gagna til þess eins að fresta því að slík- ar upplýsingar komi fyrir sjónir almennings“. Stjórnarliðar og upplýsingalög Bjarni, Hanna Birna og Sigmundur töldu almenning ekki eiga rétt á þeim upplýsingum sem birtust í bréfinu fyrr en Hanna Birna hefði fengið að svara umboðsmanni í þriðja sinn, ellegar væri brotið á andmælarétti ráðherrans. Sam- kvæmt þessari túlkun hefði um- boðsmaður átt að fara leynt með bréf sitt og innanríkisráðuneytið þurft að draga fram úr hófi eða synja upplýsingabeiðni fjölmiðla þegar óskað hefði verið eftir aðgangi að bréfinu. Slíkt hefði að vísu sam- ræmst verklaginu sem innanríkis- ráðuneytið og forsætisráðuneytið hafa viðhaft eftir að ný ríkisstjórn tók við. DV hefur kært forsætis- ráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna óhæfilegs dráttar á svörum við upplýsinga- beiðni. Þá eru margir mánuðir síð- an innanríkisráðuneytið hætti með öllu að svara fyrirspurnum og upp- lýsingabeiðnum frá DV. Þetta tvennt og gagnrýnin á umboðsmann vegna birtingar bréfa sem undirorp- in eru upplýsingaskyldu bendir til ákveðinnar tregðu ríkisstjórnarinn- ar til að fylgja þeim upplýsingalög- um sem í gildi eru. Í samræmi við danskt verklag Í ársskýrslu umboðsmanns er bent á að samkvæmt lögum um umboðsmann ber honum í til- kynningu um mál að greina frá því hvað stjórnvald hefur fært fram sér til varnar. „Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi er varð að fyrstu lögum um umboðs- mann Alþingis, nr. 13/1987, tengist þetta ákvæði efni 9. gr. laganna sem vikið er að hér að framan er þar kemur fram að ákvæðin gegni svip- uðu hlutverki,“ segir umboðsmað- ur og bætir við: „Því hefur jafnan verið litið svo á að skylda umboðs- manns til að greina frá sjónarmið- um stjórnvaldsins eigi ekki við um það þegar hann tilkynnir um að hann hafi ákveðið að taka mál til formlegrar athugunar að eigin frumkvæði, birtir spurningar sem hann ber fram við stjórnvöld af því tilefni eða aflar að öðru leyti upp- lýsinga til að geta tekið ákvörðun um hvort tilefni sé til formlegr- ar athugunar. Svör og skýringar stjórnvalda eru aftur á móti birt þegar tilkynnt er um endanlega af- greiðslu umboðsmanns á máli sem hann hefur tekið til athugunar að eigin frumkvæði.“ Fram kemur að þetta fyrirkomulag sé í samræmi við verklag umboðsmanns danska þjóðþingsins sem embættið hér- lendis hefur að mörgu leyti tekið sér til fyrirmyndar. Sama meðferð og aðrir fá Hanna Birna hefur fengið sömu meðferð og aðrir aðilar og stjórn- völd hvað varðar opinbera birtingu á bréfum umboðsmanns. Emb- ættið hefur um nokkra hríð haft það fyrir venju að birta opinberlega bréf vegna frumkvæðisathugana á vef sínum, ýmist samdægurs eða daginn eftir að þau eru send. Bréfið sem stjórnarliðar eru óánægðir með að skyldi birtast var birt daginn eftir. Það hefur reynst umboðsmanni þrautin þyngri að fá svör við spurn- ingum sínum. Í fyrsta svarbréfi sínu svaraði Hanna Birna ekki nema sumum þeirra spurninga sem born- ar voru upp og afhenti ekki þau gögn sem hún var beðin um að af- henda. Þurfti umboðsmaður að senda henni annað bréf og loks það þriðja. Nú er niðurstöðu frumkvæð- isathugunarinnar beðið og hyggst umboðsmaður ganga úr skugga um hvort samskipti Hönnu Birnu við Stefán hafi verið þess eðlis að til- efni sé til að gefa Alþingi skýrslu um stórvægileg mistök eða afbrot. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „Það á ekki að vera nein launung um það hvernig umboðs- maður beitir frum- kvæðisheimild sinni Vildu öðruvísi meðferð fyrir ráðherra Sigmundur og Bjarni töldu brotið á Hönnu Birnu þegar umboðsmaður birti bréf, undirorpið upplýsingalögum, á opinberum vettvangi. Slíkt er þó venjan hjá embættinu. Mynd Sigtryggur Ari umboðsmaður Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Al- þingis og hefur eftirlit með stjórnsýslunni. Mynd Sigtryggur Ari Bréfin undirorpin upplýsingalögum Stórslasaður eftir fall af hlaupahjóli Sæunn Klara Breiðfjörð, móðir tíu ára drengs sem slasaðist alvarlega á hlaupahjóli á dögunum, biðlar til foreldra að brýna fyrir börnun- um sínum mikilvægi þess að vera með hjálma og hlífar. Sonur henn- ar, var á hlaupahjóli á leið niður brekku nærri heimili sínu í Noregi. „Hann renndi sér á all svakaleg- um hraða niður brekkuna heima á hlaupahjóli án hjálms, missti stjórnina og kastaðist á malbikið með hausinn á undan sér,“ segir Sæunn í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar greinir hún frá því að drengurinn hafi höfuðkúpubrotn- að og fengið heilahristing. Hann er á batavegi og átti að fá að fara heim fljótlega af sjúkrahúsi. „Þess vegna er svo mikilvægt að börn muni eftir hjálmunum sínum. Þetta hefði auðveldlega getað end- að mikið verr,“ segir Sæunn. Hefur þú séð Ólöfu? Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu lýsir eftir 17 ára stúlku, Ólöfu Gígju Hallgrímsdóttur. Síðast er vitað um ferðir henn- ar í Grafar vogi, þann 23. sept- ember síðastliðinn. Ólöf Gígja er 164 sentímetrar á hæð með millisítt rauðleitt hár. Ekki er vit- að um klæðnað hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferð- ir Ólafar Gígju eða hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu í síma 444-1000 Fíkniefni í sölueiningum Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði bifreið við Frakka- stíg í Reykjavík á tíunda tím- anum á miðvikudagskvöld. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna en auk þess var hann án ökuréttinda eftir að hafa verið sviptur þeim. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi einnig verið kærður fyrir vörslu fíkniefna sem hann framvís- aði við handtöku. Farþegi í bif- reiðinni framvísaði einnig lítil- ræði af fíkniefnum. Við leit í bifreiðinni fundu lögreglumenn ætluð fíkniefni í sölueiningum og viðurkenndi farþeginn að eiga fíkniefnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.