Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 26.–29. september 2014 Fréttir 17
G
ísli Freyr Valdórsson, fyrr-
verandi aðstoðarmaður
Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkisráðherra,
telur lögregluna ekki hafa
rannsakað málsatvik í lekamálinu til
hlítar og litið fram hjá mikilvægum
atriðum. Eins og áður hefur komið
fram var lögreglan undir stöðugum
þrýstingi og tímapressu frá ráðherra
lögreglumála meðan rannsókn-
in stóð yfir. Hefur Stefán Eiríksson,
fyrrverandi lögreglustjóri, lýst því
fyrir umboðsmanni Alþingis hvern-
ig það setti lögregluna í „svolítið erf-
iða stöðu að vera að reyna að hraða
henni [rannsókninni] sérstaklega“
vegna óska og afskipta innanrík-
isráðherra. Skoða verður gagnrýni
Gísla Freys á rannsóknina í þessu
ljósi. Sé gagnrýnin á rökum reist
vaknar sú spurning hvort annmarka
rannsóknarinnar megi rekja til
ítrekaðra afskipta ráðherra af henni.
„Óhjákvæmilegt annað“
Samkvæmt heimildum DV gætti
Stefán Eiríksson þess eins og kostur
var að afskipti Hönnu Birnu spilltu
ekki rannsókninni og þrýstingur
ráðherrans næði ekki niður til undir-
manna hans. Þegar yfirheyrslum yfir
Gísla Frey var flýtt að kröfu innan-
ríkisráðherra varð þó ekki hjá því
komist að fleiri fréttu af afskiptum
ráðherrans. „Það var óhjákvæmilegt
annað heldur en að fleiri fengju þá
vitneskju um að það væri verið að
gera athugasemdir við einhver at-
riði í málinu,“ sagði Stefán í viðtalinu
við umboðsmann sem birtist í þriðja
bréfi embættisins til ráðherra.
Gísli Freyr telur lögreglu og
ákæruvaldið hafa markvisst rann-
sakað og dregið fram það sem telja
megi honum í óhag á sama tíma og
litið hafi verið fram hjá atriðum sem
hagfelldari voru honum. Þannig
hafi lögregla til að mynda ekki rann-
sakað ferðir ræstingafólks, öryggis-
varða og annarra inn og út úr inn-
anríkisráðuneytinu dagana 19. og
20. nóvember í fyrra né hafi lögregla
rannsakað sérstaklega hver skoðaði
samantektina um hælisleitendurna
klukkan 05.39 aðfaranótt 20. nóv-
ember. Taka ber fram að þá þegar
hafði Fréttablaðið farið í prentun
með upplýsingum úr samantektinni
á forsíðu.
Á skjön við ummæli ráðherra
Gagnrýni Gísla Freys á rannsókn
málsins gengur í berhögg við orð
Hönnu Birnu sjálfrar sem hefur oft-
ar en einu sinni sagt að rannsókn
málsins hafa verið ítarleg og fullnægj-
andi. „Ástæða er til að nefna að þegar
þessari umfangsmiklu rannsókn lauk
kom fram að allt það sem hægt var að
gera til að rannsaka umræddan at-
burð hafði verið gert,“ sagði hún til að
mynda í þriðja svarbréfi sínu við fyrir-
spurn umboðsmanns Alþingis.
„Sú afstaða er síðar staðfest með
afgerandi hætti þegar R [ríkissak-
sóknari] ákveður að gefa út ákæru
á hendur aðstoðarmanni mínum á
grundvelli rannsóknarinnar í stað
þess að óska eftir frekari rannsókn
áður en sú ákvörðun yrði tekin, eins
og R hefði getað gert ef embættið
hefði talið að einhver óeðlileg áhrif
hefðu verið höfð á framgang rann-
sóknarinnar.“ Í samtali við Kastljós
í lok ágúst sagði hún enn fremur:
„Rannsóknin tók átta mánuði og það
var farið inn í alla þætti er tengjast
starfsemi ráðuneytisins.“ Gísli Freyr
er ósammála þessu. Hann telur lög-
regluna hafa „lítið skeytt um veiga-
mikil atriði sem renna stoðum undir
sakleysi ákærða“ og látið undir höfuð
leggjast að rannsaka ýmis atriði.
Í klemmu
Hanna Birna hefur ítrekað sagt að
hún hafi lagt allt kapp á að flýta fyr-
ir framgangi rannsóknarinnar enda
hafi málið reynst henni og ráðu-
neytinu erfitt. „Ég var vel meðvituð
um skyldur mínar og annarra starfs-
manna ráðuneytisins til að greiða
fyrir framgangi rannsóknarinn-
ar, bæði í þágu hagsmuna af því að
upplýsa málið en einnig í því skyni
að ljúka mætti þessu inngripi í starf-
semi ráðuneytisins á sem skemmst-
um tíma. Liggur fyrir að ég gerði allt
sem í mínu valdi stóð til að stuðla að
þessu,“ sagði hún í bréfinu til um-
boðsmanns.
Gísli Freyr er í erfiðri stöðu gagn-
vart Hönnu Birnu. Það gagnast hon-
um, og getur rennt stoðum undir
frávísun eða sýknu, að sýna fram á
annmarka í rannsókninni. Slíkt getur
hins vegar bitnað á ráðherranum og
vakið upp grunsemdir um að ítrekuð
og margstaðfest afskipti hennar hafi
beinlínis spillt framgangi málsins. n
Vekur upp spurningar
um afskipti ráðherra
n Gísli Freyr segir rannsókn ábótavant n Erfið staða vegna tímapressu
„Sé gagnrýnin á
rökum reist vakn-
ar sú spurning hvort ann-
marka rannsóknarinnar
megi rekja til ítrekaðra af-
skipta ráðherra af henni.
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
Sakborningur
ósáttur Telur
rannsókn leka-
málsins háða
annmörkum.
Mynd Sigtryggur Ari
rannsókn fullnægjandi Hanna Birna seg-
ir rannsóknina hafa farið eðlilega fram þrátt
fyrir afskiptin sem Stefán Eiríksson hefur lýst.
Óvænt lækkun
neysluverðs
Verðbólga ekki minni síðan 2011
Vísitala neysluverðs lækkaði
um 0,12 prósent í september.
Þessi lækkun kemur nokkuð á
óvart, að mati Greiningar Ís-
landsbanka sem fjallaði um
málið á vef sínum á fimmtu-
dag. Helstu ástæður þess að
vísitalan lækkaði er metlækk-
un á flugfargjöldum til útlanda
ásamt óvenju vægum áhrifum
útsöluloka. Spár bentu til þess
að vísitalan myndi hækka um
0,2 til 0,3 prósent.
Þessar tölur gera það að
verkum að tólf mánaða taktur
verðbólgu lækkar úr 2,2 pró-
sentum í ágúst í 1,8 prósent í
september. Hefur verðbólga
ekki verið minni síðan í janúar
2011. Verðbólga án húsnæðis
mælist nú 0,4 prósent og hefur
ekki verið minni síðan í ágúst
2005. Verðbólga nú er því fyrst
og fremst drifin áfram af um-
talsverðri hækkun húsnæðis-
verðs, að sögn Greiningar Ís-
landsbanka.
Sem fyrr segir lækkaði flug-
liður vísitölunnar verulega í
september, eða um fjórðung,
og það þrátt fyrir 13 prósenta
hækkun á flugfargjöldum inn-
anlands. Ástæðan fyrir þessari
lækkun er metlækkun flugfar-
gjalda til útlanda en þau lækk-
uðu um tæp 29 prósent í sept-
ember. „Grundvallarbreyting
varð á útreikningi þessa liðar
á fyrri hluta þessa árs, og því
eru nýjustu tölur ekki saman-
burðarhæfar við þróunina á
undanförnum árum. Þó er ljóst
að hér er um árstíðasveiflu að
ræða að stórum hluta, þar sem
háannatími ferðaþjónustu er að
baki. Einnig hefur eldsneytis-
verð á heimsmarkaði lækkað
nokkuð. Við teljum því ólíklegt
að þessi lækkun gangi að fullu
til baka í októbermælingu VNV,
þótt við sjáum líklega talsverða
hækkun í liðnum þá,“ segir í
umfjöllun Greiningar.
Loks er fjallað um verðbólgu-
horfur og eru þær svipaðar og
fyrr. Þó hefur eldsneytisverð
lækkað um tæpt prósent frá
septembermælingu Hagstof-
unnar, sem hefur að óbreyttu
áhrif til um það bil 0,03 pró-
senta lækkun vísitölunnar næst.
„Einnig hafa nokkrar raftækja-
verslanir tilkynnt að forskot
verði tekið á verðlækkun vegna
afnáms almennra vörugjalda
um áramót, sem gæti haft lækk-
unaráhrif á VNV í október. Á
móti má búast við töluverðri
hækkun á flugi í mælingu næsta
mánaðar eftir mikla lækkun
nú. Bráðabirgðaspá okkar ger-
ir ráð fyrir að vísitala neyslu-
verðs hækki um 0,2 prósent í
október, 0,2 prósent í nóvember
og 0,3 prósent í desember. Verð-
bólga verður samkvæmt spánni
1,6 prósent í árslok og hefur
þá ekki verið minni síðan í júlí
2003,“ segir að lokum í umfjöll-
un bankans.
„Grundvallar-
breyting varð á
útreikningi þessa liðar á
fyrri hluta þessa árs.
Rómantíkin úti á landi
Vill veita fólki á landsbyggð afslátt af námslánum
S
igurður Ingi Jóhannsson,
landbúnaðar-, sjávarútvegs-
og byggðamálaráðherra, vill
skoða möguleikana á því að
veita fólki afslætti á námslánum um
tíma kjósi það að búa úti á landi.
Þetta kom fram í máli ráðherr-
ans á ráðstefnu um byggðamál á
Patreksfirði um liðna helgi en henni
eru gerð skil í Akureyri Vikublaði.
Fyrirspyrjandi á ráðstefnunni
spurði Sigurð Inga hvort ráðherra
teldi koma til greina að hjálpa
fólki sem kýs búsetu úti á landi
með skattaafslætti eða námslánaí-
vilnun. Sigurður Ingi sagði fulla
ástæðu til að skoða reynslu Norð-
manna af því að veita fólki afslætti á
námslánum um tíma. „Við munum
skoða þetta. Það er skynsamlegt
að leita leiða til að fá ungt fólk út á
land svo það uppgötvi hvað það er
rómantískt að búa þar,“ hefur Akur-
eyri Vikublað eftir Sigurði Inga á
ráðstefnunni.
Þá sagði Sigurður Ingi að þeir
sem búi á landsbyggðinni séu barð-
ir niður og nefndi í því samhengi
að fjölmiðlamenn búi langflestir
á höfuð borgarsvæðinu og sýni því
ekki áhuga að birta fréttir um vís-
indarannsóknir sem sýni fram á
mikilvægi landsbyggðarinnar og
framlag hennar til landsframleiðslu
og almannasjóða. Þá sagði Sigurður
Ingi að þeir sem verji landsbyggðina
fái „einn á lúðurinn“.
Fluttar hafa verið fréttir af til-
boði Sigurðar Inga til starfsmanna
Fiskistofu vegna flutninga hennar
til Akureyrar. Starfsmönnum henn-
ar stendur til boða þriggja millj-
óna króna styrkur fyrir að flytja með
Fiskistofu til Akureyrar.
Þiggi starfsmennirnir styrkinn
þurfa þeir að skuldbinda sig til að
vinna á Akureyri í tvö ár. Hætti þeir
fyrr þurfa þeir að endurgreiða styrk-
inn í hlutfalli við þann tíma sem
þeir gegndu starfinu á Akureyri. Þá
stendur þeim starfsmönnum sem
ákveða að flytja til boða að fljúga
norður með fjölskyldu sinni til að
skoða húsnæði og kynna sér að-
stæður á kostnað Fiskistofu. n
birgir@dv.is
Skoðar málið Sigurður Ingi
er opinn fyrir nýstárlegum
hugmyndum í byggðamálum.