Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Side 18
Helgarblað 26.–29. september 201418 Fréttir Viðtal
É
g hef verið stoppaður og fældur
frá og ritskoðaður af þeim sem
eru í þjónustu hinna mjög svo
valdamiklu,“ segir John Pilger,
75 ára rannsóknarblaðamaður,
í ítarlegu viðtali við DV. Pilger er ein-
hver þekktasti rannsóknarblaðamað-
ur heims, hefur starfað sem stríðs-
fréttaritari í Víetnam, Kambódíu,
Egyptalandi, Indlandi, Bangladesh og
Bíafra sem var, og gert meira en fimm-
tíu heimildamyndir á ferli sínum.
Hann hefur áratugum saman haldið
uppi harðri gagnrýni á heimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna og Bretlands. Þá
hafa vinnubrögð hinna hefðbundnu
fjölmiðla einnig verið leiðarstef í verk-
um hans. Hann er mikill stuðnings-
maður WikiLeaks-samtakanna, hefur
lýst þeim sem „sjaldséðum boðbera
sannleikans“, og sagt árásirnar á Julian
Assange skammarlegar.
Heimildamyndin Year Zero: The
Silent Death of Cambodia (1979)
er með hans þekktari verkum.
Myndin fjallar um eftirleik og af-
leiðingar hinna leynilegu loftárása
Bandaríkjanna á Kambódíu en Pil-
ger var á dauðalista hinna alræmdu
Rauðu kmera á meðan hann dvaldi
í landinu. Year Zero hefur verið lýst
sem einni af tíu áhrifamestu heim-
ildamyndum 20. aldarinnar. Pilger er
væntanlegur til landsins í næstu viku
í tilefni af sýningu heimildamyndar
hans, Dulið stríð [e. The War You
Don't See] (2010), á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Reykjavík, RIFF.
Það er Miðstöð rannsóknarblaða-
mennsku á Íslandi sem stendur að
komu hans til landsins í samvinnu við
RIFF, en þemað á hátíðinni í ár er stríð
og friður. Blaðamaður DV fékk tæki-
færi til þess að ræða við Pilger.
Minnir á þvættinginn
fyrir Íraksstríðið
Ef við byrjum á heimildamyndinni
þinni, Dulið stríð, sem er á dagskrá
RIFF. Í fyrsta lagi: Hvaða stríð er þetta
sem við sjáum ekki? Og það sem er
kannski mikilvægara: Hvers vegna
sjáum við það ekki?
„Hið dulda stríð sem almenning-
ur sér ekki er sannleikurinn. Ég er ný-
búinn að lesa umfjöllun bresku blað-
anna um loftárásir Obama forseta á
Írak og Sýrland. Næstum án undan-
tekninga er ekki um blaðamennsku að
ræða; þetta er fréttatilkynning Hvíta
hússins í ýmsu formi. Og þetta minnir
á þvættinginn sem var dreift fyrir inn-
rásina í Írak árið 2003. Þetta er eins
og gömul teiknimyndasaga. Hér eru
útvegaðar sömu Pentagon-myndirn-
ar af „stjórnstöðvum“ ISIL [Íslamska
ríkið Írak og Levant]. Hérna stendur
byggingin; og hér er hún eyðilögð með
sprengjum. Je minn!“
Fantasía Bandaríkjanna
Pilger segist sífellt verða vitni að því
hvernig sagan endurtekur sig. „Á
mínum ferli hefur ekkert breyst; lygin
er í grundvallaratriðum sú sama.
Norður-Víetnamar áttu að hafa ver-
ið með „stjórnstöð“ inni í Kambódíu
seint á sjöunda áratugnum. Heim-
inum var gert að ímynda sér lítið
Pentagon í frumskóginum – þetta var
réttlætingin fyrir loftárásum Banda-
ríkjanna á Kambódíu þar sem 600
þúsund varnarlausir smábænd-
ur voru drepnir, samkvæmt finnsku
rannsóknarnefndinni. Það var engin
„stjórnstöð“ í frumskóginum. Þetta
var hugarburður. Ást Bandaríkjanna
á loftárásum er að mestu byggð á
fantasíu.
Eina leiðin til þess að eiga við ISIL
er að virka ekki eins og ráðningarskrif-
stofa þeirra – en það gera loftárásir,
sem og upplogin móðursýkisköst vest-
rænna blaðamanna. ISIL er afurð,
nánast sköpunarverk, fyrri íhlutun-
ar Vesturlanda í Mið-Austurlöndum.
Lausnin? Til að byrja með væri skyn-
samlegt að styðja við Sýrland. Menn
þurfa ekki að elska stjórnvöld. Núna er
staðan sú að þeir einu sem mæta ISIL
eru „opinberir óvinir“ Vesturlanda.
Það er sannleikurinn sem þú sérð ekki.“
„Þá er ekkert val“
Heimildamyndin skorar stóru fjöl-
miðlana á hólm fyrir hlutverk þeirra í
átökunum í Írak, Afganistan og Ísrael/
Palestínu. Við sjáum mynstur þar
sem „upplýsingavél“ hersins tekst sí-
endurtekið að fæða virta fjölmiðla á
borð við BBC og The New York Times
á áróðri sem miðar að því einu að
smyrja stríðshjólin. Á meðan stóru
miðlarnir bergmáluðu lygar Colins
Powell um gjöreyðingarvopn Sadd-
ams Hussein, fékk sjálfstæð rann-
sóknarblaðamennska þar sem bent
var á staðreyndirnar (að það væru
engin gjöreyðingarvopn) sama og
enga birtingu í þessum sömu miðl-
um. Í myndinni sjáum við hvern-
ig slík vinnubrögð eru regla frekar
undantekning. Hver heldur þú að sé
ástæðan fyrir því?
„Vestrænir fjölmiðlar eru fram-
lenging vestrænna ríkja, Vesturveld-
anna. Þannig hefur það alltaf verið.
Bestu blaðamennirnir eru heiðvirð
undantekning á þessari reglu, sumir
þeirra að störfum innan kerfisins.
Þegar þú ert orðinn hluti af BBC,
sem dæmi, þá er ekkert val: þú notar
tungumál ríkisáróðursins og þú rit-
skoðar með aðgerðaleysi; enginn seg-
ir þér til; þú værir ekki í starfinu ef þú
vissir ekki hvað ætti að gera.“
Upplýsingastríðið
Í myndinni er til að mynda greint frá
því hvernig rúmlega 700 blaðamenn
„Hið dulda stríð
er sannleikurinn“
n John Pilger segir ráðandi fjölmiðla dreifa fréttatilkynningum Hvíta hússins gagnrýnislaust
„Eitt er að þetta opnaði
augun mín og gerði það
að verkum að ég vildi segja frá
„hinni hliðinni“ – sannleikanum
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is „Þegar þú ert
orðinn hluti af
BBC, sem dæmi, þá er
ekkert val: þú notar
tungumál ríkisáróðursins
og þú ritskoðar með að-
gerðaleysi; enginn seg-
ir þér til; þú værir ekki í
starfinu ef þú vissir ekki
hvað ætti að gera.
Púkar Pilger segir „púka“ á borð við þá sem
skipa Íslamska ríkið geta þakkað Vest-
urlöndum fyrir völd sín. Þau muni aukast
meðan loftárásum verði haldið áfram.