Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 22
22 Skrýtið Sakamál Helgarblað 26.–29. september 2014
færð upp í sveit
n Glænýjar borgir risu í Nígeríu og Brasilíu n Eyrarbakki eða Illviðrahnjúkar ný höfuðborg Íslands?
A
lþingi kemur saman í Nýja
Alþingishúsinu í miðbæ
Eyrarbakka, gríðarstórri
byggingu sem færustu arki-
tektar landsins hönnuðu. Ný
stórhýsi eru allt í kring þar sem ráðu-
neyti og aðrar ríkisstofnanir eru með
skrifstofur. Í úthverfum, sem teygja sig
í kringum Litla-Hraun og nærliggjandi
sveitir, búa ríkisstarfsmenn og fjöl-
skyldur þeirra. Íbúarnir gróðursetja tré
og vona að þessi nýja borg verði einn
daginn grónari og glæsilegri en gamla
höfuðborgin Reykjavík.
Þekkt fyrirbæri
Reykjavík varð höfuðborg Íslands
vegna fléttu sögunnar eins og flestar
höfuðborgir heimsins. Og það er
kannski ekki meitlað í steininn að
hún verði höfuðborg um aldur og ævi.
Hvað ef önnur byggð á landinu yrði
gerð að höfuðborg í staðinn? Ráða-
menn myndu gera það til „að draga úr
of miklu vægi borgarinnar“ og „styrkja
landsbyggðina“.
Þetta hljómar auðvitað út í hött í
íslensku samhengi enda hefur þetta
aldrei verið rætt af neinni alvöru. Víða
í heiminum hafa höfuðborgir þó verið
fluttar eða nýjar byggðar frá grunni.
Brasilíumenn, Kasakar, Nígeríumenn
og Mjanmarar hafa allir farið þessa
leið.
Argentínumenn gætu verið næstir
því Cristina Fernández de Kirchner,
forseti Argentínu, hefur nýlega lýst
yfir stuðningi við hugmyndir manna
um að svipta Buenos Aires höfuð-
borgartitlinum og gera Santiago del
Estero, lítt þekkta og fámenna borg í
miðju landsins, að höfuðstað. Stjórn-
málaskýrendur telja þó ólíklegt að af
þeim áformum verði enda er gríðar-
lega kostnaðarsamt að flytja allar
ríkis stofnanir yfir himin og haf og lít-
ill raunverulegur pólitískur vilji fyrir
slíku.
Glæný borg herforingja
Landið Mjanmar í Suðaustur-Asíu,
sem áður hét Búrma, var undir stjórn
herforingja í marga áratugi þar til boð-
að var til kosninga árið 2011 og lýð-
ræðisleg stjórn tók við.
Herforingjastjórnin greip til
óvæntra aðgerða árið 2005 þegar
ákveðið var að stofna nýja höfuðborg
í innsveitum landsins. Allar ríkis-
stofnanir voru fluttar frá gömlu höfuð-
borginni Rangoon í glænýja borg
sem byggð var frá grunni. Hún heit-
ir Naypyidaw. Talið er að herforingj-
arnir, sem hafa verið sakaðir um fjöl-
mörg mannréttindabrot, hafi viljað
færa höfuðborgina af ótta við innrás-
ir í Rangoon, sem liggur við hafið, og
byggja upp nýja borg sem auðveldara
væri að verja í miðju landsins.
Bandarísk fyrirtæki reistu borg
Nígería er fjölmennasta ríki Afríku,
telur um 175 milljónir manna, sem
tilheyra ólíkum þjóðarbrotum. Þess
vegna var ákveðið að færa höfuðstað-
inn frá stórborginni Lagos upp úr
1980 til miðju landsins, en með því
þótti ekki halla á neina einstaka þjóð.
Bandarísk fyrirtæki voru fengin til
að hanna hina nýju borg, Abuja, sem
varð opinber höfuðborg Nígeríu í des-
ember 1991.
Pýramídinn í Kasakstan
Árið 1997 var Astana gerð að höfuð-
borg Mið-Asíu-ríkisins Kasakstan.
Höfuðstaðurinn var fluttur frá Almaty,
borg í suðurhluta landsins, inn í miðju
landsins, eins og gildir um svo margar
borgir sem hér eru nefndar. Astana
liggur á steppu þar sem fimbulkuldi
ríkir á veturna og miklir hitar verða á
sumrin.
Eitt helsta kennileiti borgarinn-
ar er 30 þúsunda fermetra pýramídi
sem breski arkitektinn Sir Norman Fo-
ster hannaði og nefnist Höll friðar og
sáttar.
Lagt hefur verið til að nafni borg-
arinnar (nafn Astana þýðir ein-
faldlega „höfuðborg“) verði breytt
í „ Nursultan“ til heiður Nursultan
Nazarbayev forseta Kasakstan.
Ættum við kannski að breyta nafni
Reykjavíkur í „Ólafur Ragnar“?
Móderníska borgin á sléttunni
Höfuðborg Brasilíu, sem heitir ein-
faldlega Brasília á portúgölsku, er ólík
flestum höfuðborgum heimsins því
hún var byggð frá grunni á tuttugustu
öld.
Juscelino Kubitschek forseti fyrir-
skipaði byggingu hennar á sjötta ára-
tugnum. Forsetinn vísaði í ákvæði í
stjórnarskrá landsins sem lagði þá
kröfu á stjórnvöld að þau færðu höfuð-
borgina frá Rio de Janeiro inn í miðju
landsins til að gæta jafnræðis á meðal
fylkja hins víðáttumikla ríkis Brasilíu.
Borgarstæðið sem valið var fyrir
nýju höfuðborgina liggur á hárri sléttu,
sem nefnist Planalto Central (Miðhá-
sléttan), í miðvesturhluta landsins.
Þar var nánast ekkert þegar bygging
borgarinnar hófst.
Byggð á örfáum árum
Skipulagsfræðingurinn Lúcio Costa
vann samkeppni um hönnun borg-
arinnar, sem 5.550 manns tóku þátt í,
og hann réð vin sinn Oscar Niemeyer
sem aðalarkitekt. Þeir skráðu nöfn
sín á spjöld sögunnar í sögu borgar-
skipulags og arkitektúrs enda var þetta
eitt stærsta verkefni tuttugustu aldar-
innar á þeim sviðum. Brasília var
byggð á 41 mánuði, frá 1956 til 1960.
Íbúar borgarinnar eru í dag um
þrjár milljónir talsins. Það er auðvit-
að ekki mikið í samanburði við stærstu
borgir landsins, São Paulo (20 milljón-
ir) og Rio de Janeiro (11 milljónir).
Eyrarbakki eða Illviðruhnjúkar?
Eyrarbakki varð fyrir valinu í hinni
ímynduðu sviðsmynd í inngangs-
orðunum vegna þess að á síðari hluta
nítjándu aldar var þar eitt blómleg-
asta þorp landsins og mikilvægur
verslunar staður. Á þeim árum þótti
mörgum að Eyrarbakki væri því mjög
álitlegur sem framtíðarhöfuðborg Ís-
lands.
Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður
eru kannski líka góðir kostir? Kannski
væri best að reisa nýja höfuðborg á
hálendinu í landfræðilegri miðju Ís-
lands en hún er rétt norðan Hofsjök-
uls. Reyndar eru veðurskilyrði ekki al-
veg nógu ákjósanleg þar.
Miðja Íslands er við svokallaða
Illviðrahnjúka í um 800 metra hæð yfir
sjó. Skiltið „Welcome to Bad Weather
Peaks, Iceland's new capital“ myndi
blasa við ferðamönnum. n
Höfuðborgin
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Glæný borg Forsetahöllin og
stjórnsýslubyggingar í Astana,
höfuðborg Kasakstan, sem reist var á
áratugnum. MYND: MarIusz KluzNIaK
Höfuðborg Brasilíu í byggingu Praça dos Três Poderes (Torg þrískiptingar valdsins).
Nafnið vísar til þess að máttarstólparnir þrír í brasilíska ríkinu mætast við torgið; skrifstofur
forsetans (framkvæmdavaldið), þinghúsið (löggjafarvaldið) og hæstiréttur (dómsvaldið).
loftMYND EftIr MarcEl GautHErot frá 1960.
Klikkuð byggðastefna Sveitalegt er
um að litast í Naypyidaw, nýrri höfuðborg
Mjanmar, en hún var byggð frá grunni í
frumskóginum þar sem moskítóflugur
herja á ríkisstarfsmenn sem búa í þessum
íbúðablokkum.
Illviðrahnjúkar
Miðja Íslands í um 800
metra hæð yfir sjávarmáli.