Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 26
26 Umræða Helgarblað 26.–29. september 2014 Spítalakostnaður Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Hryðjuverkasamtök íslenska ríkisins Í mín eyru er því stundum hvísl­ að, að Íslandi sé stjórnað af bján­ um. Mér er sagt að fífl haldi fjár­ laganefnd í herkví heimsku og svo er mér sagt að undir niðri kraumi alltaf kaldhæðinn rasismi fullra framsóknarjússa. Mér er sagt að Íslendingar fagni því alltaf ann­ að slagið, um hverja helgi ef grannt er skoðað, að þjóðin flíki yngsta og óreyndasta forsætisráðherra í heimi. Og mér er sagt að þessi merki kappi tali einsog kálfur sem sniff­ að hefur helíum. En þetta kjaftæði sel ég ekki dýrara en ég keypti það. Enda er framansagt ekki það sem ég ætlaði að ræða um. Ég ætlaði að ræða um kjósendur og ég ætlaði að ræða um það hvernig sá einstaki hópur hefur náð að eyðileggja ís­ lenskt þjóðlíf. Nei, ég er að djóka. Ég ætla að segja ykkur stutta sögu: Eitt sinn bjuggu bræður tveir við djúpan fjörð, annar var dýralækn­ ir en hinn átti sláturhús. Þeir höfðu þann háttinn á, að alltaf þegar þeir þóttust hafa fundið svo mikið sem eina veikburða kú þarna í héraðinu, þá dæmdi dýralæknirinn dýrið og lét senda það í sláturhús. Hann skrifaði á tiltekið vottorð að kvikindið hefði verið smitað af kúariðu eða ein­ hverjum slíkum ófögnuði. Kúnum var reyndar ekki slátrað, heldur fóru þær í gríðarlega stórt fjós sem þeir bræður áttu. Bændurnir sem áttu hinar dauðadæmdu skepnur, þurftu ekki að kvarta, þeir fengu greiddar bætur fyrir kykvendin og gátu unað sáttir við sitt. Og þegar þeir bræður höfðu með þessum aðgerðum náð að tæla til sín allan kúastofn hér­ aðsins, færðu þeir út kvíarnar. Þegar þeir höfðu, af einstökum dugnaði, eignast allar kýr landsins, buðu þeir fólki að kaupa fitusprengda mjólk á uppsprengdu verði. Og þar eð þeir þóttu svo klókir og ríkir, nutu þeir stuðnings allra ráðamanna – hvort sem þeir tilheyrðu meirihluta eða minnihluta á Alþingi. Þessir bræð­ ur voru stolt þjóðarinnar og þeim var fært allt sem þeir vildu fá … á því verði sem þeir sjálfir kusu að greiða. Og til að fullkomna sína mjólk­ urhvítu lygi, fengu þeir bræður alla málsmetandi menn í lið með sér við að koma því inn á milli eyrna landsmanna, að mjólk væri hollur drykkur. Lyginni var haldið að öllu fólki, þrátt fyrir að vísindamönnum hefði reynst léttur leikur að sýna fram á almenna skaðsemi mjólkur. Ef allt hefði verið með felldu, hefði mjólk verið flokkuð með geislavirk­ um úrgangi eða einhverju þaðan af verra. n Þingsins þrugl og feilar þjóðararði spilla þar sem hálfir heilar háan salinn fylla. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Ef allt hefði verið með felldu, hefði mjólk verið flokkuð með geislavirkum úrgangi eða einhverju þaðan af verra. „Ja, hérna. Að einhver geti kosið Framsóknarflokkinn til að fara með opinber völd er mér gjörsamlega hulin ráðgáta. Dómgreindarleysið hjá þessu liði er algjört.“ Bergur Ísleifsson var einn þeirra fjölmörgu sem hneyksl- uðust á myndbandi þar sem framsóknarkonunnar Vigdís Hauksdótt- ir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir brugðu á leik. „Mamma farðu heim … þú ert full …“ Atli Viðar Þorsteins- son líkti framsóknarkonum við fullan ættingja sem allir skammast sín fyrir. „Guð blessi myndavéla- og snjallsímana. :)“ Útvarpsmaðurinn Frosti Logason þakkaði guði fyrir tækniframfarir því ella hefðu aðeins hagfræði- og stjórnmálafræði- nemar séð grín framsóknarkvenna. „Kennarinn var þarna í miðri kennslustund og er hann varð var við smá reyk þá gerðust hlutirnir svo hratt að næsta hugsun hjá kennaranum var að stökkva til og bjarga drengnum. Hann brást hárrétt við öllu og eins að hlaupa með drenginn út á sjúkrahús í staðinn fyrir að hringja á sjúkrabíl, og bíða eftir að hann kæmi en sjúkrahúsið er við hliðina á skólanum og svo er spurt hvar er ábyrgðin. Það vissi enginn að barnið væri með þetta á sér eða hver hafi látið hann hafa þetta.“ Kolbrún Harpa Halldórs- dóttir var ánægð með viðbrögð kennara í Brekku- bæjarskóla þar sem nemandi hlaut brunasár þegar kveikt var á neyðarblysi í kennslustofu. „Gott að vita. Þá getur maður sleppt því að eiga viðskipti við það.“ Jón Ragnarsson ætlar ekki að stunda viðskipti við iKort ehf. því Kjartan Gunnarsson, kaupsýslumaður og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, er einn af eigendum þess. 32 30 36 147 17 M ikil umræða hefur verið að undanförnu um fram­ lagðar breytingar Bjarna Benediktssonar fjár­ málaráðherra á virðis­ aukaskattkerfinu. Þar hafa margir kosið að ræða aðeins um einn þátt breytinganna, þ.e. hækkun neðra virðisaukaskattþrepsins úr 7% í 12%. Minna hefur verið fjallað um aðrar stórar og mikilvægar breytingar sem tillögurnar fela í sér. Eins og lækkun á efra virðisaukaskattþrepinu úr 25,5% í 24%, fækkun undanþága og þá frá­ bæru breytingu að afnema almenn vörugjöld með öllu. Þetta mun leiða til lækkunar í flestum vöruflokk­ um eins og fatnaði, heimilistækj­ um, bílavarahlutum, byggingarvör­ um og fleiru. Afnám vörugjalda felur í sér beina verðlækkun og stuðl­ ar að lækkun á vísitölu neysluverðs og byggingarvísitölu. Þá mun hag­ kvæmni verslunarinnar aukast með einfaldara kerfi án vörugjalda, en fjöldi starfsmanna vinnur í dag við að leysa úr vörugjaldafrumskóginum. OECD og AGS segja tekjuhæstu hópana hagnast mest Aðgerðin í heild leiðir til þess að ráð­ stöfunartekjur heimilanna aukast og hefur jákvæð áhrif á verðlag þrátt fyrir hækkun neðra þrepsins. Sam­ kvæmt tölum Hagstofunnar þá nota allir tekjuhópar um 15% ráðstöf­ unartekna til matarkaupa sem þýð­ ir að þeir sem hafa hærri tekjur nota hærri krónutölu til matarinnkaupa og munu því standa að mestu und­ ir hækkuninni á neðra þrepinu. Þetta staðfesta rannsóknir OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem segja að tekjuhæstu hóparnir hagn­ ist mest á lágum virðisaukaskatti á matvæli. Við þetta bætast svo hærri barnabætur til þeirra sem lægri hafa tekjurnar og þurfa að kaupa meira af matvælum. Réttlátara og gegnsærra skattkerfi Sé horft á þessar breytingar í víðara samhengi þá sést að þær eru bara einn liður af mörgum í stefnu ríkis­ stjórnarinnar í að skapa skilvirkara, réttlátara og gegnsærra skattkerfi ásamt því að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun auka ráðstöfunartekjur fjölda heim­ ila, miðþrep tekjuskattsins var lækk­ að fyrir þetta ár, tryggingargjaldið hefur verið lækkað og mun áfram lækka, útvarpsgjaldið mun lækka í tveimur skrefum og stimpilgjöld hafa verið einfölduð og lögð niður af láns­ skjölum. Þá er einstaklingum gert kleift að lækka húsnæðis lánin sín með skattfrjálsum séreignarsparnaði og áfram mætti telja. Hinir kúguðu hafa borið mestan kostnað Þessar breytingar á skattkerfinu, ásamt þeim sem liggja nú fyrir Al­ þingi, munu ryðja brautina fyrir frek­ ari aðgerðir í skattamálum eins og að fækka þrepum í tekjuskattkerf­ inu og lækka skattbyrði á einstak­ linga. Áhrifin munu ekki síst koma fram hjá hinum svokölluðu millistétt­ araulum sem hafa tekið á sig mestu skerðingarnar og borið mestan kostn­ aðinn af hruninu. Núverandi ríkisstjórn hefur skil­ að um 40 milljörðum aftur til heim­ ilanna með aðgerðum sínum. Á sama tíma hefur ríkt hér stöðugleiki þar sem hefur verið lítil verðbólga, atvinnuleysi farið minnkandi, ráð­ stöfunartekjur einstaklinga hafa hækkað og góðum hagvexti er spáð á næstu árum. Það er því ótrúlegt að horfa á forystumenn verkalýðs­ félaganna, eins og forystu ASÍ, BSRB og fleiri bölva þessum aðgerðum fyrir hönd félagsmanna hvar sem þau geta, í stað þess að auka bjart­ sýni í samfélaginu með því að fagna þeim eða í það minnsta; koma með uppbyggilega gagnrýni. Öflug milli­ stétt, einfalt skattkerfi og breiðari skattstofnar munu gera okkur kleift að hjálpa þeim sem minna hafa á milli handanna og styrkja velferðar­ kerfið okkar. n Skattkerfisbreytingar í þágu allra „Núverandi ríkis- stjórn hefur skilað um 40 milljörðum aftur til heimilanna með aðgerðum sínum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.