Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 26.–29. september 201428 Fólk Viðtal
M
ér finnst ég ekki adrena-
línfíkill en hef komist að
því að skilgreiningin mín á
áhættu er líklega önnur en
margra í kringum mig. Mér
líður best þegar það er hasar og hvergi
jafnvel betur en í flugvél á hvolfi.
Allt sem fer hratt og gerir krúsidúll-
ur finnst mér frábært. Ég væri til í að
skrifa gagnrýni um rússíbana. Það
væri flott vinna,“ segir sjónvarpskonan
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir.
Athyglisgáfa á við gullfisk
Landsmenn þekkja Sigríði Elvu af
skjánum. Hún var um tíma í Íslandi
í dag en sér þessa dagana um kvik-
myndagerðarþáttinn Fókus auk þess
að vera annar umsjónarmanna bíla-
þáttarins Á fullu gazi. „Ég er með
netta dellu fyrir kvikmyndagerð, sá
heimur er ótrúlega spennandi, en ég
þarf að hafa smá aksjón líka. Þessir
tveir þættir gera vinnuna hæfilega
fjölbreytta, eins og þarf til að halda
fólki með athyglisgáfu á við gullfisk
við efnið,“ segir hún og bætir við að
hún eigi erfitt með að sitja kyrr leng-
ur en í klukkutíma í senn.
„Ég hef aldrei haldist lengi á sama
stað og áður en ég hóf störf á Stöð 2
hafði ég ekki verið í sama djobbinu
lengur en í tvö ár. Mér finnst ekkert
leiðinlegt að fá að prófa alls konar
tæki og tól og kalla það vinnu. Og
þótt ég hafi stundum verið að barma
mér yfir því að þurfa kannski að
vinna á sunnudögum er engin sér-
stök ástæða til þess að vorkenna mér
enda er ég þá kannski bara á leiðinni
í listflug.“
Hætti 16 ára í skóla
Sigríður Elva er fædd árið 1978 og
ólst upp í 101 þar sem hún hefur síð-
ar að mestu leyti búið. „Fyrir utan
þegar ég bjó í útlöndum hef ég aldrei
flutt út fyrir Snorrabrautina. Ef ég fer
eitthvert lengra fer ég frekar út á land.
Ég var öll sumur í sveit sem krakki og
þegar ég var 16 ára hætti ég í Versló
og réð mig í fisk á Flateyri og bjó þar
í verbúð til að safna fyrir flutningi til
Parísar. Mamma og pabbi voru ekki
hrifin af þeirri hugmynd.“
Sigríður gekk í Vesturbæjarskóla
og Hagaskóla og tók eitt ár í Verslun-
arskóla Íslands. Þar með er öll skóla-
gangan upptalin fyrir utan nokkrar
tilraunir til fjarnáms og stöku ann-
ir í öllu frá trésmíði til kerfisfræði.
„Mamma og pabbi hafa lengi reynt
að ýta á mig að mennta mig meira.
Það hefur ekki gengið voðalega vel.
Ég átti alltaf auðvelt með nám sem
krakki og ég held að enginn hafi gert
ráð fyrir því að ég yrði gagnfræðing-
ur; enda ekki frasi sem margir nota
árið 2014. En ég geri eitthvað í þessu
einhvern tímann.
Annars hef ég verið að taka fjar-
nám í flestum framhaldsskólum og
á örugglega bara fjórar einingar eftir.
Ég er bara ekki góð í að klára það sem
ég byrja á. Það fer mér illa. Árið 2005
sat ég einhvern stærðfræðikúrs og
ákvað að hætta þessu fjarnámsbulli.
Sagði bara „fuck it“. Önn í skóla fyrir
mér er heil eilífð. Ég er búin að missa
allan áhuga og er farin að pæla í allt
öðru þegar loksins kemur að prófum.
Í gegnum öll þessi ár var ég að
reyna að komast í gegnum skólann
á sem auðveldastan hátt og hef tek-
ið stöðupróf í öllu sem ég hef komist
í. Það gekk þó ekki betur en svo að ég
er ekki með stúdentspróf.“
Rænd af hjálparsamtökum
Eftir stutt Parísarævintýri sneri Sig-
ríður Elva aftur heim. „Ég hafði
ekki kynnt mér reglurnar nógu vel.
Samkvæmt einhverjum nýsettum
Evrópusambandslögum um vinnu
barna hefði ég þurft að vera 18 ára
til að fá vinnu og í framhaldinu dval-
arleyfi. Ég fékk því ekkert að gera,
nema eitthvað svart á egypskum
veitingastað fyrir lúsalaun. Fjórum
mánuðum síðar var ég búin með
spariféð og mamma, sem var að
vinna hjá Eimskipum á þessum tíma,
ætlaði sko ekki að borga fyrir mig
flugmiðann heim úr þessari frægðar-
för, en reddaði mér í staðinn fari með
fragtara. Talandi um að koma heim
með skottið á milli lappanna.
Ég fór um borð í Rotterdam, en
áður en ég yfirgaf París var ég rænd
„Hélt
að lífið
væri búið“
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Sjónvarpskonunni Sigríði Elvu Vilhjálmsdóttur líður hvergi betur en í
flugvél á hvolfi. Hún ætlaði sér aldrei að verða móðir og grét þegar hún komst að
því að hún væri barnshafandi. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Sigríði Elvu um
eirðarleysið, ástina sem hún fann óvænt í jakkafataklæddum manni, ferðalögin,
adrenalínfíknina og þá staðreynd að hún hætti í skóla aðeins 16 ára að aldri.