Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 30
Helgarblað 26.–29. september 201430 Fólk Viðtal
svo mikið á því og tilhugsunin að
verða hrædd við allt sem ég hef mest
gaman af fannst mér skelfileg. Auð
vitað vill maður vera til staðar eins
lengi og hægt er fyrir svona lítinn
gullmola en samt finn ég ekki fyrir
aukinni lífshræðslu gagnvart svona
tryllitækjum. Annars er ég orðin
miklu bílhræddari og veit fátt hrika
legra en að keyra norður. Fyrir mér
er það stórhættulegt atriði. Enda eru
þá engin fimm punkta belti og aðrar
græjur.
Svo er líka allt of mónótónískt að
halda í stýri og keyra og ég lærði að
prjóna til að þola að sitja í bíl eða
horfa á sjónvarp. Nú tölum við um
einnar peysu ferð eða tveggja peysu
ferð. Teitur keyrir á meðan ég prjóna.
Annars er ég við það að skera mig
með plasthníf eftir fyrsta klukkutím
ann.“
Vill prófa allt
Hún segist ekki sú kvenlegasta í
heimi. „Ég á samt alveg varalit og
mála mig og allt svoleiðis – ég er
bara ekki mjög góð í því. Að velja
mér föt og greiða hárið; það er ekki
mín sterkasta hlið. Ég vakna flesta
morgna og byrja á því að rífa allt út
úr fataskápnum,“ segir hún enda hafi
áhuginn alltaf verið meiri á hrað
skreiðum tryllitækjum en tísku og
útliti.
„Ég ætlaði alltaf að verða geim
fari en er ekki viss um að ég nái því.
Það væri þó mjög skemmtilegt. Til
vara langar mig að sjá um ferðaþátt,
flakka um heiminn með kameru.
Mér finnst svo gaman að prófa nýja
hluti. Ef það er eitthvað í boði sem
ég hef aldrei gert áður og það hræðir
mig finnst mér ekki spurning að kýla
á það. Það er ekkert gaman að vera
alltaf innan einhvers þægindara
mma. Ef verkefnið hræðir er það
skýrt merki þess að maður eigi að
prófa. Maður verður aldrei jafn
stoltur. “
Það er hins vegar ekki margt sem
hræðir hana. „Fyrir utan almenna
hluti eins og að verða veik eða að
missa einhvern nákominn þá er það
ekki margt. Ég hugsa samt að hjart
að myndi taka auka slög í fallhlífar
stökki. Ég var með það á stefnu
skránni þegar ég var komin sex vikur
á leið og var ráðið frá því. Ekki að fall
hlífarstökk sé eitthvað hættulegra en
margt annað sem maður gerir dags
daglega. En einhverra hluta fór það
á „hold“.
Svo myndi ég ekki fara í „base
jump“. Ég var staðráðin í að prófa
það en eftir að mjög góður vinur
minn slóst utan í klett, rotaðist og lá
í kóma í langan tíma hef ég ekki haft
mig í það.“
Áhuginn á flugvélum vaknaði
snemma. „Pabbi kenndi mér að
fljúga þegar ég var lítil en þess
ar minni vélar eru flestar með tvö
sett af stýrisgræjum. Ég fór svo að
læra formlega 2012. Þá tók ég bók
lega námið og byrjaði í þessu verk
lega. Svo var bara til svo lítill pening
ur. Við tókum okkur til og borguðum
niður allar skammtímaskuldir. Flug
ið fór því í sarp en ég bind vonir við
að byrja fljótlega aftur. Þetta er bara
Sigríður Elva og athyglisbresturinn
enn einu sinni. Stefnan var að taka
flugprófið áður en ég tæki bílpróf.
Það var planið. En allt í einu er ég
35 ára og ekki komin með flugpróf.
Meiningin er að drífa það af. Ég get
ekki séð lífið fyrir mér án flugprófs.
Svo verð ég líka að endurgjalda
pabba greiðann og fljúga með hann.
Mínar fallegustu minningar úr æsku
eru úr flugvél og það væri gaman að
gefa mínum grís slíkar minningar.“
Hræddist frægðina
Hún grínast með athyglisbrestinn
en viðurkennir að ef til vill verði hún
að láta verða af því að athuga með
greiningu. „Ég pirrast reglulega yfir
þessu. Ég er kannski að gera eitt
hvað sem minnir mig skyndilega á
að það var einhver sem ég ætlaði að
hringja í í síðustu viku. Svo er ég líka
mikið að skrifa tölvupóst og gleyma
að ýta á „send“. Ég get orðið þreytt á
þessu þegar ég hef gleymt nokkrum
svoleiðis atriðum í röð. Helst vildi ég
hafa einhvern sem heldur í höndina
á mér og minnir mig á að ýta á
„send“ og réttir mér lyklana áður en
ég fer að heiman.
Greyið Teitur. Klassísk sena að
morgni dags er að ég hleyp inn í
leit að símanum mínum sem er
að öllum líkindum týndur og raf
magnslaus. Þannig er það fjóra daga
vikunnar.“
Hún segir foreldra sína ekki hafa
amast út í aldursmuninn á þeim
Teiti. „Ég held að það hafi meira ver
ið hans megin. Mamma og pabbi
sáu strax hvað við eigum vel saman.
Það er ákveðin gæfa að finna ein
hvern álíka bilaðan og maður sjálf
ur; einhvern sveimhuga sem dettur
í hug með viku fyrirvara að flytja í
aðra heimsálfu.“
Þegar þau kynntust hafði Teitur
starfað í sjónvarpi og verið áberandi
á síðum dagblaðanna. Hún viður
kennir að frægð hans hafi hrætt
hana. „Ég bjó svo vel að hafa búið
í Danmörku og þegar hann mætti
á Kaffibarinn hélt ég að þetta væri
einhver viðskiptapési. Hann var al
veg viss um að ég vissi hver hann
væri, sem ég gerði ekki. Svo þegar
ég komst að því að hann væri semí
þekktur fannst mér það bara óþægi
legt. Það voru teknar myndir af okk
ur þegar við vorum einhvers staðar
úti saman sem mér þótti hrikalega
vont og vildi helst læðast með veggj
um.
Núna veit ég betur. Það er voða
lega kjánaleg tilhugsun að pæla í
frægð á Íslandi, það er ekki eins og
það séu papparassar við heimilið
þitt. Þetta var ekkert svona voðalegt
eins og ég hélt.“
Einkaþjónar og bílstjórar
Þau Teitur fluttu saman til Srí Lanka
þegar þau höfðu verið saman í eitt
ár þegar hann hafði fengið vinnu
hjá Friðargæslunni og var sendur
út til að vinna við vopnahléseftirlit.
„Ég var ekki að gera neitt merkilegt
og ákvað að drífa mig með. Það var
ótrúlegt ævintýri og nett menningar
sjokk. Ég hafði aldrei komið til Asíu
áður. Ég gleymi aldrei bílferðinni af
flugvellinum, það voru skellinöðrur
og beljur úti um allt.
Við bjuggum við spes aðstæður
og leigðum okkur hús á álíka pen
ing og við hefðum eytt hérna heima.
Þetta var 500 fermetra villa með
kokki, einkaþjálfara, bílstjóra og
bókasafnsverði. Mjög súrrealískt
allt saman. Þjóninn vakti okkur
með kaffi á silfurbakka snemma á
morgnana þegar hann kom inn í
herbergið okkar og dró gardínurn
ar frá gluggunum. Það tók smá tíma
að venjast því; svona korter,“ segir
hún brosandi en bætir svo við: „Eins
indælt og það var geta ekki snúið sér
við án þess að einhver væri mættur
til að rétta mér eitthvað eða spyrja
hvort mig vantaði eitthvað þá var
ég að deyja úr leiðindum eftir þrjár
vikur. Þá hafði ég farið í hand og fót
snyrtingu alla daga og var á leiðinni
að ganga í sjóinn af leiðindum. Þá
tókst mér að koma mér í að búa til
vefsíður fyrir Friðargæsluna. Vanda
málið var bara að ég kunni afskap
lega lítið í þessum fræðum og var á
Google það sem eftir lifði dvalarinn
ar. Þetta var ekki flottasta heimasíða
í heimi en slapp. Hún virkaði alla
vega.“
Með króníska verki
Eftir Srí Lankaævintýrið fór Sig
ríður Elva að vinna við bíómyndir.
„En ég gafst fljótt upp á því og fór
að vinna sem kokkur en þurfti að
hætta því eftir slys. Ég féll útbyrðis
af sódíak á Hornströndum. Bátur
inn fór á hliðina og ég fékk skrúfuna
í mig á ferð. Ég skarst í tætlur á öxl
inni. Við vorum í hálftíma fjarlægð
frá gsmsambandi og það var stímt
til baka og kölluð út björgunarsveit.
Sem betur fer vorum við með tvo
hjúkrunarfræðinga sem gátu búið
vel um sárið og gefið mér gasalega
fínar verkjatöflur. Svo var ég sótt af
bát. Ég er ótrúlega og óendanlega
þakklát fyrir það að það sé til eitt
hvert fólk sem er til í að standa upp
frá því sem það er að gera og hlaupa
út til að bjarga einhverjum bjánum
sem eru að leika sér á sódíak,“ segir
hún og játar því að slysið hái henni
ennþá. „Ég er með króníska verki í
höndinni en það er ekkert miðað við
það að hafa misst hausinn. Það hefði
verið slæmt, aðeins 26 ára.“
Djamm með öryggislögreglunni
Vorið eftir slysið ákváðu þau Teitur
að gera heimildamynd um skæru
liðahreyfinguna og borgarastríð
ið í Nepal. „Við dvöldum í landinu
í fjóra mánuði en kláruðum þessa
blessuðu mynd aldrei. En þetta var
ótrúlega gaman og Nepal er yndis
legasta land í heimi. Við höfðum
heimsótt landið þegar við bjuggum
á Srí Lanka og urðum að finna okkur
afsökun til að fara þangað aftur.
Við flökkuðum um allt landið og
þótt það væri stríð þá fundum við
ekki fyrir því. Okkur var engin hætta
búin en við sáum alls konar hluti
sem þykja ekki eðlilegir hér heima.
Hrikalega mikil spilling og bull sem
var í gangi. Einu sinni vorum við að
flækjast í einhverju skæruliðahér
aði og gistum í þorpi sem stjórnar
herinn hélt. Við höfðum ekki verið
þar í fimm mínútur þegar ungur
stressaður maður kom til okkar
og sagði að lögreglan vildi tala við
okkur. Við vorum skíthrædd en svo
kom í ljós að löggunni drepleiddist í
vinnunni og vildi bjóða okkur í mat.
Við enduðum kvöldið á að hlusta á
Duran Duran með löggunni. Það var
mjög skrautlegt svo ekki sé meira
sagt. Menn eru ekki að leika sér með
skammbyssurnar sínar í matarboð
um á Íslandi.
Seinna þegar við vorum stödd í
Katmandu var ég ein heima og ný
komin úr sturtu þegar það er bar
ið á dyrnar. Það átti enginn að geta
komist upp. Ég opnaði og þar stóð
öryggislögreglan í kamúflassbún
ingi með byssur. Svo stökk vinur okk
ar fram: „surprise“. Honum fannst
þetta fyndið en hjartað tók alveg
aukaslög. Hann mætti með gin og
sendi öryggissveitina út í sjoppu að
kaupa bland. Svo var bara partí. Ég
hugsa að það myndi ekki leggjast vel
í menn hér heima ef lögreglan hag
aði sér svona.“
Nánari fyrir vikið
Hún játar því að öll ævintýrin hafi
líklega gert samband þeirra Teits
sterkara. „Við urðum nánari fyrir
vikið – að hafa upplifað alls kon
ar skrítnar aðstæður saman. Það
hafa komið upp alls konar flækjur
og vesen sem hefur bara fært okkur
nær hvort öðru, líka þegar við vorum
í aðskilin. Í þrjú ár vorum við mikið
aðskilin og ég var mjög fegin þegar
Skype kom til sögunnar. Áður hafði
símareikningurinn minn verið tæpar
100 þúsund krónur á mánuði,“ segir
hún og bætir við að hún sjái ekki eft
ir þeim tíma sem þau bjuggu hvort í
sínu landinu. „Fjarbúðin gerði sam
bandið sterkara og er það besta sem
við höfum gert. Það kemur nefni
lega mjög fljótt í ljós hvort fólki er
ætlað að vera saman eða ekki þegar
það þarf að búa í sitthvorri heimsálf
unni.“
Hún segir foreldra sína líklega
ekki hafa orðið hissa á því að hún
skyldi enda í sjónvarpinu. „Ég hef
alltaf verið extróvert og úti um alla
veggi. Ég hugsa að það hefði komið
þeim meira á óvart ef ég hefði lært
endurskoðun,“ segir hún og bætir við
að hún stefni á að mennta sig meira
í framtíðinni. „Ég verð komin með
háskólagráðu áður en ég dey,“ segir
hún og bætir við að prófleysið hafi
ekki háð henni mikið. „Þetta böggar
mig samt stundum. Eins og þegar
Teitur var í masternámi í Bandaríkj
unum. Þá ákvað ég að hafa ekki hátt
um þetta. Í skólanum hans voru all
ir með master eða doktorspróf og
það hefur örugglega ekki hvarflað
að neinum annað en að ég væri að
minnsta kosti með master. Ég var
ekkert að hafa mjög hátt um að hafa
hætt í skóla 16 ára. Það þykir ekki
töff.“
Skipuleggur hefndaraðgerðir
Í bili lætur hún markþjálfun duga.
„Ég er komin til markþjálfa fyrst og
fremst til að nýta tímann betur. Þegar
maður er svona eins og ég verður
manni ekki eins mikið úr verki og
gæti verið. Mig langar að verða betri
og afkastameiri útgáfa af sjálfri mér.
Það eru alls konar hlutir sem mig
langar að gera og þá er gott að hafa
einhvern sem potar í mann og hjálp
ar manni að skipuleggja tímann.
Eitt af mikilvægari verkefnun
um er að hefna mín á Loga Berg
manni – grínlaust það er ofarlega
á listanum,“ segir hún brosandi en
Sigríður Elva hefur ótal sinnum
orðið fyrir vægðarlausum hrekkjum
hins stríðna samstarfsmanns síns.
„Það versta var þegar hann sendi
inn spurningu í mínu nafni til Bjarna
Benediktssonar á Beina línu í DV.
Þetta var þremur dögum áður en ég
fæddi og ég á milljón í hreiðurgerð
að pússa gólf með bumbuna út í loft
ið. Allt í einu fara að hrúgast inn sms
um það hvað ég sé alltaf einlæg. Ég
hugsaði með mér hvaða þroskaheftu
vini ég ætti eiginlega. Svo komst ég
að því að Logi hefði spurt Bjarna og
fengið svar við því hvernig ég stæði
mig í sjónvarpinu. Annars er ég orðin
svo slæmu vön að ég kippti mér ekk
ert upp við þetta. Ég var viðkvæm
fyrir þessu fyrst en svo verður maður
ónæmur. Fólk heldur þá bara að ég
sé greindarskert og ofur sjálfhverf.“
Þótt hún hafi náð að hefna sín á
Loga ætlar hún að gera enn betur.
„Ég komst í tölvuna hans í vetur sem
er eitthvað sem ég bjóst aldrei við
að myndi gerast. Þá náði ég að skrá
hann í alls kyns hópa, bæta 200 Kín
verjum á vinalistann hans og senda
skilaboð til vel valinna aðila með
boði um að vera í þættinum hans.
Þegar hann var farinn að fá símtöl
um að þessi og hinn gæti ekki verið
með í Spurningabombunni keyrði
hann í loftköstum upp í vinnu, lagði
bílnum fyrir utan anddyrið, hljóp
upp og sneri mig niður. Honum var
nokkuð brugðið en átti þetta svo 100
prósent skilið. Þetta gladdi mitt kol
bikasvarta hjarta Svo náði ég hon
um aftur en þá komst ég í svo mikla
geðshræringu að mér sortnaði fyrir
augum og var með afar öran hjart
slátt. Í örvæntingu minni setti ég inn
status um skeggið hans. Það var ekki
nógu vel undirbúið. Eitt af markmið
um mínum er því að ná fram djöful
legri hefnd. Hingað til hef ég ekki
verið nógu skipulögð en þar kemur
markþjálfinn sterkur inn.“n
Fjölskyldan
Sigríður Elva,
Andrá og Teitur.„Í kjölfarið
komst ég
að því að jakka-
fataklæddir menn
geta líka verið
skemmtilegir