Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 26.–29. september 201432 Fólk Viðtal
Grínið er
kannski
skörpustu
gleraugun
M
örgum Íslendingum líður
eflaust eins og þeir þekki
Sigga Sigurjóns persónu-
lega. Hann hefur ver-
ið einn allra vinsælasti
grínleikari þjóðarinnar í um þrjá og
hálfan áratug og verið fastagestur
á sjónvarpsskjáum landsmanna
í Spaugstofunni. Hann er eins og
fyndni frændinn eða gamall fjöl-
skylduvinur. Þess vegna vissi ég
eigin lega ekki hvort ég ætti að taka
utan um hann eða taka í höndina á
honum þegar ég heimsótti hann til
að ræða um nýju kvikmyndina hans,
Afinn, sem var frumsýnd 25. septem-
ber.
Þegar hann gengur á móti mér
alskeggjaður (þessa dagana leikur
hann bónda í Hrútum, nýrri kvik-
mynd eftir Grím Hákonarson) geri
ég mér grein fyrir að ég veit ósköp
lítið um þennan kunnuglega mann.
Í mínum huga er hann Kristján „heiti
ég“ Ólafsson, Ragnar Reykás, gamal-
mennið Sigfinnur, Dolli, Grani, Einar
í Landi og sonum, Úlfar fulli kominn
í Bíódögum og svo framvegis og svo
framvegis. Reyndar er ég ekki einu
sinni viss hvert formlegt skírnar-
nafn hans er – fyrir mér heitir hann
bara Siggi. Hann tekur hlýlega en
varfærnislega á móti mér á vinnu-
stofunni þar sem hann undirbýr nú
ýmis verkefni með félögum sínum
úr Spaugstofunni, Erni Árnasyni og
Karli Ágústi Úlfssyni. Þegar hann
skreppur frá til að ljúka einu símtali
áður en við hefjum spjallið, renni
ég augunum að handriti að ógerðri
bíómynd þeirri félaga sem liggur á
borðinu. Án þess að vilja upplýsa um
hernaðarleyndarmál sýnist mér aug-
ljóst að það verði fyndið dót.
Missti föður sinn fimm ára
Sigurður – það er það sem hann
heitir – Sigurjónsson fæddist árið
1955 í Hafnarfirði og hefur búið
þar alla ævi. „Ég er úr Hafnarfirði,
er alveg innvígður Gaflari. Ég státa
mig af því meira að segja að vera
fæddur í heimahúsi. Það þykir að-
alsmerki í Hafnarfirði. Það er ekki
lengur viðhaft, nema í undantekn-
ingartilvikum, reyndar fæddist eitt
afabarnið mitt, stúlka, í heimahúsi
hjá syni mínum.“
Siggi er mikill fjölskyldumaður
og á hann þrjú uppkomin börn og
fjögur barnabörn. Sjálfur ólst hann
hins vegar ekki upp í stórri fjöl-
skyldu, heldur hjá einstæðri móð-
ur og einum bróður. „Ég missti
pabba minn mjög ung-
ur, ég var bara fimm
ára gamall þegar ég
missti hann. Hann var
sjómaður sem drukkn-
aði,“ útskýrir Siggi.
Þá voru ekki heldur
afar og ömmur til að
sækja í. „Ég þekkti ekki
afa mína. Ég kynntist
föðurafa mínum, en
var bara fimm ára gam-
all þegar ég missti hann.
Þannig að ég þekki það
ekki að hafa alist upp
með afa í kringum mig.
Ég þekkti eina ömmu
eilítið, en annars hef ég
ekki þessa reynslu. Ég
hefði sannarlega viljað
ná að kynnast þeim, en
þeir dóu það ungir að
ég náði ekki í skottið á
þeim. Ég kynntist þeim
bara í gegnum móður mína og mitt
fólk og kann ýmsar sögur af þeim.“
Siggi dvelur ekki við þetta atriði
og segist þrátt fyrir allt hafa feng-
ið gott uppeldi hjá móður sinni: „Ég
á afskaplega ljúfar bernskuminn-
ingar, bæði frá mínu heimili og mín-
um vinum og mínu umhverfi, sem
var og er Hafnarfjörður. Ég þekki
ekkert annað umhverfi og kem
ekki til með að kynnast því. Það var
bara minn heimur. Það var leikvöll-
ur í öllum hornum, fjaran og höfn-
in og slippurinn og hamarinn. Það
var gósentíð og allt í boði.“ Móð-
ir hans, Kristbjörg Guðmundsdótt-
ir, sem starfaði sem verslunarkona
alla tíð, smitaði son sinn af listræn-
um áhuga. „Mamma mín, sem er nú
nýlátin, var mjög listræn og
hafði mikinn áhuga á öllu
slíku, hvort sem það var
leiklist eða handavinna.
Það voru hennar ær og kýr.
Ég hef alveg klárlega smit-
ast af hennar áhuga beint
og óbeint án þess að ég hafi
gert mér grein fyrir því þá.“
En hvernig var grínist-
inn sem barn? „Ég fylgi
alveg klisjunni, hafandi
verið sprellari í starfi,
gaman leikari og svo fram-
vegis. Ég hafði orð á mér,
og hef kannski ennþá, fyrir
að vera hæga týpan og „til
baka“-týpan og allt að því
feimna týpan. Þannig var
ég sem krakki og unglingur – það
ber öllum saman um það. Enda er
ekkert samasemmerki milli þess
að starfa við leiklist og sprella og
hoppa og vera eitthvað athyglissjúk-
ur. Það er eitthvað sem er mjög fjarri
mér og hefur aldrei hentað mér. Þó
að ég vinni í sviðsljósinu, þá er það
mér ekki eiginlegt að vera þar þess
utan. En þetta háði mér ekkert í leik
og starfi hins vegar. Ég sprellaði
og lék mikið heima við og með
félögum mínum og síðan var ég
öflugur í skátahreyfingunni, bæði
í starfinu og að koma fram við
varðeld.“
Galið að gerast leikari
Siggi byrjaði leiklistarnám sitt
strax að loknum gagnfræðaskóla
í leiklistarskóla SÁL, Samtaka
áhugafólks um leiklist, en kláraði
námið í nýstofnuðum Listahá-
skóla Íslands. Hvernig atvikaðist
það að hann fór að einbeita sér að
leiklistinni? „Það gerðist nú bara
eins og hjá afskaplega mörgum.
Það kom eflaust í ljós á unglingsár-
um að ég hafði taugar og hæfileika
í þessa átt, án þess að menn kæmu
beint auga á það og allra síst ég. Ég
var engin leikhúsrotta í þeim skiln-
ingi, hafði bara gaman af leikhúsi.
Síðan atvikaðist það þegar ég var 17
ára að mér stóð til boða að fara í leik-
listarnám. Ég var bara gagnfræðing-
ur svo ég var ekki nema 21 árs þegar
ég útskrifaðist.“
Oft heyrist sú skoðun að lista-
menn ættu nú frekar að fá sér al-
mennilega vinnu, ég velti því
fyrir mér hvernig einstæð móðir í
Hafnarfirði hafi tekið því að annar
sona hennar skyldi stefna út á svo
ótrygga starfsbraut. Siggi viðurkenn-
ir að viðhorfið til frama í menningar-
bransanum hafi ekki verið mjög já-
kvætt. „Henni og mörgum öðrum
þótti það algjörlega galið að ég færi
að læra leiklist. Það vissi enginn
hvað það var í rauninni og var ekk-
ert daglegt brauð þá. Svo langt því
frá. Hún studdi mig hins vegar alla
tíð og var minn besti bakhjarl, bæði í
skólanum og í starfi. Hún var um leið
mín mesta hvatning og minn harð-
asti gagnrýnandi. Ég á henni allt að
þakka í þeim efnum.“
Siggi fór snemma á ferlinum að
einbeita sér að gamanleik þótt það
Á fimmtudag var gamanmyndin Afinn frumsýnd. Þar leikur einn ástsælasti
leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson, miðaldra mann sem þarf
að takast á við nýjan stað í tilverunni samhliða afahlutverkinu. Sigurður á
sjálfur fjögur barnabörn og nýtur þess að veita þeim það sem hann fékk ekki
– að kynnast afa sínum. Kristján Guðjónsson ræddi við Sigurð um æskuna
með einstæðri móður í Hafnarfirði, farsælan leiklistarferil, hótanir í garð
Spaugstofumanna, aldurinn og afahlutverkið.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Listelsk móðir Kristbjörg
Guðmundsdóttir ásamt sonum
sínum tveimur. Mynd Úr einKasafni
afi og amma Siggi og Lísa kun
na vel
við sig í nýju hlutverkunum. M
ynd Úr einKasafni