Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 34
Helgarblað 26.–29. september 201434 Neytendur Svona blekkja bíla- framleiðendur þig n Lítið að marka uppgefna eyðslu þegar þú ert kominn á götuna n Brellum beitt í prófum B ilið á milli raunverulegrar eldsneytiseyðslu og út- blásturs bifreiða og uppgef- inna upplýsinga frá fram- leiðendum fer vaxandi með hverju ári. Þar sem kröfur um spar- neytna bíla sem losa sem minnstu af koldíoxíði eru sífellt að aukast meðal neytenda þá er mikið undir hjá fram- leiðendum að ná góðum niðurstöð- um úr þar til gerðum prófum. Þrátt fyrir að bílar séu alltaf að verða betri og sparneytnari þá virðist samt sem áður sem lítið sé að marka opinber- ar tölur um eldsneytiseyðslu og út- blástur bíla. Framleiðendur komast upp með að beita allskyns brellum til að fegra niðurstöðurnar fyrir bíl- ana sína. Eftirliti með þessum prófum er ábótavant en þau fara flest fram á verksmiðjugólfinu hjá bílaframleið- endum. Til að mynda hefur munurinn á uppgefnum útblæstri koldíoxíðs í nýj- um bílum innan Evrópusambandsins og því sem mælist þegar á götuna er komið hækkað úr 8 prósentum árið 2001 í um og yfir 21 prósent árið 2011. Staðlaðar mælingar sem bílafram- leiðendur þurfa að gera á bílunum eru að margra mati úreltar og enn gæti verið nokkurra ára bið eftir nýj- um mælingum. Bílaframleiðendur hafa þar að auki lagst gegn því að hert verði á þessum prófum og þau endur- skoðuð. Nýta sér gloppur Áður en framleiðandi fær að selja nýjan bíl innan Evrópusambands- ins þarf hann að standast og fá svo- kallaða EBE-gerðarviðurkenningu (e.Type-Approval), sem veitt er vöru sem stenst lágmarkskröfur eftir- litsaðila um tækni og öryggi. Þessi viðurkenning fer vanalega fram á verksmiðjugólfinu hjá bílaframleið- endum áður en þeir fara í almenna sölu. Bent hefur verið á að gloppur séu í þessu kerfi þar sem reglur gera framleiðendum kleift að fá fleiri en eina bifreið samþykkta í einu, ef um er að ræða svipaða eða sambæri- lega týpu. Þær bifreiðar þurfa þá ekki einu sinni að gangast undir próf. Þessi gloppa gerir framleiðendum kleift að setja fram opinberar tölur, til dæmis yfir það hversu marga kílómetra bif- reiðin kemst á hverjum eldsneytis- lítra, sem eru allt að 4 prósentum hærri en á þeim bifreiðum sem voru prófaðar. Allir bílar sem seldir eru innan Evrópusambandsins gangast undir stöðluð próf sem mæla elds- neytiseyðslu og útblástur skaðlegra efna á borð við koldíoxíð. Þessi gögn eru síðan notuð af eftirlitsaðilum, stjórnvöldum, við að ákvarða það skattþrep sem bifreiðin lendir í – bif- reiðaskatta, vegagjöld og þessháttar – og svo neytandanum sem vill fá upp- lýsingar um hversu bensínþyrstur eða umhverfisvænn bíllinn sem hann hyggst kaupa er í raun og veru. Neytendur blekktir Um þessar blekkingar hefur reglulega verið fjallað um í erlendum fjölmiðl- um. „Bilið á milli raunveruleikans og uppgefinna upplýsinga fer vaxandi með hverju ári,“ segir Greg Archer, einn forsvarsmanna breska þrýsti- hópsins Transport and Environment, í samtali við BBC. Ástæðan er sú að framleiðendur eru sífellt að finna upp nýjar og útsmognari leiðir til að blekkja í stöðluðum prófunum. „Um er að ræða margs konar hagræðingu sem gerð er og þegar allt er upp talið þá munar svo sannarlega um það.“ Dæmi um þessar brellur má sjá í aukaboxinu hér á síðunni. Í svartri skýrslu sem Transport and En- vironment vann í fyrra er fullyrt að bílaframleiðendur séu að beita þess- um brellum og þannig spila á kerfið. Samkvæmt opinberum tölum, sem fengnar eru úr þessum prófum, þá lækkaði koldíoxíðútblástur bíla innan Evrópusambandsins úr um 180g/km niður í tæplega 150g/km á árunum 2001–2011. En þær tölur ríma illa við það sem kalla mætti raunverulegar mælingar í Þýska- landi þar sem útblásturstölurnar fóru úr 190g/km í 180g/km. „Bílaframleiðendur eru að blekkja neytendur með því að flagga eldsneytissparnaðartölum sem þeir vita að fólk mun aldrei ná með hefð- bundinni notkun,“ segir Archer. Verja núverandi kerfi Undir þetta tekur Monique Goyens, framkvæmdastjóri evrópsku neyt- endasamtakanna BEUC. „Bíleigend- ur eru að fá villandi upplýsingar um hagkvæmni þess að kaupa nýja bíla í dag. Sá eldsneytissparnaður sem næst við prófanir í rannsóknarstof- um skilar sér ekki í vasa neytenda.“ Þrátt fyrir harða gagnrýni á nú- verandi prófanir þá hafa bílafram- leiðendur og stjórnvöld komið nú- verandi kerfi til varnar og segja það veita neytendum yfirsýn yfir mis- munandi hagkvæmni bifreiða sem geri þeim aftur kleift að taka upp- lýstar ákvarðanir. Óásættanleg skekkja „Þetta eru auðvitað bara svik og svindl, ekkert annað,“ segir Stefán Ás- grímsson, ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem fjallað hef- ur um þessi mál að undanförnu. Á vef FÍB hefur komið fram að Evrópuráðið hafi komist að þeirri niðurstöðu að opinberar tölur um eldsneytiseyðslu bíla séu óásættan- lega fjarri raunverulegri eyðslu bíl- anna í daglegri notkun. Bílarnir séu keyrðir á keflum á gólfi rannsóknar- stofa þar sem líkt er eftir akstri í þéttbýli og úti á vegum. Dæmi um uppgefna eyðslu samkvæmt hinni stöðluðu Evrópumælingu er að bíll komist 24 kílómetra á hverjum elds- neytislítra. En í raunveruleikanum kemst sami bíll aðeins 17 kílómetra á lítranum. Þá hafi rannsókn ESB frá 2013 leitt í ljós að losun natríumoxíð- sambanda frá dísilfólksbílum geti verið fjórum til fimm sinnum meiri í daglegri notkun en staðlaða eyðslu- og mengunarmælingin sýnir. FÍB segir Evrópuráðið boða breytingar á mælingunum og að til- lagna þar að lútandi sé hugsanlega að vænta um áramót. Ekki treystandi Eins og sjá má í yfirliti yfir algengar brellur bílaframleiðenda er eitt lykil- atriði sem gæti snert Íslendinga beint. Það varðar hitastig í rannsóknarstof- unum þar sem prófin fara fram. Þeir eru prófaðir við óeðlilega hátt hita- stig, til dæmis við 30 gráður, og er því líklegt að bæði þessar brellur fram- leiðenda við mælingar og ytri aðstæð- ur hér á landi – á borð við kulda og ástand vega – verði til þess að þessar tölur séu enn ómarktækari á Íslandi. „Það er afskaplega líklegt. Hér í þéttbýlinu notum við bílana þannig að þeir keyrðir kaldir – alltaf –, settir í gang á morgnana þegar kannski er frost og smurolían eins og síróp. Bíll- inn er þungur fyrst svona kaldur og eyðir þar af leiðandi alveg margfalt meiru. Mig minnir að það sé talað um að kaldur bíll eyði 50 prósentum meira en heitur,“ segir Stefán í samtali við DV. „Þetta segir mönnum að þeim [bílaframleiðendum] sé ekki treystandi til að gera þetta. Þeir eru bara að búa til sitt auglýsingaefni. Það er meira en lík- legt að þetta standist ekki og allra síst hjá okkur hér á Íslandi.“ Úrelt próf og ónákvæm Núverandi eyðslu- og mengunar- mæling kallast New European Driv- ing Cycle (NEDC) en gagnrýnendur segja að sú mæling sé úrelt og með öllu óviðunandi. Hún miðist meðal annars við tíma þegar bílar voru létt- ari og kraftlausari en þeir eru í dag. Þá taki þær ekki með í reikninginn að kveikt sé á ýmiss konar raf- og tækja- búnaði sem nú er nánast orðinn staðlaður í flestum bílum. Ný eyðslu- og mengunarmæling er sem fyrr segir í þróun og er búist við að hún verði kynnt á næsta ári eða þar næsta ári. Hún ber yfirskrift- ina The World Light Duty Test Cycle (WLTC) og er ætlað að bæta trúverð- ugleika og áreiðanleika NEDC-kerf- isins. Gagnsæi verður aukið og próf- anir eiga að líkja betur eftir eðlilegum akstursaðstæðum innan Evrópusam- bandsins. Eru sérfræðingar innan ESB, Japan og Indlands að vinna að þessu kerfi sem ætlað er að verði al- þjóðlegt og samræmt. Bílaiðnaður- inn hefur hins vegar verið að þrýsta á um að upptöku þessa nýja kerfis verði frestað til ársins 2021. „Þetta er vegna þess að erfiðara verður að hagræða niðurstöðum þessa prófs í sama mæli,“ fullyrðir Transport and Environment í áðurnefndri skýrslu sinni. n „Þetta eru auðvitað bara svik og svindl, ekkert annað. Brellur sem framleiðendur beita Hér eru nokkur dæmi um algeng brögð n Aftengja riðstraumsrafalinn (alternator) þannig að engin orka fer í að endurhlaða rafgeyminn. n Nota sérstök smurefni til að draga úr núnings- mótstöðu. Þessi sleipiefni eru síðan ekki notuð í bílana þegar þeir fara í almenna sölu. n Slökkva á öllum rafbúnaði eins og loftkælingu og hljómtækjum. n Bíllinn er strípaður niður og léttur eins og mögulegt er. n Nota slétt dekk sem eru stútfyllt af lofti til að draga úr mótstöðu. n Hagræða eða taka jafnvel bremsur úr sambandi til að draga úr núningi. n Setja límbönd á allar rifur sem kunna að finnast á bílnum. Milli bíls og bílrúða, hurða, vélarhlífar, bretta, skottloks, bretta og loftræstingarinntök og fleira til að draga úr vindmótstöðu. n Fjarlægja hliðarspegla. n Gera prófanir við óeðlilega hlý og fullkomin skilyrði. Kaldur bíll eyðir meiru. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Eyðslan allt að 50% meiri Sláandi niðurstöður í óháðri rannsókn Ítölsku neytendasamtökin Al- troconsumo fengu á dögunum óháðan aðila til að framkvæma mælingu á eldsneytiseyðslu bíla samkvæmt NEDC en um var að ræða fyrstu athugun sinn- ar tegundar. Niðurstaðan var afleit fyrir framleiðendur og afhjúpaði brellurnar sem þeir beita við prófanir. FÍB segir frá málinu á heimasíðu sinni. Prófaðir voru Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI. Ef ekkert hafði verið átt við bílana áður en mælingin fór fram reyndist eyðslan vera 18–50 pró- sentum umfram uppgefnar eyðslutölur framleiðenda. Altroconsumo hyggst nú aðstoða eigendur þessara bíla í málaferlum gegn bílaframleiðendunum þar sem þeir verða krafðir um endur- greiðslu á ofgreiddum eldsneytiskostn- aði vegna villandi upplýsingagjafar. Í rannsókninni var einnig beitt þeim brellum sem þekktar eru og tókst þá að ná fram umtalsverðri lækkun á öllum helstu gildum. Svik og svindl Stefán Ásgrímsson hjá FÍB segir að mjög líklegt sé að jafnvel enn minna sé að marka uppgefnar eyðslutölur bíla þegar þeir eru komnir til Íslands og þeim ekið við íslenskar aðstæður. Ómarktækt Bílaframleiðendur fram- kvæma sjálfir stöðluð próf sem mæla eldsneytiseyðslu og útblástur í eigin verksmiðjum. Þeir beita ýmiss konar brellum til að fegra útkomuna. Þessi mynd tengist efni umfjöllunarinnar ekki með beinum hætti. MyNd REutERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.