Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 26.–29. september 201444 Menning Þegar söguþráðurinn er aukaatriði Dómur um tölvuleikinn Destiny á Playstation 4 Þ að er líklega ekki óvarlegt að fullyrða að leikjafíklar hafi beðið útgáfu Destiny með mikilli eft- irvæntingu. Loksins var von á fyrstu persónu skotleik sem myndi færa spilurum eitthvað nýtt, annað og meira en það sem tröllriðið hefur markaðnum á undanförnum árum. Destiny er hugarsmíð leikjaframleið- andans Bungie sem færði Xbox-spilur- um Halo. Það eitt og sér gaf næga ástæðu til að vera bjartsýnn. Til að gera langa sögu stutta er Destiny að stærst- um hluta netleikur sem gerist í fram- tíðinni í eins konar „post-apocalyptic“ heimi. Jarðarbúar höfðu komið sér fyr- ir á öðrum plánetum en dularfull at- burðarás varð til þess að þessar nýlend- ur urðu rústir einar og mannskepnan á barmi útrýmingar. Ein byggileg borg er þó eftir á jörðinni og fara spilarar í hlutverk varðar sem hefur því hlut- verki að gegna að vernda borgina gegn óvinum úr geimnum. Leikurinn lítur frábærlega út, grafíkin er til mikillar fyrirmyndar og þetta er líklega einn flottasti leikur sem gerður hefur verið. Destiny er stútfullur af flottu og mjög stóru landslagi og hægt að ferðast víða í leiknum, allt frá jörðinni til tunglsins og Venusar. Þá eru nokkrir fjölspilun- armöguleikar sem dýpka leikinn. Loks er hægt er að þróa persónu sína nánast út í hið óendanlega og gera hana öfl- ugri. Þó að leikurinn sé flottur veldur söguþráðurinn þó nokkrum vonbrigð- um. Spilurum er hent í djúpu laugina og litlu púðri er eytt í að upplýsa þá um eigið hlutverk eða hvað nákvæmlega gerðist sem olli því að mannskepn- an er nú á barmi útrýmingar. Þá eru persónurnar grunnar og erfitt að ná tengingu við þær. Destiny er leikur sem er í stöðugri þróun og því er í raun erfitt að leggja endanlegt mat á gæði hans. Það er svolítið eins og að leggja mat á demóútgáfu tölvuleiks – það er erfitt að henda reiður á hvernig leikurinn verð- ur eftir hálft ár eða eitt ár. Eitt er þó víst: Destiny er gríðarlega flottur tölvuleik- ur að öllu leyti fyrir utan söguþráð- inn. Það er mjög auðvelt að gleyma sér í honum í nokkrar klukkustundir í senn. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Destiny Framleiðandi: Bungie Spilast á: Playstation 4, PlayStation 3, Xbox 360 og Xbox One Metacritic 77 Tölvuleikur Góð grafík Destiny lítur vel út. Ef sögu- þráðurinn væri jafn góður væri hér líklega um að ræða einn allra besta tölvuleik sögunnar. H ljóðvefurinn er þétt- ofnari en áður, taktarnir meira áberandi, raddirnar fleiri og rafræn hljóð leika stærra hlutverk. Þó að þjóðlagaskotnar tónsmíðar og ein- kennandi rödd Ólafar Arnalds séu enn í aðalhlutverki á Palme, fjórðu breiðskífu tónlistarkonunnar, eru hljóðræn áhrif samstarfsmannanna greinileg, en platan er unnin í mik- illi samvinnu við Gunnar Tynes úr Múm og Skúla Sverrisson. Ólöf er lærður tónsmiður frá Listaháskóla Íslands og lék áður með hljómsveitum á borð við Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún gaf út sína fyrstu sólóplötu Við og við árið 2007 og fékk þá strax mik- ið lof gagnrýnenda víða um lönd og varð þekkt nafn í jaðartónlistar- heiminum. Síðan þá hefur hún sent frá sér þrjár breiðskífur til við- bótar: Innundir skinni árið 2010, Sudden Elevation árið 2013 og nú Palme. Platan er nefnd í höfuðið á forsætisráðherra Svíþjóðar og nafna söngkonunnar, Olof Palme. „Það var einhver brandari. Það er ákveðinn nafnaruglingur til staðar: ég og nafni minn og náfrændi Ólaf- ur Arnalds erum með sama nafn, þannig að mér fannst bara eitthvað fyndið við það. Og svo verður fólk líka forvitið.“ Dýnamískt ástarsamband Ólöf segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að feta nýjar hljóðrænar slóðir á Palme. „Þetta er miklu meiri hljóðversplata en mínar fyrri plötur, sem hafa verið meira í ætt við dokumentasjón. Þarna var ég meira að vinna og semja á staðnum í hljóðverinu og náttúrlega í sam- starfi líka. Á plötunni eru meira að segja tvö lög sem við Skúli semjum saman og eitt sem hann semur þannig að ég er að kasta mér ansi langt inn í samstarfið. Ég get verið svolítið einstrengingsleg þegar kem- ur að minni tónlistarsköpun þannig að ég hef gott af því. Við unnum ým- ist þrjú eða tvö saman og svo stund- um leyfði ég þeim tveimur að vinna í að velja og hafna einhverjum bit- um. Við tókum bæði upp í stúdíóinu hans Gunna og töluvert heima hjá okkur Skúla, og aðeins í Mengi.“ Ólöf hefur samið tónlist frá því að hún var barn og þrátt fyrir klass- ískt tónlistaruppeldi frá sex ára aldri segist hún ekki hafa mjög fræðilega nálgun á tónsmíðarnar. „Ég myndi ekki segja að ég væri með mjög fræðilega nálgun. Ég á ekki mjög gott með nótnalestur, en ég held að hann blæði alveg í gegn, skilningur- inn, og það að ég hafi verið svona virk í músík, að spila og hlusta og spá í hana á virkan hátt.“ En hún segir nálgun sína á tónlistina vera í stöðugri þróun. „Það sem mér finnst skemmtilegast við tónlist er að hún er eins og eitthvert náttúru- afl. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, eða skilja eitthvað upp á nýtt, gleyma einhverju og læra það aft- ur. Þetta er eins og að eiga í mjög dýnamísku ástarsambandi.“ Skandinavískur kynusli „Ég get ekkert voðalega mikið setið niðri, þannig að mjög mikið af tón- listinni verður til í göngutúrum eða bara þegar ég er að gera eitthvað annað. Mjög oft fæðast lög þegar ég hef átt áhugavert samtal og þá breytist andagiftin úr samtalinu í eitthvert fallegt stef. Oftast breytist það í tóna, en stundum í texta, þá sérstaklega ef það koma upp ein- hver skemmtileg orð eða fyndin orðanotkun.“ Ólöf segir textana skipta hana jafn miklu máli og tónlistina. „Ég get ekki beint aðskilið þetta. En ég lít alveg jafn mikið á mig sem texta- höfund eins og lagahöfund eða tón- skáld.“ Viðfangsefnin á nýju plöt- unni eru fjölbreytt en eitt þema sem Ólöf, Palme og skandinavískur kynusli n Ólöf Arnalds gefur út sína fjórðu breiðskífu n Vill ekki nota Ísland Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Dýnamískt ástarsamband Ólöf Arnalds líkir tónlistarsköpun við það að eiga í dýnamísku ástarsambandi. MynD SiGtryGGur Ari „Ég var í svolítið meiri uppreisn gagnvart því að vera héð- an, því ég vildi ekki að það væri einhver frípassi. Hvað er að gerast? 26.–29. september Föstudagur26 sept Laugardagur27 sept Sunnudagur28 sept Meistaraspjall með Ruben Östlund Sænski kvik- myndaleikstjórinn Ruben Östlund, sem þykir einn áhugaverð- asti leikstjóri Norðurlandanna í dag, er heiðursgestur á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík (RIFF). Hann ræðir við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra í meistaraspjalli. Frítt inn. Norræna húsið 12.00 Skýjaborgin – Hjálmar 10 ára Reggíhljómsveitin heldur upp á 10 ára afmæli sitt með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Verð er frá 3.990 til 6.990. Harpa, Eldborg 21.00 Útgáfutónleikar Stafræns Hákons Hljómsveitin Stafrænn Hákon fagnar nýjustu plötu sinni, Kælir varðhund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. The Strong Connection og Loji sjá um upphitun. Húrra 22.00 Rokkjötnar 2.1 Þungarokkshátíðin Rokkjötnar fer fram á laugardag. Skálmöld, Dimma, Sólstafir, Brain Police, Beneath, Strigaskór nr. 42, In Memoriam og Melrakkar koma fram. Miðaverð er 5.990 krónur. Vodafonehöllin 15.00 Fjölskyldutónleikar Rúnar Þór, Lára Rúnars og hljómsveitin Himbrimi slá upp fjölskyldutónleikum á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er 1.500 krónur Café Rosenberg 21.30 Listamannaspjall: Andreas Eriksson og Hafþór Yngvason Á sýningunni Roundabouts eru verk eftir sænska listamanninn Andreas Eriksson, hann er jafnframt sýningarstjóri sýningarinnar Efsta lag en þar eru bæði verk eftir hann og Jóhannes S. Kjarval. Á Listamannaspjalli ræðir hann við Hafþór Yngvason, safnstjóra Listasafns Reykja- víkur, og gesti. Verð er 1.300 krónur en frítt er fyrir handhafa menningarkortsins. Kjarvalsstaðir 15.00 Frauenliebe und Leben Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari taka þátt í tónleikaröð Gerðubergs, Klassík í hádeginu. Gerðuberg 13.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.