Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Síða 48
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 26.–29. september 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
B
andaríska efnisveitan Hulu
hefur sent frá sér tilkynningu
þess efnis að í burðarliðn-
um sé sjónvarpsþáttaröð gerð
eftir metsölubók Stephens King ,
11/22/63. Framleiðslufyrirtæki J.
J. Abrams, Bad Robot Production,
og Warner Bros. Television munu
framleiða þættina og verða Abrams
og King meðal framleiðenda.
„Ef ég hef einhvern tíma skrifað
bók sem öskrar á langtíma viðveru
í sjónvarpi, þá er 11/22/63 sú bók.
Ég er spenntur fyrir verkefninu og
hlakka til að vinna með J. J. Abrams
og öllu Bad Robot-teyminu,“ sagði
Stephen King í tilefni þessa.
Sagan segir frá Jake Epping,
grunnskólakennara, sem uppgötvar
leynidyr á veitingastað í hverfi sínu
sem flytur hann aftur til fortíðar, til
ársins 1958. Jake ákveður að dvelja
í fortíðinni í þeim tilgangi að koma
í veg fyrir hrottaverk Lee Harvey
Oswald, á hinum örlagaríka degi 22.
nóvember 1963, þegar hann myrti
John F. Kennedy Bandaríkjaforseta
og breytti sögunni að eilífu. n
J. J. Abrams gerir sjónvarpsþætti upp úr skáldsögunni 11/22/63 eftir Stephen King
Tímaflakkari Stephens King á skjáinn
Föstudagur 15. ágúst
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
15.40 Ástareldur e
(Sturm der Liebe)
16.30 Ástareldur
(Sturm der Liebe)
17.20 Kúlugúbbarnir (11:18)
17.44 Nína Pataló (39:39)
17.51 Sanjay og Craig (6:20)
18.15 Táknmálsfréttir (26:365)
18.25 Nautnir norðursins 888
e (4:8) (Færeyjar
- seinni hluti)
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Hraðfréttir 888
20.00 Útsvar (Kópavogur og
Hornafjörður)
21.10 Helmingslíkur 7,8
(50/50) Bráðfyndin mynd
um grafalvarleg mál.
Ungur maður greinist
með krabbamein og nýtur
aðstoðar vinar síns til að
viðhalda sem eðlilegustu
lífi. Aðalhlutverk: Joseph
Gordon-Levitt, Seth
Rogen og Anna Kendrick.
Leikstjóri: Jonathan Levine.
Atriði í myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
22.50 Úr fásinninu 7,8 (Middle
of Nowhere) Gamasöm
mynd um unga stúlku sem
þarf að grípa til sinna ráða
þegar móðir hennar eyðir
skólasjóði hennar. Aðal-
hlutverk: Susan Sarandon
og Eva Amurri Martino.
Leikstjóri: John Stockwell.
Atriði í myndinni eru ekki
við hæfi barna.
00.25 Barnaby ræður gátuna
– Frændi töframannsins
7,7 (Midsomer Murders)
Bresk sakamálamynd
byggð á sögu eftir Caroline
Graham þar sem Barnaby
lögreglufulltrúi glímir við
dularfull morð í enskri sveit.
Aðalhlutverk leika John
Nettles og Jason Hughe.
02.00 Útvarpsfréttir
12:35 League Cup 2014/2015
14:15 Pepsí deildin 2014
(Fjölnir - Stjarnan)
16:05 Pepsímörkin 2014
17:20 Spænski boltinn 14/15
(Malaga - Barcelona)
19:00 Búrið
19:30 Meistaradeild Evrópu
20:00 La Liga Report
20:30 NBA
20:55 Spænski boltinn 14/15
(Real Madrid - Elche)
22:35 League Cup (Liverpool -
Middlesbrough)
00:15 UFC 2014 Sérstakir þættir
(Ronda Rousey)
01:00 UFC Now 2014
12:20 Ensku mörkin (5:40)
13:15 Enska 1. deildin 2014/2015
(Wigan - Ipswich)
15:05 Keane and Vieira:
The Best of Enemies
16:05 Premier League
(Aston Villa - Arsenal)
17:45 Premier League World
18:15 Premier League (Swansea
City - Southampton)
20:00 Match Pack
20:30 Enska úrvalsdeildin
- upphitun
21:00 Messan
21:45 Premier League
(QPR - Stoke City)
23:25 Messan
00:10 Premier League
11:25 The Internship
13:25 Diary of a Wimpy Kid:
Rodrick Rules
15:05 Austenland
16:40 The Internship
18:40 Diary of a Wimpy Kid:
Rodrick Rules
20:20 Austenland
22:00 Pacific Rim
00:10 Kill List
01:45 Pacific Rim
16:25 Raising Hope (8:22)
16:45 The Neighbors (22:22)
17:05 Cougar Town (12:13)
17:30 The Secret Circle (19:22)
18:15 Top 20 Funniest (18:18)
18:55 Britain's Got Talent (16:18)
20:30 X-factor UK (8:30)
21:15 Grimm (11:22)
22:00 Sons of Anarchy (13:14)
23:30 Top 20 Funniest (18:18)
00:15 Britain's Got Talent (16:18)
01:25 X-factor UK (8:30)
02:30 Sons of Anarchy (13:14)
03:15 Grimm (11:22)
17:50 Strákarnir
18:15 Frasier (5:24)
18:40 Friends (5:25)
19:00 Seinfeld (8:13)
19:25 Modern Family
19:50 Two and a Half Men (5:24)
20:15 Réttur (6:6)
21:00 Homeland (7:12)
21:50 A Touch of Frost (4:4)
23:35 It's Always Sunny in
Philadelphia (5:13)
23:55 Shameless (7:12)
00:45 Footballers' Wives (8:8)
01:55 Réttur (6:6)
02:40 Homeland (7:12)
03:25 A Touch of Frost (4:4)
05:05 It's Always Sunny in
Philadelphia (5:13)
05:30 Shameless (7:12)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Wonder Years (4:6)
08:30 Drop Dead Diva (4:13)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (60:175)
10:15 Last Man Standing (21:24)
10:40 The Smoke (7:8)
11:25 Junior Masterchef
Australia (14:16)
12:15 Heimsókn
12:35 Nágrannar
13:00 Tooth Fairy 2
14:30 Iron Man: Rise of
Technovore
16:25 New Girl (8:24)
16:50 Bold and the Beautiful
17:12 Nágrannar
17:37 Simpson
-fjölskyldan (11:22)
18:03 Töfrahetjurnar (1:10)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:11 Veður
19:20 Impractical Jokers (8:15)
19:45 Logi (1:30) Laufléttur og
bráðskemmtilegur þáttur
þar sem Logi Bergman fer
á kostum sem þáttastjórn-
andi. Hann fær til sín vel
valda og skemmtilega
viðmælendur og auk þess
verður boðið uppá frábær
tónlistaratriði og ýmsar
óvæntar uppákomur.
20:30 Mike and Molly (3:22)
20:55 NCIS: Los Angeles (17:24)
21:40 Louie (12:13) Skemmtilegir
gamanþættir um fráskildan
og einstæðan föður sem
baslar við að ala dætur
sínar upp í New York ásamt
því að reyna koma sér á
framfæri sem uppistandari.
22:05 Movie 43 4,4 Gamanmynd
frá 2013 þar sem sagðar
eru 16 stuttar sögur sem
samtvinnast í eina heild.
Meðal leikara eru Kristen
Bell, Halle Berry, Gerard
Butler, Anna Faris, Hugh
Jackman, Johnny Knoxville,
Christopher Mintz-Plasse,
Chloë Grace Moretz, Seann
William Scott, Emma Stone
og Kate Winslet.
23:40 12 Rounds 2: Reloaded 5,4
Spennumynd frá 2013 með
bardagakappanum Randy
Orton í aðalhlutverki. Hann
leikur sjúkraflutninga-
manninn Nick Malloy sem á
sér hættulegan óvin. Brjál-
aður morðingi þvingar hann
til að leysa 12 þrautir því
annars munu fleiri deyja.
01:15 Brooklyn's Finest 6,7
Hörkufín spennumynd með
stórleikurunum Richard
Gere, Don Cheadle og Ethan
Hawke í aðalhutverkum
og fjallar um þrjá ólíka
lögregluþjóna í Brooklyn en
leiðir þeirra liggja saman á
hættuslóð.
03:25 Henry's Crime
05:10 Killer Joe
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (12:25)
08:20 Dr. Phil
09:00 The Talk
09:40 Pepsi MAX tónlist
15:35 Friday Night Lights (7:13)
16:20 Growing Up Fisher 7,7
(2:13) Bandarískir grínþættir
sem fjalla um hinn tólf ára
gamla Henry og daglegt
líf á meðan foreldrar hans
standa í skilnaði. Fjöl-
skylda Henry er langt frá
því að vera hefðbundin og
samanstendur af tveimur
börnum, mömmu sem er
ósátt við að eldast, blind-
um pabba og skemmtileg-
um blindrahundi.
16:45 Minute To Win It Ísland
(2:10) Minute To Win It
Ísland hefur göngu sína á
SkjáEinum! Í þáttunum
keppist fólk við að leysa tíu
þrautir en fá eingöngu eina
mínútu til að leysa hverja
þraut. Ingó Þórarinsson,
betur þekktur sem Ingó
veðurguð stýrir þáttunum
af mikilli leikni og hvetur
af krafti alla keppendur að
klifra upp þrautastigann
þar sem verðlaunin verða
glæsilegri og veglegri með
hverri sigraðri þraut.
17:35 Dr. Phil
18:15 The Talk
19:00 The Biggest Loser (5:27)
Skemmtilegir þættir þar
sem fólk sem er orðið
hættulega þungt snýr við
blaðinu og kemur sér í form
á ný. Í þessari þáttaröð
einbeita þjálfarar sér hins
vegar ekki einungis að
keppendum, heldur heilu
og hálfu bæjarfélögum sem
keppendur koma frá. Nú
skuli fleiri fá að vera með!
19:45 The Biggest Loser (6:27)
20:30 The Voice - NÝTT (1:26)
Bandarískur raunveruleika-
þáttur þar sem leitað er
hæfileikaríku tónlistarfólki.
Í þessari þáttaröð verða
Gwen Stefani og Pharrell
Williams með þeim Adam
Levine og Blake Shelton í
dómarasætunum.
22:00 The Voice (2:26)
23:30 The Tonight Show
00:10 Law & Order: SVU (6:24)
00:55 Revelations 6,5 (6:6)
Undarlegt mál um stúlku
sem liggur í dái á spítala en
muldrar vers úr Biblíunni
kemur Dr. Richard Massey,
stjarneðlisfræðingi frá
Harvard, í kynni við nunnuna
Josepha Montafiore. Hún
telur að stúlkan og ofskynj-
anir hennar séu verk Guðs
og vill rannsaka þetta mál
nánar með hjálp Richards.
01:40 The Tonight Show
02:20 The Tonight Show
03:00 Pepsi MAX tónlist
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
H
austmót Taflfélags Reykja-
víkur er skákmót með
langa sögu. Það hefur um
áratugaskeið verið eitt af
helstu skákmótum ársins
og jafnan vel skipað. Síðustu árin
hafa jafnvel stórmeistarar og al-
þjóðlegir meistarar verið með í
mótinu. Mótið er vel skipað í ár
þó að engir stórmeistarar eða al-
þjóðlegir meistarar séu með í þetta
skiptið. Stigahæsti keppandinn er
Davíð Kjartansson sem fór mikinn
í Meistaramóti Hugins sem hann
vann nýverið með fullu húsi. Hótel-
stjórinn knái virðist í fantaformi
um þessar mundir þar sem hann er
efstur í a-flokki Haustmótsins eftir
fjórar umferðir. Fast á hæla Davíðs
kemur Fjölnispilturinn Oliver
Aron Jóhannesson með þrjá vinn-
inga. Alls eru tefldar níu umferðir
í flokknum þar sem allir tíu kepp-
endurnir tefla innbyrðis. Alls er
teflt í fjórum flokkum í mótinu og
keppendur á öllum aldri sem taka
þátt. Nánar verður sagt frá gangi
mála í næsta pistli.
Vignir Vatnar Stefánsson úr
Taflfélagi Reykjavíkur teflir nú á
Heimsmeistaramóti ungmenna
sem haldið er í Durban í S-Afríku.
Vignir teflir í flokki 12ára og yngri
þar sem hann er á yngra ári en
hann er fæddur árið 2003. Vignir
hefur síðustu árin verið einn allra
efnilegasti skákmaður landsins og
verið afar sigursæll á mótum yngri
kynslóðarinnar. Hann stefnir hrað-
byri yfir 2000 alþjóðleg skákstig
sem er allgott fyrir 11ára dreng.
Vignir hefur farið ágætleg af stað
á mótinu það sem af er, er á pari ef
svo má segja. Með í för eru foreldr-
ar Vignis og Helgi Ólafsson þjálfari
hans.
Huginn og Taflfélag Reykjavíkur
mætast í úrslitum Hraðskákkeppni
taflfélaga á sunnudaginn kemur.
Spennandi að fylgjast með þeirri
viðureign og nánar má lesa um
hana á Skáklandinu á DV.is þegar
nær dregur. n
Haustmótið hafið
Metsölubók Skáldsagan
11/22/63 hefur notið afar
mikilla vinsælda.
Gullöld ógeðs
A
triðið þegar Fjallið, hinn ís-
lenski Hafþór Júlíus Björns-
son, barðist við Oberyn
Martell í þáttaröðinni
Game of Thrones líður heims-
byggðinni seint úr minni. Bar-
daginn endaði vægast sagt með
blóðugum hætti. Svipuð atriði hafa
birst í vinsælum þáttaröðum á
borð við The Walking Dead og The
Strain – og þá erum við bara að tala
um „alvarlega höfuðáverka“.
Þættir sem hræða áhorfendur á
gamla mátann, með blóðslettum,
uppvakningum og limlestingum,
eru að sækja í sig veðrið og velta
gagnrýnendur því fyrir sér hvort
gullöld ógeðs sé runnin upp í sjón-
varpi. Aðrir þættir sem vert er að
nefna eru Hannibal, Penny Drea-
dful, The Knicks og The Leftovers.
Allt eru þetta þættir sem bæði
eru vinsælir og umdeildir. Frum-
sýning The Walking Dead sló
áhorfsmet í Bandaríkjunum,
Game of Thrones hafa verið til-
nefndir til 19 Emmy-verðlauna
þrátt fyrir að reyna sífellt á mörk-
in bæði hvað nekt og ofbeldi varð-
ar og þá hafa framleiðendur ný-
liðanna, The Knick og The Strain,
þegar samið um fleiri þáttaraðir.
Það er því augljóst að viðbjóður
selur. n
Sjónvarpsþættir sem reyna á þolmörk áhorfenda
gagnvart viðbjóði sífellt vinsælli