Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 26.–29. september 2014 „Eruði búin að kíkja?“ A ugnablikið sem þú færð barnið þitt í hendurnar er ólýsanlegt. Tíu dögum eftir áætlaðan fæðingar­ dag, eftir tveggja sólar­ hringa hríðir, meðgöngueitrun, belgsprengingu, hríðaaukandi lyf í æð og að lokum mænudeyf­ ingu fékk ég loksins að upp­ lifa þetta augnablik. Við, nýbök­ uðu foreldrarnir, horfðum hvort á annað og vissum að lífið yrði aldrei samt að nýju. Ég grét, mað­ urinn minn grét og litla, dásam­ lega manneskjan í fanginu á mér hágrét. Ég man ekki hversu lang­ ur tími leið þar til ljósmóðirin hætti sér til þess að trufla þessa dýrmætu stund en í minningunni liðu nokkrar mínútur þar til hún loks spurði: „Eruði búin að kíkja?“ „Kíkja á hvað?“ spurði maður­ inn minn ringlaður. „Nú, kynið!“ Aftur litum við hvort á annað og hlógum. Í allri geðshræringunni höfðum við gleymt að velta vöng­ um yfir því sem öllu máli skiptir, því fyrsta sem nýbakaðir foreldr­ ar eru inntir eftir – hvers kyns er barnið? Nokkuð óörugg í hreyf­ ingum sneri ég aðeins upp á barnið sem lá á grúfu á bringu mér og kíkti. „Strákur,“ sagði ég titrandi röddu og aftur fórum við öll að gráta. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en nokkru síðar en á þessari stundu staðsetti ég son minn endanlega í fyrirfram ákveðið hólf. Utan á hólf­ inu stendur einfaldlega „strákur“ en inni í því leynast ýmsar skyld­ ur og kvaðir sem meðlimir þess verða að tileinka sér. Umfram allt skal hann forðast allt sem tilheyrir andstæða hólfinu. Nokkrum mánuðum eftir að sonur minn fæddist tók ég val­ áfanga í kynjafræði í háskólanum. Ég fékk karlmennskuna á heil­ ann. Ég óttaðist örlög sonar míns vegna gjalds karlmennskunnar því sannir karlmenn gráta ekki, klaga ekki og tala ekki um til­ finningar sínar. Þeim er gert ljóst að árásarhneigð, óþægð og ljót­ ur munnsöfnuður, sér í lagi í garð kvenna, séu eðlilegir fylgikvill­ ar þess að vera karlkyns. Karlar eiga að einblína á kynferðislega sigra – ekki ástina, á líkamlegan styrk – ekki sálarlífið. En gjald karlmennskunnar er hátt. Körlum gengur meðal annars verr í skóla og meiri líkur eru á því að þeir lendi í fangelsi eða svipti sig lífi. Í vikunni var herferðinni „He­ ForShe“ hleypt af stokkunum. Ræða Emmu Watson á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hefur far­ ið sem eldur í sinu um netheima enda vakti hún athygli á mikil­ vægum sannleik – karlar búa ekki heldur við jafnrétti. Krafan um jafnrétti kynjanna er ekki einka­ mál kvenna því karlar eru einnig fangar staðalímynda. Þegar þetta er skrifað hafa á sjöunda þúsund íslenskir karlar skráð nafn sitt við herferð HeForShe en aðeins nær 130 þúsund á heimsvísu. Ís­ lendingar eru þannig nærri fimm prósent þeirra sem hafa skráð sig. Góðar viðtökur íslenskra karl­ manna eru sannarlega ánægju­ legar en fremur lélegar viðtökur karlmanna á heimsvísu eru áhyggjuefni. Mér þykir enn vænt um mín­ úturnar þegar sonur minn til­ heyrði engu hólfi. Þegar enginn gerði neinar kröfur til hans út frá kyni. Mín ósk er að karlmenn taki hratt við sér, að þeir þiggi form­ legt boð Emmu Watson og taki þátt í umræðunni. Þá sleppur sonur minn kannski við að greiða gjald karlmennskunnar. n „Krafan um jafn- rétti kynjanna er ekki einkamál kvenna því karlar eru einnig fangar staðalímynda. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport E ftir vangaveltur í mörg ár hef­ ur kvikmyndaverið Fox loks­ ins staðfest að gera eigi mynd um Marvel­persónuna Dead­ pool og mun Ryan Reynolds leika aðalhlutverkið Frumsýningardag­ ur er settur 12. febrúar, 2016, en hugsanlegt er að kvikmyndin verði dekkri en fyrirrennarar hennar í Marvel­heiminum. Nú þegar hafa komið út 40 kvikmyndir um Mar­ vel­persónur, þrjár myndir verða frumsýndar á næsta ári og svo eru níu kvikmyndir í viðbót með Dead­ pool á döfinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ryan leikur Dead­ pool en hann lék persónuna í X­ Men Origins: Wolverine, eins hefur hann leikið Green Lantern í sam­ nefndri mynd en sú persóna er úr DC­heiminum, þar sem Batman og Superman eiga heima. n helgadis@dv.is Enn ein teiknimyndasöguhetjan öðlast líf í kvikmynd Kvikmynd um Deadpool staðfest Sunnudagur 17. ágúst Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (21:26) 07.04 Kalli og Lóla (13:26) 07.15 Tillý og vinir (23:52) 07.26 Kioka (40:52) 07.33 Ævintýri Berta og Árna 07.38 Sebbi (28:28) 07.49 Pósturinn Páll (12:13) 08.04 Ólivía (25:52) 08.15 Kúlugúbbarnir (4:26) 08.38 Tré-Fú Tom (21:26) 09.00 Disneystundin (38:52) 09.01 Finnbogi og Felix (8:13) 09.24 Sígildar teiknimyndir 09.30 Nýi skólinn keisarans 09.53 Millý spyr (59:78) 10.00 Chaplin (7:50) 10.06 Undraveröld Gúnda 10.30 Himalaya - leiðin til himins e 11.35 Nautnir norðursins 888 e (Færeyjar - seinni hluti) 12.05 Hraðfréttir e 12.35 Sannleikurinn á bakvið Amazon-vefinn e (Panorama: Amazon-The Truth behind the Click) 13.05 Konsúll Thomsen keypti bíl (3:3) 13.45 Mótokross 14.20 Hraðafíkn 14.50 Tekist á um tónlistina (Artifact) 16.20 Íslenskar stuttmyndir 888 e (Ibiza) 16.35 Dýraspítalinn e (Animal Practice) 16.55 Fisk í dag e 17.00 Fum og fát 17.10 Táknmálsfréttir (28:365) 17.20 Stella og Steinn (15:42) 17.32 Hrúturinn Hreinn (4:5) 17.39 Stundarkorn (4:4) 17.52 Angelo ræður 18.00 Stundin okkar 888 e 18.25 Bókaspjall: Undir blæjunni 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Vesturfarar (6:10) (Winnipeg) 20.50 Hraunið (1:4) Æsispennandi íslensk sjónvarpssería og sjálfstætt framhald þáttaraðarinnar Hamarsins. Umdeildur útrásarvíkingur finnst lát- inn og í fyrstu lítur út fyrir að um sjálfsvíg sé að ræða. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 21.45 Leitin að Sykurmanni 8,2 (Searching for Sugar Man) Óskarsverðlaunamynd byggð á sannsögulegum heimildum eftir Malik Bendjelloul sem lést fyrr á þessu ári. Dularfullt hvarf tónlistarmannsins Sixto Rodriguez rannsakað, en tónlist hans náði miklum vinsældum í Suður Afríku þó nafn hans yrði aldrei þekkt. 23.10 Fuglasöngur (2:2) (Bird- song) Bresk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á skáldsögu eftir Sebastian Faulks. Breskur hermaður þraukar í skotgröf í Norður- Frakklandi og á hann sækja minningar um forboðið ást- arsamband með franskri konu. Meðal leikenda eru Eddie Redmayne, Clémence Poésy og Matthew Goode. 00.30 Útvarpsfréttir 08:40 Spænski boltinn 14/15 10:20 League Cup 2014/2015 12:00 Moto GP 13:00 Spænski boltinn 14/15 14:40 League Cup (Tottenham - Nottingham Forest) 16:20 Búrið 16:50 Spænski boltinn 14/15 18:45 Pepsí deildin (Valur - FH) 21:00 Pepsímörkin 2014 22:15 Pepsí deildin (Valur - FH) 00:05 Pepsímörkin 2014 09:50 Premier League 13:10 Premier League (Arsenal - Tottenham) 14:50 Premier League (WBA - Burnley) 17:00 Premier League (Liverpool - Everton) 18:40 Premier League (Man. Utd. - West Ham) 20:20 Premier League (Hull - Man. City) 22:00 Premier League (WBA - Burnley) 23:40 Premier League (Southampton - QPR) 08:25 Working Girl 10:15 Office Space 11:45 Friends With Benefits 13:35 13 Going On 30 15:10 Working Girl 17:00 Office Space 18:30 Friends With Benefits 20:20 13 Going On 30 22:00 Django Unchained 00:45 The Double 02:25 Piranha 3D 03:55 Django Unchained 16:00 Top 20 Funniest (18:18) 16:45 The Amazing Race (12:12) 17:30 Friends With Benefits (6:13) 17:50 Silicon Valley (5:8) 18:15 Guys With Kids (12:17) 18:40 Last Man Standing (8:18) 19:00 Man vs. Wild (14:15) 19:40 Bob's Burgers (11:23) 20:05 American Dad (19:19) 20:30 The Cleveland Show (13:22) 20:55 Eastbound & Down 4 (4:8) 21:25 The League (5:13) 21:50 Almost Human (5:13) 22:35 Graceland (4:13) 23:15 The Vampire Diaries (11:23) 23:55 Man vs. Wild (14:15) 00:35 Bob's Burgers (11:23) 00:55 American Dad (19:19) 01:20 The Cleveland Show (13:22) 01:40 Eastbound & Down 4 (4:8) 02:00 The League (5:13) 02:25 Almost Human (5:13) 17:05 Strákarnir 17:30 Frasier (7:24) 17:55 Friends (7:24) 18:15 Seinfeld (10:13) 18:40 Modern Family 19:05 Two and a Half Men (7:24) 19:30 Viltu vinna milljón? (1:19) 20:15 Suits (3:12) 21:00 Homeland (9:12) 21:55 Crossing Lines (8:10) 22:45 Shameless (9:12) 23:40 Sisters (18:22) 00:30 Hunted 01:30 Viltu vinna milljón? (1:19) 02:20 Suits (3:12) 03:05 Homeland (9:12) 04:00 Crossing Lines (8:10) 04:50 Shameless (9:12) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Barnaefni Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Mamma Mu 08:15 Doddi litli og Eyrnastór 08:25 Könnuðurinn Dóra 08:50 Grallararnir 09:10 Tommi og Jenni 09:30 Villingarnir 09:50 Ben 10 10:15 Hundagengið 10:35 Lukku láki 11:00 iCarly (17:25) 11:25 Scooby-Doo! 11:45 Töfrahetjurnar (1:10) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Stelpurnar (1:10) 14:10 Léttir sprettir (7:0) 14:35 Veistu hver ég var? (5:10) 15:20 Um land allt (1:12) 15:45 Louis Theroux: Louis & The Nazis (1:1) Frábær heimildaþáttur með Louie Theroux þar sem hann heimsækir á ný eina hötuð- ustu fjölskyldu Bandaríkj- anna en nú í dulargerfi og kemst inn í innsta hring kynþáttahatara. 16:40 60 mínútur (51:52) 17:30 Eyjan (5:16) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (57:60) 19:10 Ástríður (7:12) 19:35 Sjálfstætt fólk (1:20) Vandaður íslenskur þáttur í umsjá Jóns Ársæls en hann heldur áfram að taka hús á áhugaverðum Íslendingum sem hafa sögur að segja. 20:10 Neyðarlínan 20:40 Rizzoli & Isles 7,5 (11:16) 21:25 The Knick 8,5 (7:10) 22:15 The Killing 8,2 (4:6) Bandarísk spennuþáttaröð sem byggð er á hinum vinsælu dönsku þáttum, Forbrydelsen. Sögusviðið er Seattle í Bandaríkjunum þar sem lögreglukonan Sarah Linden og félagi hennar, Stephen Holder, rannsaka flóknar morð- gátur. Í þessari þáttaröð er fjölskylda myrt en eini meðlimur fjölskyldunnar sem lifir af er sonurinn sem er nemi í herskóla. 23:15 60 mínútur (1:52) . 00:00 Eyjan (5:16) 00:50 Daily Show: Global Edition 01:15 Suits (8:16) 02:00 Legends (2:10) 02:45 Boardwalk Empire (3:8) 03:35 I Melt With You 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:30 The Talk 11:10 The Talk 11:50 The Talk 12:30 Dr. Phil 13:10 Dr. Phil 13:50 Kitchen Nightmares (1:10) 14:35 Kirstie (11:12) 14:55 Growing Up Fisher (2:13) 15:20 The Royal Family (2:10) 15:45 Welcome to Sweden (2:10) 16:10 America's Next Top Model (15:16) 16:55 Parenthood (1:22) 17:40 Remedy (1:10) 18:25 Reckless (4:13) 19:10 Minute To Win It Ísland (2:10) 20:00 Gordon Ramsay Ultima- te Cookery Course (13:20) 20:25 Top Gear Special: James May's Cars of the People (2:3) 21:15 Law & Order: SVU (7:24) 22:00 Fargo - NÝTT 9,1 (1:10) Fargo eru bandarískir sjónvarpsþættir sem eru skrifaðir af Noah Hawlay og eru undir áhrifum sam- nefndrar kvikmyndar Coen bræðra frá árinu 1996 en þeir eru jafnframt framleið- endur þáttanna. Þetta er svört kómedía eins og þær gerast bestar og fjallar um einfarann Lorne Malvo (Billy Bob Thornton) sem kemur í lítinn bæ og hefur áhrif á alla bæjarbúa með illkvittni sinni og ofbeldi, þar á meðal tryggingasölumanninn Lester Nygaard (Martin Freeman) sem finnur sig fljótlega í aðstæðum sem hann ræður ekki við. Á meðan reyna aðstoðarlög- reglustjórinn Molly (Allison Tolman) og lögreglumað- urinn Gus (Colin Hanks) að leysa fjölda morðmála sem þau telja að Lorne og Lester tengjast með einum eða öðrum hætti. 23:10 Hannibal - NÝTT 8,6 (1:13) Önnur þáttaröðin um lífsnautnasegginn Hanni- bal Lecter. Rithöfundurinn Thomas Harris gerði hann ódauðlegan í bókum sínum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið, hafa almennt fengið frábærar viðtökur. Þótt erfitt sé að feta í fótspor Anthony Hopkins eru áhorfendur og gagnrýnendu á einu máli um að stórleikarinn Mads Mikkelsen farist það einstaklega vel úr hendi. 23:55 Ray Donovan (4:12) 00:45 Scandal (14:18) 01:30 The Tonight Show 02:10 Fargo (1:10) 03:20 Hannibal (1:13) 04:05 Pepsi MAX tónlist Ryan Reynolds Deadpool verður frumsýnd árið 2016. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Helgarpistill S taðfest hefur verið að Bryan Singer verði leikstjóri X­Men: Apocalypse. Þetta er í fjórða skiptið sem hann sest í leik­ stjórastólinn fyrir þessa vinsælu kvikmyndaröð, en síðasta myndin X­Men: Days of Future Past þén­ aði um 700 milljónir dollara. Kem­ ur það því ekki á óvart að Fox­kvik­ myndaverið vilji endurtaka leikinn. Næsta mynd mun fjalla um yngri kynslóð X­Men, ásamt Wolverine, á 9. áratugnum þar sem þau þurfa að kljást við Apocalypse, heims­ ins elsta stökkbrigði. Singer vinnur um þessar mundir að handriti fyrir myndina ásamt Simon Kinberg, Michael Dougherty og Dan Harris. Myndin verður frumsýnd 16. maí 2016. n Bryan Singer leikstýrir X-Men á ný X-Men Ný mynd kemur í bíó eftir tvö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.