Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Side 56
Helgarblað 26.–29. september 2014
75. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Lauflétt Ís-
drottning?
Baráttumaður
kominn í skjól
n Stjórnmálamaðurinn og
vörubílstjórinn Sturla Jónsson
hefur marga orrustuna háð. Sú
nýjasta er við Íslandsbanka. Á
dögunum greindi DV frá því að
nauðungarsala hafi farið fram á
heimili hans en hann mótmælir
því af krafti. Sturla tilkynnti vin-
um sínum á Facebook síðast-
liðinn miðvikudag að hann væri
þó kominn í skjól nú. „Jæja gott
fólk nú er fjölskyld-
an komin í skjól til
1. mars 2015. Var
hjá sýslumanni í
dag og fékk frest.
Og vil ég þakka
öllum þeim sem
sýnt hafa hlýhug til
fjölskyldunnar,“
skrifaði
Sturla.
Hringlótt dót
breytir lífi
n Það æði hefur gripið marga
landsmenn að birta lista yfir
þær tíu hljómplötur sem hafa
haft hvað mest áhrif á tilveru
þeirra. Bragi Valdimar Skúlason
tók ekki þátt og benti heldur á
þá hræsni sem felst í þessu æði
í ljósi hruns í plötusölu. „Gam-
an væri ef allir myndu næst gera
lista yfir þær 10 plötur sem þeir
keyptu sér síðast. Fyrir svokall-
aða peninga,“
skrifað Bragi.
Spurður um
hvað plata
væri skrif-
aði hann:
„Það er þetta
hringlótta
dót sem get-
ur breytt
lífi fólks
minnst
10
sinn-
um.“
Ekki ólétt
n Tímaritið Séð og heyrt hefur átt
sterka endurkomu eftir að Eiríkur
Jónsson var ráðinn ritstjóri á ný
á dögunum. Með honum fylgdi
hans einstaka blaðamennska en
á dögunum var sagt frá því að Ís-
drottningin sjálf, Ásdís Rán, væri
barnshafandi. „Fréttin hefur ekki
fengist staðfest en heimildirnar eru
traustar úr innsta hring,“ stóð í frétt
miðilsins. Sá heimildarmaður var
ekki traustari en það að Ásdís hafn-
aði þessu samstundis
á Facebook. „Kæru
vinir ég er ekki
ólétt, þetta er
eitthvað voða
sniðugt upp-
átæki hjá Séð
og heyrt og ef-
laust partur af
útrásinni hjá Mr.
Eirík,“ skrifaði
hún.
V
er
ð
b
ir
t m
eð
fy
ri
rv
ar
a
u
m
p
re
n
tv
ill
u
r
og
g
ild
ir
á
m
eð
an
b
ir
gð
ir
e
n
d
as
t.
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
42
86
4
ÚRVAL AF SNYRTI- OG HREINLÆTISVÖRUM
Adidas Deep Energy
og Ice Dive svitalyktareyðir
Dove handsápa
2 í pk.
Bead Head
batasjampó/hárnæring
Bead Head
silkikrem fyrir hár
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN
ICELAND, ENGIHJALLA,
VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
298 2998kr.stk.
Batiste
þurrsjampó
498kr.stk.
WC pappír
12 rúllur
598 kr.kr. 398 stk.kr. 2998kr.stk.
BLEIUTILBOÐ
Nýttu tækifærið og nældu þér
í Pampers bleiur á frábæru verði!
PAMPERS ORIGINAL SIMPLY DRY
BLEIUR
2098
kr. pk.
LÆKKAÐ
VERÐ!
Vill komast til Íslands áður en hún deyr
n Pippa elskar Sigur Rós n Safnar á Go Fund Me
F
oreldrar sjö ára stúlku safna nú
á fé á vefsíðunni Go Fund Me
með það að markmiði að fjöl-
skyldan öll geti ferðast til Ís-
lands meðan hún hefur heilsu
til þess. Stúlkan heitir Pippa og sam-
kvæmt söfnunarsíðu foreldra henn-
ar berst hún við Lennox-Gastaut-
heilkenni sem ku vera afar sjaldséð
gerð flogaveiki. Heilkenni þetta veld-
ur því að hvert flog hefur hrörnandi
áhrif á heila sjúklingsins og getur
valdið skyndidauða. Pippa er bund-
in við hjólastól og vegna sjúkdómsins
mun hún dragast aftur úr jafnöldrum
sínum í þroska með hverju flogi.
Að sögn foreldra Pippu má rekja
ást hennar á Íslandi til hljómsveitar-
innar Sigur Rósar. Hún fór ásamt for-
eldrum sínum á tónleika hljómsveit-
arinnar í Kansasborg árið 2013 og í
kjölfar þess krafist hún að tónlist Sigur
Rósar væri spiluð við hvert tækifæri.
„Í mars árið 2014 fór Pippa í mjaðma-
aðgerð í von um að geta einn daginn
gengið. Eftir aðgerðina leið henni
skiljanlega mjög illa og var í miklum
sársauka. Einn daginn ákvað móð-
ir hennar að sýna henni mynd Sigur
Rósar, Heima. Kraftaverki líkast þá
var það í fyrsta skipti frá aðgerðinni
sem hún grét ekki á einhverjum tíma-
punkti í tvo tíma,“ segir á söfnunarsíðu
Pippu.
Í ljósi þess ástfósturs sem Pippa
hafði tekið við Ísland var haft sam-
band við stofnunina Make-A-Wish,
sem uppfyllir lokaóskir dauðvona
barna, og óskað eftir ferð til Ísland fyr-
ir Pippu. Þá kom í ljós að það var ekki
hægt þar sem stofnunin hefur ekki
deild á Íslandi. Heildarkostnaður við
ferð Pippu er 25 þúsund dollarar og
hefur nú náðst að safna tæplega níu
þúsund dollurum. n hjalmar@dv.is
Elskar Ísland Pippa tók ástfóstri við Ísland
eftir að hafa hlustað á tónlist Sigur Rósar.