Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 22
Guð blessi Ísland: 5 árum sÍðar Nærri fimm ár eru liðin síðan Geir H. Haarde bað, brostinni röddu, Guð að blessa Ísland. Kristjana Guðbrandsdóttir rifjar upp hrunið og ræðir við Ís- lendinga um hrunið. Leika og lærða, þá sem mót- mæltu og þá sem urðu fyrir aðkasti. Þá sem töpuðu og þá sem sigruðu. A tli og eiginkona hans, Rósa Lind Björnsdóttir, lifðu lífi hins dæmigerða Íslendings. Þau höfðu nýverið stækkað við sig þegar hrunið kippti fótunum undan fjölskyldunni. Atli missti vinnuna og sætti sig illa við atvinnuleysið. Atli og Rósa töpuðu í hruninu en vinna upp tapið hægt og bítandi með þrotlausri vinnu. Þau fluttust til Noregs árið 2010. Áður höfðu þau sent um 200 atvinnu- umsóknir þangað þar til þau fengu jákvætt svar. Þar starfa þau bæði í olíuiðnaði hjá bandaríska fyrirtæk- inu ConocoPhillips og sjá ekki eftir ákvörðun sinni. Engin óráðsía „Staðan var ágæt hjá okkur síðustu árin fyrir þessa atburði og sennilega bara nokkuð dæmigerð að mörgu leyti fyrir rúmlega þrítuga Íslendinga, en fasteignakaup í nóvember 2007 settu það strik í reikninginn sem lengi mun uppi verða. Þetta var engin óráðsía eins og sjálfskipaðir hag- fræðispekúlantar og kverúlantar voru óþreyttir við að brigsla þjóðinni um af ekki meira tilefni en að einhver keypti sér bílgarm. Við konan mín áttum hvort sína íbúðina á þessum tíma og nam hrein eign í þeim samtals tæpum 37 millj- ónum þegar við ákváðum að kaupa hús í Mosfellsbæ fyrir 55 milljónir, tveir einstaklingar í fullu starfi og engar sérstakar blikur á lofti. Tveir fasteignasalar og einn banki töldu þetta ekkert glapræði en nánast kortéri eftir að þessi kaup fara fram skellur fasteignamarkaðurinn í lás. Við brugðum þá á það ráð að taka 17 milljóna myntkörfulán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum til að standa straum af afhendingargreiðslu nýju fasteignarinnar og þar með má segja að við höfum opnað hlið til helvítis og það úr einhverjum banka í Lágmúla. Þetta lán hækkaði upp í 50 milljónir á örfáum mánuðum þegar krónan féll og þótt dómar Hæstaréttar og ýmsar leiðréttingar hafi komið til sögunnar á árunum frá hruni og allt fram til 2013 verður að líta á fyrstu ráðstafanir sem fólk gerir til að bjarga sér á þeim tíma- punkti sem það sér sína sæng upp- reidda. Í okkar tilfelli hefði það kost- að ómælt vesen að bakka út úr þeirri björgunaráætlun sem við gerðum.“ Ásakanir um hryðjuverk „Ég starfaði á þessum tíma sem blaða- maður í fullri stöðu hjá 365 miðlum og gegndi samhliða því hálfri stöðu próf- arkalesara á Fréttablaðinu auk þess að hafa nýhafið MA-nám í blaða- og fréttamennsku við HÍ. Þetta er á hrun- mánuðunum haustið 2008 þegar allt var á suðupunkti og mér verður lengi minnisstætt þegar ég skrepp í fyrir- lestur vestur í háskóla 29. septem- ber og kem svo til baka upp á 365. Þá kallar minn gamli skólabróðir Björn Gíslason, fréttastjóri á Vísi, þvert yfir salinn: „Það er völlur á þér, Atli, þú skreppur í skólann og Glitnir er þjóð- nýttur á meðan!“ Næstu vikur fylgdist hnípin þjóð í vanda svo með því þegar óveðursskýin hrönnuðust hratt upp og þunglyndislegir breskir stjórn- málamenn á borð við Gordon Brown urðu skyndilega að einhvers konar táknmyndum um botnlaust skulda- fen, óheiðarleika og jafnvel ásakanir um hryðjuverk. Skuldir óreiðumanna varð að frasa sem rataði beint upp á stjörnuhimininn úr munni seðla- bankastjóra en árið áður hafði smjör- klípuhugtak hans farið síst minni sig- urför um landið.“ Í mörgum störfum Í aðdraganda og algleymingi hruns- ins bjuggum við í tveimur íbúðum í Þingholtunum og svo einbýlishúsi í Leirutanga í Mosfellsbæ frá mars 2008 þar til við fluttum til Stavanger í Noregi 11. mars 2010. Vissulega var það töluverð ákvörðun en við höfum ekki séð eftir því síðan. Við lifðum á þessum tíma frekar venjulegu lífi Íslendinga sem eru rétt rúmlega búnir að slíta barnsskónum og gerum það sennilega enn. Þó er aldrei dauður tími hjá okk- ur, við iðkum íþróttir, erum hæfilega félagsleg án þess að vera beinlín- is til vandræða og mér fannst sjálf- sagt að dreifa háskólanámi yfir tæp 20 ár og var meira og minna skráður í nám við Háskóla Íslands árin 1993 til 2010. Ég vann þá að jafnaði fullt starf samhliða námi, var öryggisvörð- ur hjá Securitas, þýðandi, þjónustu- fulltrúi og tollvörður hjá tollstjóran- um í Reykjavík og sneri svo aftur í blaðamennsku og prófarkalestur árið 2008 eftir að hafa sinnt þeim störfum á Morgunblaðinu í byrjun aldarinnar. Ég var býsna heppinn með flest þessi störf sem gerðu mér kleift að taka þann tíma sem mér sýndist í námi án þess að vera háður náð Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og fá með því regluleg taugaáföll yfir nýjustu sveifl- um í framfærslutöflum sem að jafnaði Fluttu til Noregs og fengu starf í olíuiðnaði 22 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað Íslendingar á öllum hæðum hússins Atli og Rósa Lind búa í Sandnes, nágrannabæ Stavanger. Þegar þau fluttu inn í húsið í fyrravor voru þau einu Íslendingarnir þar en nú búa Íslendingar á öllum þremur hæðunum. MYND SiGurbjörN bjarNaSoN „Fólk sveittist blóð- inu við að standa undir greiðslukjörum sem eru lögleysa í flestum ríkj- um Evrópu. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Úttekt K ristín Loftsdóttir mann- fræðingur og eiginmaður hennar Már Wolfgang Mixa voru í ágætri stöðu fyrir hrun en andinn í samfélaginu fannst þeim báðum uggvænlegur. Kristínu fannst of lítill hljómgrunnur fyrir gagnrýna umræðu og eiginmað- ur hennar sem starfaði í banka hélt að sér höndum við fjárfestingar. Svo fór að bankinn sem Már Wolfgang vann í fór á hausinn og tekjur heimilisins drógust saman. andvaraleysi „Ég náði endum saman bæði fyrir og eftir hrun. En fyrir hrun fannst mér mjög margt uggvænlegt í sam- félaginu. Mér fannst of lítill hljóm- grunnur fyrir gagnrýna umræðu á sama tíma var ég hluti af samfélaginu og þeim anda sem þar ríkti. Árið 2007 fór ég í fréttaviðtal þar sem ég ræddi um íslensku útrásarvík- ingana og hvernig þeir gera út á svip- aða ímynd af landi og þjóð og þekkist í íslenskum sögubókum frá upphafi 20. aldarinnar til að skapa sér sér- stöðu á alþjóðavettvangi. Ég vildi ræða um að ólíkt því sem búist var við hafi hnattvæðingin ýtt undir að fólk nýtti sér þjóðernisleg einkenni og vís- aði í gamaldags þjóðernishyggju. Viðtalið varð síðan eins og eins konar skemmtifrétt en ekki kynning á alvöru rannsókn,“ segir Kristín. ofgnótt Hún var einnig hugsi yfir neyslu- hyggjunni sem var ríkjandi á þessum tíma. „Mér eru minnisstæð jólin fyr- ir hrun, þegar við vorum að fara heim úr veislu. Við vorum með fullan bíl af leikföngum fyrir börnin. Fullt af dóti sem þeim var ekki einu sinni byrj- að að langa í. Ég man að við veltum því fyrir okkur hvort þetta væri ekki ofgnótt og hvort það væri ekki verið að taka eitthvað frá börnum með því að gefa þeim of mikið af dóti.“ Hrunið hafði margvísleg áhrif á fjölskylduna. „Tekjur míns heimili eins og annarra dróst saman. Ég held að jafnvel þótt að ég hafi verið mjög gagnrýnin á mitt samfélag þá hafi mig ekki grunað hvað var í vændum. Maðurinn minn vann í einum af þeim bönkum sem fóru á hausinn og hann hafði haft áhyggjur um tíma. Þrátt fyrir þetta allt saman þá kom mér á óvart hvað áfallið var þungt og mikið.“ of gott til að vera satt Staða þeirra hjóna er nokkuð góð að hennar sögn. Helst vegna þess að þau hjón höfðu haft áhyggjur af neyslunni fyrir hrun og haldið að sér höndum. Hún segist halda að það megi læra margt af hruninu. „Ég held að við get- um lært alveg ótrúlega margt. Stund- um þegar eitthvað virðist of gott til að vera satt. Þá er það líklega of gott til að vera satt.“ Hollt að rýna í fortíðina Kristín mun ásamt Guðna Th. Jó- hannessyni og fleiri tala á Málþingi Sagnfræðingafélags Íslands, Sögu- félags og ReykjavíkurAkademíunn- ar í sal Íslenskrar erfðagreiningar á laugardaginn 5. október. Málþingið ber sama heiti og yfirskrift úttektar DV; Guð blessi Ísland: 5 árum síðar. Þar mun hún halda erindið Að kom- ast í fremstu röð: Íslensk þjóðarímynd og vöruhús minninga. „Ég er ekki endilega að reyna að setja fram hinn stóra sannleik. Ég er hins vegar að reyna að undirstrika að það sé mikilvægt að skoða hvernig við hugsum um fortíðina og hvernig til- vísum í fortíðina var mjög mikilvæg á þessu tímabili. Við sjáum að alþjóðlega, á sama tímabili, verða svipaðar hugmynd- ir um menningu sem ákveðið vöru- merki mjög mikilvægar. Á Íslandi þá sjáum við að það er farið að hugsa um íslenska menningu sem vörumerki. Án þess að það sé sett fram á jafn skilmerkilegan hátt og fólk myndi kannski gera í dag. Almenningur var virkjaður svo sterkt í kringum þessa útrásarhug- mynd. Einmitt út frá því að hún byggði á sérkennum Íslendinga. Þetta var hluti af nýfrjálshyggjunni sem var ráðandi á þessum tíma. Ég ræði líka um andann sem ríkti í samfélaginu og gagnrýnileysið. Það er hollt að gera samanburðinn á samfélaginu eins og það var og eins og það er í dag.“ n kristjana@dv.is Andinn var uggvænlegur blöskraði ofgnóttin „Mér eru minnisstæð jólin fyrir hrun, þegar við vorum að fara heim úr veislu. MYND SiGtrYGGur ari„Þá kom mér á óvart hvað áfallið var þungt og mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.