Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 10
L íkt og kunnugt er skapaðist mikil sundrung meðal lands- manna er núverandi ríkis- stjórn lagði fyrir Alþingi frum- varp um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeim eru tiltek- in þau gjöld sem útgerðum ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Fjöl- margir mótmæltu frumvarpinu og voru forseta Íslands afhentar undir- skriftir 35 þúsund Íslendinga sem skoruðu á hann að synja lögunum staðfestingar. Þrátt fyrir miklar mót- bárur var frumvarpið samþykkt í byrjun júlí síðastliðins og því ljóst að ríkissjóður verður af dágóðum fjár- hæðum en gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum lækki um 3,2 milljarða króna á þessu ári. Fyrir þá upphæð hefði meðal annars ver- ið hægt að sleppa því að setja legu- gjald á sjúklinga Landspítalans, halda framlögum til tækjakaupa á Landspítalanum áfram, byggja Hús íslenskra fræða og halda óbreyttu framlagi til lista, Kvikmyndamið- stöðvar Íslands og allra háskóla á Ís- landi svo eitthvað sé nefnt. Blaðamaður DV tók saman nokkra hluti sem samtals hefðu kost- að 3,187 milljarða – ekki langt frá því sem lækkun veiðigjaldsins mun kosta ríkissjóð á árinu. Niðurskurður í framlögum til lista Gert er ráð fyrir að framlög til lista lækki um 346,6 milljónir króna á næsta ári frá fjárlögum 2013, að frá- töldum launa- og verðlagshækkun- um. Til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma mennta- og menningarmálaráðuneytisins er gert ráð fyrir lækkun um 61,6 milljónir króna á framlögum til meðal annars Bókasafnssjóðs höfunda, Tónlistar- sjóðs, Barnamenningarsjóðs, Lista- hátíðar í Reykjavík og Styrkja á sviði listgreina. Þá munu framlög til verk- efnisins Tónlist fyrir alla, Kynningar- miðstöðvar listgreina, Íslensku óper- unnar og Listahátíðar í Reykjavík falla niður en um var að ræða tímabund- in framlög upp á samtals 47 milljónir króna. Eins verður framlag til styrkja á sviði listgreina lækkað um 30 millj- ónir króna, en fjárlög næsta árs gera ráð fyrir að veittir verði styrkir fyrir alls 34,6 milljónir króna. Mikil lækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands Mestu munar þó um það að ákveðið hefur verið að falla frá áformum um 250 milljóna króna hækkun framlags sem veitt var í fjárlögum þessa árs og var liður í svonefndri fjárfestinga- áætlun fyrir árin 2013 til 2015. Fram- lagið átti að skiptast á milli Út- flutningssjóðs íslenskrar tónlistar, Myndlistasjóðs, Hönnunarsjóðs, Handverkssjóðs, Bókasafnssjóðs höfunda, Miðstöðvar íslenskra bók- mennta, Starfsemi atvinnuleikhópa og Tónlistarsjóðs. Þá mun heildarframlag til Kvik- myndamiðstöðvar Íslands lækka úr 1.157 milljónum króna í 735,3 milljónir, eða sem nemur 421,9 millj- ónum króna, og er framlag í Kvik- myndasjóð hluti af þeirri fjárhæð. Þar að auki verður fallið frá 470 millj- óna króna hækkun á framlagi til Kvikmyndasjóðs sem gert var ráð fyr- ir í fjárlögum þessa árs og var hluti fjárfestingaáætlunar fyrir árin 2013 til 2015. Ekki nýtt húsnæði fyrir endurhæfingu Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyr- ir talsverðum breytingum á rekstri Landspítalans. Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs vegna rekstrar spítalans muni nema 38.486 milljónum króna og þannig hækka um 75 milljónir króna frá fjárlögum síðasta árs, að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Hækkunin er því ekki nema um 0,19 prósent af heildarútgjöldum vegna rekstrar spítalans. Tímabundið fram- lag til tækjakaupa, sem nemur 600 milljónum króna, verður hins vegar fellt niður en líkt og fram kemur í frumvarpinu er nú unnið að endur- mati á þörf Landspítalans fyrir tækja- kaup næstu ára. Þá fellur einnig niður 15 milljóna króna tímabundið framlag vegna ný- byggingar Grensásdeildar en þar fer fram endurhæfing fyrir sjúklinga sem tapað hafa færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veik- inda. Stærsta breytingin er þó líkleg- ast sú að lagt verður á gjald fyrir legu á spítalanum en sjúklingar munu greiða 1.200 krónur fyrir hvern dag sem legið er inni. Áætlað er að legu- gjald þetta muni skila 199,5 milljón- um króna í ríkissjóð. Hætt við Hús íslenskra fræða Framlög til Háskóla Íslands munu lækka um 321,8 milljónir króna, að frátöldum launa- og verðlagshækk- unum, frá fjárlögum þessa árs. Lagt er til að skrásetningargjald nemenda verði hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur en gert er ráð fyr- ir sömu hækkun á skráningargjaldi nemenda við Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Há- skólann á Hólum. Felld verður niður tímabundin fjárheimild upp á 800 milljónir króna vegna framkvæmda við Hús ís- lenskra fræða en framkvæmdir eru Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is „Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum lækki um 3,2 milljarða króna á þessu ári 10 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað þegar hafnar. Fyrsta skóflustungan var tekin í byrjun mars síðastliðinn en búið er að grafa fyrir húsinu og hefur holan staðið auð í allt sumar. Í ljósi fjárlagafrumvarpsins er óvíst hvernig framhaldinu verður hátt- að en verktakafyrirtækið Jáverk, sem átti lægsta boðið í verkið, hefur hótað skaðabótamáli verði bygging hússins blásin af. Hús íslenskra fræða var hluti af fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar og átti að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum sem og Íslensku- og menningardeild háskólans. Þá mun framlag til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna lækka um 128 milljónir króna og er það til þess að mæta markmiðum ríkisstjórnarinn- ar um samdrátt í ríkisútgjöldum. Í fjárlögum þessa árs var framlagið 8.486 milljónir króna en gert er ráð fyrir 8.358 milljónum króna í fjárlög- um næsta árs. Fjársveltir háskólar Umtalsverður niðurskurður verður hjá öðrum háskólum en Háskóla Íslands sem og stofnunum þeim tengdum en framlög til þeirra verða alls lækkuð um 218,3 milljónir króna, að frátöldum launa- og verðlags- breytingum. Framlag til Háskólans á Akureyri lækkar um 22,7 milljónir en þar vegur þyngst niðurfelling á 30 milljóna króna tímabundnu fram- lagi vegna rannsóknarmissera og Veiðigjald eða niðurskurður? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti sitt fyrsta fjárlagafrumvarp í vikunni. Ríkisstjórnin skar duglega niður til að skila hallalausum fjárlögum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvað afnám veiðigjaldsins á sumarþingi var ríkissjóði dýrkeypt. Á litríku súlunni sést hverju hefði mátt hlífa við niðurskurði ef veiðigjaldið, sem skilað hefði 3,2 milljörðum króna, hefði ekki verið afnumið. Ve ið ig ja ld ið 3. 20 0. 00 0. 00 0 kr . Niðurfelling fjármagns til byggingar Húss íslenskra fræða Sparar: 800 m.kr. Niðurfelling fjármagns til tækjakaupa á Landspítalanum Sparar: 600 m.kr. Lækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands Sparar: 422 m.kr. Lækkun á framlögum til lista Sparar: 347 m.kr. Lækkun á framlögum til Háskóla Íslands Sparar: 322 m.kr. Lækkun á framlögum til annarra háskóla Sparar: 218 m.kr. Legugjald á Landspítalanum Sparar: 200 m.kr. Lækkun á framlögum til LÍN Sparar: 128 m.kr. Lækkun á framlagi til Umhverfisstofnunar Sparar: 78 m.kr. Lækkun á framlagi til háskóla- og rannsókna Sparar: 58 m.kr. Hætt við nýbyggingu Grensásdeildar Sparar: 15 m.kr. fyrir óbreytt veiðigjald n Draga hefði mátt úr niðurskurði ef veiðigjaldið hefði staðið n Hefði mátt kaupa ný tæki á LSH fimm sinnum Þetta hefði mátt gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.