Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 47
Sigrast á hræðslu við sykurmassa n Systur gefa út Afmælisveislubók Disney S vo virðist sem fólk sé að átta sig á því hvað sé hægt að gera í kökuskreytingum og von- andi hjálpar þessi bók enn frekar og fær fólk til að sigrast á hræðslunni við að vinna með sykur- massa,“ segir Kristín Eik Gústafsdótt- ir, stofnandi verslunarinnar og vefsíð- unnar Allt í köku. Kristín Eik og systir hennar Katrín Ösp ritstýrðu nýrri Dis- ney-bók sem kom í verslanir í gær. Disney vinsælt hjá börnunum Bókin heitir Afmælisveislur og voru systurnar með barnaafmæli í huga þegar þær skrifuðu bókina. Hún er unnin í samstarfi við Eddu útgáfu sem hafði samband við Kristínu Eik og Katrínu Ösp. „Það var mjög gaman að vinna þessa bók með Disney. Þetta eru allt persónur sem allir þekkja og það er mjög vinsælt hjá börnunum að fá Disney-tertu.“ Litríkt og skemmtilegt Í bókinni eru hugmyndir að fjölda skreytinga og útfærsla á afmælistert- um en þær systur bjuggu til upp- skriftirnar út frá persónum Disney. Kristín Eik segir að það séu í raun ekki margar tertuuppskriftir í bók- inni heldur þessar hefðbundnu tertu- og kökuuppskriftir. Meiri áhersla sé lögð á skreytingar og útfærslurnar á kökunum. „Þetta er allt mjög litríkt og skemmtilegt. Flækjustigið í upp- skriftunum er allt frá því að vera mjög einfalt upp í mjög flókið. Það er ætl- ast til að börnin geti tekið þátt í mörgu sem er í bókinni og jafnvel gert það sjálf,“ segir Kristín Eik. Allir geta gert þetta Eins og áður kom fram þá vonast Kristín Eik til þess að bókin þjálfi fólk í að vinna með sykurmassa en hún segir að allir geti gert slíkar kök- ur. „Fólk er mismunandi. Sumir eru mjög flinkir í höndunum en aðrir þurfa aðeins meira af hjálpartækjum.“ Aðspurð hvort eitthvað sé um heilsuuppskriftir í bókinni seg- ir Kristín að þær hafi nú ekki verið mikið að hugsa um hollustuna þegar þær settu bókina saman. „Við vor- um meira að hugsa um að hafa þetta skemmtilegt.“ n Uppskrift úr bókinni Afmælisveislur Disney: n Tuma tígur súkkulaðistykki Áhöld og efni: n Lítil súkkulaðistykki n Sleikjóprik n Appelsínugulur súkkulaðihjúpur n Pensill n Appelsínugulur sykursandur n Svartur súkkulaðihjúpur n Brúsi með fíngerðum stút Leiðbeiningar: n Stingið sleikjópriki í súkkulaðistykkið n Bræðið súkkulaðihjúpinn n Penslið hjúpinn á súkkulaðistykkið n Hellið sykursandi yfir súkkulaðihjúp- inn áður en hann harðnar n Bræðið svarta súkkulaðihjúpinn og setjið í brúsa n Sprautið tígurrendur á stykkið og kælið í nokkrar mínútur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Kristín Eik og Katrín Ösp Bjuggu til uppskriftir og skreytingar út frá Disney persónum. MynD SigTryggur Ari Lífsstíll 47Helgarblað 4.–6. október 2013 Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð. Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hann mun staðfesta það. 5 dYRa FRÁ Station FRÁ FORD focus 3.490.000 KR. 3.640.000 KR. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114/117 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. AFMÆLISPAKKI aÐ VERÐMÆti 320.000 KR. FYLGiR FORD FOCUS Í oKtÓBER Ford_Focus_180x255_08.07.2013_1.indd 1 01.10.2013 11:17:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.