Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 40
40 4.–6. október 2013 Helgarblað Getum við verið góð við hvort annað? Harmsaga eftir Mikael Torfason Listaverk sem þú færð ekki nóg af Grand Theft Auto Vm e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Gáfur eru aðlaðandi Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Sigríði Maríu Egilsdóttur, sem fer með hlutverk í nýverð- launaðri kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss. DV ræddi við Sigríði um vel heppnaðar rökræður, sterkar konur og spænska blóðið sem hitnar stundum í æðunum. É g held að Benni hafi tekið mikla áhættu þegar hann ákvað að bjóða mér þetta hlutverk. Hann sýndi mér mikið traust og maður metur það auðvitað þegar maður leggur í svona vinnu,“ segir Sigríður María Egilsdóttir um þá ákvörðun Benedikts Erlingsson- ar leikstjóra að bjóða henni hlutverk í kvikmyndinni Hross í oss. Sigríður María þreytir þar frumraun sína í leik- list í hlutverki hógværrar hestastúlku. Hún segist hafa nýtt sér ömmu sína sem fyrirmynd en þær hafa lagt stund á hestamennsku saman frá því að Sig- ríður María man eftir sér. Kvikmyndin var frumsýnd á Íslandi í lok ágúst og nýtur ómældrar velgengni á kvik- myndahátíðum erlendis um þessar mundir og vann til að mynda hin eftir sóknarverðu Kutxa-New Direct- ors-verðlaun á San Sebastian-kvik- myndahátíðinni í september. Fékk símtal í miðju flugi Sigríði Maríu er minnisstæð sú örlagaríka stund þegar Benedikt hafði fyrst samband við hana en hún var stödd í miðju flugi yfir Borgarfirðinum þegar leikstjórinn hringdi í farsím- ann hennar. „Sambandið var svolítið óskýrt en ég náði að heyra hvað hann var að segja og svaraði strax já. Mér fannst þetta bara spennandi og hef- ur alltaf langað að prófa að leika í bíó- mynd. Ef maður reynir ekki eitthvað þá fær maður heldur aldrei að upplifa eitthvað. Þegar ég var lent fór síðan að renna upp fyrir mér hverju ég hafði verið að segja já við. Það var svona pínu stress, hvort ég myndi geta þetta og svona. En þetta var mjög skemmti- leg upplifun að prufa að leika í svona bíómynd,“ segir Sigríður María. Leikarafjölskylda Leiklistin er henni ekki alveg fram- andi. „Leiklistin kemur úr ýmsum átt- um í fjölskyldunni, pabbi og móður- afi minn eru báðir leikstjórar,“ segir Sigríður María en faðir hennar, Egill Heiðar Anton Pálsson, hlaut nýverið stöðu prófessors við hinn virta leik- listarháskóla Ernst Busch í Berlín. Foreldrar Sigríðar Maríu skildu þegar hún var ung að aldri og er faðir henn- ar giftur Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu í dag. Stelpur eiga erindi Sigríður María, sem er 19 ára, ákvað að taka sér árs frí frá skóla og starfar nú hjá slitastjórn Landsbankans ásamt því að kenna grunnskólanem- um í Lindarskóla ræðumennsku – starf sem henni bauðst eftir velgengn- ina í Morfís-ræðukeppninni. „Þetta er svona valfag og það er gaman að segja frá því að þetta var alltaf svo- lítið karllægur vettvangur en það hef- ur verið að breytast á síðustu árum. Það eru 18 krakkar í tímanum og 11 af þeim stelpur þannig að kynjahlutfall- ið er að breytast,“ segir Sigríður María og telur stelpur eiga jafn mikið erindi og strákar í ræðukeppnir og spurn- ingakeppnir á borð við Gettu betur. Komin af hörkukvendum „Ég byrjaði ekki að skilgreina mig sem femínista fyrr en ég raunveru- lega skildi hugtakið og það gerðist frekar snemma eða í lok tíunda bekkj- ar. Þá hafði einhver í fjölskyldunni útskýrt fyrir mér hvað það þýddi. Ég kem líka úr umhverfi þar sem kon- urnar eru ofboðslega sterkar, ömm- ur mínar úr bæði föður- og móðurætt eru mjög sterkar konur, algjör hörku- tól,“ segir Sigríður María en móður- amma hennar er arkitekt að Bláa lón- inu og mikil hestaáhugamanneskja. „Hin amma mín er frá Spáni og kem- ur frá einhverri ríkustu ætt af Kanarí- eyjum, þá undir stjórn Francos. Pabbi hennar var mikill fasisti og hún ákvað að ganga gegn óskum hans og fara í háskóla til að læra hjúkrun. Hún var yngsta barnið og var þannig séð bara fædd til að sjá um foreldra sína í ell- inni, og átti ekki að fá að mennta sig mikið. Hún flúði því til London og kynntist þar íslenska afa mínum og flutti með honum til Íslands og hefur starfað hér sem hjúkrunarfræðingur í um 40 ár. Mamma er auðvitað líka mjög sterk en hún er lögfræðingur,“ segir Sigríður María en móðir hennar er Herdís Hallmarsdóttir hæstaréttar- lögmaður. Jafnrétti á heimilinu Að sögn Sigríðar Maríu er kynjajafn- rétti haft að leiðarljósi í fjölskyldunni. „Andrúmsloftið heima hefur alltaf verið þannig að það ríkir jafnrétti milli karla og kvenna. Fólk á að fá að gera það sem það vill hvort sem það er að vera heimavinnandi húsmóðir eða heimavinnandi húsfaðir eða að einbeita sér að starfsferlinum. Ég held að uppeldið skipti mjög miklu máli hvað þetta varðar. Það er erfiðara að tileinka sér einhvern hugsunarhátt ef maður hefur ekki verið alinn upp við hann.“ Sigríður María telur ekki að karl- mönnum stafi sérstök ógn af sterkum konum almennt. „Maður hefur heyrt þennan frasa að karlar séu ekkert mjög hrifnir af gáfuðum konum. Þá á móti segja konurnar í fjölskyldunni að við séum heldur ekkert hrifnar af karlmönnum sem eru ekki hrifnir af gáfuðum konum. Ég held að þær hafi bara valið ágætlega og orðið hrifnar af mönnum sem voru einmitt hrifnir af góðu gáfnafari og öðrum eiginleikum í þeirra fari. Maður kann að meta það sem er gott við hina manneskjuna, maður elskar hana eins og hún er og það er sönn ást. En ef maður er alltaf að reyna að breyta hinni manneskj- unni og vill að hún sé öðruvísi þá er það ekki sönn ást að mínu mati,“ segir Sigríður María en sjálf fann hún ástina í sambýlismanni sínum í miðri undir- búningsvinnu fyrir Morfís-keppnina. Fann ástina í Morfís „Við byrjuðum saman á afmælis- daginn minn þann 1. nóvember þannig að það er ár síðan við byrj- uðum saman. Ég væri alveg vís til að gleyma svona dögum en ekki núna,“ segir Sigríður María í léttum tón. „Hann var einn af þremur þjálfurum sem komu til þess að þjálfa Morfís- liðið í Versló fyrir ræðukeppnina. Við höfum bæði mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og öllu sem við kemur henni. Ég hafði aldrei kynnst neinum áður sem vissi jafn furðu- leg lítilvæg smáatriði sem ég vissi og fannst þetta spennandi. Þar varð ég skotin í honum. Svo bara pössum við ágætlega saman,“ segir hún ánægð en parið flutti saman í sumar. Heitt blóð – spænskt blóð Aðspurð hvort hún hafi erft eitthvað af heita blóðinu frá Spáni verður Sig- ríður María hugsi. „Ég hef ekki mikla trú á því að vera að æsa sig þó að mað- ur standi fast á sínu, þá fer rökræðan yfirleitt út í einhverja vitleysu. Um leið og einhver fer að öskra þá er sá um leið búinn að tapa rifrildinu því þá er hann bara búinn að missa stjórn á sér og ekki lengur með tök á aðstæðun- um.“ Sigríður María telur sig þó hafa fengið góða þjálfun í að rökræða við móður sína í miðri sjálfstæðisbarátt- unni á unglingsárunum og að um- ræður mæðgnanna verði tíðum eld- fimar. Hún hlær þegar hún hugsar til baka. „Þetta eru heitar en málefna- legar umræður sem geta verið mjög eldfimar. Okkur tekst stundum á ein- hvern undraverðan hátt að búa til rosalega eldfiman úlfalda úr algjörri mýflugu. Mamma mín er mjög góð í að rífast líka þannig að þegar okk- ur lendir saman þá er alveg þriðja heimsstyrjöldin í gangi, það ætlar enginn að tapa, það er enginn að fara að hafa rangt fyrir sér og það má enginn missa sig! Það hefur verið góð þjálfun í því. En það kemur fyrir að maður missi sig svona eins og bara allir gera,“ segir hún og brosir. „Það þýðir ekkert að sýna óvirðingu í rök- ræðum. Ef þú gerir það þá sýnirðu bara fram á að þú hafir ekki mikið til þíns máls. Að kalla mömmu mína ill- um nöfnum er eitthvað sem er mér fullkomlega fjarlægt. Mamma kenndi mér að sýna fólki ákveðna virðingu þegar ég er ósammála því, annars get ég ekki búist við því á móti.“ Óhrædd við að kalla sig femínista „Mér finnst þetta hugtak hafa fengið dálítið óréttláta umfjöllun en ég á ekki erfitt með að kalla mig femínista, ég er alveg tilbúin til að taka þann slag við þann sem fer að agnúast eitthvað út í það við mig. Ég get verið mjög hörð á mínu hvað það varðar,“ segir Sigríð- ur María en hún telur jafnréttisbar- áttuna hafa færst úr lagaumhverfinu og yfir í félagslega umhverfið sem er að hennar mati ekki jafn áþreifanleg barátta. „Þrátt fyrir að við séum búin að setja áþreifanleg lög um að kyn- bundinn launamismunur sé ólögleg- ur þá búum við samt við 10% óútskýr- anlegan launamun milli kynjanna sem sýnir að þrátt fyrir lögin þá þurf- um við að vera að berjast fyrir ein- hverju. Þetta eru hlutir sem eru ekki eins áþreifanlegir en þeir eru til stað- ar og við vitum af þeim. Femínismi á alveg jafn mikið erindi á þetta svið eins og hann átti áður fyrr, við þurfum kannski að berjast á annan hátt til að ná árangri á þessu sviði því þetta snýst auðvitað allt um að ná árangri.“ Hræsni „Mér finnst eitthvað hræsnislegt við það að vilja ekki kalla sig femínista heldur frekar jafnréttissinna bara vegna þess að femínismi er kven- legt orð. Hversu mikill jafnréttissinni ertu í raun og veru ef þú vilt ekki láta tengja þig við kvenlegt orð? Femín- ismi stendur fyrir miklu meira en bara réttindi fyrir konur, hann stendur fyrir jafnrétti kynjanna sem þýðir að hann snýr að ákveðinni jafnréttisbaráttu karla líka sem hefur ekki verið eins Svala Magnea Georgsdóttir svala@dv.is Viðtal „Okkur tekst stundum á einhvern undra- verðan hátt að búa til rosalega eld- fiman úlfalda úr algjörri mýflugu Sigríður María Egilsdóttir „Andrúmsloftið heima hefur alltaf verið þannig að það ríkir jafnrétti milli karla og kvenna,“ segir Sigríður María. Mynd SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.