Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 4.–6. október 2013 É g stend á þeim krossgötum í dag að vera ekki með nein sérstök markmið önnur en þau að lifa sæmilega heil­ brigðu lífi. Fyrir þremur árum setti ég mér metnaðarfull markmið um að klífa hæstu fjöll Íslands og Evrópusambandsins. Og til þess að geta þetta varð ég að létta mig um 40 kíló. Öll þessi markmið hafa gengið upp. Í þrígang hef ég gengið á Öræfajökul í því skyni að toppa Hvannadalshnúk. Tvisvar náði ég langleiðina í 2.000 metra hæð en í þriðja sinn tókst að toppa. Eyja­ fjallajökull, Eiríksjökull, Snæfells­ jökull og ótal fjöll hafa fallið að fótum mér. Þann 21. september síðastliðinn náði ég svo á Mont Blanc. Þar með var bikar minn tæmdur í bili. Dagskrárlok. Það fylgir því tómleiki að vera búinn að klífa þá 4.808 metra sem Mont Blanc er. Mér líður eins og fátt sé framundan. Þegar ég gekk á Úlfarsfell í 580. sinn í vik­ unni varð ég dálítið dapur. Þetta var svona eins og ráðherraveiki sem eru einkenni sem koma fram þegar ríkis stjórn fellur og ráðherra verður aftur þingmaður. Ég var eins og Steingrímur J. Sigfússon eftir kosningar. Eða kannski eins og knattspyrnugoðið Eiður Smári Gudjohnsen að spila á malarvell­ inum á Flateyri eftir að hafa farið á kostum á glæstustu leikvöngum heimsins. Þar sem ég rölti á eftir eiginkonunni með hundana í eftir­ dragi um bæjarprýði Mosfellsbæjar varð mér hugsað til baka. Þetta byrj­ aði jú allt saman á Úlfarsfelli. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór fyrstu ferðirnar upp. Ég hafði þurft að stoppa minnsta kosti 20 sinnum til að ná andanum. En upp komst ég og mér leið eins og konungi hafs og fjalla þegar ég leit yfir höfuðborgar­ svæðið úr 305 metra hæð. Smám saman hafði ég náð upp þreki og kröftum með því að fara næstum daglega á Úlfars­ fell. Það voru hæg heimatökin þar sem ég bý undir fjallinu. Sigrarnir komu smám saman. Uppleiðin tók klukkutíma í stað tveggja. Síð­ an fór ég niður í hálftíma og loks­ ins í 17 mínútur. Þá var ég tilbúinn fyrir Hnúkinn og Mont Blanc. Úlfars fellið hafði skapað mér þann grundvöll sem þurfti til að ná upp þreki og efla heilsuna. Eftir því sem líður á skrif þessa pistils eru að verða til ný markmið í hausnum á mér. Ég mun hverfa aftur til upphafsins og njóta þeirr­ ar fegurðar sem fylgir göngu á Úlf­ arsfellið. Jafnframt mun ég skjót­ ast á Esjuna eftir ástæðum. Þá eru uppi áform um að ganga á Herðu­ breið og Snæfell. En ég þori ekki að nefna nýja stóra markmið­ ið sem er eins og suðandi fluga í hausnum á mér. Það verður til að byrja með leyndarmál hvaða stóra fjall heimsins er næst í röð­ inni. Kannski missi ég kjarkinn og þá verður svo að vera. Kannski á ég eftir að klífa mörg hærri fjöll en Mont Blanc. Aðalatriðið verður þó að vera sáttur á sínu bæjarfjalli. Ég er mættur aftur á Úlfarsfell. Síðastliðin tvö ár hef ég skrif­ að nær vikulega pistla um barátt­ una við holdið og það markmið að klífa Mont Blanc. Langflestir hafa tekið pistlunum vel en undantekn­ ingar er að finna. Reglubundnum skrifum lýkur hér með þótt pistlar dúkki hugsanlega upp annað veif­ ið. Baráttan með öllum sínum sigrum og ósigrum heldur áfram. Stærð sigranna fer ekki eftir hæð fjallanna heldur ræður hugar­ ástand þess sem tekst á við áskor­ anirnar. Þetta er allt í hausnum. n Reynir Traustason Baráttan við holdið Aftur á Úlfarsfell Á toppnum Á toppi Mont Blanc ásamt Pierre leið- sögumanni. DV-fáninn var með í för. Mynd ReyniR TRausTason „Smám saman hafði ég náð upp þreki og kröftum með því að fara næst- um daglega á Úlfarsfell. Það voru hæg heima- tökin þar sem ég bý undir fjallinu. Nýtur friðhelgis í að vera skrýtin n Ætlar að standa á haus á nýjum stað á hverjum degi n Solla tekur þátt í Meistaramánuði fáránlega gott. En ef þú stendur svona lengi á hvolfi þá þarf að gera mótstöðuna, þá stendurðu bara bein, upprétt með lokuð augun. Það er mikilvægt að gera mótstöð­ una sem er akkúrat öfugt við það sem þú varst að gera,“ segir Solla. Gló tekur þátt Solla fagnar Meistaramánuðinum og segist styðja hvers kyns átök sem stuðla að bættari venjum og lífsstíl fólks. Hún segir veitingastaðinn Gló taka fullan þátt í átakinu. „Við erum alltaf með meistarasjeik dagsins en það er alltaf einhver tegund af grænum sjeik og við reynum að hafa sem minnst ávexti þannig að hann er svolítið „hardcore“,“ segir Solla og hefur sett á laggirnar sérstakt tilboð í tilefni af meistaramánuðinum. „Það er hægt að kaupa hráfæðirétt dagsins og meistarasjeik á innan við 2.000 kall og þá getur fólk fengið sér léttan og hollan hádegismat. Við viljum auðvelda fólki að hafa efni á að taka sig í gegn. Hjá okkur get­ ur fólk keypt fyrirframgreidd mat­ arkort og þá ertu að fá 25% afslátt,“ segir Solla að lokum. n „Ég get alveg staðið í hálftíma solla eiríks Solla er marg- verðlaunaður hráfæðikokkur og rekur veitingastaðinn Gló ásamt manni sínum, Elíasi Guðmunds- syni. Mynd siGTRyGGuR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.