Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 32
32 Fólk 4.–6. október 2013 Helgarblað J óhannes er fæddur og – að mestu leyti – uppalinn í Hafnarfirði en þegar hann var sjö ára flutti móðir hans með hann til Færeyja. „Mamma er færeysk en foreldr- ar hennar fluttu til Íslands svo hún fæddist hér. Hana hafði alltaf lang- að til að flytja til Færeyja og þar sem hún var einstæð móðir og ekki mikið bundin hérna heima ákvað hún að flytja með mig út. Hún eignaðist mig tiltölulega ung, var bara átján ára þegar hún átti mig, þannig að hún var bara rétt rúm- lega tvítug þegar við fluttum.“ Jóhannes segist ekki hafa gert athugasemd við flutningana á sín- um tíma enda hafi honum líkað dvölin vel. „Þetta var merkileg reynsla. Við bjuggum í Færeyjum í þrjú ár og ég kynntist fullt af fólki svo þetta var bara frábært. Ég gekk í skóla þarna og tók þátt í grindhvaladrápi og svona,“ segir Jóhannes og útskýrir að grindhvaladráp felist í því að standa við ströndina og grýta Jóhannes Haukur Jóhannesson þurfti að sækja sér aðstoð lögfræðings til að fá að leika í söngleiknum Grease með námi en frá því að hann útskrif- aðist frá Listaháskóla Íslands hefur hann eingöngu glímt við lúxusvandamál. Jóhannes er hálfur Færeyingur og segir engan Íslending gera jafngóða fær- eyska eftirhermu og hann sjálfur, en þessum mikla fjölskyldumanni finnst fátt skemmtilegra í leikhúsinu en að græta börn. Þrátt fyrir að vera femínisti í dag var Jóhannes karlremba á sínum yngri árum, en eftir að hafa verið tekinn í bakaríið af samnemendum sínum í Listaháskólanum og síðar eignast dóttur sá hann heiminn í nýju ljósi. Blaðamaður DV hitti Jóhannes Hauk og ræddi við hann um árin í Færeyjum, rokkstjörnudraumana og lífið í leikhúsinu. Viðtal Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Ætlaði að verða rokkstjarna Bjó í Færeyjum Jóhannes bjó í Fær- eyjum sem barn og segir Íslendinga afar lélegar færeyskar eftirhermur. Myndir Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.