Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 30
Sandkorn Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar er fátt bitastætt að finna. Einna helst er það draumsýn um góðan hag­ vöxt án þess að nokkuð bendi til að slíkt standist. Sami fjárausturinn er til bændasamtakanna og fyrr þangað sem milljarðar af skattfé streyma. Risaeðlan á fjölmiðlamarkaði, Ríkisútvarpið, fær sitt þó með málamyndaniðurskurði. Skattar á almenning eru lækkaðir til málamynda og klórað er lauslega í tryggingargjaldið sem er að sliga fyrir­ tæki og þar með launþega. Það jákvæða er að lagður er á bankaskattur. Í rauninni er furðulegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skyldi ekki hafa séð þann möguleika. Bankar og slitastjórnir hafa búið við vellystingar á meðan almenningur sveltur. Birtingarmynd þess sést í kjör­ um Steinunnar Guðbjartsdóttur, for­ manns slitastjórnar Glitnis sem keypti sér 90 milljóna króna einbýlishús gegn staðgreiðslu. Steinunn er hin eina sanna drottning íslenska fjármála­ geirans. Hún hefur tekið sér ofurlaun fyrir það að greiða úr þrotabúi banka. Það fólk sem auðgast í rústunum er auðvitað í ætt við hrægamma. Þetta er fólkið sem auðgast í ógæfunni. Skapar engin verðmæti en kemst í gullið fyrir tilviljun eða klíkuskap. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er loforðastjórn. Svimandi kosningalof­ orð Framsóknarflokksins mynda óveð­ ursbakka yfir hausamótum þeirra sem ákafast töluðu og lofuðu fyrir kosn­ ingar. „Allir þið sem skuldugir eruð munuð fá bætur,“ var stóra loforðið. Út á þetta sló Framsóknarflokkurinn met í að laða að sér kjósendur. Sauðsvartur almúginn kokgleypti loforðið sem lík­ lega var aldrei ætlunin að standa við. Heiðarlegt fólk sem kaus flokkinn er ennþá að leita að efndum í heima­ bönkum sínum. Það eina sem nú blas­ ir við er að Sigmundur og félagar boða svokallað lyklafrumvarp sem á að gera missi heimilisins sársaukaminni. Í stað þess að lækka skuldir hinna þjáðu á að hjálpa þeim að fara á hausinn. Það er augljóslega kominn brestur í stjórnarsamstarfið. Það væri enda galið fyrir Sjálfstæðismenn að taka á sig syndir Framsóknar. Þegar til upp­ gjörs kemur er heppilegast fyrir Bjarna Benediktsson og félaga að leggja á það áherslu að þeir lofuðu aldrei stórfelld­ um skuldaniðurfellingum. Merki um að Bjarni skilji stöðuna mátti heyra þar sem hann lagði áherslu á að í stjórnar­ sáttmálanum væri talað um skuldaleið­ réttingar ef svigrúm skapaðist. Og merki um að Sigmundur Davíð er ekki sáttur við kollega sinn er að hann kallar fjárlagafrumvarpið hugmynd. Það verður að koma til uppgjörs al­ mennings og stjórnmálamanna sem lofa til þess eins að komast til valda og svíkja. Það má ekki gerast að stjórn­ málamönnum á Íslandi líðist að ljúga sig til valda. Þeir stjórnmálamenn sem eru í pólitík af heilindum verða að standa vaktina og halda uppi heiðri Alþingis og byggja upp trú fólksins í landinu á stjórnmálin. Á hverju heimili ætti að hanga uppi listi með loforða­ flaumnum frá síðustu kosningabaráttu. Ef ástæða reynist til merkir fólk síðan við það sem rætist. Ef fólkið í landinu lætur svíkja sig átölulaust er illa komið fyrir okkur sem þjóð. Þá verður siðrofið áþreifanlegt. n Blaðra Jóns Ásgeirs n Það blæs ekki byrlega fyrir Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni og 365 miðlum. Endur­ skoðandi fyrirtækisins lýsir áhyggjum af þeirri eigna­ stöðu fyrirtækisins að upp­ lausnarvirðið dugar ekki fyrir skuldum. Í rauninni má segja að efnahagur fjöl­ miðlaveldisins hafi verið blásinn upp eins og blaðra. Stór hluti eignanna er við­ skiptavild og þannig ímynd­ aður. Meðal annars er endursýningaréttur metinn á stórar fjárhæðir. Steinþór Pálsson, aðalbankastjóri Landsbankans, er sagður áhyggjufullur. Lögformleg­ ur eigandi 365 er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns. Vangaveltur n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra virðist vera í rólegheitun­ um að sópa stærsta kosninga­ loforði sínu um skulda­ niðurfellingu heimilanna undir teppið. Bjarni Benediktsson fjármála­ ráðherra kallaði stærsta stefnumál Framsóknar „vangaveltur“ í Kastljósi og benti á að í stjórnmálunum væri látið í ljós að vonandi skapaðist svigrúm til skulda­ lækkana. Það er því ljóst að engin stefna er um að ljúka málinu. Stórveldið rís n Sigmar Vilhjálmsson og félagar ætla sér stóra hluti með framleiðslufyrirtæki sitt, Stór­ veldið. Ný­ verið var Pétur Jóhann Sigfússon ráðinn til starfa og í vikunni gekk Hlynur Sigurðsson, fyrrver­ andi fréttamaður, til liðs við fyrirtækið. Stórveldið kepp­ ir við Saga film um verkefni meðal annars hjá RÚV. Þar er samkeppnisstaðan erfið því Þórhallur Gunnarsson er í vinnu hjá Saga film og jafn­ framt mikill skjólstæðingur útvarpsstjóra. Illræmdur vefur n Friðbjörn Orri Pétursson, rit­ stjóri amx.is, hefur lagt niður vefsíðu sína og þakkar lesend­ um samfylgdina. Vefurinn hefur í gegnum tíðina verið alræmdur fyrir skrif sem hafa verið á skjön við hefðbundna þjóðfélagsumræðu. Meðal annars hafði Friðbjörn Orri í flimtingum að Össur Skarp- héðinsson, þáverandi utan­ ríkisráðherra, hefði ekki sam­ úð með Norðmönnum eftir fjöldamorðin í Útey. Sérkennileg forgangsröðun Hélt aldrei að ég myndi sakna sjálfstæðismanns Árna Páli Árnasyni líst ekki á fjárlagafrumvarpið. – DV Sóley Tómasdóttir um brotthvarf Gísla Marteins úr borgarstjórn. – DV Óveðursbakkinn„Sauðsvartur almúginn kokgleypti loforðin I lla er komið fyrir Bandaríkjunum. Þar hefur það nú gerzt öðru sinni á átján árum, að þingið rekur rík­ isstjórnina í greiðsluþrot, svo að ríkis starfsmenn hafa verið sendir heim í hundruðum þúsunda. Margar ríkisstofnanir hafa lokað dyrum sín­ um um óákveðinn tíma. Nú eins og 1995 eru það ofstækismenn í röðum repúblikana sem valda uslanum. Yfirgangur ofstækismanna Vandinn er sá, að Bandaríkjaþing þarf að heimila aukna lántöku ríkis­ ins til að gera því kleift að standa við skuldbindingar sínar, og harðdrægir repúblikanar í fulltrúadeild þings­ ins standa í vegi fyrir heimildinni. Þeir segjast þó munu veita heim­ ildina gegn því, að Obama forseti hverfi frá fyrri ákvörðun um heil­ brigðistryggingar að evrópskri fyrir­ mynd. Þeir skeyta í engu um þá stað­ reynd, að heilbrigðistryggingarnar voru samþykktar í báðum deildum þingsins og Hæstiréttur staðfesti, að þær standast stjórnarskrána. Heil­ brigðistryggingarnar voru eitt helzta kosningamálið bæði í síðustu for­ setakosningum og í þingkosningum. Með framferði sínu afhjúpa repúblik­ anar virðingarleysi sitt gagnvart lýð­ ræði og lýðræðislegum leikreglum. Þeir ögra beinlínis lýðræðinu. Eftir er að sjá, hvort Repúblikanaflokkurinn klofnar vegna þessarar óhæfu, það væri óskandi, en þar eru innan búðar margir góðir menn, sem standa agn­ dofa frammi fyrir yfirgangi ofstækis­ mannanna. Hvernig getur annað eins og þetta gerzt í helzta forustulandi hins lýð­ frjálsa heims? Eina skýringuna virðist mér mega rekja til þeirrar ákvörðun­ ar Hæstaréttar Bandaríkjanna með fimm atkvæðum gegn fjórum að skipa George W. Bush forseta Bandaríkj­ anna eftir kosningarnar 2000, eftir að talning atkvæða hafði verið stöðvuð í Flórída, en Bush fékk færri atkvæði þar líkt og á landsvísu en keppi­ nauturinn úr hópi demókrata, Al Gore. Eftir þessa ákvörðun Hæstarétt­ ar, þar sem atkvæði dómaranna féllu eftir flokkspólitískum línum, lýsti einn dómarinn því yfir, að fólkið í landinu gæti ekki lengur treyst Hæstarétti. Bandaríkin féllu í áliti almennings um allan heim. Forsetinn var dreginn sundur og saman í háði, m.a.s. fyrir heimsku sakir. Slíkt hafði ekki gerzt í Bandaríkjunum í 80 ár. Friðurinn var úti. Bush er nú yfirleitt talinn vera einn allra versti forsetinn í samanlagðri sögu landsins og er nú hvergi sjáan­ legur, og fer vel á því, á meðan fv. for­ setar úr röðum demókrata, bæði Bill Clinton og Jimmy Carter, vinna áfram ötullega um allan heim að hugðar­ málum sínum. Skoðanakannanir sýndu, að 98% íslenzkra kjósenda hefðu greitt Obama forseta atkvæði sitt í kosningunum 2012, hefðu þeir verið til þess bærir, og 2% hefðu kosið frambjóðanda repúblikana. Útreiðartúr á tígrisdýri Það sætir í þessu ljósi nokkurri furðu, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli undan­ gengin ár hafa kosið að sækja sér fyrir myndir til bandarískra repúblik­ ana. Ég lýsti vandanum svo í Frétta­ blaðinu 10. júní 2004: „Sjálfstæðisflokkurinn skeytti ekki um að hlýða kalli allra þeirra, sem vöruðu árum saman við hagrænum og siðrænum afleiðingum þess að afhenda fáum útvöldum einka­ aðgang að sameiginlegum fiskimið­ um þjóðarinnar. Flokkur, sem heykt­ ist á að hlýða því kalli fyrr en eftir dúk og disk, og þá með ólund og aðeins að nafninu til, hlýtur að hafa laskazt. Flokkur, sem hefur reitt fram þjóðar­ eignir á rússnesku silfurfati handa fáum útvöldum og harðneitar jafn­ framt að upplýsa, hvernig hann fjár­ magnar starfsemi sína, hlýtur að hafa skaddazt. Stjórnmálaflokkur, sem stendur í illvígri baráttu við einka­ fyrirtæki um ítök í atvinnulífi lands­ ins, hlýtur að hafa skemmzt. Flokkur, sem reynir síðan að loka frjálsum fjöl­ miðlum með lögboði – öllum nema þeim tveim, sem flokkurinn þykist hafa í hendi sinni – er kominn langt út fyrir viðunandi velsæmismörk. Fjöl­ mennur flokkur, sem gerir illskeytta ofstækismenn að málsvörum sínum, menn, sem leggja flokksmælikvarða á alla hluti og virðast eins og ýmsir bandarískir repúblikanar líta svo á, að stjórnmál séu stríð og allt sé þar leyfilegt, og eiga í sífelldum útistöðum við allt og alla og mega helzt ekkert aumt sjá án þess að þurfa að traðka á því – þvílíkur flokkur þarf að fá frið til að hugsa sinn gang. Skuggi siðaveikl­ unar grúfir yfir Sjálfstæðisflokknum og markar í auknum mæli störf hans og stefnu og mun fylgja honum inn í framtíðina. Sjálfstæðismenn geta ekki kvartað undan því, að þeir hafi ekki verið varaðir við. Þeir fóru í útreiðar­ túr á tígrisdýri.“ Tími til að tengja Framferði sjálfstæðismanna og margra framsóknarmanna á Alþingi á síðasta kjörtímabili var eins og sniðið eftir forskrift ofstækisfullra repúblik­ ana á Bandaríkjaþingi. Hvergi kom þetta berlegar í ljós en í stjórnar­ skrármálinu. Í því máli kúgaði 15–20 manna minni hluti þingmanna Sjálf­ stæðisflokksins og Framsóknar yfir­ lýstan vilja meiri hluta þingsins með málþófi og öðrum brögðum til að ganga gegn vilja kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðsl­ unni 20. október 2012, þar sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við nýja stjórnarskrá og helztu ákvæði henn­ ar. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi lýð­ ræðinu þungt högg. Sjálfstæðisflokk­ urinn og Framsókn sýna engin merki þess nú á Alþingi, að ætlan þeirra sé að virða vilja kjósenda í stjórnarskrár­ málinu. Margt bendir til, að þessir flokkar ætli þvert á móti að brjóta gegn vilja kjósenda með því að hafa að engu fyrirmæli þeirra um auð­ lindir í þjóðareigu, jafnan atkvæðis­ rétt, beint lýðræði og fleira, sem nýja stjórnarskráin kveður á um. Væri hún gengin í garð, hefði Alþingi ekki komizt upp með að falla frá hækk­ un veiðigjaldsins á sumarþinginu, og þá væru nú til peningar til að bjarga Landspítalanum, svo að eitt dæmi sé látið duga. Er ekki kominn tími til að tengja? n Illa komið Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 4.–6. október 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Bandaríkin féllu í áliti almennings um allan heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.