Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Hurðir brotnar 3 Íbúar voru í fastasvefni þegar sérsveit ríkislögreglustjóra réðst inn á heimili hælisleitenda í Auðbrekku í Kópavogi um klukkan hálf sex að morgni fimmtudagsins 26. september síðastliðinn. Sérsveit- armenn brutu upp dyr á herbergj- um heimilisins og handtóku heimilismenn, alls fimmtán manns. DV greindi frá þessu á mið- vikudag en í grein blaðsins kom fram að mennirnir hefðu ekki fengið að klæða sig áður en lögregla færði þá í varð- hald á lögreglustöðinni Hverfisgötu. Staðgreiddi húsið 2 Steinunn Guðbjartsdóttir, lögfræðingur og formaður slitastjórnar Glitnis, staðgreiddi 90 milljóna króna einbýlishús sem hún keypti af Landsbank- anum í júní í sumar. Hús- ið, sem er í Seljugerði 1 í Bústaða- hverfinu, er tæplega 300 fermetr- ar að stærð og var hluti af þeim eignum sem bankinn tók yfir frá Sparisjóðnum í Keflavík. Þetta kom fram í DV á mið- vikudag. Afsal hússins er dagsett þann 6. júní síðastliðinn. „Alltaf dauðhrædd“ 1 „Tilbúin í næstu lotu? Þetta er bara rétt að byrja.“ Svona hljóma ein skilaboð af fjöl- mörgum sem Berglind Ýr Aradóttir hefur fengið, undir nafni og nafn- laust af netinu. Berglind telur að fyrrverandi sambýlismaður henn- ar, þjóðþekktur einstaklingur sem á árum áður var talsvert í sviðs- ljósinu, sendi henni skilaboð- in. Berglind sagði sögu sína í DV á mánudag. „Ég bý ein með tvö börn og ég er alltaf dauð- hrædd,“ sagði Berglind. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni 30. 09. 2013 02. 10. 2013 02. 10. 2013 mánudagur og þriðjudagur 30. september–1. október 2013 110. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Vorum að taka upp nýja sendinguaf frábærum AEG ryksugum. afslátt í nokkra daga. Viljum gjarnan að sem flestir njóti þessað eiga afburða ryksugu og bjóðum því Komdu og njóttu þess! // LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800// VERSLANIR UM LAND ALLT RyksuguDagar OPIÐ: Laugardaga frá kl.11-15 Nýttu ónýtu matvælin Sítrónur í klósettið 14 Fann annað nafn á krossi föður síns n „Ógeðfellt“ n „Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu“ Seldi sig í kynlífsmaníu n Reyndi að fyrirfara sér n Glímdi við geðraskanir Hallgeir Ellýjarson dauðhrædd“ n Íhugar að flýja land n Nektarmyndir af henni á Facebook n Lögreglan ráðalaus n Ofsótt af fyrrverandi sambýlismanni „Ég er alltaf 6–7 Berglind Ýr Listakona liggur í tölvuleikjum „Sama þótt fólk hlægi“ 23 Hann eyðilagði bara jólin Nuk hinn danski slapp 3 4 8–9 Frönskum ketti lógað 2 Fréttir 2. október 2013 Miðvikudagur Gæslan biðst velvirðingar „Landhelgisgæslu Íslands þykir afar leitt og biðst velvirðingar á að borgarbúar hafi orðið fyrir ónæði í gærkvöldi [mánudagskvöld, innsk. blm.] þegar eldvarnakerfi varð­ skipsins Þórs fóru í gang,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar. Viðvörunarkerfi varðskipsins fór í gang á ellefta tímanum á mánu­ dagskvöld og hélt vöku fyrir íbúum miðborgarinnar og gamla Vestur­ bæjarins. Lúðraþyturinn varði í um korter og var ónæðið talsvert. En­ gin hætta var þó á ferðum og er un­ nið að því að finna orsökina og eftir fremsta megni reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Magnús Orri til Capacent Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn til Capacent ráðgjafar. Á vef Capacent kem­ ur fram að þar muni Magnús starfa í hópi ráðgjafa sem sérhæfa sig meðal annars í stefnumótun fyrirtækja. Magnús settist á þing eftir kosningarnar 2009 og var meðal annars þingflokksformaður Sam­ fylkingarinnar í fyrra. Hann féll naumlega út af þingi eftir kosn­ ingarnar í vor. 30 prósent með einungis grunnmenntun Tæplega þrjátíu prósent þjóðar­ innar í aldurshópnum 25 til 64 ára höfðu einungis lokið grunn­ menntun, styttra námi en á fram­ haldsskólastigi, í lok árs 2012 samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Í þessum hópi hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum, en árið 2003 höfðu 34,6 pró­ sent þjóðarinnar einungis lokið grunnmenntun. Alls hafa 35,8 prósent íbúa mest lokið starfs­ og framhaldsmenntun. Er þá átt við nám á framhaldsskólastigi, sem er að minnsta kosti tvö ár að lengd, eða nám á viðbótarstigi. Þá hafa 35 prósent íbúa á Ís­ landi lokið háskólanámi á þessu aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað talsvert frá árinu 2003, þegar þeir voru 27,7 pró­ sent íbúa. Í tölum Hagstofunnar kem­ ur fram að mikill munur sé á menntun íbúa höfuðborgar­ svæðisins og landsbyggðarinn­ ar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 24,4 prósent íbúa á aldrinum 25 til 64 ára eingöngu lokið grunn­ menntun en 40,9 prósent hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 37,8 prósent íbúa aðeins lokið grunn­ menntun og 24,7 prósent lokið háskólamenntun. SérSveitin lagði húSnæðið í rúStn Hælisleitendur voru í fastasvefni þegar sérsveitin gerði atlögu Í búar voru í fastasvefni þegar sér­ sveit ríkislögreglustjóra réðst inn á heimili hælisleitenda í Auðbrekku í Kópavogi um klukkan hálf sex að morgni fimmtudagsins 26. sept­ ember síðastliðinn. Sérsveitarmenn brutu upp dyr á herbergjum heimil­ isins og handtóku heimilismenn, alls fimmtán manns. Mennirnir fengu ekki að klæða sig áður en lögregla færði þá í varðhald á lögreglustöðinni Hverfisgötu, né heldur að taka með sér föt til skiptanna. Sumir þeirra voru því á nærbuxum einum fata þegar þeim var sleppt úr varðhaldi sex klukkustundum síðar. Einhverjir sáu sér ekki annað fært en að ganga um fimm kílómetra leið aftur upp í Kópa­ vog. Þetta staðfestir lögmaður tveggja manna sem handteknir voru. Öllum mönnunum fimmtán var sleppt úr haldi sama dag og þeir voru handteknir. Um var að ræða hælisleit­ endur sem höfðu fengið herbergjun­ um úthlutað af Reykjanesbæ sem er með húsnæðið á leigu. Heimildir DV herma að umræddir menn séu með­ al annars frá Gana, Sómalíu, Sýrlandi, Albaníu og Palestínu. Þeir íbúar sem DV ræddi vissu ekki ennþá hvers vegna þeir höfðu verið handteknir. Friðrik Smári Björgvinsson, yfir­ lögregluþjónn á höfuðborgarsvæð­ inu, tjáir sig ekki um málið að öðru leyti en því að aðgerðin hafi verið gerð á grundvelli dómsúrskurðar. Spurður út í hörku sérsveitarinnar og hvort nauðsynlegt hafi verið að brjóta upp velflestar dyr hússins, segir Friðrik að allar aðgerðir lögreglu séu í „sam­ ræmi við aðstæður og eðli hvers máls fyrir sig.“ Hann gefur ekkert upp um það hvort rannsókn lögreglunnar beinist að öllum mönnunum eða ein­ göngu hluta þeirra. Heimildarmaður DV sem þekkir til innan stjórnsýsl­ unnar segir ólíklegt að allir íbúar hússins séu flæktir í lögreglurann­ sókn. Um sé að ræða menn með ólík­ an bakgrunn sem hafi sumir hverj­ ir einungis búið á gistiheimilinu í nokkra daga áður en sérsveitin réðst til atlögu. Lög brotin Lögmaður tveggja manna sem hand­ teknir voru, segir að þeim hafi ekki verið gerð grein fyrir ástæðu hand­ tökunnar, eins og lög um meðferð sakamála kveða á um. Af frásögn mannanna að dæma virðist sem fleiri lög hafi verið brotin við handtökuna, þar á meðal meðalhófsregla, jafn­ ræðisregla og 93. gr. laga um meðferð sakamála, en þar segir: „Við hand­ töku skal upplýsa þann sem hand­ tekinn er um ástæður hennar.“ Lög­ maður mannanna segir enn fremur að þeim hafi ítrekað verið neitað um lögfræðiaðstoð og túlkaþjónustu. Þeir íbúar sem DV hefur rætt við segja sömu sögu. Friðrik Smári segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en að tungumálaörðugleikar geti „gert það að verkum að hinn handtekni öðlast ekki fullan skilning á réttarstöðunni.“ Fréttastofa RÚV fjallaði um mál­ ið þann 26. september en þá kom fram að Heilbrigðiseftirlit Hafnar­ fjarðar og Kópavogs hefði þegar gert athugasemdir við húsnæðið Auð­ brekku og sagt það óíbúðarhæft. Þrátt fyrir það hefur hælisleitendum verið gert að búa þar síðustu mánuði. Þrír menn voru ennþá í húsinu þegar blaðamann og ljósmyndara DV bar að garði á mánudag. Þar stóðu þeir umkringdir spýtnabraki og brotn­ um hurðum. „Við vitum ekki hvað við gerðum. Hvers vegna vorum við handteknir? Hvers vegna þessi svaka­ lega harka?“ spurði einn mannanna. Einn handleggsbrotinn Maður frá Albaníu sem kallar sig Ro­ bert er einn þeirra sem handteknir voru að morgni fimmtudags. Hann var handleggsbrotinn, með hendina í gipsi þegar sérsveitarmenn rudd­ ust inn í herbergi hans. „Ég lá í rúm­ inu mínu þegar sérsveitin braust inn í herbergið mitt,“ segir Robert sem tek­ ur fram að hann hafi beðið lögreglu­ mennina vinsamlegast um að taka ekki hart á sér vegna meiðslanna, en þrátt fyrir það hafi þeir snúið upp á hendi hans og handjárnað hann. „Hann [sérsveitarmaðurinn] hlustaði ekkert á það, snéri bara upp á handlegginn og sagði: „Okkur er sama um hendina á þér, hér stjórn­ um við“,“ segir Robert og sýnir blaða­ manni hvernig hann var tekinn lög­ reglutaki þennan örlagaríka morgun. „Þeir sögðu mér aldrei hvers vegna þeir væru að taka mig höndum.“ Hann kennir eymsla vegna þessa og bendir blaðamanni á bólgu á þum­ alfingri, þar sem hann kemur undan gipsinu. Um þrjátíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni, þar á meðal fjöldi sérsveitarmanna, en þeir nutu meðal annars liðsinnis fíkniefna­ hunda. Lögreglan hefur upplýst að lítil­ ræði af fíkniefnum hafi fundist við leit í húsinu sem og „eggvopn“. Heimildir DV herma að þar hafi verið um eld­ húshnífa að ræða en þeir eru nokkrir á heimilinu. Einn mannanna ku hafa játað á sig vörslu fíkniefnanna og telst þeim hluta rannsóknarinnar því lok­ ið. Símar mannanna og tölvur voru gerðar upptækar en sá búnaður er ennþá í vörslu lögreglunnar. Í leit að hjálp „Þeir báðu okkur ekki einu sinni um að opna dyrnar, brutu þær bara upp,“ segir maður á fimmtugsaldri að nafni Jamal sem hefur verið hér á landi í fimm mánuði. „Þeir hefðu get­ að bankað og látið okkur vita að lög­ reglan væri komin. Það hefði ekki ver­ ið neitt mál, við hefðum bara opnað dyrnar,“ segir hann og félagi hans, Bilal, tekur undir. „Við komum ekki til þess að leita vandræða, heldur til þess að leita að hjálp.“ Bilal sem er hálf kvefaður eftir að hafa gengið frá lög­ reglustöðinni á Hverfisgötu og upp í Kópavog á nærbolnum einum fata segir menn hafa fundið fyrir miklu stressi þegar þeim varð ljóst að sér­ sveitin væri að ryðjast inn í húsnæðið. „Þegar þú kemur fram við menn eins og ótínda glæpamenn án þess að fót­ ur sé fyrir því kremurðu hjarta þeirra,“ segir Bilal. „Maður veltir því fyrir sér með mannréttindi þessara einstaklinga, hvort allt sé leyfilegt undir því yfirskini að um sé að ræða erlenda borgara?“ Þannig spyr Helga Vala Helgadóttir, lögmaður tveggja hælisleitenda frá Albaníu, sem handteknir voru í að­ gerð sérsveitarinnar. Staðfest er að skjólstæðingar hennar báðu lögreglu um að fá að tala við lögfræðing strax klukkan sex um morguninn, en því ku hafa verið neitað ítrekað. „Ég hef fengið staðfestingu fyrir því, að strax klukkan sex um morguninn voru þeir að sýna nafnspjaldið mitt og óska eftir því að fá að tala við mig, en fengu ekki og því var ekkert svarað,“ segir Helga Vala. Sjálf reyndi hún að ná tali af mönnunum tveimur um leið og hún sá fréttirnar um handtökurnar í fjöl­ miðlum að morgni fimmtudags. „Eins og dýr“ „Ég hafði samband við lögregluna strax fyrir tíu þegar ég frétti af hand­ tökunni og óskaði eftir því að fá að koma og tala við mína menn og fékk ekki. Þegar ég var búin að bíða í tvo og hálfan tíma í viðbót þá hringdi ég aft­ ur og óskaði aftur eftir samtali við Karl Steinar sem annaðist málið og fékk þá „Þú getur ekki tekið fimmtán manns og hent þeim á nærbuxunum inn í fangageymslur bara vegna þess að þeir eru frá einhverju ákveðnu ríki. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Brotið og bramlað Jamal, Robert og Bilal sváfu í herbergjum sínum þegar sérsveitin braut upp dyr og handtók þá. Mynd Sigtryggur Ari Miðvikudagur og fiMMtudagur 2.–3. október 2013 111. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Stendur á haus á hverjum degi n Uppátæki í Meistaramánuði Steinunn Guðbjartsdóttir Staðgreiddi glæSihúSið n 90 milljóna einbýlishús n 300 fermetrar í Bústaðahverfi n Ævintýraleg laun slitastjórnar „Þetta er mitt einkamál 8–9 Jón Ásgeir er í vanda Eignir fjölmiðlaveldisins 365 rýrar Skytturnar þrjár Alfreð, Aron og Kolbeinn fara á kostum Stórtækur í atvinnulífinu Sonur alla ríka græðir 9 14–15 4 23 n Niðurskurði beint gegn hallarekstri Bankarnir látnir borga brúsann Fyrstu fjárlög Bjarna Ben 6–7 Kattavinur Kaupir Klám n Býður íslenskum konum allt að 50 þúsundum fyrir nektarmyndir N ýr djarfur íslenskur sam- skiptavefur býður íslenskum konum á aldrinum 20 til 40 ára allt að fimmtíu þúsund krónum fyrir nektarmynd- ir af þeim. Umsjónarmaður síðunn- ar heitir Jens Kristjánsson, Íslending- ur búsettur á grísku eyjunni Ródos. Þar kveðst hann búa með tíu köttum á heimili sínu auk þess sem dag- lega heimsæki 10–20 flækingskettir garðinn hans. „Ég sé líka um flækinga í nágrenninu og þar er ég líklega með 20–30 ketti á fóðrum.“ Kattavinurinn Jens kom einnig að rekstri sambærilegrar síðu sem hét Purple Rabbit fyrir nokkrum miss- erum. Sú síða var afar umdeild og vildu femínistar og fulltrúar Stígamóta meina að þar væri stunduð vændis- starfsemi. Jens þvertók fyrir allt slíkt á sínum tíma þegar umræðan kom upp. Áskriftarsíða Nýja síðan heitir Sexy Iceland og var hún opnuð í júní síðastliðnum. Þar er að finna tugi myndaalbúma frá, að því er virðist, mestmegnis íslenskum not- endum síðunnar. Flest þeirra eru þó læst fyrir áskrifendur. Mánaðaráskrift að síðunni kostar 19 dali, um 2.200 krónur, en notendum býðst ókeypis áskrift gegn því að þeir birti „heitar og skemmtilegar“ myndir í albúmi. Þá fá allar konur ókeypis aðgang gegn því að þær birti af sér raunverulega prófíl- mynd. Aðeins tvö skilyrði eru þó fyrir því að konur fái greitt fyrir nektarmyndir samkvæmt auglýsingunni. Annað er að konan stofni prófíl utan um mynd- ir sínar á síðunni og sé áhugasöm um að taka virkan þátt í því samfélagi sem þar er að myndast. Annað skilyrði er að staðfestingarmynd fylgi mynd- unum sem hún selur síðunni. Þeirri mynd er ætlað að sanna að konan sé konan á myndinni sem hún er að selja. Til að taka þessa staðfestingar- mynd þarf kona að hlaða niður ló- gómynd síðunnar og prenta út og taka mynd þar sem hún heldur á myndinni fyrir framan sig eða til hliðar við sig. Andlitið þarf ekki að sjást né heldur þarf konan að vera þekkjanleg á stað- festingarmyndinni. „Hins vegar er at- riði að líkami þinn sjáist, enda er það tilgangur staðfestingarmyndar að sýna og sanna að líkaminn sem sést á staðfestingarmyndinni sé sá sami og sá líkami sem sést á öðrum myndum.“ Vill djarfar myndir Jens kveðst vilja kaupa myndasett, það er 10 til 50 myndir af konum í einu og fyrir það greiðir hann 20–50 þúsund krónur. Nokkrar þeirra þurfa að vera saklausar „teaser“-myndir sem kon- an birtir í albúmi sínu og eru öllum aðgengilegar. „Svo eru hinar djarfari. Djarfari myndir eru það heitar að þær má ekki sýna opinberlega.“ Jens segist vera að leita fyrst og fremst að „smekklegum en sexý myndum“ af „alvöru íslenskum kon- um“ í svokölluðum áhugamannastíl. Ekki sé gerð krafa um eitthvað tiltek- ið líkamlegt atgervi kvennanna. Þær megi vera stórar, smáar, feitar, mjóar og „allt þar á milli, svona eins og ís- lenskar konur eru.“ Í upplýsingakafla síðunnar segir að greiðslurnar séu ekki svartar. Greiðslur fyrir myndirnar fara í gegnum íslenskan banka, af bankareikningi umsjónarmanns síðunnar og yfir á bankareikning viðkomandi. „Snyrtilegur vefur“ Sexy Iceland er sagður samskipta- vefur fyrir gagn- og samkyn- hneigða, einstaklinga, pör/hjón, áhugafólk um makaskipti, fjöl- kvæni, BDSM, og annars konar „al- ternative lifestyles“ sem og alla aðra sem leita nýrra kynna með spjall, vináttu, rómantík eða skyndikynni í huga. Af lýsingunni að dæma má því segja að Sexy Iceland sé klámút- gáfa af öðrum þekktum íslenskum stefnumótavef, Einkamál.is. „Sexy Iceland er snyrtilegur vefur.“ DV hafði samband við Jens vegna síðunnar en hann baðst undan við- tali. Hann segir Sexy Iceland vera ókláraðan vef, á svokölluðu beta-próf- unarstigi, og hluta af stærra verkefni sem verið sé að vinna í. Skuggahliðar DV veit um dæmi þess að síðunni hafi verið beitt sem hótunartæki í sam- skiptum fólks sem slitið hefur sam- vistir. Þá gangi hótanirnar út á það að fyrrverandi maki hótar að stofna prófíl á síðunni í nafni fyrrverandi kærustu eða kærasta þar sem þeir hyggist síð- an birta nektarmyndir í leyfisleysi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef fyrirkomulag Sexy Iceland um stað- festingarmyndir heldur vatni. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ekki kunn- ugt um síðuna þegar DV spurðist fyrir um málið en Friðrik Smári Björgvins- son yfirlögregluþjónn segir að hún verði skoðuð. n Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Djarfir notendur Hér má sjá skjáskot af vefsíðunni þar sem einn notandi hefur sett inn svokallaðar „teaser“-myndir. SkjÁSkot af Sexy IcelanD kattavinur á Ródos Jens Kristjánsson rekur síðuna en hann býr á Ródos í Grikklandi ásamt fjöl- mörgum köttum. Hann er reiðubúinn að greiða konum tugþúsundir fyrir nektarmyndir. MynD facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.