Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 48
48 Afþreying 4.–6. október 2013 Helgarblað n Jason Schwartzman verður kynnir viðburðarins þann 3. nóvember N ú dregur til tíðinda því fyrsta tónlistarverð- launahátíð fjölmiðla- vefsins Youtube mun eiga sér stað þann 3. nóvember næstkomandi. Þetta mun vera fyrsta tónlistarhátíðin af sínu tagi sem vefmiðillinn stendur að og segir í tilkynningu að það sé alfarið í höndum notenda Youtube-síðunnar hvaða tón- listarmenn verði tilnefndir og að lokum kjörnir sigurvegarar. Hér sé því notast við beint lýð- ræði og verður viðburðinum ekki sjónvarpað. Opnað verður fyrir kosn- ingu ætlaða notendum þann 17. október næstkomandi en þá verða hinir tilnefndu formlega tilgreindir. Úrval til- nefndra fer fram samkvæmt fjölda áhorfs, „læka“ og deil- inga á tónlistarmyndböndum á vefsíðu Youtube. Jason Schwartzman, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Rushmore og The Darjeeling Limited, verður kynnir stór- viðburðarins þann 3. nóvem- ber. Skemmtiatriði kvöldsins munu eiga sér stað víðs vegar um heiminn en verður sem fyrr segir einungis varpað fram á netinu. Þá munu fjölmargir listamenn koma fram í meðal annars Seoul, Moskvu, London og Rio í beinni útsendingu á Youtube-vefnum segir í til- kynningu sem Schwartzman sendi nýverið frá sér. Hvatamaður hátíðarinn- ar er enginn annar en Spike Jonze en hann á langan feril að baki sem eftirsóttur leikstjóri fyrir tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. Spike Jonze hefur meðal annars unnið með Björk Guðmundsdóttur í gerð mynd- banda fyrir lögin It´s oh so qui- et og Triumph of a heart. n svala@dv.is Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 4. október Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Með eða á móti Einar Hjalti Heitur Framsýnarmót Goðans Máta fór fram um síðustu helgi. Vel var mætt en um 30 keppendur tefldu við ágætar aðstæðar í félagsheim- ilinu Breiðumýri í Þingeyjarsveit. Dagana fyrir mótið hafði Skáksam- band Íslands og Skákakademían sinnt skákkennslu í grunnskólum sem og sterkustu yngri skákmenn sveitarinnar fengu mikla kennslu. Einar Hjalti Jensson Goðum Mátum og Áskell Örn Kárason formað- ur Skákfélags Akureyrar sigruðu á mótinu með yfirburðum; misstu aðeins niður hálfan vinning og það gegn hvorum öðrum. Allar aðstæð- ur keppenda í Þingeyjarsveit voru með besta móti og helgin skemmti- leg í alla staði. Vonandi fylgja fleiri helgarmót í kjölfarið. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur er nú rétt meir en hálfnað. Fimm umferðum af níu er lokið. Staða efstu manna í a-flokki kemur ekki á óvart en í þremur efstu sætunum eru þeir Jón Viktor Gunnarsson, Einar Hjalti Jensson og Stefán Kristjánsson. Einar Hjalti er efstur og hefur þegar lagt Stefán Kristjáns- son en á eftir að tefla við Jón Viktor sem tapaði sinnu fyrstu skák í mótinu fyrir norðanmanninum Gylfa Þórhallssyni. Í b-flokki eru tveir skákmenn í þónokkrum sérflokki. Þeir Ingi Tandri Traustason og Jón Trausti Harðar- son gerðu jafntefli í fyrstu umferð en hafa eftir það lagt að velli alla sína andstæðinga. Þórir Benediktsson fylgir þeim fast á eftir. C-flokkur er mjög jafn en Sigurlaug Friðþjófsdóttir fyrrum formaður TR leiðir ásamt Sigurjóni Haraldssyni. Í d-flokki er Haukur Halldórsson efstur. Góður ár- angur náðist hjá hópi Íslendinga sem tefldu á móti í Svíþjóð um síðustu helgi. Sérstaklega náðu Sigríður Björg Helgadóttir og Sóley Lind Páls- dóttir góðum árangri. Stórmeistaramót TR er nú í fullum gangi og má fylgjast með fréttum af mótinu á skak.is þar sem einnig má lesa um þátt- töku ungmennalandsliðs Íslands á EM sem fer nú fram í Svartfjallalandi. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Einar Hjalti Jensson Fram- sýnarmót Goðans Máta fór fram um síðustu helgi. 13.30 Olísdeildin í handbolta (Haukar - FH) Endursýndur leikur sem var á RÚV - Íþróttir á fimmtudagskvöldi. 15.00 Íslenski boltinn 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 17.20 Unnar og vinur (25:26) (Fan- boy & Chum Chum) 17.43 Valdi og Grímsi (4:6) (Wallace & Gromit’s World of Inventions) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Fagur fiskur (5:8) (Steinbítur) Matreiðslumaðurinn Sveinn Kjartansson eldar gómsætt sjávarfang. Framleiðandi er Saga film. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Útsvar (Fjarðabyggð - Norður- þing) Spurningakeppni sveitar- félaga. Í þessum þætti keppa lið Fjarðabyggðar og Norðurþings. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórs- dóttir og spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. 21.10 Lewis – Smánarblettur 7,7 (Lewis VI: The Indelible Stain) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. 22.45 Byrjendur (Beginners) 7,1 Ungur maður er sleginn út af laginu þegar pabbi hans tilkynnir honum að hann sé með krabbamein og auk þess kominn út úr skápnum. Leikstjóri er Mike Mills og meðal leikenda eru Ewan McGregor, Christopher Plummer og Mélanie Laurent. Bandarísk bíómynd frá 2010. 00.30 Úrvalssveitin 8,0 (Tropa de Elite) Nascimento lögregluforingi reynir að finna staðgengil fyrir sig og hafa hendur í hári dópsala og annarra glæpamanna áður en páfinn kemur í heimsókn til Ríó. Leikstjóri er José Padilha og meðal leikenda eru Wagner Moura, André Ramiro og Caio Junqueira. Brasilísk bíómynd frá 2007. Myndin hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2008. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm in the Middle (16:16) 08:30 Ellen (58:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (63:175) 10:15 Fairly Legal (6:13) 11:00 Drop Dead Diva (12:13) 11:50 The Mentalist (20:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Extreme Makeover: Home Edition (22:25) 13:40 Our Family Wedding 15:20 Scooby-Doo! Leynifélagið 15:45 Waybuloo 16:05 Skógardýrið Húgó 16:25 Ellen (59:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (8:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Popp og kók 19:45 Logi í beinni 20:35 Hello Ladies (1:8) 21:05 Wallander (Faceless killers) Spennandi sakamálamynd þar sem Kenneth Branagh fer með hlutverk rannsóknarlögreglu- mannsins Kurt Wallander sem er landsmönnum vel kunnur úr glæpasögum Henning Mankell. 22:35 Lockout 6,1 Spennumynd frá 2012 með Guy Pearce og Maggie Grace í aðalhlutverkum. Myndin gerist í náinni framtíð í fangelsi sem svífur á braut um jörðu. Fangarnir gera uppreisn og ná fangelsinu á sitt vald á sama tíma og dóttir Bandaríkja- forseta er þar í heimsókn að kanna aðstæður. Fyrrverandi leyniþjónustumanni sem var ranglega sakaður um föður- landssvik er boðið sakaruppgjöf ef hann bjargar stúlkunni. 00:10 Streets of Blood 4,4 Hörku- spennandi mynd um lögreglu- mann sem missti félaga sinn í fellibylnum Katrínu en kemst svo að því að mögulega hafi hann verið myrtur. Hann rannsakar málið ásamt nýja félaga sínum. Með aðalhlutverk fara Val Kil- mer, 50 Cent og Sharon Stone. 01:50 Death Defying Acts 5,8 Hörkuspennandi og dramatísk mynd sem gerist árið 1926 og segir frá frægasta töframanna allra tíma, Harry Houdini, og ástarsambandi hans við skoska miðilinn, Mary. Með aðalhlutverk fara Guy Pearce og Catherine Zeta-Jones í aðalhlutverkum. 03:25 Rogue Spennumynd með Mich- ael Vartan og Sam Worthington í aðalhlutverkum. 04:55 Smother 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr.Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:55 Secret Street Crew (4:6) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dans- rútínur með ólíklegasta fólki. 17:45 Dr.Phil 18:25 Happy Endings 7,4 (6:22) Bandarískir gamanþættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf að koma sér í kland- ur. Sængurverasali fagnar 20 ára starfsafmæli en það vill svo til að dóttir hans ætlar að reyna að segja góðan brandara í tilefni af því sem springur framan í hana. 18:50 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Bestu vinkonurnar Alia og Chelsea fá hjálp úr óvæntri átt í spennandi keppni. 19:35 America’s Funniest Home Videos (43:44) 20:00 The Biggest Loser (15:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 21:30 The Voice 6,4 (2:13) Spennandi söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans. Heimsþekktar poppstjörnur skipa sem fyrr dómnefndina en Christina Aguilera og Cee Lo Green snúa nú aftur eftir hlé. 00:00 Flashpoint 6,9 (16:18) Spennandi þáttaröð um sér- sveit lögreglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 00:45 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 01:10 Bachelor Pad (3:7) Sjóðheitir þættir þar sem keppendur úr Bachelor og Bachelorette eigast við í þrautum sem stundum þarf sterk bein til að taka þátt í. 03:10 Pepsi MAX tónlist 07:00 Evrópudeildin 14:45 Evrópudeildin 18:15 Evrópudeildin 20:00 Meistaradeild Evrópu 20:30 La Liga Report 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:55 Spænsku mörkin 2013/14 22:30 Euro Fight Night 00:15 Evrópudeildin 01:55 Formúla 1 2013 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (2:24) 18:45 Seinfeld (12:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (15:24) 20:00 Það var lagið 21:10 A Touch of Frost (4:4) 22:55 Twenty Four (4:24) 23:40 It’s Always Sunny In Philadelphia (8:10) 00:05 Það var lagið 01:10 A Touch of Frost (4:4) 02:55 Twenty Four (4:24) 03:40 It’s Always Sunny In Philadelphia (8:10) 06:00 Eurosport 07:00 Alfred Dunhill Links Champ- ionship (4:4) 10:00 Presidents Cup 2013 (1:4) 15:40 Champions Tour - Highlights 16:35 Inside the PGA Tour (40:47) 17:00 Presidents Cup 2013 (2:4) 22:00 Presidents Cup 2013 (2:4) 03:00 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Úrsus og félagar Íþróttir og líkamsrækt 2:8 21:30 Eldað með Holta ÍNN 11:50 Mr. Popper’s Penguins 13:25 La Delicatesse 15:10 It’s Kind of a Funny Story 16:50 Mr. Popper’s Penguins 18:25 La Delicatesse 20:15 It’s Kind of a Funny Story 22:00 Ted 23:45 Seeking Justice 01:30 Mercury Rising 03:20 Ted Stöð 2 Bíó 16:40 Fulham - Cardiff 18:20 Man. Utd. - WBA 20:00 Match Pack 20:30 Premier League World 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:30 Ensku mörkin - neðri deild 22:00 Aston Villa - Man. City 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 00:10 Messan 01:20 Tottenham - Chelsea Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Gull 16:50 Jamie’s American Road Trip (3:6) 17:40 Raising Hope (3:22) 18:05 Don’t Trust the B*** in Apt 23 (3:7) 18:30 Funny or Die (4:12) 19:00 The Great Escape (4:10) 19:40 Smash (4:17) 20:25 Super Fun Night (1:13) 20:50 The X-Factor US (8:26) 21:35 Hunted (3:10) 22:35 Strike back (4:10) 23:20 Cougar Town (3:15) 23:45 The Great Escape (4:10) 00:25 Smash (4:17) 01:10 Super Fun Night (1:13) 01:35 The X-Factor US (8:26) 02:20 Strike back (4:10) 03:10 Hunted (3:10) Stöð 3 Jason Schwartzman verður kynnir stórviðburðarins á Youtube þann 3. nóvember. Ný tónlistarverðlaunahátíð L ewis lögreglu- fulltrúi glímir enn og aftur við dularfull sakamál í myndinni Smánar- blettur sem sýnd verð- ur á RÚV á föstudags- kvöld klukkan 21.10. Bandarískur fræði- maður er sakaður um rasisma þegar hann flytur fyrirlestur í Ox- ford um nýja aðferð til að meta hvort fólk hafi það í sér að geta orðið hættulegir glæpamenn. Skömmu síðar er framið morð og þeir Lewis og Hathaway fara á stúfana og þótt málið sé bæði margþætt og dularfullt ráða þeir auðvitað gátuna og klófesta morðingjann. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Margþætt og dularfullt mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.