Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 23
Guð blessi Ísland: 5 árum sÍðar Fréttir 23Helgarblað 4.–6. október 2013 G uðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans, Eliza Reid, misstu vinnuna óbeint út af versnandi efnahagsástandi. Þeim fannst þau þó ekki hafa yfir neinu að kvarta í samanburði við aðra sem misstu meira. Guðni þakk- ar það eiginkonu sinni sem er frá Kanada að þau höfðu gætt vel að fjár- festingum sínum. Það mætti síðan segja í gamni að Guðni sé einn fárra sem græddi á hruninu. Árið 2009 kom út bók hans Hrunið - Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar. Bókin var fyrsta heildarúttektin á efnahags- hruninu 2008 og helstu eftirmálum þess. Græddi á hruninu „Bæði ég og konan mín misstum vinnuna óbeint út af versnandi efna- hagsástandi. En í samanburði við aðra sem misstu meira þá höfðum við ekki yfir neinu að kvarta. Bók mín Hrunið rokseldist þannig að það má kannski segja að ég hafi verið einn fárra sem græddi á hruninu. Konan mín er frá Kanada og Kanadamenn eru miklu ábyrgari í fjármálum en Ís- lendingar almennt. Freistingar sem var hægt að falla fyrir, útlendingurinn á heimilinu kom í veg fyrir það,“ segir Guðni og hlær. „Útlendingar eru ekki alvondir, þótt það megi rekja margt til alþjóðlegrar fjármálakreppu og þess að við vorum ekki ein í heiminum. Vilji menn virkilega skoða alla þætti sem ollu hruninu þá þurfa menn að hafa fókusinn innanlands.“ Sögulegur tími Um leið og Geir H. Haarde sagði Guð blessi Ísland þá sá maður, skildi og fann að runnir voru upp söguleg- ir dagar. Árið 2008 er eins örlagaríkt og áhrifamikið í Íslandssögunni og árið 1940 þegar herinn kom eða 1904 þegar Íslandsbanki var stofnaður og heimastjórn fékkst eða jafnvel 1262 ef menn vilja eða 874, eða hvaða ártal menn vilja hengja á fyrsta landnáms- manninn. Sem áhugamaður um sam- tímasögu þá sá ég fljótt að það væri vel þess virði að taka saman í bók frá- sögn af því sem gerðist degi frá dags, þessa örlagaríku daga.“ Fimm ára sorgarferli Beðinn um að líta um öxl, segist hann sjá að íslenskt samfélag hafi verið í sorgarferli síðustu ár. „Þegar stór áföll verða, hvort sem það eru náttúru- hamfarir eða af mannavöldum, þá bregst fólk við á ákveðinn máta. Að mörgu leyti má líkja þessu við við- brögð einstaklinga við áföllum og þeirri sorg sem þeir lenda í. Fyrst eru björgunaraðgerðir á staðnum, þá er því bjargað sem bjarg- að verður. Svo kemur áfall, doði og jafnvel afneitun. Síðan brýst út reiði, og það sýndi sig heldur betur í bús- áhaldabyltingunni. Við vorum snögg að fara á reiðistigið. Síðan getur komið þunglyndi og uppgjöf en líka staðfastur ásetning- ur í þá veru að komast að því hvers vegna fór sem fór, hvað gerðist og hver bar ábyrgð. Við sáum það með skipan rannsóknarnefndar Alþingis og landsdómur var líka til merk- is um það þó að hann hafi verið eins óheppilegur og rannsóknarnefndin var heppileg að mínu mati. Að síðustu er sáttin. Að fimm árum liðnum getum við spurt okkur hvort við höfum jafnað okkur á þessu mikla áfalli. Hvort að almenningi finn- ist komið í ljós hvað gerðist og hvers vegna og hvort fólk er reiðubúið að horfa fram á veginn.“ Margir vilja kveða upp dóm sögunnar Guðni segist ekki halda að fólk sé reiðubúið til þess að horfa fram veg- inn. „Ég held nú ekki, en það er þess virði að pæla í því. Það eru ennþá að velkjast um í kerfinu mál sérstaks saksóknara. Það er enn það skamm- ur tími liðinn. Okkur vantar enn ákveðna fjarlægð til þess að geta veg- ið þetta og metið. Auðvitað þýðir það ekki að við eigum ekki að rannsaka hrunið en við eigum að hafa það í huga að mat manna breytist eftir því sem tíminn líður. Það eru margir sem vilja kveða upp dóm sögunnar. Það er í gangi hatrömm barátta um söguna. Þeir sem stóðu í eldlínunni vilja koma sínu sjónarmiði á framfæri. Auðvit- að er það alveg sjálfsagt. En maður skyldi ætla að þeir sem voru í þess- um hasar sjái hann frá ákveðnum sjónarhóli og skorti kannski ákveðna víðsýni. Það þýðir hins vegar ekki að aðrir séu handhafar sannleikans eða hlutlægnin holdi klædd. Því fer fjarri. Það skiptir hins vegar alltaf máli hvar þú varst í átökunum. Það hefur áhrif á sýn þína.“ Dramb og sinnuleysi Guðni segir hrunið fylla sig svart- sýni. „Ég lenti í hruninu að því leyti að ég skrifaði bók um hrunið nánast um leið og það dundi yfir. Hrunið fyllir mig svartsýni á tvo vegu. Annars vegar finnst mér þetta sýna svo vel hvað mönnum geta verið mislagðar hendur og hvernig dramb, oflæti og sinnuleysi ráðandi afla getur leikið saklausan al- menning grátt. Svo fyllir þetta mig líka svartsýni að því leyti að mér finnst eigin lega mjög erfitt eða ómögulegt að komast að hinu eina sanna og rétta um orsakir hrunsins á Íslandi. Þetta er svo flókið samspil margra þátta. Þeir sem segjast hafa hina einu sönnu skýringu, þeir eru líkari trúboð- um en þeim sem vilja virkilega hafa augun opin og vera opnir fyrir öll- um mögulegum skýringum. Þeir hafa fundið ljósið. Ég horfi á þessa sögu og fyllist bæði vonleysi yfir mannskepnunni og von- leysi gagnvart því að geta sagt satt og rétt frá því sem gerðist.“ n kristjana@dv.is Hatrömm barátta um dóm sögunnar Missti vinnuna Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur missti vinnuna en fann fjölda atvinnutækifæra í kreppunni enda sögulegir tímar. MynD SiGtryGGur Ari „Ég var líklega sá eini sem græddi á hruninu. skiluðu sér í minni bjór næstu helgi fyrir fólk á borð við hinn dæmig- erða tölvunarfræðinema tíunda ára- tugarins sem lifði eftir spekinni „Líf- ið er bjór, pítsa og Doom [vinsæll morðleikur þess tíma]“.“ Meðfædd seigla Íslendinga „Við létum endana yfirleitt ná saman með einhverjum ráðum, möguleiki á frystingu lána veturinn 2008–2009 var ágætt bráðabirgða- úrræði sem við reyndar teygðum aðeins lengra með því að frysta bara sjálf þau lán sem ekki stóð til að veita frystingu á. Á þessum tíma urðu Íslendingar vitni að mótmæl- um sem gengu næst NATO-mót- mælunum 60 árum áður, þingkosn- ingum sem gátu af sér fyrstu hreinu vinstristjórn landsins, Icesave-deil- um, sviptingum, reiði og skilnings- leysi. Á sama tíma kom ævaforn og meðfædd seigla Íslendinga fram, fólk sveittist blóðinu við að standa undir greiðslukjörum sem eru lög- leysa í flestum ríkjum Evrópu og neitaði sér um gæði sem það gekk að sem sjálfsögðum aðeins einu ári áður. Hvað var nú orðið um þá sem hlógu hæst að greiningu Danske Bank á íslenska bankakerfinu fáum árum áður en græddu á daginn og grilluðu á kvöldin milli hlátraskall- anna?“ Háskólamenntaður og keyrði út pítsur Atli segir nánast allt í aðstæðum hans og fjölskyldunnar hafa breyst í hruninu. „Stærsta breytingin fólst í því að þurfa að hverfa af vinnumarkaði vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Ég hef aldrei sætt mig við að vera at- vinnulaus og mun ekki gera fyrr en sól eftirlaunaáranna rís yfir mig lifi ég það. Í „litlu kreppunni“ árið 2002 greip ég símann þegar blöðin komu út og hringdi bara í alla sem voru að auglýsa eftir fólki, reyndar að frá- töldu Kvenfélagi Akraness sem aug- lýsti stöðu formanns lausa til um- sóknar. Þegar upp var staðið hafði ég starfað hjá 11 vinnuveitendum árið 2002, keyrt út pítsur, málað, kynnt hangikjöt og maltöl í versl- unum, þýtt teiknimyndir til talsetn- ingar fyrir sjónvarp og selt fasteignir svo eitthvað sé nefnt. Þá spurði fólk hvers vegna ég, háskólamenntað- ur maðurinn, væri að keyra út pít- sur. Einfalda svarið var auðvitað vegna þess að fólk pantar þær en ekki hafði ég mikinn áhuga á að mæla göturnar á bótum bara af því að stirt var á vinnumarkaði. Þarna mega Íslendingar dálítið skoða hjá sér hugsunarháttinn. Á þjóð sem í mörg hundruð ár gekk æðrulaus að hverju verki með glampa í augum og eld í æðum núna að hugsa sem svo að einhver sem hefur komið sér í gegnum þetta og þetta próf geti þar með ekki unnið við neitt annað? Sé menntun farin að binda fólk á klafa höfum við klárlega ekki gengið til góðs, götuna fram eftir veg.“ Sendi 200 atvinnuumsóknir Þau tóku til sinna ráða og beindu sjónum sínum yfir hafið. „Við ákváð- um sumarið 2009 að gera ráðstaf- anir til að sjá okkur farborða á stöð- ugri vinnumarkaði en Ísland bauð upp á en þá voru þegar ýmis teikn á lofti um það sem síðar varð ljóst, að gamla Hafta-Ísland var komið aftur með látum og sýnir enn ekk- ert fararsnið. Við beindum sjónum okkar að Noregi og Hollandi, þeim tveimur aðildarríkjum OECD sem státuðu af minnstu atvinnuleysi. Í nóvember var orðið ljóst að Noreg- ur yrði ofan á. Þegar atvinnuleysi tók við um áramótin 2009–2010 passaði sú tímasetning reyndar ágætlega þar sem yfrið nóg var að gera. Nú sóttum við norskunám- skeið hjá Mími auk þess að sækja um öll störf í Noregi sem einhver glóra var í að starfa við. Ég sat yfir MA-ritgerðinni á daginn en kvöldin voru helguð búferlaflutningunum sem fljótlega voru fastsettir 11. maí án möguleika á sérstakri heimsókn vegna atvinnuviðtala. Þetta kost- aði tæpar 200 atvinnuumsóknir og í lok mars beit á agnið. Háskóla- sjúkrahúsið í Stavanger bauð okk- ur sumar störf við ræstingar. Þá var hægt að hjóla í að finna leiguíbúð sem skilaði sér í lok apríl.“ nóg að gera í olíuiðnaði Hjónin hafa kappnóg að gera nú þremur og hálfu ári eftir annasamt vorið 2010. „Við störfum bæði í olíu- iðnaðinum og höfum gert í tvö ár, ég hjá bandaríska fyrirtækinu ConocoPhillips, sem hér hefur sinnt olíu- og gasvinnslu síðan 1966, en Rósa hjá flutningafyrir- tækinu Logi Trans sem annast þungaflutninga fyrir olíufyrirtæki og er í lykilhlutverki við uppsetn- ingu ONS-olíumessunnar sem nú er haldin árlega í Stavanger og dró að sér 60.000 gesti árið 2012. Ætla má að í olíuiðnaðinum verði kappnóg að gera næstu 100 árin eða lengur miðað við olíufundi síðustu ára og breiddin í geiranum býður upp á nánast ótakmarkaða vaxtar- möguleika. Um þessar mund- ir starfa 250.000 manns með bein- um eða óbeinum hætti við vinnslu jarðefnaeldsneytis í landinu en um- fangið gæti aukist verulega komi síðar til olíuleitar og -vinnslu á Lof- oten-svæðinu sem þó verður ekki á þessu kjörtímabili.“ Leiðinlegur kveðskapur og hroki ráðamanna Atli segir sum úrræðin hafa verið ágæt og komið sér vel en finnst af- leitt að orðin sé til heil stétt skuldara á Íslandi. „Sum úrræðin voru ágæt, svo sem frysting lána, úttekt á sér- eignasparnaði og stofnun um- boðsmanns skuldara þótt það sé vissulega afleitt að hér séð orðin til hálfgerð lögstétt í landinu sem kall- ast skuldarar og gæti því miður átt sér langa ævi fyrir höndum. Áber- andi mistök í öllu þessu sorgarferli voru sá gríðarlegi tími sem sóað var í ekki neitt þegar hver þingmaður- inn og ráðherrann á fætur öðrum steig í pontu heilu frostaveturna með óvönduðu málfari, leiðin- legum kveðskap og hæpnum full- yrðingum í stað þess að reyna að rétta kúrsinn, fáránlegur og óviðun- andi hroki Geirs H. Haarde og sumra annarra ráðamanna í garð íslensku þjóðarinnar og íslenskra fjölmiðla þar sem köguryrðin fuku á örstuttum blaðamannafundum áður en erlendum fjölmiðlamönn- um var heilsað með virktum og fíflið og dóninn Helgi Seljan beðinn að vera úti. Ráðherrann reyndist svo ekki mæltari en svo á engilsax- neska tungu að varla skildist annað en jess, monní, ollræt og af þeirri þrennu var örugglega ekkert til staðar haustið 2008.“ Einfaldur lærdómur Lærdómurinn er einfaldur að mati Atla. „Sá lærdómur sem Íslendingar draga vonandi af því sem gerð- ist á landinu haustið 2008 á ekki heima í þykkum rannsóknarskýrsl- um, dómum Hæstaréttar eða láns- hæfismati Standard & Poor‘s þótt vissulega sé hald í slíkum gögn- um. Okkur nægir að muna að virð- ist eitthvað of gott til að vera satt þá er það líklega málið. Guð blessi Ís- land, eins og einhver sagði.“ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.