Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 20
20 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað H ildur kemur gangandi til fundar við blaðamann í miðborginni. Hún er nýr borgarfulltrúi Reykvíkinga. Hann var einkar líflegur, fyrsti vinnudagurinn hennar. Reykvíkingar voru mættir á pall- ana til að mótmæla kynbundn- um launamun í borginni. Á sama tíma var Gísli Marteinn Baldursson kvaddur og borgarfulltrúar rifust yfir öllu mögulegu. Fundarsköpum, meintri sundrung innan flokkanna og hvað eina. Hildur vakti sjálf athygli. Skrifuð var frétt á fréttavef Vísis um hárgreiðslu hennar sem var í anda Lilju prinsessu úr kvik- myndinni Stjörnustríði. Í djúpu laugina „Já, þetta var hressandi og krefj- andi fundur, það var aldeilis djúpa laugin að hafa fólk á pöllunum þegar ég flutti fyrstu ræðuna mína,“ segir Hildur og segist reyndar hafa fundið styrk í því þegar hún fór í ræðupúlt. „Enda verið að mótmæla mikilvægum hlut á málefnalegan hátt.“ En hvað með hársnúðana sem urðu fréttnæmir? „Hárgreiðslan var kannski pent pönk og því skiljan- legt að það sé fjallað um það sem slíkt,“ segir Hildur kankvís. „Svo er það önnur saga hvort það sé ekki eðlilegra að fjalla um það sem er sagt og gert í stað þess að einblína á útlitið – skiptir það einhverju máli?“ Dulin skilaboð hársnúða Hildur tók umfjölluninni hins vegar ekki sem kynbundinni, að hér væri á ferð dæmigerð hlutgerv- ing konu þar sem einblínt er á út- litið. „Ég held að það hafi bara ver- ið að reyna að lesa í hvaða skilaboð fælust í hárgreiðslunni.“ Frjálslyndi er nauðsynlegt Mikið hefur verið fjallað um andann innan Sjálfstæðisflokksins eftir brotthvarf Gísla Marteins. Sjálfur lýsti hann því yfir að hann yrði feginn því að hverfa á brott úr harðlífi stjórnmálanna og verða laus við illdeilur við kunningja og vini. Hildur segir mikinn missi að Gísla Marteini. Hann sé heiðarleg- ur og góður stjórnmálamaður og nauðsynlegt að halda inni víðsýn- um og frjálslyndum viðhorfum. „Ég held að þetta séu áhugaverðir tímar fyrir borgina og hvert hún ætlar að stefna til framtíðar. Frjálslyndið er nauðsynlegt til að hlúa að fjölbreytileika og búa til valkosti fyrir alla borgarbúa. Í skipulagsmálum núna sé verið að skoða aðrar útfærslur en hafa orðið ofan á síðustu áratugi. Í því er ekki aðför að einu né neinu. Það er ekki verið að tala yrir því að hinum valkostunum fækki. Það er aðeins verið að fjölga þeim fyrir aðra.“ Vantar fleiri valkosti Hildur segir bráðnauðsynlegt að huga að stöðu húsnæðismála í Reykjavík. Það þurfi að vanda vel til þeirra skrefa sem verða tekin í ná- inni framtíð. „Staða húsnæðismála í Reykjavík er grafalvarleg. Sérstak- lega er ungt fólk í alvarlegri stöðu. Það þarf að horfa til næstu 20 ára, ekki bara út næsta kjörtímabil. Ég trúi því að með því að þétta byggð sé hægt að gera almenningssam- göngur að alvöru valkosti. Það í stóru samhengi hlutanna er mikilvægt og varðar lýðheilsu og fjárhag. Það þarf að líta á þetta heildstætt. Mér finnst að hið op- inbera eigi að stuðla að því að fólk geti hagað þessu sem mest sjálft eftir því hvernig það vill lifa lífinu. Hið opinbera ætti að láta af for- ræðishyggju, því hvað segir að það sé nauðsynlegt að ríkið ákveði fyrir fólk hvort það vilji búa í íbúð- um með geymslu eða þvottahúsi. Það þarf því að endurskoða gaml- ar kröfur um staðlaðar byggingar- reglugerðir til að bregðast við þeirri stöðu að það vantar ódýrari val- kosti fyrir ungt fólk.“ Keyra-í-gegn-hverfi Hildur nefnir að í nýju aðal- skipulagi sé ákveðin framtíðarsýn sem skipti máli hvað þessa val- kosti varðar. „Borgin verður ekki sett í formalín eins og hún er núna. Það er bara tvennt í boði, það er að þétta byggð eða byggja í austur. Fólki í Reykjavík mun fjölga og það verður að búa einhvers stað- ar. Við verðum að pína okkur í að hugsa þetta á þann hátt. Ætlum við að búa þéttar eða þenja út borgina lengra í austur? Ef niðurstaðan verður sú að byggja í austur, þá er það gott og blessað – en dýrt og hefur af- leiðingar í heildrænu skipulagi borgarinnar hvað varðar samgöng- ur og lífsgæði. Við þurfum líka að passa upp á frábæru úthverfin okk- ar. En þau eru frábær af því þau eru einmitt úthverfi. Ef við byggjum í austur þá verða þau það ekki mik- ið lengur, þau verða þá bara keyra- í-gegn-hverfi með tilheyrandi um- ferð og mengun. Reykvíkingar vilja minni umferð og öruggari hverfi. Ég held að það sé mikilvægt að hugsa um að borgin mun þróast en við þurfum að vanda okkur við að skipuleggja hana og hugsa hvert skref með framtíðina í huga.“ Að búa til borg Skipulagsmálin höfða til Hildar sem hefur gaman af því að hugsa abstrakt um stjórnmál. „Það er stór- kostlega skemmtilegt verkefni að fá að búa til borg. Skipulagsmálin eru grunnurinn að því hvernig við leynt eða ljóst sendum skilaboð til borgarbúa. Þau eru lýðheilsumál, velferðarmál og skólamál. Þau eru lífæðin. Ég hef líka svolítið gaman af abstrakt pælingum um hvað er að vera stjórnvald. Hvert samband stjórnvalds er við borgarana. En fyrst og fremst er ég mikill talsmað- ur að þessi borg sé fyrir alla. Fólk hafi rými til að ráða sér sjálft.“ Ætti Ráðhúsið að vera skrifstofa? Hildur er hugsi yfir áherslum Besta flokksins í borginni. Hún segist skilja umhverfið sem flokkurinn sé sprottinn upp úr þar sem stjórn- mál voru ekki hátt skrifuð en telur varhugavert að þá sé hægt að taka ábyrgðina úr stjórnmálum. „Besti flokkurinn er mjög áhugavert fyrirbæri. Það er áhuga- vert út af fyrir sig að meirihlutinn í borginni sé með þá stefnu að vera ekki með stefnu. Mér finnst að pólitíkin eigi enda fyrst og fremst að snúast um það að taka ábyrgð á verkum sínum. Mér finnst að það eigi ekki að viðgangast að stjórn- málamenn geri það ekki. Besti flokkurinn sagðist vilja hlusta á embættismennina í borginni. Þeir hafa margir verð- mæta þekkingu sem nauðsynlegt er að leita ti. En erum við að segja að sú þekking trompi stefnuna? Af hverju breytum við þá ekki bara Ráðhúsi Reykjavíkur í eina stóra skrifstofu og sleppum stjórnmál- um? Ég er gagnrýnin á þessa þróun og finnst hún varhugaverð. Átök eru mjög mikilvæg. Í stjórnmál- um er það er þitt hlutverk að segja það sem þér finnst. Það er þitt hlutverk að segja frá því þegar þú ert ósammála og hvers vegna. Þú mátt alveg gera það fallega,“ segir hún og brosir. „En þú ert ráðinn í vinnu af borgarbúum. Það þarf að tala mjög hátt og skýrt. Ef að það kallar fram átök þá verður það að vera svo.“ Of langt gengið Hildur segir þó margt hafa þróast á betri veg og finnst aukið samtal við borgarbúa gott og nauðsynlegt. En það megi aldrei velta ábyrgð- inni yfir á borgarbúa sjálfa og ekki gleyma þeim sem geta ekki tekið þátt í beinu lýðræði. „Beint lýðræði er alltaf meirihlutalýðræði. Það er nauðsynlegt að taka samtal við borgarbúa, það má hins vegar ekki verða þannig að fáir borg- arbúa tali hæst og taki völdin af þeim sem hafa ekki sömu tækifæri til þátttöku. Ég nefni sem hugsan- leg dæmi, innflytjendur, aldraða og þá sem eiga ekki heimangengt. Stjórnmálamenn eru hugsjóna- menn, þeir eru valdir af borgar- búum til að sinna þörfum þeirra allra. Ekki bara þeirra háværustu.“ Eiga borgarbúar að liggja yfir skjölum? Hún veltir fyrir sér þróuninni. „Ég veit að fólk er ólíkt. Sumir vilja taka þátt. Sumir nenna því alls ekki eða hafa ekki tíma. Hvað erum við að segja? Erum við að segja að það bætist við foreldrahlutverkið að liggja yfir öllum skýrslum og bók- haldi af því þú getur ekki treyst því að kjörnir fulltrúar geri það fyrir þig? Eiga þeir að taka ábyrgð á henni? Ég held að það skapi óþarfa álag á marga ef þeir geti ekki treyst því að réttindi þeirra verði ekki á ein- hvern hátt hlunnfarin því þeir höfðu ekki tíma til að mæta á íbúa- fund. Á meðan við erum með full- trúalýðræði verðum við að bera virðingu fyrir því að það séu fyrst og fremst kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgðina þrátt fyrir að sam- ráð sé oft nauðsynlegt. Mér finnst gott að peningum sé ráðstafað í pott til borgarbúa sem þeir geta ráðstafað í sínu hverfi. Þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Þeir koma ekki úr ráðhúsinu, þeir koma frá okkur. Borgarvitund er að taka þátt. En við þurfum að fara varlega í að þetta verði verklagið.“ Ánægð með að berjast Hildur fær oft að heyra með undr- unartón spurninguna: Af hverju ertu í Sjálfstæðisflokknum? Hún á ekki í vandræðum með svarið. „Því ég trúi á grunngildi Sjálfstæðisflokksins og að virðing sé borin fyrir einstaklingnum. Það er áhugavert að vera í Sjálfstæðis- flokknum því þar er vissulega tek- ist á um mismunandi útfærslur og blæbrigði sjálfstæðisstefnunnar en það er pláss fyrir ólíkar skoðanir. Þess vegna eru prófkjör svo mikil- væg. Þau eru lýðræðisleg leið til þess að takast á um hvað þú trúir á. Ég er ánægð að þurfa að berjast. Það gerir mig að stjórnmálamanni og ég er til í slaginn.“ n Hildur Sverrisdóttir kemur af krafti inn í borg- armálin. Hún er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Hildi um hugsjónirnar og andrúmsloftið í stjórnmálunum sem er sagt einkennast af sundrung og átökum. Hildur segir ekkert eðlilegra en að takast á um það sem máli skiptir og vill að kjörnir fulltrúar borgarinnar taki meiri ábyrgð á verkum sínum. Til í slaginn Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Hár- greiðslan var pent pönk Í djúpu laugina Fyrsti borgarráðsfundur Hildar var líflegur. Á pöllunum mótmælti fólk og á fundinum var tekist á um fundarsköp og meinta sundrung innan flokka. MynD SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.