Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 34
34 Fólk 4.–6. október 2013 Helgarblað ferðisbresti í þjóðfélaginu. Það er erfitt að fórna sínum forréttindum og maður verður að horfast í augu við það að maður hefur forréttindi sem karlmaður. Manni fallast hendur þegar maður sér sum um­ mæli hjá fólki á kommentakerfum og öðru. Maður dæsir bara. Það er ennþá eitthvað í land, vonandi ekki langt, en við erum á leiðinni þangað.“ Glímir við lúxusvandamál Jóhannes útskrifaðist úr leiklistar­ deild Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur átt góðu gengi að fagna síðan, í leikhúsi, sjónvarpi og í kvikmyndum. „Ég hef í rauninni bara glímt við lúxusvandamál í þessum bransa og fyrir það er ég mjög þakklát­ ur. Það eru margir sem fá ekki tækifæri í leikhúsunum en ég hef verið í þeirri stöðu frá útskrift, eins og reyndar margir, að vera boð­ in hlutverk og geta jafnvel valið á milli þannig að mig hefur aldrei skort verkefni. Ég hef frekar verið í því að reyna að hafa stjórn á þeim og láta þau ekki rekast á því það er oft erfitt að samræma kvikmynda­ tökur og sjónvarpsþætti við leik­ húsdagskrá. Svo þarf maður alltaf að passa að maður eigi líka tíma fyrir börnin og fjölskylduna. Ég fékk góða ráðleggingu frá Erni Árnasyni þegar ég var að eignast barn. Hann sá að þarna var ungur leikari sem var allt í öllu og hann kom og sagði við mig: „Passaðu þig að missa ekki af fyrstu árum barna þinna“. Ég sá að það var eitthvað á bak við þessi orð hjá honum og hef síðan reynt að passa þetta eins og ég get.“ Pabbi er Skipper í Madagaskar Jóhannes er mikill fjölskyldu­ maður og nýtir hvern lausan tíma í samverustundir með fjöl­ skyldunni. „Nú er ég búinn að ráðstafa laugardagsmorgnum í það að stjórna útvarpsþætti á Bylgjunni, svo þar er farinn tími frá fjöl­ skyldunni, en ég passa þá betur upp á aðra tíma. Ég missi af barna­ tímanum en kem heim í hádeg­ inu og fer með fjölskyldunni í Hús­ dýragarðinn eða eitthvað álíka skemmtilegt. Ég verð samt eigin­ lega á staðnum því ég er að talsetja barnaefnið sem krakkarnir horfa á, á meðan ég er í útvarpinu. Krakk­ arnir kalla Skipper í Mörgæsunum frá Madagaskar alltaf pabba, enda hljómar hann nákvæmlega eins.“ Hinir nýju útvarpsþættir kall­ ast Bakaríið og er það Rúnar Freyr Gíslason sem stýrir þáttunum ásamt Jóhannesi. „Það er mjög spennandi að takast á við þetta. Maður hefur frá unga aldri ímyndað sér alls konar útvarpsþætti sem maður gæti stjórnað og nú er það orðið að veruleika. Þetta er í raun lang­ þráður draumur sem er að rætast; ég á meira að segja kasettuupptök­ ur af mér frá því að ég var fimm ára að stjórna útvarpsþætti. Á þess­ um upptökum reyni ég reyndar að stýra öllu sem viðmælendur mín­ ir segja en ég ætla að reyna að láta það vera núna.“ Vinna konunnar gengur fyrir Jóhannes er kvæntur Rósu Björk Sveinsdóttur hagfræðingi. „Við kynntumst bara eins og flestir Íslendingar; á öldurhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Það var fyrir tíu árum, rétt fyrir jólin 2003.“ Saman eiga hjónin tvö börn; fimm ára dóttur og tveggja ára son. „Ég á tvö og ég er að sligast,“ segir Jóhannes, spurður um barna­ uppeldið. „Ég skil ekki hvernig það væri hægt að eiga fleiri, mér finnst þetta alveg nóg. Þetta er fyrirhöfn en líka alveg æðislegt. Allur fókusinn er á þeim og allt sem maður gerir er þeirra vegna. Svo á ég konu sem er hagfræðingur í Seðlabankanum, sem er líka rosalega hollt fyrir mig, af því að hennar vinna gengur fyrir minni. Stundum koma upp árekstr­ ar, til dæmis að geta ekki sótt í leik­ skólann eða farið með einhvern í fimleika eða eitthvað, og þá er það yfirleitt ég sem þarf að breyta mín­ um plönum af því að fundur með Alþjóðagjaldeyris sjóðnum er mik­ ilvægari en hárkollumátun.“ Grét á hlaupabrettinu „Það sem kemur upp í hugann er Svartur á leik,“ segir Jóhannes, spurður hvað hann sé ánægðastur með af sínum ferli. „Aðallega af því að fyrirhöfnin var svo rosalega mikil. Mér fannst takast mjög vel til og ég er svo þakk­ látur fyrir það hvað myndinni var vel tekið. Hann Óskar [Þór Axels­ son – innsk. blm.] er rosalega góð­ ur leikstjóri og ég er ánægður með mína frammistöðu í myndinni. Og líka af því að ég fór í útlitsbreytingu fyrir myndina sem var alveg rosa­ lega erfið.“ Útlitsbreyting Jóhannesar vakti talsverða athygli á sínum tíma en hann æfði stíft í fjóra mánuði og missti sautján kíló fyrir hlutverkið. „Ég var að hlaupa sex sinnum í viku og lyfta sex sinnum í viku í fjóra mánuði. Þetta var alveg óhugnan­ lega erfitt að gera þetta þannig að ég er rosalega ánægður með að afrekið hafi verið fest á filmu. Það var líka það sem hélt mér gangandi allan tí­ mann, þegar maður var grátandi á hlaupabrettinu, að vita að þetta yrði fest á filmu og yrði til einhvers stað­ ar.“ Finnst gaman að græta börn Líkt og áður sagði hefur Jóhannes farið um víðan völl og tekið að sér verkefni hjá þremur helstu leikhús­ um landsins sem og í sjónvarpi og kvikmyndum. En hvað er skemmti­ legast? „Það eru barnaleikrit, mér finnst þau skemmtilegust. Barnaleikritin eru svo fullnægjandi af því að það er svo gaman að leika fyrir börn. Ég er til dæmis nýbúinn að klára sýn­ ingar á Dýrunum í Hálsaskógi þar sem ég var að leika Mikka ref og það er svo gaman þegar maður fer út í sal því þau verða svo einlæglega hrædd. Fara stundum að gráta og svona, mér finnst það alltaf gaman,“ segir hann og bætir við að um þess­ ar mundir sé hann einmitt við æf­ ingar á Óvitum þar sem hann mun ekki aðeins leika fyrir börn heldur einnig með börnum. „Það reynir á þolinmæðina að æfa með börnum. Þetta er þrjá­ tíu manna hópur á aldrinum sjö til fjórtán ára og þau geta verið rosa­ lega orkumikil. En það er blessunar­ lega ekki mitt starf að hafa hemil á þeim, ég er bara að leika með þeim. En þau eru rosa skemmtileg og mér finnst æðislegt að vera í kringum þau. Ég held að það hafi allir gott af því að vera í kringum börn. Þeirra tilvera og tilvist er bara svo falleg og einlæg.“ n „Fundur með Al- þjóðagjaldeyris- sjóðnum er mikilvægari en hárkollumátun Grét á hlaupabrettinu Jóhannes æfði stíft í fjórar vikur og missti 17 kíló fyrir hlutverk sitt í Svartur á leik. Dúnsængur og koddar fyrir veturinn Laugavegi 86 - Sími: 511 2004 D V E H F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.