Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 52
H ún var ung þegar hún lék Hermione Granger en eftir að hún útskrifaðist úr Hotwarts hefur Emma Watson svo sannarlega blómstrað bæði sem leikkona og fyrirsæta. Nú mörg- um árum eftir að hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu hefur þessi 23 ára leik- kona skotið konum eins og Angelinu Jolie og Milu Kunis ref fyrir rass og ver- ið valin kynþokkafyllsta kona heims. Katniss þykir jarðbundin Í öðru sæti á lista yfir 10 kynþokka- fyllstu konur heims er Scarlet Johans- son, og Jennifer Lawson er í því þriðja. Hún er eftirlæti margra þar sem hún hefur náð að halda báðum fótum á jörðinni þrátt fyrir vinsældir sínar sem Katniss í Hungurleikunum. Eins má finna nöfn eins og Anne Hathaway, Natalie Portman og Angelinu Jolie á topp 10 listanum en Jolie hefur löng- um verið talin fallegasta og kynþokka- fyllsta kona heims. Fékk 50.000 atkvæði Watson er ekki eini Bretinn sem fær slíka viðurkenningu því leikarinn Benedict Cumberbatch var valinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn af Empire Online. Cumberbatch sem er 37 ára og þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum um Sherlock Holmes var tekinn fram yfir menn eins og Ryan Gosling og Bradley Cooper. Það voru um 50.000 lesendur sem gáfu hon- um atkvæði sitt. Þegar hann frétti af valinu sagi hann að honum fyndist sjálfum þetta vera sprenghlægilegt. Þetta gæfi egóinu þó smá lyftingu og léttleika í hvert skref. Ofurhetjurnar vinsælar Það má segja að ofurhetjur hafi ver- ið ofarlega á karlalistanum því Henry Cavill sem lék Superman var í þriðja sæti, Iron Man-leikarinn Robert Dow- ney Jr. í fimmta sæti en einnig má sjá nöfn eins og Chris Hemsworth sem lék Thor og Hugh Jackman ofarlega á lista. Varmpíran Robert Pattinson er á top 10 listanum og einnig fyrrverandi kærasta hans og meðleikkona í Twil- ight-myndunum, Kristen Stewart, kvennamegin. n 52 Fólk 4.–6. október 2013 Helgarblað Pamela Anderson hleypur í New York P layboy-kanínan og fyrrver- andi strandvörðurinn Pamela Anderson stefnir á að hlaupa um götur New York-borgar í nóvember. Gamlir Bay Watch-að- dáendur verða líklega vonsviknir yfir því að þetta hlaup hennar verð- ur á allt öðrum nótum en þegar hún hljóp í sundbol á ströndinni í „slow-motion“. Hún hefur nefnilega ákveðið að taka þá í New York-mara- þoninu. Pamela mun hlaupa fyrir góðan málstað en hún hefur gengið til liðs við átak leikarans Sean Penn sem vinnur að söfnun fyrir uppbyggingu á Haítí en átakið nefnist J/P Haitian Relief Fund. Anderson skrifar um þetta á síðu maraþonsins og segir að hún hafi fallið fyrir landi og þjóð þegar hún heimsótti Haítí. „Þegar maður dvelur þar verður maður ástfanginn af Haítí, töfrum þess, fólkinu, auðmýktinni, tónlistinni, íþróttafólkinu og listamönnunum. Það var mjög erfitt að horfa upp á fátæktina hjá þessu fólki sem ætti að vera rík þjóð.“ Hún bætir við að vin- ir og fjölskylda telji hana klikkaða að ætla að reyna við maraþonið. „Fólk segir að ég viti ekk- ert hvað ég er að koma mér út í. En þannig hefur það alltaf verið í mínu lífi. Ég held ótrauð áfram,“ segir Pamela. n gunnhildur@dv.is Kynþokkafyllsta fólk í heimi valið n Emma Watson og Benedict Cumberbatch valin af Empire Online n Tekur þátt í maraþoni fyrir góðan málstað topp 5 Best klæddu söngkonurnar 1 Florence Welch Breska söng-konan í Florence and the Machine hefur síendurtekið komið á óvart á rauða dreglinum í nýstárlegum klæðum. Florence sækir stíl sinn aftur í áttunda áratuginn, sem ber einnig vott af goth-áhrifum og rómantík úr franska barokkstílnum. Út- koman er að vonum skrautleg. Persónuleg- ir sérsaumaðir síðkjólar sem eiga sér hvergi hliðstæðu. Tilraunakenndir og vígalegir í senn. Enda sæmir stórsöngkonunni ekkert minna en eitthvað óviðjafnanlegt. 2 Beyoncé Notaðist lengi við hið óhefta listamannsnafn Sasha Fierce sem endur- speglar tíðum djarfan klæðnað söngdívunnar. Beyoncé gefur ekkert eftir í klæðaburði og leyfir línunum að njóta sín ýmist í aðþrengdum síðkjólum eða níðþröngum gallabuxum. Glæsileikinn er alltaf í fyrirrúmi og stígur Beyoncé ekki út fyrir hússins dyr nema í háhæluðum skóm. 3 Lana Del Rey Söngkonan unga sló í gegn með fyrstu smá- skífunni Video Games og hefur nostalgía og dulúðleg útgeislun loðað við hana síðan. Lana klæðist gjarnan fatnaði sem minnir á gamlan Hollywood-glamúr frá árinu 1960. Sjálf hefur hún lýst sjálfri sér sem eins konar „gansta Nancy Sinatra.“ 4 Charlotte Gainsbourg Vanity Fair kaus í ár söng- og leikkonuna geðþekku í fyrsta sæti fyrir hátískustíl sinn sem einkennist af áreynslulausum þokka og kynlausu yfirbragði. Charlotte notast lítið við farða en lætur oft óvenjulegan skófatnað undirstrika heildina. Charlotte er dóttir franska söngvarans Serge Gainsbourg og bresku söngkonunnar Jane Birkin, sem einnig voru þekkt stíltákn síns tíma. 5 Adele Þessi sexfaldi Grammy-verðlaunahafi nýtur ekki síður vinsælda sem tískufrömuður en hún hefur margsinnis prýtt forsíðu tísku- tímaritsins Vogue. Adele er ekki sparsöm á „eyelinerinn“ og er vart þekkjanleg án kattaraugnanna sem hún málar á sig daglega. Hún hefur oftar en ekki klæðst sérsaumuðum kjólum frá Burberry sem hæfa vaxtarlaginu vel. Adele hefur sérstakt dálæti á svörtum kjólum. Hrokafullur Bieber Justin Bieber virðist staðráðinn í því að láta eins og vitleysingur og hneyksla fólk. Hegðun hans ratar tíðum í fjölmiðla, hvort sem það er fyrir að skyrpa á að- dáendur eða lenda í deilum við ljósmyndara. Bieber var staddur í Kína á dögunum vegna tón- leikahalds og á mánudaginn fór hann að Kínamúrnum ásamt fylgdarliði. Þar náði hrokafull hegðun hans nýjum hæðum því eins og höfðingja sæmir gekk hann ekki sjálfur upp tröppurnar heldur lét lífverði sína halda á sér. Pamela Anderson Heillaðist af Haítí. Hver man ekki eftir þessu? Það var mikið um hlaup á sundfötum í „slow- motion“ í Baywatch- þáttunum. 10 kynþokka- fyllstu konurnar 1 Emma Watson 2 Scarlett Johansson 3 Jennifer Lawrence 4 Kristen Stewart 5 Anne Hathaway 6 Emma Stone 7 Mila Kunis 8 Natalie Portman 9 Angelina Jolie 10 Zoe Saldana 10 kynþokka- fyllstu mennirnir 1 Benedict Cumberbatch 2 Tom Hiddleston 3 Henry Cavill 4 Ryan Gosling 5 Robert Downey Jr 6 Chris Hemsworth 7 Robert Pattinson 8 Michael Fassbender 9 Hugh Jackman 10 Bradley Cooper Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Er orðin fullorðin Emma Watson er sú kynþokkafyllsta sam- kvæmt Empire Online. Benedict Cumberbatch Sést hér sem Sherlock Holmes. Scarlet Johansson Er önnur kynþokka- fyllsta kona heims. Lék Loka Tom Hiddleston er í öðru sæti á eftir Cumberbatch.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.