Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað „Laus við hroka og yfirlæti“ n Páll Matthíasson, nýr forstjóri, þykir skemmtilegur og með lúmskan húmor P áll Matthíasson hefur verið ráðinn tímabundið sem for- stjóri Landspítalans en líkt og greint hefur verið frá sagði Björn Zoëga starfi sínu lausu síðastliðinn föstudag. Páll hefur starf- að um langt skeið á opinberum sem einkareknum sjúkrastofnunum, bæði á Íslandi og erlendis, en hann vann til að mynda sem sérfræðingur og yfir- læknir í Bretlandi í áratug. Páll býr yfir mikilli reynslu og fáir efast um hæfni hans til að taka við starfinu, en hvað segir fólkið sem þekkir hann best um þennan nýja forstjóra Landspítalans? Frábær námsmaður „Ég get ekki kvartað,“ segir Matthías Guðjónsson, faðir Páls, um son sinn. „Ég gef honum tíu í öllu.“ Hann segir Pál ávallt hafa staðið sig vel, enda sé hann bæði duglegur og eljusamur. „Hann var duglegur námsmað- ur og alltaf hæstur í öllu. Þegar hann útskrifaðist sem stúdent þá labb- aði hann út með bunka af bókum og viðurkenningum fyrir góðan náms- árangur og það var líka þannig þegar hann útskrifaðist úr háskólanum.“ Hann segir góðan árangur son- ar síns þó ekki hafa einskorðast við námið, hann hafi ávallt staðið sig vel í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. „Það sýndi sig til dæmis þegar hann bjó í London, en hann bjó þar í tíu ár, því eftir þriggja ára dvöl þar var hann fenginn til þess að taka við nýj- um spítala sem var verið að byggja í borginni.“ Gott barn Matthías segir Pál hafa verið yndislegt barn og að sem faðir hans geti hann ekki annað en gefið syni sínum hæstu einkunn. „Hann var alveg dásamlegur drengur, bæði duglegur og góður. Nema hann var stundum dálítill glanni þegar hann fór í fjallgöng- ur með vinum sínum. En hann er reglusamur og duglegur og var alveg indælisbarn.“ En er hann ekki með neina galla? „Svei mér þá, ég veit það ekki. Það hafa allir einhverja galla en það er ekkert sem mér dettur í hug.“ Borðar hafragraut í Vesturbæjarskóla Páll er kvæntur Ólöfu Björnsdóttur myndlistarkonu og saman eiga þau tvö börn; Valdemar, ellefu ára, og Júlíu Sigríði, níu ára. Páll er mikill fjöl- skyldumaður. Hann er eitt þeirra for- eldra sem mætir oft í morgunstund í grunnskóla barna sinna og fær sér hafragraut með öðrum foreldrum og börnum skólans. Einkar vinalegur siður sem hugsaður er til að styrkja tengslin við skólann og efla heilsu og samkennd. Daginn eftir að tilkynnt var um stöðuhækkunina fékk hann vinalegar hamingjuóskir frá öðrum foreldrum og tók þeim af mestu hóg- værð þar sem hann sat og gæddi sér á grautnum. Mótorhjólatöffari í Lundúnum „Palli er klár hugsjónamaður með stórt hjarta og mikla réttlætiskennd. Hann er mannvinur og góður hlust- andi. Hann les mikið og hratt, hefur mikinn orðaforða og það er erfitt að vinna hann í Scrabble. Palli er mikill keppnismaður og ég hef hann grun- aðan um að vera illa við að tapa því hann neitar að fara með mér í íþróttir þar sem ég hef haft yfirhöndina eins og í badminton,“ segir eiginkona Páls. „Hann hefur gaman að því að fást við flókin viðfangsefni og er mjög praktískur. Dæmi um hve praktískur hann er má nefna að hann keyrði um allt á mótorhjóli þegar við bjuggum í Lundúnum, ferðaðist alla leið til Feneyja á tryllitækinu og var mótor- hjólatöffari. Þegar við fluttum heim skipti hann hins vegar um gír og fór að ganga og hjóla í vinnuna. Hér eru vegalengdir mun styttri og minni umferð. Hann kom okkur svo upp sjö manna stórfjölskyldubíl sem hann kallar „strumparútuna“ og þar er mikið sungið.“ Syngur eins og engill En hver eru helstu áhugamál hans? „Palli hefur yndi af tónlist og hann syngur eins og engill þó hann sé í Ljótakór. Hann er líka fyrir- taks munnhörpuleikari og á það til að grípa í hljóðfærið þegar hann vill kæta fjölskylduna. Hann leggur mikið upp úr útivist og íþróttum og er öll fjölskyldan með í því og eltir hann á skíði og um fjöll og firn- indi því hann er mjög drífandi, með mikinn sannfæringarkraft, skemmti- legur félagsskapur og uppfinninga- samur á nýja staði og næmur að finna það áhugaverðasta í boði á hverjum stað.“ Góður yfirmaður og mikill húmoristi Halldóra Ólafsdóttir er samstarfs- kona Páls en hún er yfirlæknir á geð- deild Landspítalans. Halldóra ber Páli afar vel söguna. „Í fyrsta lagi þá er hann mjög góð- ur yfirmaður vegna þess að hann er mjög nálægur og er í tengslum við starfsfólkið sitt. Hann þekkir fólk með nafni, fer inn á deildir, fylgist með og setur sig inn í málin,“ segir hún og bætir við að miklar breytingar hafi verið gerðar á geðsviðinu og að Páll hafi verið virkur í öllu sem þeim tengdist. „Hann er mjög hvetjandi í svona ferli. Hann setur sig vel inn í mál- in, er mjög skipulagður og veit hvað hann er að tala um. Svo er hann mjög nálægur, sýnilegur og jákvæð- ur og kemur fram við fólk af virðingu; hann tekur öllum og hlustar á alla og er laus við hroka og yfirlæti. Svo er hann bæði skemmtilegur og mikill húmoristi.“ Ber hagsmuni sjúklinga fyrir brjósti Halldóra segir gott að vinna með Páli og líst afar vel á ráðningu hans í stöðu forstjóra Landspítalans. „Ég held að ef einhver geti valdið þessu starfi þá sé það hann. Hann hefur verið mjög farsæll hér sem yfir maður á geðsviði og nýtur mik- ils álits starfsfólks og ég held að það sé ekki síst vegna þess að hann hef- ur verið mjög nálægur og inni í öllum málum. Svo ber hann hagsmuni þeirra einstaklinga sem við erum með í meðferð verulega fyrir brjósti og tal- ar þeirra máli. Hann er líka alveg stór- skemmtilegur og það er gaman að vera með honum í félagslegu sam- hengi. Ég kann ákaflega vel við hann og mér finnst hann hafa mikla kosti sem yfirmaður þannig að mér líst vel á þessa ráðningu.“ Hefur lúmskan húmor „Mér líst mjög vel á Pál og það er auð- velt að vinna með honum af því að hann er góður í samstarfi við aðra og er mikill fagmaður auk þess sem hann er mjög sterk persóna sem hef- ur mikla réttlætiskennd og hefur trú á mannskepnunni, eins og sagt er,“ segir Björn Zoëga um eftirmann sinn, en eins og kunnugt er sagði Björn nýlega upp starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Hann segir Pál eiga erfitt verkefni fyrir höndum. „Hann á mjög erfitt verkefni fyrir höndum en með átaki og stuðningi þá er ég viss um að það tekst hjá hon- um og öðrum á spítalanum.“ En hverjir eru helstu kostir Páls? „Hann er mjög staðfastur og traustur og trúr, bæði vinum og sam- starfsfélögum. Það er mjög gott að vinna með honum, hann er skemmti- legur og hefur lúmskan húmor.“ n Náms- og starfsferill Páll er fæddur í Reykjavík árið 1966 en foreldrar hans eru Matthías Guðjónsson verslunarmaður og Guðrún Guðjóns- dóttir kennari. Hann er giftur Ólöfu Björnsdóttur myndlistarkonu og saman eiga þau tvö börn; Valdemar, ellefu ára, og Júlíu Sigríði, níu ára. Páll útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986 og tveimur árum síð- ar hóf hann nám í læknisfræði. Árið 1994 lauk hann embættisprófi með fyrstu einkunn frá læknadeild Háskóla Íslands og varði kandídatsári sínu á Landspítal- anum. Eftir kandídatsárið starfaði Páll sem deildarlæknir á lyflækningasviði og geðsviði Landspítalans auk þess sem hann starfaði í héraði. Árið 1997 hóf hann framhaldsnám í geðlækningum við Maudsley-sjúkrahús- ið í Lundúnum en sjúkrahúsið er stærsta geðsjúkrahús Bretlands og er framar- lega á sviði geðlækninga og rannsókna á efninu. Páll bjó í Lundúnum í tíu ár en að loknu framhaldsnámi starfaði hann sem sérfræðingur og yfirlæknir á bæði opinberum og einkareknum sjúkrastofnunum þar í borg. Árið 2006 lauk Páll doktorsprófi frá Geðfræðastofnun Lundúnaháskóla en hann er nú klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Hann hefur starfað á Landspítalanum frá árinu 2007, fyrst sem yfirlæknir en frá 2009 sem framkvæmdastjóri geðsviðs með setu í framkvæmdastjórn spítalans og einn af staðgenglum forstjóra. Nærmynd Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Keppnismaður Að sögn eiginkonunnar er Páll mikill keppnismaður og vill helst ekki spila badminton með henni. Mynd SiGtryGGur ari „Hann er líka fyrir- taks munnhörpu- leikari og á það til að grípa í hljóðfærið þegar hann vill kæta fjölskylduna. „Hann er mjög sterk persóna sem hefur mikla réttlætiskennd og hefur trú á mannskepnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.