Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 41
Menning 41Helgarblað 4.–6. október 2013 „Náhirðin fær á baukinn“ Maður að mínu skapi eftir Braga Ólafsson „Vel skrifuð og einlæg mynd“ „Kann ennþá að hræða“ This is Sanlitum Leikstjóri: Robert Douglas Joyland Höfundur: Stephen King Meistararnir mætast L aurent Cantet og James Gray eru fæddir hvor sínum megin Atlantshafsins og þykja með- al helstu leikstjóra sinnar kyn- slóðar, annar í Frakklandi og hinn í Bandaríkjunum. Báðir gera myndir sem segja frá utangarðsfólki í menningarafkimum landa sinna, hvort sem það er í innflytjendahverf- um New York snemma á 20. öld eða í stórborginni París í dag. Laurent Cantet er fæddur árið 1961 í smábænum Melle í Vestur-Frakk- landi. Fyrsta mynd hans, Mannauð- ur (Ressources humaines) kom út árið 1999 og segir frá manni sem fer að vinna í verksmiðju sem faðir hans hefur starfað hjá í 30 ár og lendir í deil- um á milli stjórnar og starfsfólks. Can- tet sló svo eftirminnilega í gegn með myndinni Time Out (L'Emploi du temps) árið 2001. Myndin er reyndar talsvert á undan sínum samtíma hvað umfjöllunarefni varðar, en hún fjall- ar um mann sem er sagt upp í vinnu sinni hjá ráðgjafarfyrirtæki. Í stað þess að segja fjölskyldu sinni frá því ákveð- ur hann í staðinn að þykjast mæta til vinnu á hverjum degi og endar með því að stofna píramídafyrirtæki. Blaðið The Guardian telur myndina eina af tíu bestu myndum áratugar- ins, en að einhverju leyti má segja að hún hafi fjallað um það sem átti eftir að gerast nokkrum árum síðar. Kynsveltar konur í sólinni Næsta mynd Cantets, Til suðurs (Vers Le Sud), var einnig á undan sínum samtíma. Fjallar hún um eldri kon- ur í Ameríku sem halda til Haítí til að sofa hjá yngri mönnum. Er hún því á svipuðum slóðum og myndin Para- dís: Ást, sem undanfarið hefur not- ið mikilla vinsælda í Bíó Paradís, en mynd Cantets frá 2005 er almennt talin betri. Vinsælasta mynd hans til þessa er myndin Bekkurinn (Entre les murs) frá 2008, sem vann Gullpálmann í Cannes það árið, líklega virtustu kvikmyndaverðlaun heims. Myndin segir frá kennara og bekk hans í fá- tækrahverfum Parísar og minnir um margt á þættina góðu The Wire, þó með frönsku yfirbragði. Flestar myndir Cantets eiga það sameigin- legt að fjalla um samband manns við vinnu sína, en í nýjustu mynd hans, Foxfire, spilar hann annað stef. Hér er sagt frá stelpum í verkamanna- hverfi í New York-fylki á hinum karllæga 6. áratug. Stelpurnar ákveða að mynda sitt eigið leynifélag með því að láta tattúera tófur á sig og lifa eftir sínum eigin reglum, en allt fer á verri veg þegar einn kallanna reynir að nauðga einni stelpunni og kallar yfir sig hefnd þeirra. Nýr Martin Scorsese? James Gray er fæddur og uppalinn í New York-borg. Hann er af rússnesk- um gyðingaættum og gerði sína fyrstu mynd aðeins 25 ára að aldri. Nefndist hún Little Odessa og segir frá leigu- morðingja, leiknum af Tim Roth, sem snýr aftur á heimaslóðirnar. Myndin sló í gegn og fékk meðal annars Silfurljónið í Feneyjum. Næsta mynd hans kom ekki fyrr en 2000. Nefndist hún The Yards og skartaði meðal annars Mark Wahl- berg og Joaquin Phoenix í aðalhlut- verkum. Mark Wahlberg, sem einnig er í miklu uppáhaldi hjá Baltasar Kormák, sneri aftur í myndinni We Own the Night ásamt Phoenix. Léku þeir þar bræður sem voru ólíkir í út- liti jafnt sem innræti, annar þeirra er lögregluþjónn en hinn eiturlyfja- sali. Joaquin Phoenix virðist vera fyrir Gray það sem fyrst Robert DeNiro og þá Leonardo DiCaprio voru fyrir Martin Scorsese. Phoenix er ef til vill þekktastur sem keisarinn vondi Commodus í Gladiator, en í myndum Gray bregð- ur hann sér í hin ýmsu líki. Í Two Lovers er hann ungur maður sem þarf að velja á milli partístelpu sem leikin er af Gwyneth Paltrow og annarrar sem foreldrar hans hafa valið fyrir hann í því markmiði að sameina fatahreinsunarfyrirtæki for- eldra beggja. Nýjasta mynd Gray hef- ur hlotið mikið lof og fjallar um inn- flytjendur í New York á 3. áratugnum og hafa sumir jafnvel líkt henni við forsöguna úr Godfather II. Joaquin Phoenix fitnar Uppruni Gray kemur eins og áður sagði víða fyrir í myndum hans, ekki síst í gegnum þann mat sem fólk neytir og er undir sterkum rússnesk- um og gyðinglegum áhrifum. Hann virðist hafa sérstakt dálæti á því að gefa Phoenix að éta fyrir framan myndavélarnar, svo að maður getur næstum því séð hann bæta á sig eftir því sem líður á myndina. The Immigrant er sýnd á RIFF, ásamt Two Lovers og Little Odessa. Af verkum Cantets má sjá Mannauð, Foxfire og hina umdeildu kynlífs- ferðalagamynd Til suðurs. n „Stelpurnar ákveða að mynda sitt eigið leynifélag með því að láta tattú- era tófur á sig Valur Gunnarsson blaðamaður skrifar n Lauren Cantet og James Gray á meðal gesta á RIFF Mathákur Hann virðist hafa sérstakt dálæti á því að gefa Phoenix að éta. James Gray Gerði sína fyrstu mynd aðeins 25 ára að aldri. MyNd dIAZWICHMANN PHOTOGRAPHy BCN Gáfur eru aðlaðandi mikið í forgrunni. Réttindi karla til að fá að vera heimavinnandi hús- feður, það er ekki hægt að setja lög um það vegna þess að þeir mega það auðvitað en þeir mæta kannski mótlæti úti í samfélaginu sem hrek- ur þá frá því sem þá langar raun- verulega til að gera,“ segir Sigríður María. Skítug í lok dags En hvað ætli þessi unga kona sem hefur nú þegar mótað sér sterka og upplýsta lífssýn geri til að stytta sér stundir? „Mér finnst gaman að halda matarboð og borða góðan mat og drekka eitthvað gott með. Mér finnst ekki gaman að fara út að djamma,“ segir hún og gerir góðlát- legt grín að sjálfri sér. „Uppáhalds- mómentið mitt er þegar ég fer í 10 /11 eftir djammið og ég get valið mér kanilsnúðapoka og farið svo heim að horfa á mynd,“ segir hún og brosir. Henni finnst gaman að hafa sig til og vera fín út á við á eigin forsendum. „Ég hef aldrei verið sér- staklega mikill aðdáandi tískunnar en mig langar alveg að líta vel út og allt það. Ég er bara ekki að hanga inni á einhverjum tískuvefsíðum allan daginn. Ég er miklu meira í því að fara bara á hestbak og vera svolítið skítug í lok dagsins,“ segir Sigríður María. Asíuferð og lögfræðinám Sigríður María horfir fram veginn og stefnir á þriggja mánaða ferða- lag um Asíu á næsta ári ásamt vin- konu sinni áður en hún hyggur á frekara háskólanám. „Við erum mjög spenntar yfir þessu og ætlum okkur að uppgötva heiminn og læra á lífið og tilveruna. Við ætl- um að gefa okkur góðan tíma í hverju landi og stefnum á að heim- sækja Suður-Taíland, Kambódíu, Víetnam og aðeins að kíkja í Laos. Það er nýbúin að geisa borgara- styrjöld þarna og það verður fróð- legt að sjá uppbygginguna og kynn- ast sögunni þar. Náttúran er einnig stórfengleg þarna. Síðan ætlum við niður Malasíu en erum ekki búin að plana mikið meira. Þetta eru svo stór lönd og maður kemst ekki langt á einum sólarhring.“ Kærastinn verður þó fjarri góðu gamni meðan á ferðalaginu stendur. „Hann er í Háskólanum í Reykjavík í lögfræði núna og þarf bara að einbeita sér að því á meðan. Það er erfitt að hugsa til þess að vera aðskilin í einhverja þrjá mánuði þar sem við búum saman og erum búin að vera rosalega mikið saman síðan að við byrjuðum saman. En á sama tíma þá getur söknuðurinn verið góður inn á milli. Getur styrkt sam- bandið líka.“ Stefnir á mastersnám Það er ljóst að Sigríður María stefnir á að feta í fótspor móður sinnar sem er hæstaréttarlögmaður. „Planið er að fara í lögfræði eftir ár og taka bachelor í háskólanum. Svo langar mig mjög mikið að fara til útlanda til að taka masterinn en hvort ég fari í einhverja framhaldslögfræði eða bara eitthvað verður bara að koma í ljós. En ég hef áhuga á lögfræðinni og á meðan að sá áhugi er til staðar þá held ég að ég stefni þangað.“ Sigríður María lætur sig dreyma og er óhrædd að fylgja markmiðun- um eftir. „Mér finnst gaman að hugsa um framtíðina og skipu- leggja. Hvort sem þau plön ganga eftir eða ekki, það skiptir ekki öllu máli. Það er alltaf hægt að hugsa ný plön,“ segir hún brosandi að lok- um. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.