Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 46
46 Lífsstíll 4.–6. október 2013 Helgarblað Vafin í vetrarkápu n Sykursætir pastellitir og kápur úr skáp kærastans Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is T vö meginþemu eru áber- andi í hausttískunni þegar það kemur að yfirhöfnum: Sykursætir pastellitir – ljós- blár, gulur og bleikur. Svo eru það allt of stórar yfirhafnir, kápur sem virðast helst vera dregnar úr skáp kærastans og virðast koma frá nánast öllum fatamerkjum þetta haustið. n Ætlar þú að splæsa í kápu? 10 atriði sem vert er að hafa í huga Þegar þú kaupir vetrarkápu eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga; snið, efni og hvenær á að nota kápuna. Oft er gott að ráðfæra sig við fagfólk sem starfar í verslunum varðandi sniðið. 1 Passaðu upp á að kápan passi vel yfir axlirnar. 2 Passaðu að kápan sé ekki svo þröng að það verði óþægilegt að lyfta höndum og hneppa henni að þér. 3 Passaðu að ermarnar séu svo víðar að þú getir klæðst peysu eða léttum jakka undir. 4 Passaðu að ermarnar séu nógu langar, svo þú lítir ekki út fyrir að hafa vaxið upp úr kápunni. 5 Skoðaðu hvort tölurnar séu ekki örugglega fastsaumaðar á þótt þú hneppir að þér og frá og ef belti fylgir, að efnið leggist fallega að kápunni þegar því er lokað. 6 Íhugaðu einnig hvernig þú ætl-ar að nota kápuna og veldu rétta sniðið út frá því, kápa sem nær niður á kálfa passar jafn vel við buxur og pils. 7 Ef þú ert stórvaxin klæða ein-föld og bein snið þig líklega betur en tvíhnepptar kápur eða aðrar sem eru miklar um sig. Kápur sem teknar eru saman í mittið klæða smávaxnar konur sérstaklega vel. Þá geta ökklasíðar káp- ur verið glæsilegar á hávöxnum konum. 8 Ef þú ert að leita að léttari kápu skaltu velja kasmírull eða ullar- blöndu sem er léttari en 100% ull. 9 Ef þú ert að leita að klassískri kápu þá skaltu forðast djarfa liti eða mynstur og halda þig við klassíska liti, svarta, dökkbláa, brúna og kameltóna sem eru tímalausir, og einfalt snið. 10 Hugsaðu vel um kápuna þína svo hún endist lengur. Farðu með hana í þurrhreinsun og hengdu hana upp á herðatré frekar en snaga. Þegar axlasniðið heldur sér ekki lengur aflag- ast kápan og virðist úr sér gengin. Kápur dregnar úr skáp kærastans MulberryMugler Céline Af Mr. Newton Rochas Af The Sartorialist Gucci Hermés Theyskens‘ TheoryRochas Sykursæ tir pastelli tir Góð ráð varðandi heilbrigt hár Lauren Conrad heldur úti heima- síðu undir eigin nafni og fegurð er hennar fag. Á dögunum gaf hún lesendum sínum góð ráð varðandi hvernig má örva hárvöxtinn og halda lokkunum gljáandi af heil- brigði og fegurð. 1. Prófaðu vítamín fyrir óléttar konur Flest vítamín sem ætluð eru ólétt- um konum innihalda bíótín, ásamt járni og fólínsýru, sem er sagt stuðla að heilbrigðum hár- vexti. Bíótín mun ekki aðeins hjálpa hárinu að vaxa hraðar held- ur munu húð og neglur einnig styrkjast. 2. Haltu þig við heilbrigt mataræði Eins og þú kannski veist þá hefur kornmeti og matvæli rík af kalsí- um og amóníusýrum örvandi áhrif á hárvöxtinn. Það er gott að borða kjúkling, egg, papriku, hvít- lauk, lauk, jógúrt, haframjöl og spergilkál. Það er einnig hægt að fá bíótín úr hnetum, sérstaklega möndlum og salthnetum, soja- baunum og fiski. 3. Nuddaðu hársvörðinn Þegar hársvörðurinn er nuddaður eykst blóðflæðið til hans þannig að næringarefnin komast hraðar að. Þegar þú ferð í sturtu gæti því verið gott ráð að nudda hárið um leið og þú þværð það. Þrjár leiðir að fögrum lokkum Fegurðarráð Bjarkar Á hinn full- komna varalit Björk Eiðsdóttir ritstjóri tímarits- ins Man fer ekki út úr húsi án þess að nota maskara, en önnur feg- urðarráð hennar eru helst þau að drekka ótæpilega mikið af vatni, ganga á fjöll og hlægja mikið. Hvaða vörur notar þú daglega? „Maskara frá Max Factor, EGF- húðdropa og svo er ég nýbyrj- uð að nota varalit en ég eignaðist hinn fullkomna varalit á dögun- um, Chanel nr. 57.“ Hvað gerir þig hamingju- sama? „Börnin, vinnan og vinirnir í réttri blöndu. Og hláturinn, það er ekkert mikilvægara en að hlæja.“ Hvað fær þig alltaf til að hlægja? „Selma Björnsdóttir, besta vin- kona mín. Henni tekst að láta mig hlægja í ótrúlegustu aðstæðum og jafnvel þótt allt hafi farið úrskeiðis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.