Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Græða á nýjum vegi 3 Milljarðar eru í húfi fyrir eigendur jarðarinnar Sel- skarðs þegar kemur að lagningu nýs Álftanesvegar um Garða- og Gálga- hraun. Meðlimir Engeyjarættarinn- ar eiga jörðina, þeirra á meðal bræð- urnir Ingimundur, Einar og Benedikt Sveinssynir en sá síðastnefndi er faðir fjármálaráðherra, Bjarna Bene- diktssonar. Bjarni sat í skipulags- nefnd Garðabæjar á árunum sem mál- ið var til umfjöll- unar í nefndinni. Þetta kom fram í DV á miðviku- dag en vegafram- kvæmdirnar kosta ríkið meira en milljarð króna. Grunur um fjársvik 2 Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú milljarða króna skattalagamál fjárfestisins Hannesar Smárasonar. Skattrannsóknarstjóri sendi málið til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á sínum tíma og erfði sérstakur saksóknari málið þegar efnahagsbrotadeildin rann saman við embætti hans. Síðan hefur málið verið á borði sérstaks saksóknara. Rannsókn málsins er ekki lokið en embættið mun vera að bíða gagna frá Lúxemborg sem eiga að geta varpað betra ljósi á mál- ið. Um er að ræða rannsókn sem snýst um meint skattsvik. Fjármögnuðu pyntingasveitir 1 Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók þátt í því að fjármagna þjálfun pyntingasveita í Írak á árunum 2005 og 2006. Ísland veitti tugum milljóna í sérstakt þjálfunarver- kefni Atlantshafsbandalagsins í Írak (NTM-I ) sem miðaði að því að þjálfa öryggissveitir í landinu (ISF), þar á meðal pyntingasveitir ríkisstjórnar Íraks (SPC), sem gerðust sekar um gróf mannréttindabrot og kerfisbundnar pyntingar á föng- um. DV greindi frá þessu á mánudag og vitnaði í umfjöll- un blaðamannsins Sam Knight á frétta- vefnum Truthout um málið. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni 21. 10. 2013 23. 10. 2013 23. 10. 2013 Uppljóstranir wikileaks Mánudagur og þriðjudagur 21.–22. október 2013 119. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. 6–7 8 Íslendingar fjármögnUðU pyntingasveitir n Studdu þjálfunarverkefni NATO n „Samábyrg öðrum þjóðum“ „án þess að vita það, skyldi maðUr vona“ Vandamenn á vitnalista n Fimm stefnt vegna stórfellds þjófnaðar í IKEA Ég vil gera það rétta 4 Selja fíkniefni á Facebook n Stjórnandi hópsins óttast ekki lögreglu 3 Bjarni sækir að Sigmundi Safnar gjöfum fyrir geðveika n Í vanda vegna loforða um skuldaniðurfellingar n Erla gefur gjöf sem yljar „Daglegur jarðskjálfti“ Byggingarframkvæmdir valda ónæði18 7 Miðvikudagur og fiMMtudagur 23.–24. október 2013 120. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Örlagaríkt slys á Skessuhorni Jón Gauti lýsir mistökum sínum Lögmaður Engeyinga á leynifundi n Vildu veginn um Gálgahraun n Miklir hagsmunir valdaættar Grunur um stórfelld skattsvik Hannes smárason n Skattaskjólið rannsakað n Upplýsingar koma frá Lúx Skýldi nemendum sínum Hylltur sem hetja eftir skotárás Sandgerði í skuldafeni 8–9 10 Lentu í ófærð fyrir austan Forsetahjón á faraldsfæti Dorrit og Ólafur Stórgræða á Leifsstöð 3 23 4 2–3 Tolli er elstur en yngstur í anda n Veggjalistamenn sýna 19 Bjarni hafnar skuldaleið Framsóknar n Krísuástand hjá ríkisstjórninni 6–7 M illjarðar eru í húfi fyrir eigendur jarðarinnar Sel- skarðs þegar kemur að lagningu nýs Álftanesvegar um Garða- og Gálgahraun. Meðlimir Engeyjarættarinnar eiga jörðina, þeirra á meðal bræðurnir Ingi- mundur, Einar og Benedikt Sveins- synir en sá síðastnefndi er faðir fjár- málaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Bjarni sat í skipulagsnefnd Garðabæj- ar á árunum sem málið var til umfjöll- unar í nefndinni. Eins og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum munu vegaframkvæmdirnar kosta ríkið meira en milljarð. Gert er ráð fyrir því að 5.000–6.000 manna íbúðabyggð verði reist á svæðinu á næstu árum, í hverfi sem nefnist Garðaholt. Engeyingar beittu miklum þrýstingi og fengu sínu framgengt á endanum. Vegurinn sem nú er verið að leggja um hraunið, er byggður á til- lögu þeirra. Þegar farið er yfir feril málsins er ljóst að hagsmunir landeigenda voru hafðir að leiðarljósi þegar ákveðið var hvar skyldi leggja veginn. Í upphafi komu þrjár leiðir til greina. Eigend- ur Selskarðslandsins beittu sér hins vegar sérstaklega gegn þessum leið- um þar sem gert var ráð fyrir því að þær lægju að hluta til inni á landi þeirra. Lögðu þeir fram nýja vegleið sem kölluð var „sáttaleið“ en hún ligg- ur í gegnum Garða- og Gálgahraun án þess þó að koma inn á land Eng- eyinga. Sú leið varð fyrir valinu, og hófust framkvæmdir við hana nýlega þrátt fyrir hávær mótmæli náttúru- verndarsamtaka. „Sáttaleið“ um Gálgahraun Þrjár tillögur að nýjum Álftanesvegi voru lagðar fram í frummatskýrslu Vegagerðarinnar árið 2010. Það voru leiðir A, B, og C eins og þær voru kall- aðar en þær lágu allar í gegnum land Selskarðs. Lögðust landeigendur gegn þessum áformum. Þann 23. júní árið 2000 birtist frétt í Morgunblað- inu undir fyrirsögninni: „Eigendur Selskarðs segja land sitt ekki standa til boða fyrir Álftanesveg.“ Í umfjöll- un blaðsins kom fram að eigendurn- ir hefðu skipulagt 400 íbúða byggð á jörðinni þar sem „öll þau vegarstæði, sem Vegagerðin hefur í huga, stórskaði hagsmuni eigenda Selskarðs.“ Þann 19. júlí 2001 birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem fram kom að landeigendur væru andvígir ráðgerð- um vegaframkvæmdum sem fælu í sér að vegur myndi „liggja yfir jörðina á slóðum sem fyrirhugað var að reisa íbúðabyggð.“ Þá kom fram að eigend- urnir færu fram á að fleiri kostir yrðu teknir til skoðunar. Þá var sérstök „sáttaleið“ lögð fram eða leið D eins og hún var kölluð. Í matsskýrslu sem var síðan birt á vef Vegagerðarinnar þann 27. nóv- ember 2002 kom fram að Skipulags- stofnun hefði fallist á leiðir B og C en að Garðabær hefði lagst gegn þess- um leiðum af skipulagsástæðum: „Því hefur verið lögð fram ný veg- lína, leið D, og er hún kynnt í þessari mats skýrslu.“ Framkvæmdir við nýjan Álftanesveg í Garða- og Gálgahrauni sem mótmælt hefur verið undanfarið, eru byggðar á þessari niðurstöðu. „Neikvæð áhrif á eldhraun“ Gert var ráð fyrir lagningu nýs Álftanes- vegar eftir vegleið D í deiliskipulagi Garðabæjar frá árinu 2003. Þeirri leið var hins vegar breytt síðar að beiðni landeigenda. Í auglýsingu Garða- bæjar á skipulagsbreytingu á svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins sem birt var þann 14. apríl 2008 kom eftir- farandi fram: „Í tillögu að breytingu á svæðisskipulagi er nýr Álftanesvegur færður í suðurátt á um 1.500 m kafla vestur frá hraunkanti Garðahrauns/ Gálgahrauns inn á svæði fyrir bland- aða byggð og er einnig gert ráð fyrir blandaðri byggð norðan vegarins.“ Í samantekt um áhrif tillögunnar á umhverfisþætti kom fram að þetta myndi hafa „neikvæð áhrif á eld- hraun á afmörkuðu svæði í vesturk- anti Garðahrauns/Gálgahrauns þar sem vegurinn fer upp á hraunið […] Neikvæð áhrif vegarins gætu orðið á gróður í hrauni þar sem fjölbreytt- ari gróður er í úfnari hraunkanti Garðahrauns/Gálgahrauns en í svip- minna hrauni.“ Þá kom einnig fram að breytingin myndi hafa neikvæð áhrif á fugla á og í nágrenni Lambhústjarn- ar: „Fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir til að minnka þessi neikvæðu áhrif felast í því að takmarka umferð um göngustíga og fjörur á vissum árstím- um, einkum á vorin þegar varptími er.“ Skipulagsbreytingin var samþykkt og byggja núverandi framkvæmdir á henni. Gæti skaðað hagsmuni Engeyinga Athygli vekur að sonur eins af land- eigendum og núverandi fjármála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, sat í skipulagsnefnd Garðabæjar á árunum 2002–2010, eða á meðan tillögur að lagningu vegarins voru til umfjöllun- ar hjá nefndinni. Blaðamaður gat ekki nálgast fundargerðir skipulagsnefnd- ar Garðabæjar frá árinu 2002 á vef- síðu bæjarins og því er alls óljóst hvort Bjarni hafi komið beint að ákvarð- anatöku í málinu. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Á meðal þeirra vegleiða sem Skipulagsstofnun samþykkti í upp- hafi var leið C, en hún er töluvert sunnar en sú sem síðar varð fyrir valinu. Samkvæmt þeirri tillögu hefði vegurinn að mestu leyti legið þar sem núverandi Álftanesvegur liggur fyrir utan smá vegkafla í jaðri hraunsins. Ljóst er að ef sú leið hefði verið farin hefði það haft mun minna jarðrask í för með sér í Garða- og Gálgahrauni. Landeigendur voru hins vegar mót- fallnir þessu og sögðu tillöguna „stórskaða hagsmuni sína“ eins og Morgunblaðið greindi frá. Áhyggjur af fuglalífi Áhyggjur Engeyinga var þó ekki einungis peningalegs eðlis, ef marka má orð lögfræðings þeirra í sam- tali við Morgunblaðið: Sagði hann að þeir hefðu verulegar áhyggjur af frið- uðu varplandi fugla: „Eigendur benda einnig á að verði vegurinn samkvæmt veglínum A, B eða C fari hann yfir við- kvæmt lífríki og friðað varpland fugla og hugsanlega einnig yfir fornminjar.“ Í umfjöllun Morgunblaðsins kom fram að eigendurnir teldu Sel- skarðslandið tveggja milljarða virði, þá þegar árið 2000: „Í einu þeirra skjala, sem landeigendur hafa sent 2 Fréttir 23. október 2013 Miðvikudagur Fær ekki hálfa milljón Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum konu sem vildi hálfa milljón í bætur vegna ólögmætrar hand- töku. Þann 1. september 2010 var lögð fram kæra vegna þjófnaðar á farsíma. Eftir að síminn hafði verið rakinn til símafyrirtækisins Nova kom í ljós að símanúmer um- ræddrar konu var skráð á símann. Lögregla fór að heimili konunn- ar þann 23. september 2010 í því skyni að ræða við hana. Konan bar því við að síminn væri lánssími frá farsímafyrirtækinu Nova og hún kannaðist ekki við að hafa stolið símanum. Það fékkst staðfest hjá Nova og kom í ljós að um mistök var að ræða. Rangt svokallað Imei- númer hafði verið tilkynnt til lög- reglu. Konan fór því í mál vegna handtökunnar og krafðist 500 þús- unda króna í bætur. Héraðsdómur úrskurðaði hins vegar að aðgerð- ir lögreglu hafi verið réttmætar miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu þegar konan var hand- tekin. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum konunnar. 390 þúsund króna málskostnaður vegna máls- ins greiðist úr ríkissjóði. Jeppi þjóf- anna fundinn Jeppabifreið sem notuð var við inn- brot í Tölvuvirkni við Holtasmára í Kópavogi fannst á þriðjudag. Mennirnir sem stóðu að verkn- aðinum voru þó enn ófundnir síð- degis á þriðjudag en talið er að þeir hafi skipt um bifreið í Heiðmörk eftir þjófnaðinn. Jeppinn sem um ræðir er Land Cruiser og er líklegt að þjófarnir hafi fengið hann til reynsluaksturs á bílasölu. Þeir hafi ekki skilað honum, heldur notað hann til þess að brjótast inn í verslunina. Brot úr bifreiðinni fundust í Heiðmörk. Jeppinn fannst í morgun en lögregla vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu. Neitaði að gefa upp dvalarstað Lögreglan á Akranesi stöðvaði bif- reið á Akranesi á mánudagskvöld vegna gruns um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Í til- kynningu frá lögreglunni á Akra- nesi kemur fram að maðurinn hafi neitað að gefa upp dvalarstað. Og þar sem hann á sér nokkra sögu varðandi fíkniefni hafi þótt rétt á að kanna málið nánar. Það var svo á þriðjudagsmorgun að lögreglu tókst að upplýsa hvar dvalarstað- ur mannsins er og í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans. Þegar inn var komið blasti við afar fullkomin aðstaða til kannabis- ræktunar og í henni voru 25 stór- ar plöntur. Lögregla lagði hald á plönturnar ásamt öllum búnaði. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Engeyingar stórgræða á nýjum Álftanesvegi n Fjölskylda fjármálaráðherra á land sem liggur að vegi um Gálgahraun Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þing- maður Sjálfstæðisflokksins, er lögmaður eigenda Selskarðslandsins en hann fór á fund Vegagerðarinnar í gær, þriðjudag. Heimildir DV herma að eigendur landsins hyggist fara fram á skaðabætur frá ríkinu þar sem nýi Álftanesvegurinn fari að ein- hverju leyti inn á landsvæði þeirra. Þetta er áhugavert í ljósi þess að eigendurnir fengu sínu framgengt þegar kom að ákvörðun um það hvar leggja ætti veginn. G. Pétur Matth- íasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, vildi ekkert gefa upp um ástæður fundarins, þegar DV ræddi við hann. Sigurður Kári vildi lítið tjá sig um fundinn þegar DV náði tali af honum. Blaðamaður: Mér skilst að þú hefðir farið fyrir hönd eigenda Selskarðsjarðarinnar á fund Vegagerðarinnar í dag og að þar væri um að ræða mögulega skaðabótakröfu á hendur ríkinu? Sigurður: „Nei, það er ekki svoleiðis.“ Blaðamaður: Geturðu sagt mér eitthvað um hvað þessi fundur snerist? Sigurður: „Ekki eins og stendur sko, ekki eins og stendur. Við vorum bara aðeins þarna að ræða aðeins við Vegagerðina um þessi mál. Selskarð er land þarna sko þannig að það er ekkert að segja um það.“ Blaðamaður: Þannig að það er ekki verið að fara fram á einhverjar bætur út af þessum framkvæmdum? Sigurður: „Nei. Það er ekkert verið að fara fram á neitt slíkt.“ Blaðamaður: En þú staðfestir að þú hafir verið á fundi með Vegagerðinni? Sigurður: „Nei. ég staðfesti ekki neitt … hmmm …“ Blaðamaður: Þannig að þú tjáir þig ekkert um það? Sigurður: „Nei ég tjái mig ekkert um það.“ Blaðamaður: Þú tjáir þig ekkert um það hvort þú hafir farið á fund Vegagerðarinnar í dag? Sigurður: „Ehhh, nei ætli það sé ekki best að tjá … nei nei … ég segi ekki neitt um það. Ég skal bara segja þér það að þér er vel- komið að vera í sambandi við mig síðar en það er ekkert fréttnæmt í þessu. Allavega ekki ennþá.“ Á leynifundi með Vegagerðinni n „Nei ég tjái mig ekkert um það“ Mikil aðgerð Tugir mótmæl- enda voru handteknir þegar þeir neituðu að hlýta fyrirmæl- um lögreglu um að yfirgefa Gálgahraun vegna vegafram- kvæmdanna. MyNd SiGtryGGur Ari Eigandi Selskarðs Einar Sveinsson er einn þeirra sem á Selskarðslandið. Bjarni Benediktsson var í skipulagsnefnd Garða- bæjar þegar málið var til umfjöllunar. Fréttir 3 Miðvikudagur 23. október 2013 Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónumn Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjárkúgun R íkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að reyna að kúga fé út úr hjón-um. BB.is greindi fyrst frá þessu en maðurinn hótaði þeim líkamlegu ofbeldi ef þau létu hon- um ekki í té 100 milljónir króna fyrir tiltekinn tíma. Í ákærunni segir að maðurinn hafi sent bréf til annars brotaþol- anna með ógnandi fyrirmælum um að greiða honum áðurnefnda upp- hæð. Gefnar voru upp nákvæmar lýsingar á hvernig ætti að standa að greiðslunni. Bréfið var sent frá Bol- ungarvík til Ísafjarðar. Fullyrt er í ákærunni að í bréfi mannsins hafi hjónunum verið hótað lífláti ef þau leituðu til lög- reglu vegna málsins. Sá ákærði á að hafa reynt að fylgja fjárkröfunni eftir næstu daga með því að senda ógnandi smá- skilaboð í farsíma. Við hjónin var fullyrt að nokkrir menn stæðu að baki þessari fjárkröfu og að þeir vildu síður þurfa að beina aðgerð- um sínum gegn vandamönnum fólksins. Þeir vonuðust til að ekki þyrfti að koma til leiðinda eða átaka vegna fjárkröfunnar. Velferð þeirra væri best borgið með þeim hætti að hjónin reiddu af hendi upphæðina. Samkvæmt fyrirskipunum þess sem ákærður hefur verið átti við- komandi að útvega hluta upphæðar- innar með úttektum í bankaútibú- um í Reykjavík. Náið yrði fylgst með ferðum þeirra og að frekari fyrir mæli um afhendingu peninganna yrðu send í SMS-skilaboðum. Hjónin létu ekki segjast og leit- uðu til lögreglu, enda óttuðust þau um líf sitt og velferð. n baldur@dv.is SandgerðiSbær Situr í Skuldafenin Farið í stórar framkvæmdir fyrir hrun n Bæjarstjórinn er brattur S veitarfélagið var mjög skuld- sett, og er það enn, en við erum búin að fara í ýmiss konar hag- ræðingar og endurskipuleggja skuldir og borga upp skuld- ir,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, í samtali við DV. Sand- gerðisbær er verst statt fjárhagslega af öllum sveitarfélögum landsins. Í nýj- um sveitarstjórnarlögum má hlutfall heildarskulda af tekjum sveitarfélaga ekki fara yfir 150 prósent. Viðskipta- blaðið greindi frá því á dögunum – og vitnaði í tölur úr Árbók sveitarfélaga – að skuldastaða Sandgerðisbæjar hefði numið 313 prósentum samkvæmt árs- reikningi 2012. Sveitar félög hafa allt að tíu ára aðlögunartíma að nýju lögun- um. „Það er auðvitað ekki gott að vera svona skuldugur, en þetta er tala sem við erum með undir stjórn,“ segir Sig- rún. Engin fjárfrek verkefni á næstunni Sigrún segir að skuldastaðan hafi verið mun verri en hún rekur ástæðu þessarar skuldasöfnunar til stórra fjár- festinga sem leiddu til þess að menn sátu uppi með þessar miklu skuldir. „Það var farið í mjög mikla upp- byggingu á heilum hverfum, var mik- ið um gatnaframkvæmdir og það skil- ar sér auðvitað ekki í tekjum fyrr en byrjað er að byggja í hverfunum. Við erum með höfn sem er mjög skuldug, síðan var byggður nýr skóli og íþrótta- miðstöðin endurbyggð. Endurnýjað samkomuhús og menn gerðu samn- ing við eignarfélagið Fasteign um þessar framkvæmdir og þetta var gert fyrir hrun. Það varð ekki sú fjölgun sem menn höfðu gert sér vonir um.“ Sigrún kvaðst sátt með gang mála og lítur framtíð Sandgerðisbæjar björt- um augum. „Það eru engin mjög fjárfrek verk- efni fyrirsjáanleg. Ég er ánægð með gang mála. Við erum að vinna sam- kvæmt þessum áformum og það eru allir að róa í sömu átt um að koma þessu í gott horf.“ Þola meiri skuldir vegna Leifsstöðvar Athyglisvert er að sveitarfélag með Leifsstöð á sínum snærum eigi við ramman reip að draga fjárhagslega. Fyrirtækið er í Sandgerðisbæ og margir úr bænum starfa hjá því. Sig- rún er ánægð með að vera með öflugt fyrirtæki eins og Leifsstöð í bænum. „Við erum með fasteignatekjur frá Leifsstöð. Það er mjög gott. Við þol- um meiri skuldir heldur en margur annar.“ Sigrún tekur fram að mikið at- vinnuleysi hafi verið í Sandgerðis- bæ, en nú sé annað uppi á teningn- um og mikill vöxtur sé til að mynda í fiskvinnslu. „Það var gríðarlegt atvinnu- leysi hérna. Bæði fór herinn og svo kom hrunið, þannig að tekjurnar brustu að mestu leyti. Atvinnuleys- ið var mest átján prósent en nú það er komið í kringum fimm prósent og það er vöxtur hér í fiskvinnslu, þannig við erum bara brött,“ sagði Sigrún og útskýrir að skuldahlutfallið sé svona hátt í lok árs 2012 vegna þess að sveitarfélagið átti inni fjármagn. „Þannig við gerum ráð fyrir að það detti í tæp 240% á árinu 2013. Svo verðum við komin niður í 140% 2021. Þegar þetta skuldahlutfall er reiknað út er ekki hægt að draga frá peninga sem við eigum,“ sagði Sig- rún að lokum. n Malar gull Leifsstöð malar gull fyrir Sand­ gerðisbæ sem er þrátt fyrir það í skuldafeni. Mynd RóbERt REynisson bæjarstjórinn brattur Sigrún Árna­ dóttir er bæjarstjóri Sandgerðis. Mynd VíKuRfRéttiR Fimm skuldsettustu sveitarfélögin S an dg er ði R ey kj an es bæ r R ey kj av ík H af na rfj ör ðu r Fl jó ts da ls hé ra ð 313% 270% 268% 248% 240% Ingólfur Sigurðsson blaðamaður skrifar ingosig@dv.is „Við erum að vinna samkvæmt þess- um áformum og það eru allir að róa í sömu átt um að koma þessu í gott horf. ísafjörður Bréf var sent frá Bolungarvík til Ísafjarðar. með athugasemdum sínum við skipulagsferlið, kemur fram að þeir telji verðmæti landsins vera allt að tveimur milljörðum króna vegna möguleika á íbúðabyggð þar.“ Þá greindi lögfræðingur Eng- eyinga frá því að eigendur væru að horfa til mögulegra verðmæta sem lægju í jörðu: „Þá segir Björn Er- lendsson [lögmaður landeigenda, innsk. blm.] að fleiri verðmæti séu í húfi því tilraunaboranir bendi til þess að nýtanlegur jarðhiti sé í landinu, sem nota megi til að hita upp þá byggð sem reist verði í landi Selskarðs.“ Þann 3. október síðastliðinn var birt kynning á nýjum Álftanesvegi á vefsíðu Garðabæjar, en þar seg- ir meðal annars Garðaholt í Garða- bæ sé eitt ákjósanlegasta svæðið fyrir íbúðabyggð sem enn er óbyggt á höfuðborgarsvæðinu. Þá er sér- staklega tekið fram að nýr vegur muni ekki kljúfa íbúðahverfið sem eigendur Selskarðslandsins hyggj- ast reisa. Í kynningunni kemur fram að norðan við veginn sé gert ráð fyr- ir þjónustusvæði í landi Selskarðs. n faðir bjarna Benedikt Sveinsson er faðir Bjarna Benediktssonar en hann á jörðina með bræðrum sínum og fleiri fjölskyldumeðlimum. Egill vill peninga frá Maríu Lilju n Tjáði sig um Egil á lokuðu spjallsvæði starfsmanna Stöðvar 2 á Facebook E gill Einarsson, eða Gillzenegger eins og hann er oft kallaður, hefur kraf- ið Maríu Lilju Þrastardóttur, fréttamann á Stöð 2, um bætur vegna ærumeiðandi ummæla. Þetta herma heimildir DV sem segja Maríu Lilju hafa fengið kröfubréf frá Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni, lög- manni Egils, vegna ummælanna. Sú krafa er gerð að María Lilja borgi til- tekna upphæð til að losna við mál- sókn vegna ummælanna. Ekki er ljóst hvaða ummæli María Lilja lét falla um Egil en hún er sögð hafa viðrað þau á lokuðu spjallsvæði fréttamanna 365 miðla á Facebook. Á einhver sem hafði aðgang að þessu spjallsvæði starfsmanna Stöðvar 2 að hafa lekið þessum ummælum til Egils Einarssonar sem leiddi til þess að María fékk stefnu frá Vilhjálmi Hans vegna þeirra. Staðan á málinu er ókunn og er ekki vitað hvort Egill hafi stefnt Maríu Lilju vegna ummælanna en vitað er að hún varð ekki við þeirri kröfu að greiða honum bætur. Hvorki María Lilja né Vilhjálmur Hans vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mörg mál Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Egill Einarsson stefnir fyrir meiðyrði. Áður en kröfubréfið barst Maríu Lilju höfðu fimm kröfubréf verið send til einstaklinga vegna ummæla sem þeir höfðu látið falla um Egil. Síðast greindi DV frá því að konu á fertugs- aldri hefði verið sent kröfubréf vegna ummæla sem hún lét falla um Egil á athugasemdakerfi DV.is. Í bréfinu var konan krafin um afsökunarbeiðni og eina milljón króna í skaðabætur. Tvítug kona dæmd Fyrr í mánuðinum var hin tvítuga Ingibjörg Lilja Hafliðadóttir dæmd til að greiða Agli samtals 900 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað og þrjátíu þúsund króna sekt til ríkis- sjóðs vegna meiðyrða í garð Egils. Ummælin sem voru dæmd dauð og ómerk skrifaði Ingibjörg Lilja á síðu Facebook-hóps sem var stofnaður eftir að forsíðuviðtal birtist við Egil í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Bar hópurinn yfirskriftina: „Gillz af forsíðunni – krefjum Monitor um af- sökunarbeiðni.“ Í kjölfar dómsins stofnaði Guðný Rós Vilhjálmsdóttir Facebook-hóp þar sem hún biðlaði til netverja um að styrkja vinkonu sína vegna dóms- ins en Guðný Rós er sú sem kærði Egil og unnustu hans fyrir nauðgun en það mál var sem kunnugt er látið niður falla. Hópurinn sem Guðný Rós stofnaði til náði að safna fyrir þeim kostnaði sem Ingibjörg Lilja var dæmd til að greiða og rann afgangur- inn til Stígamóta. Stefndi listnema Þá krafði Egill einnig Inga Kristján Sigurmarsson, listnema og son fyrr- verandi þingmannsins og ráðherr- ans Álfheiðar Ingadóttur, um eina milljón króna í skaðabætur vegna myndar sem hann deildi á netinu. Á hana var búið að skrifa ásökun á hendur Agli sem lögmaður hans taldi refsiverða. Var honum stefnt vegna myndar sem hann teiknaði og birti á Instagram. Umrædd mynd er frá því Egill var í viðtali við tímaritið Monitor, en yfir hana hafði Ingi Krist- ján ritað „aumingi“ og hengt orðin „Fuck you rapist bastard“. n Í dómsal Egill Einarsson sést hér á leið í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. Egill var staddur þar eftir að hafa stefnt einstaklingi fyrir meiðyrði. Mynd SigTryggur Ari Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Fékk kröfubréf María Lilja Þrastardóttir fékk kröfubréf frá lögmanni Egils Einarssonar vegna ummæla sem hún lét falla á lokuðu spjallsvæði. desember 2011: Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu berst kæra á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans Guðríði Jónsdóttur um nauðgun þann 24. nóvember. Janúar 2012: Ríkissóknari sendir nauðg- unarkæru á hendur Agli Einarssyni og Guð- ríði aftur til lögreglu til frekari rannsóknar 30. janúar. Júní 2012: Saksóknari hjá embætti ríkissak- sóknara greinir frá því að málið gegn Agli og Guðríði hafi verið fellt niður. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Júlí 2012: Egill kærir stúlkuna og vinkonur hennar og óskar eftir lögreglurannsókn á tildrögum þess að hann var, ásamt unnustu sinni, borinn röngum sökum um svívirði- legan glæp. desember 2012: Egill Einarsson felur lögmanni sínum að senda fjórum einstak- lingum kröfubréf þar sem þeim er gefinn sá kostur að draga ummæli sín um Egil til baka, viðurkenna að þau hafi verið röng og greiða Agli hálfa milljón króna sem hann ætlar að láta renna til góðgerðamála. Júlí 2013: Embætti ríkissaksóknara tilkynnir að stúlkan og vinkonur hennar verði ekki ákærðar. Lögreglan hafði neitað að rannsaka framburð stúlknanna en ríkislögreglustjóri krafðist þess að slík rannsókn færi fram. Eftir rannsókn lögreglu var málinu vísað til ríkissaksóknara sem felldi það niður. Ágúst 2013: Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, stúlkan sem kærði Egil og unnustu hans, stígur fram í viðtali við Nýtt Líf og lýsir sinni reynslu af samskiptum sínum við parið sem leiddi til þess að hún kærði það fyrir nauðgun. September 2013: Egill birtir ítarlega grein á vefmiðlinum Pressunni þar sem hann greinir frá kvöldinu sem hann og kærasta hans, Guðríður Jónsdóttir, hittu Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur. Þar birtir Egill gögn, ljósmyndir, læknaskýrslur og vitnisburð úr rannsókn málsins. September 2013: Þann 28. september fær kona á fertugsaldri afhent kröfubréf frá lögmanni Egils vegna ummæla sem hún lét falla um Egil í athugasemdakerfi DV.is. Er konan krafin um afsökunarbeiðni og eina milljón króna í miskabætur. Október 2013: Ummæli hinnar tvítugu Ingi- bjargar Lilju Hafliðadóttur um Egil Einarsson eru dæmd dauð og ómerk. Er hún dæmd til að greiða rúmar 930 þúsund krónur í sakarkostnað og í kjölfarið setur Guðný Rós af stað söfnun. Þar safnast upp í kostnað Ingibjargar Lilju og var afgangurinn látinn renna til Stígamóta. Október 2013: María Lilja Þrastardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, fær afhent kröfu- bréf frá lögmanni Egils vegna ummæla sem hún lét falla um Egil á lokuðu spjallsvæði. Brátt tvö ár liðin frá kæru á hendur Agli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.