Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 56
Hæg eru heima­ tökin! Atli Fannar genginn út n Atli Fannar Bjarkason, einn heitasti piparsveinn landsins og aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, er genginn út. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Séð og heyrt en þar kemur fram að sú heppna sé Lilja Kristjánsdóttir, 23 ára starfs­ maður hjá Nova. Atli Fannar var valinn einn af þrettán heitustu piparsveinum í umfjöllun DV í febrúar síðastliðnum og því hef­ ur Lilja aldeilis dottið í lukku­ pottinn. Talnaglöggur Kristinn n Fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson lætur gjarnan til sín taka á Facebook, sem annars staðar. Hann hefur reiknað út, að samkvæmt nýjustu fylgistölum stjórnmálaflokkanna hafi hvorki fleiri né færri en 18.469 kjósend­ ur snúið baki við Framsóknar­ flokknum, eða „áttað sig á því að þeir voru hafðir að fíflum.“ „Aðeins 5.804 kjósendur Sjálfstæðisflokks hafa komist að sömu niðustöðu. Er þetta tölfræðileg sönnun þess að kjósendur Framsóknar­ flokksins séu al­ mennt bet­ ur gefnir?“ spyr hann. Gott verð til Búdapest n Þorsteinn Már Baldvinsson, for­ maður stjórnar Síldarvinnsl­ unnar, gerði vel við starfsmenn fyrirtækisins á dögunum. Vinnslan bauð öllu starfsfólki, 360 manns á árshátíð til Búda­ pest, eins og DV greindi frá á miðvikudag. Hann sagði við DV að ferðin hefði sannarlega verið þess virði. Spurður um kostn­ að sagðist hann reikna með að Icelandair hefði „gefið okkur gott verð“. Líklega er það ekki fjarri lagi. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, var fram­ kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar um árabil, frá árinu 1999– 2005. Hann hefur líkega ekki okrað á gömlum vinnuveit­ anda. V ið vonuðumst til að það yrði fjölmennt en við þorðum ekki að vona að mætingin yrði svona góð,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Fyrir­ tækið stóð á miðvikudagskvöld fyrir fyrirlestrum í Háskólabíói þar sem íslenskir afreksmenn, þau Vilborg Arna Gissurardóttir suðurpólfari og Leifur Arnar Svavarsson Everestfari, fluttu framsögu. Húsfyllir var í Háskólabíói, yfir þúsund manns mættu og hlýddu á magnaðar frásagnir þeirra beggja af ævintýrum sínum í hálfan þriðja klukkutíma. Helgi Rúnar segir að flestir hafi fengið sæti en einhverjir hafi ef til vill þurft að koma sér fyrir úti við veggi eða í tröppum. Frábært hafi verið að upplifa þann áhuga og þá stemmingu sem myndaðist. „Þau eru einstakt afreksfólk bæði tvö,“ segir Helgi Rúnar og rifjar upp að Vilborg Arna hafi með ferð sinni á suðurpólinn safnað 37 milljónum fyrir styrktarfélagið Líf. „Í sinni fram­ sögu tók hún fyrir blöndu af ferða­ sögu sinni og markmiðasetningu. Hún fjallaði um hvernig nýta mætti þá tækni í lífinu sjálfu.“ Fulltrúi DV sem var í salnum segir að Leifur hafi sagt frá sinni för upp norður­ hlíð Everst á sérstaklega grípandi og áhugaverðan máta auk þess að sýna hrikalegar myndir. Fyrirlestrarnir hafi verið áhugaverðir en ólíkir. Slysavarnafélagið Landsbjörg var einnig á staðnum og kynnti upp­ lýsingavef Safetravel.is um örugga ferðamennsku á Íslandi. Helgi segir að þau hafi bæði leitað til 66°Norður þegar kom að því að búa sig fyrir ferðirnar. Fyrirtækið hafi til að mynda sérsaumað dúnsam­ festing á þau bæði. „Við höfum klætt þau upp í þessar ferðir og auk þess reynt að hjálpa þeim að safna fjár­ magni til að gera þeim þetta kleift.“ n „Þau eru einstakt afreksfólk“ n Húsfyllir var á fyrirlestri Vilborgar og Leifs Arnars í Háskólabíói Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 25.–27. oKtóBer 2013 121. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Húsfyllir Leifur, Vilborg og Helgi í Há- skólabíói. Fullt var út úr dyrum í salnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.