Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 47
djúpt lag af snjó og það var til gæfu að það reyndist auðvelt að útbúa skjólið. Ég held stundum að við höfum verið færð til á þennan stað henni til björg­ unar.“ Tæmdu bakpokana Hópurinn var nú allur kominn til Sig­ ríðar og hver og einn fann sér hlut­ verk, fundu fatnað og búnað til að verja hana kulda og óþægindum. Öllu sem hægt var tína til var vafið utan um hana og göngufélagarnir tæmdu meira að segja nokkra bakpoka til þess að einangra Sigríði betur frá jörðu. „Fljótlega fór að snjóa og þá beint framan í hana þar sem hún lá og mað­ ur varð að hlífa andlitinu og þarna varð manni ljóst að við gætum aldrei einangrað hana alveg frá kuldanum svo maður lagðist ósjálfrátt við hlið hennar og grúfði sig yfir hana til að verja hana gegn veðrinu,“ segir Bára. Slösuð niður brekkuna Þau skiptust á, tvö til þrjú í senn, að liggja við hliðina á henni og halda utan um hana til að halda á henni hita í frostinu. Hún hefði illa haldið líkamshitanum þrátt fyrir að vera vafin rækilega inn í allt tiltækt. Ál­ poka, peysur, vettlinga og fleira. Bára segir þessar stundir ógleymanlegar. Þau stöppuðu stálinu í hvert ann­ að og héldu Sigríði heitri. „Við tók­ um eftir bjúgsöfnun á augnlokunum sem benti til höfuðkúpubrots aftan á hnakka. Við létum Jón Gauta vita svo það væri hægt að gera ráð fyrir þessu á slysadeild. Það var þarna sem við áttuðum okkur á alvarleikanum til fulls og óttinn var algjör.“ Flutt niður á börum Það var ekki nema klukkutími liðinn frá slysinu þegar þyrlan sveimaði yfir hópnum og leitaði lendingarstaðar. Eins og Sigríður sagði frá þá þurfti þyrlan frá að hverfa vegna veðurs og hún missti lífsviljann um stund. Hópnum varð ljóst að hjálpin bærist ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma og þurfti nú að takast á hendur þrekvirki. Að flytja Sigríði alvarlega slasaða með aðstoð björgunarsveitarmanna úr rúmlega 800 metra hæð niður snar­ bratta brekkuna. Veður fór versnandi og snjóflóðahætta neðar í hlíðunum. Bára og Jón Gauti fylgdu Sigríði alla leið og þau trufluðu hana stöðugt til að kanna meðvitund og áttun. „Ég get ekki lýst því með orðum hvernig okkur leið þegar við sáum björgunarsveitarmennina og íslensku fjallaleiðsögumennina komna til okk­ ar. Þeir höfðu komið með björgunar­ sveitarmönnum okkur til stuðnings.“ Fékk ekki frið Flutningurinn niður brekkuna og í þyrluna sem beið neðst við ræt­ ur fjallsins er Sigríði minnisstæður. „Sem betur fer fékk ég ekki frið fyrir þessu fólki. Ég man eitthvað eftir ferðinni niður en það er allt í móðu. Ég veit að tilgangurinn var að halda mér í meðvitund. Þegar búið var að flytja mig niður á jafnsléttu var veður enn það slæmt að þyrlan gat ekki lent. Því var ég hífð upp í hana og það tók mikið á mig.“ Engill Sigríður þraukaði þyrluferðina erfiðu og var færð á gjörgæslu til aðhlynn­ ingar. „Ég man eftir tilfinningunni að komast í hita. Svo þurfti að sauma á mér hausinn. og mynda mig hátt og lágt. Þegar búið var að gera að sárum mínum og meiðslum fékk ég loksins að sjá fjölskylduna mína.“ Sigríður hikar á meðan hún rifjar upp. „Það var ólýsanleg upplifun að sjá manninn minn og dætur. Ég var búin að ákveða að ég sæi þau aldrei aftur. Vinkona mín að austan var í fylgd með þeim og þá vissi ég að að þeim hefði verið hlúð í hryllilegri bið og óvissu. Þegar ég sá hana, þá segi ég alltaf að ég hafi séð engil.“ Fékk heimsóknir frá fjallafólki Sjúkrahúslegan var ekki löng, hún var einn sólarhring á gjörgæslu og fór heim á sjötta eða sjöunda degi. Sigríður fór fljótt á stjá. „Ég fór fljótlega að hreyfa mig. Fór að ganga í kringum húsið í fylgd eiginmannsins. Ég hafði lítið jafn­ vægi og var óörugg en fjallafólkið mitt var duglegt að heimsækja mig og ræða við mig um líðan mína og slysið. Stappa í mig stálinu. Ég var vafin inn í bómull á þessum tíma.“ Komin aftur á fjöll Þrátt fyrir að hafa lent í lífshættu og fengið alvarlega áverka var Sigríður farin að ganga á fjöll aðeins nokkrum mánuðum eftir slysið. „Auðvitað ætlaði ég aldrei aftur á fjall. Það var mín fyrsta hugsun. Ég bý hérna og hef Esjuna og Úlfarsfellið fyrir aug­ unum og á einhverjum tímapunkti hugsaði ég; ég verð að prófa. En bara á sumrin og í góðu veðri. Ég gerði það, rölti aðeins upp í Úlfarsfellið og aftur til baka. Fyrstu gönguna fór ég svo með félögum mínum einum og hálfum mánuði seinna. Við fórum upp í Hafnarfjall og það var ólýsanlegt. Ég áttaði mig þar fyrst á því að ég var í heilu lagi. Ég fór ekkert alla leið en það skipti máli að hitta þau og vera með þeim.“ Glímir við óttann Nú tekur eiginmaður hennar ríkan þátt í fjallgöngum. „Hann fór að ganga með mér um vorið og í fyrstu löngu göngunni sem við fórum í þurfti ég að horfast í augu við ótt­ ann. Við lentum í vondu veðri á Heiðarhorninu í lok maí. Mér var hent út í aðstæðurnar sem ég vildi forðast. Ég stóð þarna og gat mig hvergi hrært og upplifunin frá slys­ inu sótti á mig.“ Þakkar félögum lífgjöfina Hún hefur allan vara á sér í dag og hefur gengið ótrauð með hópnum sínum. Hún þakkar göngufélögum sínum lífið, verndina og leiðina til bata. „Ég hef alltaf varann á mér. Ég er með veðurspána fyrir augunum alveg fram á síðustu stundu. Í dag er ekkert farið ef veðurspáin er ekki þokkaleg. Ég er búin að ganga ótrauð með hópnum mínum síðan. Það er þeim að þakka að ég gat haldið áfram. Stundum er hlegið að því hver ætli nú að „passa“ mig þegar maðurinn minn kemst ekki með. Það var alltaf einhver sem gekk við hliðina mér eða fyrir neðan til að veita mér vernd. Þau héldu utan um mig, þau hrósaðu mér. Ég þurfti stundum að stoppa og öskra og gráta en þá var bara stöðv­ að og haldið utan um mig. Það eru margir sem skilja ekkert í mér en það er svo yndislegt að ganga úti í fallegri náttúrunni og ég læt ekki taka það af mér. Það er líka mjög sérstakt að eiga sér bjargvætti og eiga þeim lífið að launa.“ Bára göngufélagi Sigríðar á loka­ orðin: „Sú staðreynd fylgir okkur um ókomna tíð að þarna hefði get­ að farið enn verr. Þessi lífsreynsla hefur mótað okkur til lífstíðar.“ n Lífsstíll 47Helgarblað 25.–27. október 2013 „Þá vildi ég loka augunum og deyja“ Hjálpin komin Björgunarsveitarmenn komnir til hjálpar og Sigríður sett á börur. Hlúð að Sigríði Félagarnir skiptust á að halda hita á Sigríði í skjólinu. Á slysstað Þessi mynd er tekin skömmu eftir slysið. Félagar hennar eru farnir að útbúa skjól. Sigríður Hér sést Sigríður á leiðinni upp fjallið. Veður farið að versna. Falleg leið Leiðin upp á Skessuhorn er falleg. Hér er gönguhópurinn á uppleið áður en illviðrið skellur á. „Það er svo yndislegt að ganga úti í fallegri náttúr- unni og ég læt ekki taka það af mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.