Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 28
28 Umræða 25.–27. október 2013 Helgarblað M ig langar að minnast með fáeinum fátæklegum orðum Magnúsar Thoroddsen, vinar míns, fv. forseta Hæstaréttar, eins merkasta og virðingarverðasta lögfræðings Íslands um sína daga frá mínum bæjardyrum séð. Hann er nú fallinn frá, 79 ára að aldri. Út- för hans fór fram í gær. Lög, réttur og lýðræði Ég kynntist Magnúsi Thoroddsen og fjölskyldu hans barn að aldri og fylgdist æ síðan með Magnúsi og störfum hans, fyrst sem lögmanns og síðan sem hæstaréttardómara. Dómar hans þóttu óvenjulega vel skrifaðir, skýrir og hnitmið- aðir. Magnús markaði sér þá sér- stöðu, að hann starfaði sem lög- fræðingur hjá Mannréttindanefnd Evrópu í nokkur ár, áður en hann tók til starfa sem dómari í Hæsta- rétti Íslands 1982. Ég þykist vita, að reynslan af starfi hans að mann- réttindamálum úti í Evrópu hafi víkkað sjóndeildarhring hans. Ég kynntist því af mörgum fróðlegum samtölum við Magnús um lög- fræði, að heimur laganna snerist í huga hans ekki um tæknileg atriði einvörðungu, heldur einnig um réttlæti, á evrópska vísu, um lög og rétt – og lýðræði. Eftir að hann hætti störfum í Hæstarétti 1989, markaði Magnús Thoroddsen sér að auki þá mikil- vægu og sjaldgæfu sérstöðu meðal fv. hæstaréttardómara og annarra fyrrum hátt settra embættismanna, að hann lét meðfram lögmanns- störfum sínum brýn þjóðmál á sínu sviði til sín taka líkt og t.d. Ólafur Ólafsson fv. landlæknir hefur gert. Merkasta framlag Magnúsar að þessu leyti varðaði fiskveiðistjórnar löggjöfina og fisk- veiðistjórnarkerfið, sem hann taldi hvorki standast stjórnarskrá Ís- lands né skuldbindingar Íslands skv. alþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum. Magnús birti margar prýðilegar ritgerðir m.a. í Morgun- blaðinu, þar sem hann gerði grein fyrir lögfræðihlið kvótamálsins og skýrði mannréttindabrotin, sem óbreytt ástand felur í sér. Svona eiga sýslumenn að vera Magnús gerði meira. Hann lagði ásamt öðrum grunninn að örlagaríkri málsókn tveggja sjó- manna, Erlings Sveins Haralds- sonar og Arnar Snævars Sveins- sonar, gegn íslenzka ríkinu. Þeirri málsókn lyktaði með frækilegum sigri sjómannanna fyrir mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna 2007. Íslenzka ríkið á eftir að bregðast til fulls við bindandi áliti mannréttindanefndarinn- ar, því ríkið hefur hvorki numið mannréttindabrotaþáttinn burt úr löggjöfinni né greitt sjó- mönnunum bætur svo sem mann- réttindanefndin mælti fyrir um. Magnús Thoroddsen stóð með fólkinu í landinu gegn forréttind- um handa fámennum hópi manna. Svona eiga sýslumenn að vera. Mannréttindanefndin lét málið gegn íslenzka ríkinu niður falla 2012 með fyrirvara og skírskotun m.a. til þess, að ríkið hefði lofað nýrri stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Alþingi sýnir þó ennþá engin merki um að ætla sér að standa við loforð ríkis- ins. Mannréttindanefnd SÞ gæti því þurft að taka málið upp aftur. Mikill lögfræðingur af lífi og sál Sérstaða Magnúsar Thoroddsen lýsti sér einnig vel í því, að hann bauð sig fram til setu á stjórnlaga- þingi 2010, einn fv. hæstaréttardóm- ara. Litlu munaði, að Magnús næði kjöri. Magnús reyndist ráðhollur, þegar frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var í smíðum, ekki bara um efni og orðalag ákvæðisins um auðlindir í þjóðareigu, held- ur einnig um önnur ákvæði frum- varpsins og verkið í heild. Minningin um Magnús Thoroddsen lifir, mikinn lög- fræðing af lífi og sál. Ég sendi Sólveigu Kristinsdóttur konu hans og börnum þeirra, Sig- urði, Gerði og Þóru Björgu og fjöl- skyldum þeirra, hjartans kveðj- ur mínar, óskir og þakkir og okkar Önnu beggja. n A ndlát Magnúsar Thorodd- sen, hæstaréttardóm- ara og síðar starfandi lögmanns, er ekki að- eins þungbært hans nánustu. Það veitir almennum Íslendingum, hvar sem þeir búa, tilefni til íhugunar um mann sem var lögfræðingur í hinni sönnu og góðu merkingu þess starfsheitis. Fráfall hans er þeim skaði. Lög- fræðingar af hans tagi fást við að beina deilum manna í þekktan far- veg og leysa úr þeim í samræmi við fyrirfram kunnar reglur, hver sem í hlut á. Þeir gegna starfi friðar og farsældar. Það er fjarri þeim, þótt vel kunni að gefa í aðra hönd og vera til titla og starfsöryggis fallið, að dikta upp, í nafni lögfræði, rétt- lætingar fyrir uppátækjum valda- manna í samlífi við hagsmunasam- tök, eða að búa til nýja lögfræði úr mistökum þeirra. Ferill Magnúsar var að því leyti óvenjulegur, eins og margir muna, að hann lét af störfum sem hæstaréttardómari eftir að stjórnmálaforkólfur nokkur sló sig til riddara með ásökunum í hans garð. Vegir örlaganna eru torráðnir, og vil ég leyfa mér að líta svo á, að það atvik hafi verið Magnúsi mikil gæfa. Það varð ekki hlutskipti hans að gegna embætti hæstaréttardómara á tímum auð- lindasjálftöku og einkavinavæð- ingar. Hann var ekki í stöðu þeirra hæstaréttardómara sem töldu sig verða að bylta grundvallarreglum samfélagsins til að halda frið við stjórnmálamenn. Sá lögfræðingur er sæll, sem ekki þarf að vinna slík verk. Hann bauð sig fram til setu á stjórnlagaþingi, væntanlega vegna þess að sem lögfræðingur áttaði hann sig á hvernig komið er fyrir íslenskri stjórnskipun. Hann vildi veita kost á þekkingu sinni og reynslu til uppbyggingarstarfs sem er íslenskum almenningi nauðsyn, en aðrir vilja síst að unnið verði. Það er sjálfsagt til marks um sýn hins almenna Íslendings á lög- fræðinga sem starfsstétt, og skiln- ing hans á mikilvægi þekktrar og virtrar stjórnskipunar, að Magnús skyldi ekki hafa náð þar kjöri. En það eru ekki lögfræðingar af Magn- úsar tagi, sem lagt hafa grundvöll að þeim viðhorfum. Að mínu áliti var Magnús gæfu- maður. Við getum sótt til hans fyrir mynd um hófsemi og kurteisi, jafnvel andspænis hróplegri lög- leysu þeirra sem þó ber helst að fara að lögum. Við getum einnig sótt til hans fyrirmynd um heiðar- leika, ekki aðeins gagnvart öðrum, sem flest fólk þó sýnir, heldur líka, sem enn meiri kröfur kann að gera, heiðarleika gagnvart sjálfum sér. n Lögfræðingur af lífi og sál Sannur lögfræðingur fallinn frá „Minningin um Magnús Thoroddsen lifir, mikinn lögfræðing af lífi og sál. „Við getum sótt til hans fyrirmynd um hóf- semi og kurteisi. Minning Þorvaldur Gylfason Minning Lúðvík Emil Kaaber Höfundur er lögfræðingur H eilbrigðismál og ástand heilbrigðiskerfis okkar hefur verið mikið í um- ræðunni að undanförnu og þá sérstaklega ástand Landspítalans. Einnig hefur verið bent á að heilbrigðiskerfið hér á landi sé þrátt fyrir peningaskort síst ódýrara í rekstri en hjá þeim lönd- um sem við viljum miða okkur við. Og það þrátt fyrir að laun heilbrigð- isstarfsmanna séu mun lægri hér en í viðmiðunarlöndunum. Orsakir þessa mikla kostnað- ar eru að sumu leyti augljósar: Ís- lendingar nota í meira mæli dýrari heilbrigðisþjónustu en þar sem ég þekki á hinum Norðurlöndunum, annaðhvort vegna skorts á ódýr- ustu þjónustunni, þ.e. hjá frum- heilsugæslunni, eða vegna auðvelds aðgengis að sérgreinafræðingum á landinu, og spítölunum líka. Það er t.d. furðulegt að engin læknavakt sé opin að nóttu til á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu, og því aðeins bráðamóttaka Landspít- alans aðgengileg, en hún er auð- vitað margfalt dýrari í rekstri en heilsugæslan. En það er ekki bara um nætur sem fólk leitar til bráða- móttökunnar, það leita átta sinnum fleiri Íslendingar á bráðamóttöku LHS en á svipaðar móttökur í Noregi. Sérgreinafræðingar eru mjög margir og það þarf enga tilvísun til að komast til þeirra. Mjög oft er það svo að sjúklingar ganga til þeirra í reglulegt eftirlit, eitthvað sem heim- ilislæknir gæti vel séð um (heimilis- læknar eru jú allflestir sérfræðingar). Þetta sýnist mér einnig oft eiga við göngudeildir spítalans. Orsök þessa má að miklu leyti rekja til ástands frumheilsugæslunn- ar sem er, eða ætti að vera, máttar- stólpi heilbrigðiskerfisins en ekki LHS eins og sumar kalla spítalann (nær að kalla hann kórónuna, en hún er nánast í rústum.) Með almennilegri og skilvirkri frumheilsugæslu myndu sparast miklir peningar; bæði fyrir Landspít- ala, sjúklinga og skattborgara. Það bæri því að byrja á heilsugæslunni, sem myndi létta álaginu af LHS og rétta fjárhag spítalans. En þar sem ástandið hjá LSH er orðið enn verra þarf að byrja þar. Norðmenn voru í svipuðum vanda og við þegar þeir settu lög um að allir íbúar landsins hefðu rétt á ákveðnum heimilislækni „fastlege“ 2001. Stjórnvöld sömdu við lækna- samtök og sáu til þess að kerfið yrði ekki dýrara en það var fyrir. Sveitar- félögin bera svo ábyrgð á að ráða lækna og bera almennt ábyrgð á að starfsemin sé í lagi. Eftir 45 ára starf sem heimilis- læknir í ólíkum kerfum á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að af öllu þessu stendur fastlegeordn- ingen norska upp úr. Hver lækn- ir rekur sinn „praksis“, sem ég vil kalla einyrkja einkarekstur en ekki einkavæðingu eins og sumir vilja kalla svona rekstur. Og samkvæmt minni reynslu er það langsamlega skilvirkasta kerfið. Smæð íslensku þjóðarinnar og strjálbýli á náttúrulega sinn þátt í auknum kostnaði við heilbrigðis- kerfið. Þess vegna er kannski athug- andi hvort ekki sé hagkvæmt að senda til útlanda sjaldgæfustu og erf- iðustu sjúkdómstilfellin. Ég held að það sé rétt að huga að þessu og held raunar að það verði gert í meira mæli eftir því sem sérmenntun eykst. n Sparað hjá LSH Aðsent Þorvarður Brynjólfsson fv. heimilislæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.