Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 36
36 Fólk 25.–27. október 2013 Helgarblað Skrifaði leikrit um Sesselju Sesselja Guðmundsdóttir stofnaði Sólheima fyrir um 90 árum og var einstök á sínu sviði. Edda skrif- aði leikrit um ævistarf hennar árið 2010. „Ég féll svo fyrir sögunni hennar. Hún er fyrsta manneskjan á Norðurlöndunum sem stundar lífræna ræktun og í trássi við allt og alla. Barnaverndarnefnd sætti sig til dæmis ekki við að hún var að blanda saman „fávitum og heilbrigðum“ eins og fólk með þroskafrávik var kallað í þá daga. Þetta þótti hreinlega glæpsamlegt. Þar að auki var hún að láta þau éta gras! Fólk þekkti svo lítið græn- meti á þessum tíma. Svo geisuðu pestir um allt land og börn í nærliggjandi sveitum dóu unn- vörpum á meðan að börnin henn- ar Sesselju voru hraustustu börnin á Íslandi.“ Hitti kærastann í matarboði Edda segist hafa verið fegin að mörgu leyti yfir því að kynnast manni sem vissi ekki hver hún er. „Hann var búinn að búa í Ameríku frá því að hann var tvítugur og hafði aldrei heyrt minnst á mig. Hann er hálfur Íslendingur, einn fjórði Frakki og einn fjórði Egypti. Þegar við rákumst á hvort ann- að í matarboði fyrir þremur árum þá horfði hann bara á mig tómum augum. Hann var hér í gamla daga í popphljómsveit og ég mundi eftir honum en hann mundi ekkert eftir mér.“ Kveikti í kærastanum „Hann bauð mér loksins á deit en þá náði ég að klúðra því svo rosa- lega að ég heyrði ekki í honum aftur í mjög langan tíma á eftir. Ég kveikti nánast í honum og ruddi um öll- um veitingastaðnum. Ég er svolítið seinheppin nefnilega. Töskurnar mínar rákust í alls kyns muni þarna inni sem lágu eins og hráviði um allt gólf. Ég lagði óvart flíkurnar hans og töskuna ofan á sprittkerti sem var þarna á staðnum og áttaði mig ekki á því að ég var búin að eyðileggja þetta fyrr en konan á næsta borði fleygði sér á borðið okkar og barði í logandi töskuna. Ofan á allt annað hafði ég mætt í öfugum kjólnum og hann endaði á því að toga svona varlega í merki- miðann og spyrja hvort þetta ætti að vera utan á! Í hans augum var ég bara kona sem varð mér til óbæri- legrar skammar.“ Fór tárvot heim „Ég fór bara tárvot heim og skamm- aðist mín hroðalega fyrir að hafa rústað þessu deiti algjörlega og eyðilagt fötin hans, hálfan veitinga- staðinn og eins og fífl verið í öfugum kjólnum. Ég ætla ekki einu sinni að nefna hversu fáránlegt það var að stinga upp á heilsuveitingastað með salatbar þar sem gumsið fest- ist undantekningarlaust á milli tannanna á manni. Þarf ég að taka það fram að ég missti auðvitað skál- ina líka í gólfið og allt fór út um allt?“ Pyntingaraðferðir „Ég held að það það hafi þurft að beita pyntingaraðferðum til að fá hann til þess að þora að fara aftur á deit með mér og þá skipulögðu vinkonur okkar boð til þess að við myndum örugglega hittast aftur. En það liðu margir mánuðir áður en hann þorði að láta sjá sig einhvers staðar með mér einni. Við erum í fínu sambandi í dag – því það er mátulega mikið. Ég er ekkert að troða honum um tær. Ekki er ég að láta mér detta í hug til dæmis að við séum í of mikl- um samskiptum eða fari í sam- búð eða eitthvað svoleiðis. Það væri örugglega disaster. Við erum bara enn að deita og það er rosa- lega skemmtilegt. Það viðheldur róman tíkinni.“ Kærastinn fékk sjokk Blaðamaður er þegar hér er komið sögu grenjandi úr hlátri yfir frásögn Eddu. Þá veltir maður fyrir sér að nú er Edda Björgvins ein af ástsæl- ustu leikkonum landsins. Hvenær áttaði maðurinn sig á því að hann væri að deita stórstjörnu? „Við vor- um búin að vera að hittast í nokkra mánuði þegar að hann hringdi allt í einu í mig í algjöru sjokki. Þá var lítið búið að fara fyrir mér í einhvern tíma en um jólin var verið að sýna kvikmyndir í sjón- varpinu eins og Stella í orlofi, Perl- ur og svín og svona. Hann spurði; fyrirgefðu, ert þú bara þjóðareign? Það var enginn að fræða hann neitt sérstaklega um það hver ég væri vegna þess að hann er bara mjög rólegur maður og þetta hefði bara hreinlega hrætt hann.“ Safnar í Gleðibankann „En svo var það bara ég og brussu- skapurinn minn sem hræddi hann upp úr skónum þarna í byrjun. Ég fékk reglulega andnauð bara við tilhugsunina um þennan atburð á fyrsta deitinu lengi eftir á. Vinkonur mínar hlóu svo brjálæðislega mikið yfir þessu að ég smám saman öðl- aðist húmor fyrir þessu öllu saman. En þetta er svolítið dæmigert fyrir líf mitt. Mjög stór hluti af lífi mínu er svona hamfarir í daglegri um- gengni. Ég held að ég hafi þegið það með þökkum að ég hafi dottið inn í gamanleik bara til þess að geta gert grín að öllum mínum brestum og hrakföllum. Þá er svo mikið auð- veldara ef maður getur hlegið að þessu.“ Lukkunnar pamfíll Edda segist hafa þróað með sér já- kvætt viðhorf til lífsins þegar hún lítur til baka og er þakklát fyrir bæði sorg og gleði sem hafa litað daga hennar. „Þegar að ég lít yfir líf mitt þá finnst mér ég svo ótrúlega hepp- in og mikill lukkunnar pamfíll. Ég fengið svo margar gjafir, til dæmis hef ég ekki þurft að glíma við neina sjúkdóma. Auðvitað missir maður fólkið sitt og maður gengur í gegnum skilnað, ég meina hver gerir það ekki. En svo er ég svo heppin að ég á ennþá pabba minn sem er svo mikill engill, ég þakka fyrir hvern einasta dag sem ég hef hann. Ég átti yndislega mömmu sem varð 83 ára. Ég er nú svo hepp- in að maðurinn sem ég var gift í 30 ár er besti vinur minn í dag. Svo á ég yndisleg börn og ótrúlega góða vini. Hversu heppinn getur maður verið. Ef maður miðar lífsreynslu sína við til dæmis þá sem missa börnin sín þá finnst mér mað- ur ekki hafa rétt á að tala um ein- hver áföll. Auðvitað er sárt að missa mömmu, jafnvel þótt hún hafi á vissan hátt eflaust verið fegin að fá hvíldina, en það er sárt. Mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm. Þegar ég lít yfir líf mitt þá er ég óendanlega rík þótt auðvitað sé þar fullt af hversdagslegum verkefnum sem bara allir þurfa að takast á við. Ég dáist einstaklega mikið að fólki sem getur tekist á við alvarleg áföll í lífinu með kærleiksríku viðhorfi og haldið áfram með sitt.“ Aðdáandi Patch Adams Að sögn Eddu er óumdeilt að já- kvæður húmor hafi jákvæð áhrif á vinnustöðum en þó hafa engar mælanlegar rannsóknir verið fram- kvæmdar hérlendis nema þá henn- ar eigin. Takmarkað er af rann- sóknum erlendis en hún bendir áhugasömum á Patch Adams sem notar húmor í starfi sínu sem læknir en hann kom til Íslands fyrr á þessu ári. „Fyrir mér var þetta bara eins og ef Bítlarnir væru að koma, ég er búin að lesa svo mikið eftir hann og vitna svo mikið í hann,“ segir Edda sem gantast með að hafa getað hugsað sér að kasta nærbuxunum af sér upp á svið til hans, slíkur að- dáandi væri hún. Vill rannsaka húmor betur „Það eru engar rannsóknir til á Ís- landi. Einu rannsóknirnar um gildi húmors á vinnustað eru þær sem ég hef gert. Næsta skref hjá mér er að finna flott fyrirtæki sem vill vinna með mér og leyfa mér að gera tilraunir með gleði, húmor og ham- ingju inni í einu fyrirtæki og fylgja því eftir.“ Vantar fleiri tíma í sólarhringinn Nóg er framundan hjá Eddu okkar Björgvins en hún vinnur nú að eig- in sögn að risastóru framtíðar- verkefni sem er leiklistartengt en má ekki greina frá að svo stöddu, en vinna við leikhúsverkið er þegar hafin. „Sólarhringurinn er of stuttur fyrir minn smekk,“ segir Edda brosandi með bjart blik í aug- um að lokum. n „Maður getur notað húmor bæði til að gleðja og meiða Væri dáin úr skömm „Það er svo gott að geta hlegið að sjálfum sér. Ég væri dauð úr skömm ef ég gæti ekki hlegið að öllum pínlegu atvik- unum sem ég hef lent í yfir ævina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.