Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 20
20 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað 18 Njörður O. Geirdal 74 ára Eignir: 415 milljónir kr. Búseta: Bláskógabyggð n Njörður er eigandi Galtalækjar og menntaður arkitekt. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Snorradóttur. 19 Selma Jóhannsdóttir 73 ára Eignir: 408 milljónir kr. Búseta: Vestmannaeyjar n Selma er ekkja Gunnars Jónssonar sem lést fyrr á árinu. Árið 1975 keypti hann Ísleifsútgerðina ásamt fleirum og var skipstjóri á nýjum Ísleifi allt til ársins 2004 þegar þeir seldu Vinnslustöðinni reksturinn. 20 Arna Alfreðsdóttir 51 árs Eignir: 391 milljón kr. Akureyri n Arna er fyrrverandi eiginkona Baldurs Guðnasonar sem er ofar á lista. Ætla má að auðæfi hennar megi rekja til skilnaðarins. 21 Þórólfur Gíslason 61 árs Eignir: 372 milljónir kr. Skagafjörður n Framsóknarmaðurinn Þórólfur Gíslason stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki. Hann hefur persónulega hagnast gífurlega síðastliðin ár á ýmsum hlutabréfa- viðskiptum. Hann er kvæntur Andreu Dögg Björnsdóttur. 22 Ellert Vigfússon 58 ára Eignir: 356 milljónir kr. Búseta: Ásahreppur n Ellert er framkvæmdastjóri Sjóvíkur og fyrrverandi forstjóri Icelandic USA & Asia sem var selt fyrir nokkrum árum. Ellert er kvæntur Jóhönnu Sigríði Njálsdóttur. 23 Guðjón Stefán Guðbergsson 70 ára Eignir: 356 milljónir kr. Búseta: Rangárþing eystra n Guðjón Stefán er fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteigna- og fram- kvæmdasviðs gamla Olíufélagsins. Hann græddi töluvert á hlutabréfavið- skiptum í Olíufélaginu. Hann er kvæntur Sigríði Hjartar sem er fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins. 24 Hjálmar Þór Kristjánsson 55 ára Eignir: 354 milljónir kr. Búseta: Snæfellsbær n Hjálmar Þór er aðaleigandi KG fiskverkun (Hellissandur). Hann er sonur Kristjáns Guðmundssonar sem stofnaði Brim hf. árið 1998 er hann skipti rekstri sínum á Rifi. Í dag er Hjálmar annar eigenda Brims hf. ásamt bróður sínum Kristjáni Guðmundssyni sem hefur verið töluvert meira í sviðsljósinu. Hjálmar er kvæntur Lydíu Rafnsdóttur. 25 Guðjón B. Steinþórsson 66 ára Eignir: 331 milljón kr. Búseta: Akureyri n Stofnaði húsgagnaverslunina Vörubæ ásamt föður sínum Steinþóri Jensen árið 1975. Hann seldi verslunina árið 2006. 26 Gunnar Ásgeirsson 70 ára Eignir: 326 milljónir kr. Búseta: Sveitarf. Hornafjarðar n Gunnar Ásgeirsson er stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess og situr í stjórn LÍÚ fyrir hönd þess fyrirtækis. Sagt hefur verið að Skinney-Þinganes sé fjölskyldufyrirtæki Hall- dórs Ásgrímssonar. Fyrirtækið hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna árið 2011 og fengu hluthafar 367 milljónir í arð. Gunnar er kvæntur Ásgerði Arnardóttur. 27 Einar Björn Einarsson 48 ára Eignir: 322 milljónir kr. Búseta: Sveitarf. Hornafjarðar n Einar Björn er staðarhaldari á Jökulsárlóni og er eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlón ehf. Fyrirtækið siglir með ferðamenn á Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi. Einar er auk þess eigandi Pakkhússins. Einar Björn er kvæntur Evu Sveinbjörgu Ragnarsdóttur. 28 Bjarni Bjarnason 54 ára Eignir: 319 milljónir kr. Búseta: Akureyri n Bjarni hefur lengi starfað sem skipstjóri og rak útgerðarfélag í samstarfi við Sverri heitinn Leósson. Þeir gerðu út Súluna þar til hún var seld árið 2007. 29 Bjarni Aðalgeirsson 69 ára Eignir: 304 milljónir kr. Búseta: Norðurþing n Bjarni er eigandi og framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Langaness hf. Hann er framsóknarmaður og var borgarstjóri Húsavíkur um tíma. Hann er kvæntur Þórhöllu Sigurðardóttur. 30 Ólafur Ólafsson 56 ára Eignir: 289 milljónir kr. Eyja- og Miklaholtshreppur n Flestir kannast við Ólaf Ólafsson kaup- sýslumann en árið 2011 var hann með búsetu í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Í dag er hann skráður með búsetu í Bretlandi. Hann er eigandi Samskipa og fyrrverandi næststærsti hluthafi Kaupþings. Hann er einn sakborninga í Al-Thani málinu. Hann er kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur. 31 Steinþór Bjarni Kristjánsson 47 ára Eignir: 285 milljónir kr. Ísafjarðarbær n Steinþór Bjarni er fyrrverandi eigandi Kambs hf. ásamt bróður sínum Hinriki. Þeir seldu sjávarvinnslufyrirtækið árið 2008 og hagnaðist Steinþór um 150 til 200 milljónir á sölunni. Hann rekur bæði trésmiðju og verslun á Ísafirði. Hann er kvæntur Mörthu Sigríði Örnólfsdóttur. 32 Eiríkur Tómasson 60 ára Eignir: 273 milljónir kr. Grindavík n Framkvæmdastjóri og einn eigenda Þor- bjarnar hf. í Grindavík og varaformaður LÍÚ. Þorbjörn hf. er þriðja stærsta útgerðar- félag landsins miðað við þorskígildistonn. 33 Gunnar Sigvaldason 75 ára Eignir: 268 milljónir kr. Fjallabyggð n Gunnar er stjórnarformaður og einn eigenda Ramma hf. Sjávarútvegs- fyrirtækið gerir út fimm skip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir flatfisk-, karfa- og humarvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjalla- byggð. Hann er kvæntur Báru Finnsdóttur. 34 Kristín Elín Gísladóttir 65 ára Eignir: 255 milljónir kr. Vestmannaeyjar n Kristín Elín er ekkja Gunnlaugs Ólafssonar, en hann gerði út Gandí VE. Hann sat í stjórn Vinnslustöðvarinnar þar til hann lést árið 2005. Kristín á tæpan helmingshlut í Seil ehf. sem á svo umtalsverðan hlut í Vinnslu- stöðinni hf. 35 Kristín Vilhelmína Sigfinnsdóttir 70 ára Eignir: 249 milljónir kr. Djúpavogshreppur n Ljóðskáld og dóttir Sigfinns Vilhjálmssonar útgerðarmanns. Sigfinnur var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Svans hf. 36 Birgir Ingi Guðmundsson 49 ára Eignir: 249 milljónir kr. Grindavík n Sonur Guðmundar á Hópi útgerðarmanns og eigandi Þórkötlustaða Austur 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.