Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 40
„Bráðskemmtilegur Jeppi í eðalmeðferð“ Jeppi á Fjalli Benedikt Erlingsson „Fínpússaður gullmoli“ FIFA 14 Tölvuleikur 40 25.–27. október 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Nánast lýtalaus spennumynd n Dómur um kvikmyndina Gravity með Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverki Í geimnum þessa dagana er ekki nóg að kunna bara ensku. Maður þarf helst að vera læs á rúss- nesku og kínversku líka. Gravity er nokkurs konar svar við öllum þeim geimmyndum sem hingað til hafa verið gerðar. Eins og í Star Wars segjast allir fá slæma tilfinn- ingu þegar haldið er af stað, en ólíkt Star Wars er geimurinn lofttæmdur. Í geimnum getur jú enginn heyrt þig öskra. Þegar geimförin liðast í sund- ur er það ekki með braki og brest- um, heldur þvert á móti með ógn- vekjandi hljóðleysi. Og þetta dregur ekkert úr spennunni. Allt fer úrskeiðis strax á fyrstu mínútum, og síðan fylgjumst við með tilraunum geimfaranna til að bjarga sjálfum sér í ógnvekjandi og um leið heillandi víðáttum geims- ins. Og hér er endirinn ekki fyrir- fram gefinn, líklegt er að einhver muni komast af en það er alls ekki ljóst hver það verður. Sem setur þessa mynd strax skör ofar flestum öðrum hasarmyndum. Og mögulega er þetta ein fyrsta tilraunin síðan í The Right Stuff fyrir 30 árum til að draga fram raunsæja lýsingu á geimferðum. Ólíkt raun- veruleikanum eiga Bandaríkin hér geimskip, en í reynd hafa þeir ekki átt slíkt síðan þeir lögðu Atlantis árið 2011 og þurfa nú að reiða sig á Rússa. Aðrar geimþjóðir koma hér við sögu, og það er heillandi að fylgjast með hetjum okkar hoppa á milli geimstöðva Rússa og Kín- verja á flótta undan geimbraki. Þetta raunsæi gefur einnig tæknibrellun- um meira vægi en gengur og gerist, og er þetta ein af þeim fáu mynd- um sem réttlæta að borgað sé auka- lega fyrir þrívídd. Þar er varla ann- að hægt en að nefna Íslendingana Daða Einarsson og Braga Brynjars- son sem komu við sögu við gerð myndarinnar. Leikstjórinn Alfonso Cuarón er þó frá Mexíkó, hafa hann og land- ar hans Guillermo del Toro og Alej- andro González Iñárritu verið kall- aðir „The Three Amigos.“ Gravity sýnir að enginn gerir jafn góða sjónræna afþreyingu og Hollywood upp á sitt besta, þá sjald- an að þeir nenna að setja saman ágætis handrit (hér skrifað af Cuar- ón sjálfum ásamt bróður sínum) og fá leikstjóra sem er reiðubúinn til að fara sínar eigin leiðir innan spennu- myndarammans. Nú er bara spurn- ing um hversu langt er þangað til Kínverjar, sem um þessar mund- ir eru að leggja undir sig geiminn, munu einnig taka fram úr í gerð ævin týramynda. n Gravity IMDb 8,6 RottenTomatoes 97% Metacritic 96 Leikstjóri: Alfonso Cuarón Handrit: Alfonso og Jonás Cuarón Aðalhlutverk: Sandra Bullock og George Clooney 91 mínútur Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Hlýjasta bók ársins Metsöluhöfundurinn Lani Yamamoto og Vík Prjónsdóttir vinna saman bók úr íslenskri ull Á fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október, kemur út bókin Stína stórasæng eft- ir metsöluhöf- undinn Lani Yamamoto. Utan um bók- ina er fyrsta kápan sem vitað er til að gerð sé úr ís- lenskri ull og er hún sér- hönnuð af Vík Prjónsdóttur. Bókin verður kynnt og seld í Spark Design Space við Klapparstíg fyrsta vetrardag, en boð- ið verður upp á kakó og vöfflur í stíl Stínu stórusæng frá kl. 16.00. Lani Yamamoto sló í gegn með bókunum um litla heimspekinginn Albert. Bækurnar komu út í Banda- ríkjunum og Bretlandi árið 2004 og hafa síðan verið gefnar út um allan heim á hátt í tuttugu tungumálum. Þær fengu frábærar viðtökur fjöl- miðla og foreldra og var fyrsta bók- in valin af Disney-fyrirtækinu sem ein af tuttugu bestu barnabókum Bandaríkjanna árið 2004. Bækurn- ar sögðu frá Albert sem brýtur heil- ann um ýmis efni og þykja einar best heppnuðu myndabækur síðari ára til að vekja áhuga barna á flókn- um hugmyndum og ræða þær á skemmtilegan og frjóan hátt. Bókaútgáfan Crymogea send- ir nú frá sér fyrsta verk Lani síðan hún lauk við Albertsbækurnar, Stínu stórusæng. Stína stórasæng fjallar um stelpu sem alltaf er kalt. Þegar veturinn gengur í garð verður hún að beita allri sinni hugvitssemi til að halda kuldanum úti. En hún kemst brátt að því að það er ekki alltaf skynsemin og vitið sem eru best til að halda á sér hita. Crymogea hefur sérhæft sig í út- gáfu bóka um hönnun, listir og ljós- myndun fyrir alþjóðamarkað. Stína stórasæng er fyrsta bók forlagsins sem beint er til barna. Bókar- hönnuður er Ármann Agnarsson, sem hlaut aðalverðlaun Félags ís- lenskra teiknara fyrir bestu hönnun ársins 2012 fyrir bókina Hús með verkum Hreins Friðfinnssonar, sem Crymogea gaf út. Bókin kemur fyrst út á íslensku en verður einnig gefin út á ensku af Crymogeu og dreift í Norður-Ame- ríku í hönnunar-, lista- og gjafavöru- verslunum í stórborgum Bandaríkj- anna og Kanada. Lani Yamamoto er fædd í Banda- ríkjunum. Hún lagði stund á sál- fræði í Boston og trúarbragðafræði við Oxford-háskóla. Hún hefur búið í Reykjavík um árabil. Vík Prjónsdóttir hefur skapað sér sess sem eitt af helstu vörumerkjum Íslendinga. Allar vörur Víkur Prjóns- dóttur eru úr íslenskri ull og er ætl- að að halda hita á fólki, jafnt úti sem inni. Vörurnar hafa vakið heims- athygli og nýverið var Vík Prjóns- dóttir valið eitt af athyglisverðustu hönnunarfyrirtækjum samtímans af New York Magazine. Vildi vinna í líkhúsi n Steinar Bragi um tortryggilegan áhuga á dauðanum og Reimleika í Reykjavík S teinar Bragi Guðmundsson situr við glugga á Kaffi Par- ís við Austurstræti. Í næstu viku kemur út ný bók hans og Rakelar Garðars- dóttur sem ber heitið Reimleikar í Reykjavík og byggir á sönnum at- burðum. „Hér eru einhverjar víddir sem að við sjáum ekki,“ segir hann glettnislega þegar blaðamað- ur spyr hvort það séu draugar allt um kring. „Í bókinni er til dæmis fjallað um Alþingi, Hótel Borg og Suðurgötu 2, sem er reyndar bíla- stæði núna. Húsið var flutt á Ár- bæjarsafn fyrir löngu síðan,“ seg- ir Steinar Bragi og lítur út um gluggann yfir að Alþingi. „Svo eru byggingar allt í kringum okkur. Við miðuðum við miðbæinn og það er eiginlega allt svæðið vestan við Höfða sem er eiginlega þekktasta draugahúsið í bænum.“ Þykir ekki fínt að raupa um drauga Blaðamanni er spurn hvort eitt- hvað hafi komið á óvart við vinnslu bókarinnar og í leitinni að draugum í Reykjavík. Steinar Bragi segist helst hafa orðið hissa á því hversu fælið fólk er að ræða um reynslu sína. „Já, kannski hvað er erfitt að fá fólk til að tjá sig, sem hefur frá einhverju að segja. Það er hrætt við að vera bendlað við drauga. Ég reyndar finn fyrir því sjálfur þegar kemur að útgáfu bókar, að þetta er lágmenning af einhverri furðulegri sort. Þetta er í fyrsta lagi alþýðumenning til langs tíma. Það þykir ekki fínt að raupa um drauga, það er eins og maður sé að viðurkenna að maður sé veikur. Svo kom einnig á óvart hvað það eru fáar sögur í umferð. Þær verða að þrautseigum klisjum sem er ekki fótur fyrir.“ Sameiginlegur áhugi á reimleikum Steinar Bragi hefur haft áhuga á dauðanum og handanlífinu frá því hann var unglingur og sankaði þá að sér reimleikasögum. Forlagið leiddi hann og Rakel saman en hún hefur einnig brennandi áhuga á því yfirskilvitlega. „Það er eitt ár síðan Rakel fór á Forlagið og stakk upp á bók um drauga með áherslu á byggingar- sögu borgarinnar. Þá var henni vísað á mig af því að það var vit- að að ég hef verið að safna drauga- sögum frá því ég var 16 ára gam- all. Ég gat farið í þann brunn við skriftirnar en á þessum aldri hafði ég mikinn áhuga á dauðanum og handanlífinu.“ Vildi vinna hjá líkskurðarmeistara Áhugi Steinars Braga var reyndar svo mikill að hann vildi sjá lík. Hann sótti um sumarstarf í líkhúsi en var hafnað, að hans sögn vegna tortryggilegs áhuga hans fyrir því að vinna með lík. „Ég reyndi að fá vinnu hjá líkskurðarmeistara á Landspítalanum. Mér dettur kannski í hug að þetta stöðuheiti sé ekki til, en þannig sá ég þetta fyrir mér,“ segir hann og hlær. „Ég sá þetta allt saman í upphöfnu ljósi, maður sem vinnur með lík fannst mér að ætti að heita líkskurðarmeistari. Mér fannst óeðlilegt að ég hefði ekki séð lík og hvað dauðinn var fjarlægur okkur öllum. Ég sótti sumsé um þessa sumarvinnu í lík- húsi Landspítalans og ætlaði að fá að vinna með lík. Mér var auðvitað hafnað, áhuginn þótti tortryggi- legur jafnvel af fólki sem vinnur með lík,“ segir Steinar Bragi kím- inn. „Ég sá síðan ekki lík fyrr en ég var orðinn 37 ára, það var fyrir einu ári. Það var mjög lærdóms- ríkt.“ Vill dauðann á námsskrána Steinari Braga fyndist eðlilegt að ungt fólk lærði meira um dauð- ann. „Þegar þú ert í tíunda bekk þá ætti auðvitað að fara ferð í lík- hús. Það þarf ekkert að segja neitt um það sem þar er að sjá. Krakk- arnir sjá þetta og finna. Þetta á að geta verið grunnlag í tilverunni, dauðinn. Þannig finnst mér svolítið leiðinlegt að draugasögur hverfa og deyja út. Þetta eru auðvitað íhugun okkar um það sem tekur við að loknu lífinu.“ Tæknin fælir frá drauga Steinar Bragi tók viðtöl við miðla um drauga og segir þá hafa verið neikvæða á það að draugar væru enn að hanga mikið í tilteknum byggingum í borginni. Nútíminn og tæknin fældi þá frá. „Bíbí hjá Sálarrannsóknafé- lagi Íslands hélt því fram að með rafvæðingunni hefði draugum fækkað mjög mikið. Enn meira með útvarpsbylgjum, þráðlausu neti og fleiru. Svo eru líka félags- legar aðstæður, það gerist sjaldn- ar að fólk deyr skyndidauða eða átakamiklum dauða. Hún var bara Lærdómur dauðans Steinari Braga fyndist eðlilegt að ungt fólk lærði meira um dauðann. „Þegar þú ert í tíunda bekk þá ætti auðvitað að fara ferð í líkhús. Það þarf ekkert að segja neitt um það sem þar er að sjá. Krakkarnir sjá þetta og finna. Þetta á að geta verið grunnlag í tilverunni, dauðinn.“ „Ég reyndi að fá vinnu hjá lík- skurðarmeistara á Landspítalanum. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.