Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 30
30 Fólk 25.–27. október 2013 Helgarblað S óley er klædd í ullarpeysu og stendur við forláta kaffi­ vél á skrifstofu borgar­ fulltrúa við Tjarnargötu í Reykjavík og lagar rjúkandi kaffi fyrir blaðamann. Það er bjart og kalt haustveður og stilla yfir borginni. Þau bærast varla, þau fáu hálfbrothættu haust­ lauf sem hanga enn á trjám við Tjörnina. Lognið á undan storm­ inum, enda er veturinn framund­ an og kosningar í borginni með til­ heyrandi látum og átökum. Sóley gaf kost á sér aftur í odd­ vitasæti Vinstri grænna í borginni. Hún hafði ætlað að hætta en fannst þegar til kom, að hún ætti enn of margt ógert og hefði of mik­ ið að gefa til að yfirgefa vettvang borgarmálanna. Mörgum sinnum hefur það borið á góma að hún væri að draga sig úr stjórnmálum og að flytja til Hollands með eigin­ manni sínum sem er hollenskur að uppruna. En sá tími er ekki enn kominn. „Ég er oft spurð að því af blaðamönnum hvort ég sé að flytja til Hollands, við hjónin ræðum það oft og það mun koma að því. Art er þaðan og við verðum einhvern tímann að prófa að búa þar líka. En það er ekki komið að því enn.“ Að­ spurð um hollenskukunnáttu sína segir hún: „Ég tala hollensku við ömmu Arts,“ og hlær. „Það kemur ekkert annað til greina. Það er eina tungumálið sem hún talar. Þannig að kunnáttan er einhver.“ Ást við fyrstu sýn Art og Sóley kynntust í Svíþjóð þar sem þau voru bæði skiptinemar og ástin kviknaði strax. Svo fljótt að það má segja að ástin hafi orðið við fyrstu sýn. „Við byrjuðum saman fjórum dögum eftir að við hittumst fyrst,“ segir Sóley og brosir. „Fyrstu árin flökkuðum við á milli landa, en eftir að ég varð ólétt þá giftum við okkur og festum rætur. Nú eigum við tvö börn saman og höfum verið lengi á svipuðum slóðum í Vesturbænum.“ Fyrir tveimur árum síðan bak­ aði Art risapönnukökur fyrir jóla­ blað DV, skemmtilegur réttur sem hefð er fyrir í Hollandi. Hann er frá litlum bæ í grennd við Amsterdam. Eru þau ólík? „Já, við erum mjög ólík en bætum hvort annað upp. Ég legg til dæmis mikið upp úr því að lifa í núinu á meðan honum finnst betra að skipuleggja lífið langt inn í framtíðina. Hvort tveggja skiptir auðvitað máli og það er gott að við hjálpumst að.“ Fastur punktur hjá ömmu og afa Það kemur í ljós þegar örstutt er liðið á spjallið að flökkueðlið er sterkt í henni. Í æsku flutti hún oft með foreldrum sínum. Það er við hæfi að hún sest gegnt stóru korti af höfuðborgarsvæðinu og á með­ an hún segir af flakki fjölskyldunn­ ar gjóar hún augum reglulega yfir kortið. „Ég er fædd í Reykjavík og bjó á Kóngsbakka í Breiðholti. Það var svolítið flakk á mér og fjöl­ skyldunni. Ég bjó í eitt ár í Hafnar­ firði, tvö ár á Laugabakka í Mið­ firði, tvö ár í Biskupstungum og þaðan fluttum við í Kópavog­ inn þar sem við bjuggum í átta ár. Mamma og pabbi eru opin fyrir nýjungum og óhrædd við að njóta lífsins og fluttu því talsvert oft. Þegar ég var sextán ára fluttu mamma og pabbi til Noregs en ég varð eftir á Íslandi. Foreldrar mín­ ir og systur bjuggu í Noregi í sjö ár, ég bjó lítið með þeim en var svona með annan fótinn þar.“ Á meðan bjó Sóley á ýmsum stöðum en átti alltaf skjól hjá ömmu sinni og afa sem bjuggu á Kóngsbakkanum. „Fasti punktur­ inn í lífi mínu hefur alltaf verið á Kóngsbakka og amma og afi ólu mig upp til jafns á við mömmu og pabba. Ég er enda langelsta barna­ barnið. Það eru átta ár á milli mín og yngstu systur mömmu. Ég velkt­ ist því um í þeim hópi.“ Burðaðist með básúnu þvers og kruss Sóley segist hafa verið lífsglatt barn og eins og í dag ákveðin og fylgin sér. Í Kópavoginum fann hún sér ýmislegt til dundurs, æfði sig á skíðum og spilaði á básúnu í Skólahljómsveit Kópavogs í fjölda­ mörg ár. Hún segir tónlistina og hljómsveitarstarfið hafa mótað sig. „Ég spilaði á básúnu í Skólahljómsveitinni í mörg ár. Burðaðist þvers og kruss um bæinn með risastóra básún­ utöskuna,“ segir hún og hlær. „Skólahljómsveitir eru svo merki­ legt fyrirbæri. Eftir því sem ég full­ orðnast og þroskast þá skil ég hvað hún mótaði mig ótrúlega mikið. Það er lærdómsríkt að finna sam­ hljóminn, að vera stundum í að­ alhlutverki og stundum í auka­ hlutverki, vera þátttakandi í hópi ólíkra hljóðfæraleikara. Ég kynnt­ ist miklu stærri hópi og eignað­ ist fjölbreyttari vini en ella, enda komu krakkarnir úr öllum hverf­ um bæjarins og voru á öllum aldri. Svo má náttúrulega ekki gleyma tónlistinni sjálfri sem ég er þakk­ lát fyrir að hafa fengið að kynnast. Ég hafði ekkert ætlað að læra á básúnu, heldur þverflautu, en skólahljómsveitarstjórinn sann­ færði mig um að það væri miklu skemmtilegra hljóðfæri svo það varð úr – og reyndist dagsatt, básúnan er ótrúlega fallegt og skemmtilegt hljóðfæri. Seinna lærði ég svo líka á þverflautu og á eina heima sem ég spila á fyrir sjálfa mig.“ Eldaði ofan í yngri systur sínar Sóley er dóttir Guðrúnar Jóns­ dóttur, talskonu Stígamóta, og Tómasar Jónssonar, sérkennslu­ fulltrúa í Kópavogi. Þegar fjölskyldan fluttist í Kópa­ voginn voru þær orðnar þrjár systurnar. Sóley elst, þá Þóra og yngst Kristín. Foreldrar henn­ ar keyptu blokkaríbúð í Kópa­ voginum en lentu í verðbólgubáli þess tíma. „Ég gerði bara það sem þurfti. Ég eldaði stundum mat­ inn og hafði ofan af fyrir systrum mínum. Það þurfti að vinna mikið á þessum tíma til að eiga fyrir hlutunum.“ Þær eru nánar systurnar segir Sóley. En mjög ólíkar. „Við erum háværar og ákveðnar og það fer mikið fyrir okkur,“ segir hún og hlær. „Við erum aldar upp til þess að orða skoðanir okkar. Við ríf­ umst en erum samt mjög góðar vinkonur.“ Vill vera hamingjusöm Þótt Sóley hafi ákveðið að halda áfram í borgarmálum segist hún enn ekki viss um hvað hún ætli að verða. Segist ekki skilja spurn­ inguna. Hún hafi aldrei ætlað sér að verða eitthvað sérstakt og hún sé frekar drifin áfram af hugsjón­ um sínum. „Ég er ekki enn viss um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Á meðan ég hef gaman af því sem ég er að gera og finnst ég vera að gera eitthvað sem skiptir máli, þá er ég þar. Ég hef aldrei ætlað mér að verða eitthvað sérstakt. Ég get ekki svarað spurningum um hvar ég sjái mig þegar ég verði fimmtug. Ég veit það ekki. Fyrst og fremst stefni ég að því að vera hamingjusöm.“ Hefur þroskast Hún er treg til að nefna kosti sína. „Mér þykir mjög vænt um hugsjón­ ir mínar og stefnu Vinstri grænna, það held ég að skipti mestu máli fyrir mig sem stjórnmálakonu. Að vera með báðar fætur á jörðinni en stefnumálin á hreinu. Ég hef þrosk­ ast, pólitíkin hefur verið erfiður skóli en góður. Til þess að koma stefnu Vinstri grænna á framfæri þá hef ég þurft á miklu meiri þol­ inmæði að halda en ég hélt. Ég hef þurft að segja sömu hlutina aftur og aftur og við fleiri en ég bjóst við. Með því að gefast ekki upp og með því að tala nógu mikið og oft og gera einstaka málamiðlanir þá þokast markmiðið nær. Það er kannski hluti af því að vera áræðin, ég hef alltaf tekið mér það pláss sem ég hef talið mig þurfa. Mér finnst ég vera ábyrg stjórnmálakona af því ég er ekki bara að gagnrýna, heldur líka að leggja til. Það er vel hægt að hafa áhrif sem minnihlutafulltrúi. Á kjör­ tímabilinu hef ég náð mörgum mikilvægum málum í gegn sem voru samþykkt af öllum flokkum, svo sem stofnun jafnréttisskóla og neyðaraðstoð við börn í Sýrlandi, ég leiddi starfshóp gegn kyn­ bundnum launamun og við höf­ um haft talsverð áhrif í þverpóli­ tískri vinnu, þótt það komi kannski aldrei fram opinberlega. Í hús­ næðisstefnu borgarinnar, atvinnu­ stefnu og aðalskipulagi má finna kafla og áherslur sem rekja má til Vinstri grænna.“ Hvatvís „Ég er líka með galla. Ég er samt að reyna að vinna með þá. Ég er hvat­ vís og á það svolítið til að fylgja vonlausum málum eftir. Ég er þver. Þetta er eitthvað sem ég er að vinna í. Stjórnmálin krefjast þess að fólk sé stöðugt að horfast í augu við sjálft sig og þroskast. Ég er orðin eldri og kann betur á kerfið og hvernig hægt er að vinna með það. Ég hef breyst mikið, ég hef gengið í gegnum langt og strangt ferli frá því að vera róttækur að­ gerðasinni sem gagnrýnir utan frá yfir í að vera stjórnmálakona sem vinnur að breytingum innan frá. Nú hafa aðrir tekið við kefli rót­ tækninnar sem er gríðarlega mik­ ilvægt. Þau halda okkur við efnið.“ Þreif úrelt viðhorf úr dómsmálaráðuneyti Róttæknin sem Sóley vísar í var af ýmsu tagi, en hún segir hana virka best ef hún er hnyttin. „Mér fannst alltaf best þegar við gátum verið með hnyttnar aðgerðir. Það eru langsterkustu aðgerðirnar. Eins og þegar Stíga­ mót opnuðu Kampavínsklúbb, þegar við fórum og þrifum úrelt viðhorf úr dómsmálaráðuneytinu, eða þegar Femínistafélagið dreifði tissjúi fyrir utan strippstaði,“ segir hún og skellir upp úr með glampa í augum. Sterkari eftir femíníska slagi Oft fékk Sóley hatrömm viðbrögð og var kölluð ljótum nöfnum. Sér í lagi þegar hún barðist fyrir kven­ frelsi. „Það er svo langt síðan ég var í þessu. Þetta er einhvern veginn búið. Það er erfitt að standa fyrir róttækum breytingum. Femínism­ inn krefst þess að við endurskoð­ um okkar viðhorf og samfélagið er í eðli sínu íhaldssamt og streitist á móti. Það eru bæði karlar og kon­ ur sem eiga erfitt með það. Ég tók meiðandi ummæli til mín á sínum tíma, en ég er löngu komin yfir það. Ég er sterkari fyrir vikið og er alveg viss um að þær stelpur sem standa í þessu núna munu verða það líka.“ Lent eftir umrótið Vinstri græn mældust með 10 prósenta fylgi nýverið og fengju einn mann inn. Flokkurinn er lít­ ill þótt hann hafi fengið gott fylgi í kosningum árið 2009. Sóley segir styrkinn ekki endilega falinn í stærðinni, heldur miklu fremur Sóley Tómasdóttir leynir á sér. Hún talar hol- lensku og spilar stundum á þverflautu heima hjá sér þegar þannig liggur á henni. Í barnæsku flakk- aði hún landshluta og hverfa á milli með foreldrum sínum sem festu seint rætur á einum stað. Hún er elst þriggja systra og tók ung mikla ábyrgð á heim- ilinu. Hún er í minnihluta í borginni þar sem hún þarf að standa fast á sínu og stundum hrópar hún ein. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Sóleyju og ræddi við hana um pólitík, ungdómsárin og hvernig hún hefur breyst og þroskast síðustu ár. „Ég hef þroskast“ Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Ég eldaði stundum matinn og hafði ofan af fyrir systrum mínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.