Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 39
 39Helgarblað 25.–27. október 2013 margföldum morðingjum og nauðgurum í rússnesku borginn Rostov eða í nágrenni hennar, hefur verið komið á bak við lás og slá samkvæmt Moscow Times. Þeirra þekktastur er sennilega Andrei Chikatilo, Rostov Ripper eins og hann var kallaður. Óhætt er að segja að fáar borgir státa af jafnmörgum varmennum í þessum skilningi og Rostov.29 n Fabien hugsaði Paco þegjandi þörfina n Lagði á ráðin um morð á kviðmági sínum L ítið vissi Francois „Paco“ Garcia um þá hættu sem hann bauð heim þegar hann ákvað að hefja samband við Marie-Doléne í ágúst 2009. Þau höfðu kynnst á netinu og sambandið síðan þróast yfir í mannheima. Sambandið hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en í nóvem- ber og það sem Paco vissi ekki var að Marie-Doléne hafði þá nýlega slitið sambandi við annan mann, Fabien Tellier. Paco átti reyndar eft- ir að komast að því síðar og sleppa með skrekkinn. Heift og hatur Fabien þessum hugnaðist ekki sú tilhugsun að hafa verið kastað fyrir róða, að einhver annar vermdi nú værðarvoðir Marie-Doléne. Heift og hatur fyllti sinni hans og í inn- um hans bærðist aðeins sú þrá að standa yfir líki Paco. Fabien var með hnífinn sem myndi uppfylla ósk hans, en hann vantaði bif- reið til að komast frá heimili sínu í þorpinu Soustons, í suðvesturhluta Frakklands, til borgarinnar Albi, þar sem óbermið Paco bjó. En Fabien taldi sig vita hvar hann gæti fengið lánaðan bíl; hjá Annick Lamarque, 51 árs ekkju sem fyrr meir hafði hleypt honum í dyngju sína. En nei, Annick var ekki á þeim buxunum þegar hann bar um bónina á heimili hennar. Albi var í 160 kílómetra fjarlægð og hún þurfti sjálf að nota bílinn. Enda taldi Annick að Fabien ætti ekkert inni hjá henni. „Þú getur fengið 50 evrur hjá mér og tekið lestina,“ sagði hún við Fabien sem missti þá stjórn á skapi sínu. Hann fór inn í eldhús fann þar kuta og lét vaða níu sinnum víða í líkama Annick, þar til hún lá örend eftir. Fabien fann síðan lyklana að BMW-bifreið Annick, hirti allt fé úr veski hennar og ók sem leið lá til Albi – þar beið hans annað fórnar- lamb. „Stunginn af brjálæðingi“ Sem fyrr segir var Paco ekki ljós tilvist Fabien – hafði aldrei heyrt hans getið, aldrei hitt hann – og því grunlaus með öllu um ráða- brugg Fabien. Fabien hafði fylgst með Paco um þó nokkuð skeið, falið sig í skuggum og beðið færis til að ráða honum bana. Þennan dag, 10. desember, virtist sem draumur Fabien myndi rætast. Hann risti í hjólbarða á Renault- bifreið Paco með það fyrir augum að barðinn gæfi sig eftir einhvern akstur, síðan bjó Fabien sig undir einhverja bið. Þannig var mál með vexti að Marie-Doléne hafði boðið Paco til kvölverðar þetta kvöld og lagði af stað um kvölmatar leytið. Áform Fabien gengu eftir og dekkið á bíl Paco sprakk. Í kvöld- húminu steig Paco út úr bifreið sinni og opnaði farangursrýmið til að ná í varadekkið. Þá heyrði hann að bifreið var stöðvuð fyrir aftan hann. „Get ég aðstoðað þig,“ var spurt. Paco hafði vart tíma til að svara eða sjá framan í þann sem talaði. Sá mundaði hníf og öskraði: „Skítseiði. Ég ætla að drepa þig. Þú munt drepast.“ Paco féll aftur á bak og reyndi eftir fremsta megni að verjast en í þrígang náði Fabien að stinga hann með hnífnum. Paco náði þó að sparka duglega í Fabien sem þá virt- ist ljóst að við oferefli væri að etja, stökk upp í BMW-inn og ók á brott. Paco komst við illan leik í lyfja- verslun þar sem gert var að sárum hans og var síðan ekið á spítala, áður en það gerðist náði hann þó að hringja í Marie-Doléne. „Kvöl- verðurinn verður að bíða, er ég hræddur um,“ sagði hann, „það var ráðist á mig og ég stunginn af brjál- æðingi.“ Málin skýrast Við rannsókn lögreglunnar kom upp úr kafinu allt það sem Marie- Doléne hafði ekki séð ástæðu til að upplýsa Paco um – ástsjúki fyrrver- andi ástmaðurinn og óbeit hans á tilhugsuninni um annan karlmann í örmum Marie-Doléne. Þegar lög- reglan heimsótti Fabien reyndi hann að fela eitthvern hlut en hafði ekki erindi sem erfiði. Um var að ræða bíllykla Annick. Bíllyklarnir leiddu lögregluna í íbúð Annick þar sem lík hennar blasti við á gólfinu í stofunni. Á meðan Fabien beið réttarhalda í grjótinu braggaðist Paco hægt og bítandi á sjúkrahúsi og var að lokum útskrifaður. Paco og Marie-Doléne héldu sambandi sínu áfram, en í anda nánast alls í þessari frásögn þá rann samband þeirra sitt skeið. Í mars 2012 horfðust Paco og Fabien í augu í fyrsta skipti, en Marie-Doléne vildi ekki sýna sig. Að lokum varð hún þó við þeirri beiðni dómsins að bera vitni í gegnum vídeó, en engir viðstadd- ir nema dómarinn og kviðdómur fengu að berja hana augum. Vitnisburður Marie- Doléne sýndi að hún var ekki öll þar sem hún var séð. Hún sagðist aðeins hafa verið með Fabien því hann bauð henni út að borða og var ekki spar á aurinn, en að öðru leyti skipti hann hana engu máli og hvað hann hafði gert snerti hana ekki hið minnsta. Fabien leit málið öðrum aug- um og sagði að honum hefði fund- ist sem hann yngdist um mörg ár þegar hann var með henni. „Við vorum eins og ástfangnir ung- lingar,“ sagði hann. Hann getur huggað sig við þá tilhugsun næstu 20 árin – á bak við lás og slá. n Í manndrápshug Í greipum lögreglunnar Fabien tókst ekki að myrða þann sem hann vildi helst. „Skítseiði. Ég ætla að drepa þig. Þú munt drepast. Francois „Paco“ Garcia Paco hafði ekki grænan grun um að árásarmaðurinn væri fyrrverandi ástmaður Marie-Doléne. Morðingi tekinn af lífi Yfirvöld í Arizona í Bandaríkj- unum tóku morðingjann Robert Jones af lífi á miðvikudag. Jones var dæmdur fyrir að myrða sex manns árið 1996 í þremur aðskild- um ránum. Ránin voru sérlega bíræfin en við þau naut Jones að- stoðar fleiri manna. Í einu þeirra, þann 30. maí 1996, gengu Jones og félagi hans inn í verslun í Tuc- son. Jones skaut afgreiðslumann verslunarinnar til bana án þess að hika. Annar starfsmaður reyndi að flýja en Jones elti hann inn á lager verslunarinnar og skaut hann til bana. Þann 13. júní sama ár fund- ust fjögur lík á skrifstofu verkalýðs- félags slökkviliðsmanna í Tucson. Þar höfðu fjórir starfsmenn verið skotnir til bana og höfðu þjófarn- ir þrettán hundruð Bandaríkjadali upp úr krafsinu sem þeir stálu úr peningakassa á skrifstofu verka- lýðsfélagsins. Upp komst um Jones eftir að hann notaði kreditkort eins fórnarlambanna og var hann handtekinn ásamt félaga sínum. Í frétt USA Today kemur fram að Jones hafi afþakkað máltíð að eig- in vali, sem hefð er að bjóða föng- um á dauðadeild áður en þeir eru teknir af lífi. Fjölmargir ættingjar fórnarlambanna horfðu á aftökuna á miðvikudag. Undarleg vopn Emmanuel Alfredo Tadeo, 27 ára Bandaríkjamaður, drap hund kær- ustu sinnar á ógeðfelldan hátt og reyndi að gera slíkt hið sama við hana og notaði dauða hundinn til þess! Fimmtugur maður að nafni Larry Spurling, frá Nebraska í Bandaríkjunum, réðst á eigin- konu sína í fyrra vetur með samloku. Hann reyndi að kæfa hana með samlokunni. Kon- an hans var öll útötuð í majónesi eftir árásina og þurfti hann að sitja í fangageymslu í kjölfarið. Ronald Hetzel, rúmlega fertugur Bandaríkjamaður, gerði sér ferð til Las Vegas í júlí í fyrra og reyndi að drepa ónefndan mann á heimili hans. Til þess tók hann með sér gítar og klósettlok. Þegar það dugði ekki til reyndi Hetzel að kyrkja manninn, en morð- tilraunin tókst ekki og hann var hand- tekinn. Darrius Johnson myrti kærustu sína, Monicu Gooden, í apríl á þessu ári. Á heimili þeirra var gjörónýt og blóðug Xbox- tölva. Í ljós kom að hann myrti hana á hrottalegan hátt með tölvunni. Það þarf ekki að taka fram hvar Barrius er niðurkominn í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.