Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 46
Þ
að voru ellefu fjall
göngugarpar sem lögðu
leið sína á Skessuhorn um
ræddan dag fyrir rúmum
þremur árum.
Veður var nokkuð gott en versn
aði þegar ofar dró og í 924 metra
hæð var ákveðið að snúa við vegna
versnandi veðurs.
Þegar fjallgöngugarparnir voru
komnir niður í 903 metra hæð
rann Sigríður úr hópnum af stað
og stöðvast ekki fyrr en um 200
metrum neðar. Sigríður fékk tví
vegis höfuðhögg við hrapið höfuð
kúpubrotnaði og hlaut aðra alvar
lega áverka. Göngufélagar hennar
héldu að hún væri látin og horfðu á
eftir henni renna eins og poka nið
ur brekku.
Hryllingssýn sem seint gleymist
Bára segir frá því hvernig slysið bar
til.
„Það kom skyndileg vindhviða
í hópinn og við þurftum öll að
satinga fæti fram til að styðja okk
ur við í broddum, bratta og hálku.
En Sigga sem stóð í miðjum hópn
um rann af stað niður brekkuna og
rakst í klettahjalla. Líklega missti
hún meðvitund þegar hún rakst
í klettinn, þessari hryllingssýn
gleymum við aldrei. Við héldum að
hún væri dáin.“
„Ég gat ekki meir“
Glíman við hálkuna og brattann
og þegar hún féll stendur Sigríði
enn ljóslifandi fyrir sjónum. „Eft
ir að ég féll man ég nokkur brot.
Ég man reyndar fallið alltaf eins og
það hafi gerst í gær, síðan nístandi
sársaukinn og svo kom kuldinn. Og
göngufélögum mínum yfir mér. Ég
man eftir augum sem horfðu stíft á
mig og alltaf eitthvað verið að tala
við mig. Þá hafði Jón Gauti skipt
göngufélögum mínum í hlutverk,
og eitt þeirra var að halda mér vak
andi sem mest hann mátti. Mikill
ófriður fannst mér því ég vildi bara
fá að sofa.
En það sem stendur upp úr og
er sterkasta upplifunin var þegar
ég heyrði þyrluna nálgast. Ég fann
til léttis og hugsaði með mér að nú
væri þetta að hafast. En svo fjar
lægðist hún og fór. Hún gat ekki
lent þarna fyrir veðri og ég heyrði
vonbrigðin hjá hópnum. Þá vildi
ég loka augunum og fá að fara. Mér
fannst ég ekki geta meir,“ segir Sig
ríður.
Vildi geta spólað til baka
Bára segir göngufélagana hafa flýtt
sér niður til Sigríðar. Jón Gauti var
fyrstur. Hann lýsir aðkomunni í bók
sinni. „Ég komst fljótlega að henni
og þar sem ég kraup í fönninni með
hana líflausa í fanginu og hópinn
enn hátt uppi í fjallshlíðinni þar
sem ég naumast grillti í hann þráði
ég heitar en nokkurn tíma að geta
spólað lífið aðeins til baka,“ skrifar
Jón Gauti um slysið í Fjallabókinni.
Glær vökvi með blóðinu
Bára er bráðahjúkrunarfræðingur
að mennt og gæfa að hún var með
í för. Þegar hún kom að Sigríði og
Jóni Gauta lá hún grafkyrr en þó
með einhverja meðvitund. „Það
blæddi úr nefinu og virtist koma
glær vökvi með blóðinu en erfitt
var að segja til um hvort hann væri
bara sviti, tár eða snjór eða það
an af verra. Þetta gaf tilefni til þess
að áætla að um alvarlegan höfuð
áverka væri að ræða.“
Langt frá björgun
Staða göngufélaganna var ólýsan
lega erfið. Sigríður var alvarlega slös
uð og meðvitundarlítil. Með hugs
anlega höfuðáverka og í 800 metra
hæð í miðri snjóbrekku í vindi og
snjókomu. Hitinn langt undir frost
marki og ljóst að líf hennar var í
hættu því hún var fjarri björgun. Jón
Gauti hringdi á Neyðarlínuna og gaf
nauðsynlegar upplýsingar.
„Þar sem hún var með höfuð
áverka var ljóst að við yrðum að kalla
á hjálp og hlúa að henni á staðnum
þar til björgun bærist,“ segir Bára.
Grafin í fönn
Orðalaust byrjuðu göngufélagar
Sigríðar að moka snjó. Það var ekk
ert annað í stöðunni en að grafa
hana í fönn. „Við vorum svo sam
stillt, þótt að við værum full ang
istar og ótta þá héldum við ró okk
ar. Verkefni okkar var eitt – að halda
Sigríði á lífi. Við grófum henni skjól
og komum henni fyrir.
Þarna sem hún stöðvaðist var
46 Lífsstíll 25.–27. október 2013 Helgarblað
„Þá vildi ég loka
augunum og deyja“
Sigríður Sigurðardóttir hrapaði 200 metra og
slasaðist illa á Skessuhorni í Skarðsheiði. Leiðsögu-
maður gönguhópsins, Jón Gauti Jónsson, gekkst við
ábyrgðinni á slysinu og hefur nú gefið út bók um allt
sem tengist fjallgöngum um óbyggðir Íslands. Hann
segist hafa gert mistök sem urðu til þess að slysið
átti sér stað. Í dag fer Sigríður ótrauð í fjallgöngur
með gönguhópnum sínum. Hún segir göngufélagana
hafa bjargað lífi sínu og stutt sig til bata. Kristjana
Guðbrandsdóttir ræddi við Sigríði og Báru Agnesi
Ketils dóttur bráðahjúkrunarfræðing, um slysið og
leiðina til lífs og bata.
Komin aftur á fjöll
Sigríður gengur ótrauð
á fjöll með félögum
sínum eftir að hafa lent
í lífshættu á fjöllum.
Mynd SiGtryGGur Ari
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal „Ég man
eftir
kuldanum og
nístandi sárs-
aukanum