Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 24
n Matthew Green er staðráðinn í að snúa genginu við n Fjöldi knattspyrnuiðkenda margfaldast F yrir marga hljómar það eins og að vera í paradís að vakna á hverjum morgni á fallegri hitabeltiseyju sem er um- kringd kristaltærum sjó. Englendingurinn Matthew Green er í þessum sporum en í stað þess að sleikja sólina og slaka á allan liðlangan daginn hefur Matthew stórt og mikið verk að vinna: Losa fótboltalandslið þjóðar sinnar við stimpilinn versta landslið heims. Unnu síðast árið 2008 Matthew er 41 árs og fæddur og uppalinn í hafnarborginni Hull á Englandi. Undanfarin sex ár hefur Matthew, sem er kennaramennt- aður, búið og starfað á Turks- og Caicos-eyjum, sem samanstanda af tveimur eyjaklösum sem rísa úr sæ suðaustan við Bahamaeyjar. Verk- efni Matthews er sannarlega risa- vaxið því samkvæmt styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambands- ins, FIFA, eru Turks- og Caicos-eyj- ar með lélegasta fótboltalandslið heims þar sem liðið er botnfrosið í sæti 207. Þeim vafasama heiðri deila eyjarskeggjar sem smáríkjun- um San Marino og Bútan. Ísland í þessum samanburði er í 46. sæti á sama lista. Lið Matthews vann síð- ast keppnisleik árið 2008 gegn St. Luciu. Tvö ár eru liðin síðan hann stýrði liðinu síðast í alvöru keppn- isleik – ástæðan fyrir því að liðið hefur ekki spilað fleiri leiki er sú að það vantar hreinlega leikmenn í landsliðið. Lögregluþjónn og lögfræðingur „Það halda allir að maður sitji bara á ströndinni og sötri Pina Colada,“ segir Matthew í samtali við blaða- mann breska ríkisútvarpsins, BBC, sem heimsótti eyjarnar fyrir skemmstu. „Ég vildi að svo væri en það er bara allt of mikið að gera,“ segir hann. Á Turks- og Caicos-eyjum búa samtals 31 þúsund manns og þar af er þriðjungur undir fimmtán ára aldri. Og það sem gerir starf Matt- hews erfiðara er að fæstir þeirra sem spila fótbolta eru atvinnu- menn í íþróttinni. Í landsliðinu eru meðal annars lögregluþjónn, lögfræðingur, kennari og smiður. Gavin Clinton, 34 ára, er sóknar- maður og í raun eini atvinnumað- ur Turks- og Caicos-eyja. Hann er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og spilar í annarri deildinni í Víetnam með liði sem heitir Mikado Nam Dinhis. Þó að Clinton sé markahæsti leikmaður þjóðar sinnar frá upphafi verður seint sagt að hann hafi raðað inn mörkum með landsliðinu. Hann hefur skor- að fjögur mörk í átta landsleikjum. Turks- og Caicos-eyjar eiga þó nokkra efnilega knattspyrnumenn en flestir þeirra eru á skólastyrkj- um í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeir þurfa því að ferðast býsna langt í æfingar eða fyrir leiki með lands- liðinu. Sex áhugamannadeildir eru starfræktar í landinu en flest- ir þeirra leikmanna sem spila í deildinni eru útlendingar og því er ekki um auðugan garð að gresja hjá Green þegar kemur að því að velja í landsliðið. Stofnað árið 1996 „Þetta eru frábærir strákar,“ segir Green um lærisveina sína í landsliðinu. Hann er einn þriggja starfsmanna í fullu starfi hjá knattspyrnusambandi Turks- og Caicos-eyja. Knattspyrnusam- bandið var stofnað árið 1996 og fékk inngöngu í Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, FIFA, tveimur árum síðar, eða árið 1998. Á þeim tíma voru engir knattspyrnuvellir á eyj- unum, engin deildarkeppni. Liðið þurfti að bíða til ársins 2006 eft- ir fyrsta sigri sínum en hann kom gegn Cayman-eyjum í Karíbahafs- bikarnum. Þótti of lítill fyrir íþróttina Einhverjir spyrja sig eflaust hvernig á því stendur að fyrrverandi kennari frá Hull á Englandi hafi orðið lands- liðsþjálfari lítils og tiltölulega óþekkts lands. Turks- og Caicos- eyjar eru breskt yfirráðasvæði og þegar Clinton var ungur gekk hann með þann draum í maganum að verða þekktur knattspyrnumaður. Hann æfði með borgarliðinu sem margir aðdáendur enska boltans ættu að þekkja, Hull City, en var leystur undan samningi við félagið þegar hann var aðeins fimmtán ára. Hann þótti of lítill og var ekki talinn eiga mikla framtíð fyrir sér í fótboltanum. Því fór svo að hann gekk menntaveginn og náði sér í kennaramenntun. Árið 1998 flutti hann til Bahamaeyja til að freista þess að fá vinnu við kennslu. Það bar árangur og fékk hann vinnu við Temple Christian-menntaskólann sem þekktur var á þeim tíma fyrir góða fótboltaakademíu. Þar tók hann að sér þjálfun kvennaliðs skól- ans og er skemmst frá því að segja að árangur Green hafi verið góður. Liðið vann landskeppnina á hverju ári frá 2001 til 2007. Green þjálf- aði ekki einungis kvennaliðið held- ur lék hann einnig með liði frá Ba- hamaeyjum, Grasshoppers FC, þar sem hann varð markakóngur árin 2000 og 2001. Hreimurinn kemur upp um hann Green, þessi mikli ævintýramaður, ákvað árið 2007 að mögulega væri kominn tími á nýja áskorun. Hann sá auglýsingu frá knattspyrnusam- bandi Turks- og Caicos-eyja þar sem auglýst var eftir tæknilegum ráðgjafa. Hann ákvað að sækja um starfið og fór svo að hann landaði draumastarfinu nokkrum vikum síðar. Green vissi lítið um eyjarnar en varð að vonum spenntur þegar hann sá að meðalsumarhitinn þar er 29 gráður. Það kemur eflaust fáum á óvart að frægir einstaklingar eins og Bruce Willis og Rio Ferdin- and heimsækja eyjarnar reglulega til að fá slökun frá amstri daglegs lífs. Green hefur það ágætt á eyj- unum. Þar býr hann einn í tveggja herbergja íbúð með frábæru útsýni. Eftir að hafa verið í hitabeltinu, fyrst Bahamaeyjum og svo Turks- og Caicos-eyjum, undan farin fimmt- án ár segir Green að honum líði eins og hann sé heima hjá sér. Þá sé honum tekið sem heima- manni þó stundum skíni í gegn að hann sé Englendingur. „Það er helst hreimurinn sem kemur upp um mig. Þegar ég verð reiður eða spenntur – sem gerist nokkuð oft – þá tala ég með sterkum enskum hreimi,“ segir hann. Fótboltaæði á eyjunum Þó að tvö ár séu liðin frá síð- asta landsleik þegar liðið steinlá gegn Bahamaeyjum, 10–0, í undankeppni HM er Green stað- ráðinn í að spila fleiri leiki á næstu mánuðum – og jafnvel ná í sigur. Liðið fer senn að hefja undirbún- ing fyrir undankeppni HM 2018. Green segir að nú hafi eyjaskeggjar tilefni til bjartsýni. „Á mjög fáum árum hefur okkur tekist að búa til mjög öflugt unglinga- og grasrótar- starf,“ segir hann. „Nú eru um tutt- ugu knattspyrnudeildir starfandi á eyjunum en fyrir aðeins nokkrum árum voru þær þrjár. Þetta hefur ekki verið auðvelt en nú er fótbolti orðin vinsælasta íþróttagrein- in meðal ungmenna,“ segir Green og það er engu líkara en að fót- boltaæði hafi gripið um sig á eyj- unum. „Nýr leikvangur var byggð- ur fyrir nokkrum árum og nú eru fimm hundruð ungmenni að æfa fótbolta en þau voru færri en 100 þegar ég byrjaði,“ segir Green sem vonast til þess að einhver þessara ungmenna muni leiða landsliðið á sigurbraut á næstu árum. Og um leið losa þjóðina við stimpilinn versta knattspyrnulið heims. n 24 Sport 25.–27. október 2013 Helgarblað Stjórnar versta landsliði heims Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Verstu landsliðin Samkvæmt FIFA 207. Turks- og Caicos-eyjar 207. San Marino 207. Bútan 206. Anguila 204. Makaó 204. Suður-Súdan 202. Cook-eyjar 202. Djíbútí 201. Sómalía 200. Andorra Metnaðarfullur Matthew Green er staðráðinn í að losa þjóð sína við stimpilinn versta knattspyrnuþjóð heims. Á æfingu Hér sést hópu ungmenna á knattspyrnuæfingu með Green. Hann er í öftustu röðinni, fjórði frá hægri. Náttúrufegurð Turks- og Caicos-eyjar eru þekktari fyrir fallegar strendur og kristaltæran sjó en gott fótboltalandslið. Verkefni Greens er að breyta því. Stórt verkefni Það er óhætt að segja að Green hafi tekist að rífa upp áhugann á fótbolta meðal ungs fólks á Turks- og Caicos-eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.