Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 25
Sport 25Helgarblað 25.–27. október 2013 Stórleikur á Brúnni Chelsea tekur á móti Manchester City n Tekst United að hrista af sér slenið? Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is N íunda umferð ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu fer fram um helgina og óhætt að segja að hörkuleikir séu á dagskránni. Stórleikur um- ferðarinnar er vafalítið viðureign bláu risanna í Chelsea og Manchester City sem mætast á Stamford Bridge á sunnudag. Bæði lið virðast vera kom- in á gott skrið og eru fyrirfram talin lík- legust til að landa titlinum í vor. Einn útisigur City Chelsea situr í 2. sæti deildarinnar með 17 stig á meðan City er í 4. sætinu með 16 stig. Deildarleikur þessara liða á Brúnni í fyrra endaði með marka- lausu jafntefli en City vann heimaleik- inn 2–0. Chelsea hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína á þessari leiktíð með samanlagða markatölu 10–2. Á sama tíma hefur Manchester City gengið til- tölulega illa á útivelli á þessari leiktíð; liðið hefur unnið einn leik – gegn West Ham um liðna helgi – gert eitt jafntefli en tapað tveimur leikjum. Gjá að myndast Eftir síðustu umferð má segja að ákveðin gjá hafi myndast milli sjö efstu liða deildarinnar og annarra liða. Fjögur stig skilja að Everton í sjö- unda sætinu og Manchester United í áttunda sætinu. United þarf að fara að sýna sitt rétta andlit og það ætti liðið að geta þegar það tekur á móti Stoke á Old Trafford á laugardag. Stoke er í 16. sætinu með 8 stig og ef United tekst ekki að leggja Stoke að velli er ljóst að pressan á David Moyes, stjóra United, verður allt að því óyfirstíganleg. United hefur ekki unnið heimaleik í deildinni síðan 14. september. Skyldusigur Arsenal Arsenal og Liverpool sem spilað hafa frábærlega á tímabilinu verða í eld- línunni um helgina. Arsenal mæt- ir nýliðum Crystal Palace á útivelli og ætti að vinna þægilegan sigur. Arsenal er á toppnum með 19 stig en Palace í 19. sætinu með þrú stig. Liðið hefur tapað síðustu fimm leikjum. Liverpool, sem er í 3. sætinu, mæt- ir WBA á Anfield á laugardag og er ljóst að WBA-liðið er sýnd veiði en ekki gefin. Liðið vann frábæran sig- ur á Old Trafford fyrir skemmstu, en hefur gert jafntefli í síðustu tveim- ur leikjum sínum, gegn Arsenal og Stoke. Gylfi mætir nýliðum Spútniklið Southampton ætti að geta haldið velgengni sinni áfram þegar liðið mætir Fulham á heima- velli í síðdegisleiknum á laugardag. Southampton er í 6. sætinu með 15 stig en Fulham í því fjórtánda með 10 stig. Gylfi Þór Sigurðsson og fé- lagar í Tottenham mæta nýliðum Hull á heimavelli á sunnudag en þá fer einnig fram einn af athyglisverðari nágrannaslögum tímabilsins þegar Sunderland tekur á móti Newcastle. n Hart barist Það má búast við hörkuleik á sunnudag þegar Chelsea tekur á móti Manchester City. Bæði lið eru í fínu formi og gætu vel landað titlinum í vor. Vissir þú … … að ekkert lið hefur brotið af sér oftar í deildinni en Southampton. Þeir hafa fengið dæmdar á sig 115 aukaspyrnur. … að Phil Jagielka, leikmaður Everton, hefur skorað flest sjálfsmörk af núverandi leikmönnum ensku deildarinnar, eða sex talsins. … að Newcastle hefur fengið á sig fjögur skallamörk á þessari leiktíð, flest allra liða. … að tvö lið eiga enn eftir að halda hreinu í ensku deildinni, botnliðin Sund- erland og Crystal Palace. … að Liverpool hefur átt sex skot í tréverkið á marki andstæðinganna á tímabilinu, flest allra liða. … að Andros Townsend hafði átt 27 markt- ilraunir áður en honum tókst að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu. … að Aston Villa hefur spilað 14 heimaleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að halda hreinu. … að Manchester United hefur aðeins haldið tvisvar hreinu í síðustu ellefu deildarleikjum. … að Sergio Aguero skoraði sitt fyrsta skallamark í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann hefur nú skorað 41 mark í deildinni. „Gylfi skorar að sjálfsögðu“ S jónvarpsmaðurinn góðkunni Björn Bragi Arnarsson er áhangandi Lundúnaliðsins Tottenham. Hann spáir sínum mönnum örugg- um sigri gegn Hull og að Chelsea vinni heimasigur á Manchester City. Laugardagur Crystal Palace - Arsenal 0–2 „Crystal Palace hefur verið hörmulegt og var í þokkabót að reka stjórann. Arsenal vinnur þennan leik örugglega og heldur toppsætinu.“ Aston Villa - Everton 2–1 „Everton hefur byrjað tímabilið mjög vel og bara tapað einum leik. Christian Benteke verður hins vegar stjörnubrjálaður í þessum leik og tryggir heimamönnum öll stigin.“ Liverpool - WBA 2–1 „Liverpool tapaði fyrir WBA á heimavelli á síðustu leiktíð og vill hefna fyrir það. WBA er hins vegar með fínt lið og er ósigrað í síðustu fimm leikjum í deildinni þannig að þetta verður tæpt.“ Man Utd - Stoke 3–0 „Svartsýnustu menn hefðu ekki getað spáð fyrir um þessa byrjun United í deildinni – aðeins þrír sigrar í átta leikjum og það á móti Swansea, Crystal Palace og Sunderland. Nú hrökkva þeir hins vegar almennilega í gang og vinna öruggan sigur.“ Norwich - Cardiff 1–1 „Hér vonast maður auðvitað eftir sigri Arons Einars og félaga en ég held að þetta verði jafntefli. Segjum samt að Aron Einar skori Cardiff-markið.“ Southampton - Fulham 2–2 „Southampton er spútniklið deildarinnar það sem af er og hefur bara tapað einum leik á tímabilinu. Fulham byrjaði tímabilið hrotta- lega en hefur unnið tvo góða sigra í röð og þeir sækja stig hér. Berbatov skorar.“ Sunnudagur Sunderland - Newcastle 1–1 „Ég held að það sé jákvætt fyrir Sunder- land að hafa losað sig við Paulo Di Canio. Gus Poyet er toppmaður en spurningin er bara hvort Sunderland-liðið sé nógu gott til að halda sér uppi. Newcastle er með flotta leikmenn en ég spái því að í þessum nágrannaslag nái Poyet í sitt fyrsta stig með Sunderland.“ Chelsea - Man City 2–1 „Bæði lið voru að spila úti í Meistaradeildinni í vikunni og unnu fína sigra. Þessi leikur getur farið hvernig sem er en ég ætla að tippa á Chelsea-sigur í hörkuleik. Við munum líka sjá rautt spjald.“ Swansea - West Ham 1–0 „Swansea spilaði í Evrópudeildinni í vikunni og ég held að þessi leikur verði ekki mikið fyrir augað. Leikmenn Swansea gera hins vegar nóg til að skila stigunum þremur í hús.“ Tottenham - Hull 4–0 „Hull er með ágætis lið og ég á von á því að þeir verði efstir af liðunum þremur sem komu upp í vor. Það er hins vegar kominn tími á stóran sigur hjá mínum mönnum í deildinni og hann kemur núna. Gylfi skorar að sjálfsögðu. Ég er mjög hrifinn af Tottenham-liðinu í dag .“ Tekur Pulis við QPR Tony Pulis, fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke, þykir lík- legastur til að taka við liði Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Ian Holloway var á miðvikudag látinn bera ábyrgð á því að Palace hafi ekki gengið sem skyldi í deildinni í haust. Liðið er í næst neðsta sæti með einn sigur eftir átta leiki. Pulis hefur verið atvinnulaus síð- an hann var rekinn frá Stoke í vor. Menn halda líklega að hann geti náð betri árangri með Palace. Skrifaði undir hjá Löwen Einn besti þýski handknattleiks- maðurinn heitir Uwe Gens heimer. Hann spilar fyrir Guðmund Guð- mundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Undanfarið hefur hann verið orðaður við þýska meist- araliðið Kiel og Spánarmeistara Barcelona. Þær sögusagnir komu ekki í veg fyrir að kappinn rit- aði nafn sitt á nýjan samning við Löwen, sem gildir til ársins 2016. Guðmundur er hins vegar á för- um frá félaginu. Hann tekur næsta sumar við danska landsliðinu. Leikmenn fá bónus Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafa átt í viðræðum við KSÍ um bónusgreiðslur ef liðið kemst á HM í Brasilíu á næsta ári. Þetta kemur fram í Morgun- blaðinu. Þar er haft eftir Geir Þorsteinssyni, formanni sam- bandsins, að leikmenn muni njóta góðs af árangrinum, líkt og knattspyrnuhreyfingin öll, ef liðinu tekst ætlunarverk sitt. Ís- land mætir Króatíu í tveimur leikj- um um laust sæti á HM í næsta mánuði. KSÍ fær rúmlega milljarð króna í tekjur frá FIFA ef það tekst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.