Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 54
F orsetahjónin ásamt sínu fylgdarliði heimsóttu Alcoa Fjarðaál í hádeginu á mið- vikudag í rigningu og sann- kallaðri Austfjarðaþoku, sem forsetinn kvartaði yfir og vonaðist til að yrði ekki til staðar næst þegar hann kæmi austur, enda var veðrið allt þetta sumarið búið að vera sól- ríkast og best á Austurlandi. Fékk hálsmen úr áli Þegar komið var upp í matsalinn, á efstu hæð, þar sem um 250 starfs- menn voru samankomnir í há- degismat, sem að þessu sinni var fiskibollur, bauð Magnús Þór Ás- mundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, forsetahjónin hjartanlega velkom- in. Hann færði þeim gjöf, sem hann taldi að athuguðu máli að betur færi á að Dorrit hefði yfirráð yfir. En gjöf- in er Orkulykill, hálsmen úr íslensku áli, unninn af Katrínu Ólínu Péturs- dóttur hönnuði. „Gjöfin er táknræn fyrir starfsemi okkar,“ sagði Magnús. Forsetahjónin tóku við gjöfinni og Dorrit setti þegar á sig hálsmenið. Langaði að prófa að renna sér Ólafur Ragnar tók síðan til máls og fór á kostum í sinni athyglisverðu og skemmtilegu ræðu. Reitti af sér brandarana, en sá besti og nýjasti var þó sá er hann sagði hálftíma áður en hann kom til Alcoa, þá hafði verið komið við í húsakynnum Slökkviliðs Fjarðabyggðar, sem er skammt frá verksmiðju Alcoa Fjarðaáls. Þau forsetahjónin hefðu aldrei komið inn á slíkan stað fyrr, sagði forsetinn. En það sem væri honum efst í huga eftir þá heimsókn væri þegar Dorrit sá súluna milli hæða, sem slökkviliðsmenn verða að renna sér niður eftir, milli hæða í flýti, þegar þörf krefur. Þetta hefði Dorrit langað að prófa og ekki setið við orðin tóm. Líkaði Dorrit salíbunan svo vel að hún fór aftur og aftur. Lætur ekki eftir henni að byggja súlu Ólafur Ragnar sagðist nú reikna með að Dorrit vildi svona súlu á Bessa- staði. „En ég mun nú ekki láta það eftir henni,“ sagði forsetinn og upp- skar mikinn hlátur. Það var ákaflega létt og bjart yfir hjónunum í heim- sókn þeirra til Austfjarða. Dorrit hef- ur dvalið langdvölum í London síð- ustu mánuði og söknuðurinn ef til vill gert þær fáu stundir sem þau eiga saman ánægjuríkari. n kristjana@dv.is 54 Fólk 25.–27. október 2013 Helgarblað Di Caprio: „Hvar er Kaffibarinn?“ Dorrit renndi sér á súlunni n Fór aftur og aftur niður súluna á Slökkvistöð Fjarðabyggðar n Ekki ljóst hvað dregur stórleikarann til Íslands H ávær orðrómur er um að stórleikarinn Leonardo Di Caprio sé á Íslandi þessa dagana. Samkvæmt heim- ildum DV á Di Caprio að hafa ver- ið að leita að Kaffibarnum á mið- vikudagskvöldið til þess að setjast niður og fá sér bjór. Ekki er vitað hvers vegna stór- leikarinn er á landinu en líklegt þykir að hann sé að kanna landið fyrir tökur á nýrri mynd sem hann hyggst framleiða. Ísland virðist vera orðið eins og hliðargata í Hollywood, en fjölmargir leikar- ar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Ben Still- er og Russell Crowe voru á Ís- landi yfir sumartímann í fyrra og Ryan Gosling dvaldi hér á landi í allt sumar til að klippa mynd með Valdísi Óskarsdóttur. Eva Mendes, kærasta Gosling, kom reglulega í heimsókn og spókaði sig um götur miðbæjarins. Di Caprio sló í gegn í myndinni um Titanic, sem kom út árið 1997, og hefur leikið í fjölda vinsælla mynda síðan þá. Þar má nefna The Departed, Shutter Island og Inception, en tvær síðarnefndu komu báðar út árið 2010 og vöktu stormandi lukku. Spennandi verður að sjá hvort gróusagan sé á rökum reist en ætla má að fjölmargir aðdáendur kappans muni gera sér ferð í mið- bæinn í þeirri von um að sjá hann í eigin persónu. n ingosig@dv.is Leikarapar flutt til New York Leikaraparið Dóra Jóhannsdóttir og Jörundur Ragnarsson hafa lagt land undir fót og flutt búferlum til New York í Bandaríkjunum. Jörundur sló í gegn í hlutverki Daníels Sævarssonar í Næturvakt- inni. Daníel hafði flosnað upp úr læknisfræði vegna kvíða og þung- lyndis og hafið störf á bensín- stöð. Jörundur lék einnig í tveimur framhaldsþáttaröðum og kvik- mynd um þremenningana eftir- minnilegu. Dóra Jóhannsdóttir útskrifaðist með BFA-gráðu í leiklist frá Leik- listardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. Hún hefur leikið á sviði sem og í sjónvarpi. Ástfangin í Evrópu Knattspyrnukappinn Arnar Sveinn Geirsson og tískublaðamaður- inn Rósa María Árnadóttir eru í tveggja vikna ferðalagi um megin- land Evrópu, en parið er í lang- þráðu fríi um þessar mundir. Þau hafa dvalið í föðurhúsum Arnars Sveins í Bregenz í Austurríki, en faðir hans er Geir Sveinsson, fyrr- verandi landsliðsmaður í hand- knattleik. Leiðin mun síðan liggja til Parísar þar sem Rósa María hyggst hitta Elísabetu Gunnars- dóttur, tískubloggara á Trendnet, en þær stöllur eru bestu vinkonur. Létt yfir hjónunum Dorrit hefur dvalið langdvöl- um í London og söknuðurinn hefur ef til vill gert samveru þeirra ánægjuríkari. „En ég mun nú ekki láta það eftir henni Vill hanna landsliðs- treyjuna Guðmundur Jörundsson fata- hönnuður er mikill áhugamaður um knattspyrnu og birti færslu á Facebook-síðu sinni um að komist íslenska karlalandsliðið í úrslita- keppni HM í Brasilíu vonist hann til að núverandi keppnistreyju verði fargað. Í athugasemda- kerfinu kveðst hann löngu búinn að hanna landsliðstreyju fyrir Ís- land, en hann eigi eftir að semja við KSÍ. Veltir hann því fyrir sér hvort einkahlutafélagið JÖR geti ekki keypt upp samning ítalska merkisins Errea við íslenska landsliðið. Gera má ráð fyrir að ummæli Guðmundar séu sögð meira í gríni en alvöru, en engu að síður hlýtur það að vera draum- ur Íslendinga að þjóðarstolt okkar geti leikið í íslenskri hönnun. Vinsæll Kaffibarinn er þekktur fyrir að bjóða upp á blússandi stemmingu. Mynd KarL PEtErsson dorrit fær gjöf Hér sést Dorrit aka við gjöfinni af Magnúsi Þór Ásmundssyni forstjóra Alcoa á Íslandi. Mynd Pétur sörEnsson Hálsmen úr áli Hálsmenið er hannað af Katrínu Ólínu Pétursdóttur og er úr áli. Mynd Jón tryggVason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.