Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað 11 Gunnar Andrés Jóhannsson 62 ára Eignir: 486 milljónir kr. Búseta: Rangárþing ytra n Gunnar Andrés er hrossaræktandi á Árbæ og formaður veiðifélags Ytri- Rangár og vesturhluta Hólsár. Hann var áður forstjóri Fóðurblöndunnar hf. og átti töluverðan hlut í Flugleiðum. Hann er kvæntur Vigdísi Þórarins- dóttur. 12 Ásgeir Ásgeirsson 59 ára Eignir: 467 milljónir kr. Búseta: Reykjanesbær n Ásgeir hefur starfað hjá Marel í rúm tuttugu og fimm ár og er nú fram- kvæmdastjóri vöruþróunarsviðs Marel. Hann hefur í gegnum árin tekið að sér ýmis störf innan fyrirtækisins, hann var til að mynda forstöðumaður upplýs- ingatæknideildar um árabil. Hann er með meistaragráðu í rafmagns- og tölvuverk- fræði frá University of Washington. Hann er kvæntur Maríu Ingólfsdóttur. 13 Baldur Örn Guðnason 47 ára Eignir: 458 milljónir kr. Búseta: Akureyri n Baldur er fyrrverandi forstjóri Eimskipa- félags Íslands. Hann var forstjóri frá árinu 2004 til ársins 2008. Árið 2011 var hann sam- skattaður með Valdísi Vífilsdóttur. 14 Grétar V. Pálsson 77 ára Eignir: 451 milljón kr. Búseta: Sandgerði n Grétar er fyrrverandi eigandi skips- ins Sæljóma GK. 15 Rakel Olsen 71 árs Eignir: 447 milljónir kr. Búseta: Stykkishólmur n Ekkja Ágústs Sigurðssonar sem var sonur Sigurðar Ágústssonar sem stofnaði fyrirtæki nefnt í höfuðið á sjálfum sér árið 1933. Ágúst féll frá árið 1993 og stýrði Rakel Sigurði Ágústssyni ehf. eftir það. 16 Hlöðver Örn Rafnsson 59 ára Eignir: 430 milljónir kr. Búseta: Árborg n Hlöðver Örn Rafnsson er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og fasteignasali á Selfossi. Hlöðver er kvæntur Sigríði Sverrisdóttur tannlækni sem rekur tannlæknastofu á Selfossi. Gera má ráð fyrir að auðæfi þeirra stafi ekki eingöngu af starfsemi annars aðilans og megi rekja til vel launaðra starfa þeirra beggja. 17 Eiríkur Vignisson 47 ára Eignir: 416 milljónir kr. Búseta: Akranes n Eiríkur er sonur Vignis Guðjóns Jónssonar sem stofnaði Vigni G. Jónsson hf. árið 1970. Vignir lést fyrr á þessu ári. Eiríkur hefur um árabil starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem framleiðir afurðir úr hrognum. Hann er kvæntur Ólöfu Lindu Ólafsdóttur. Svona býr auðstéttin  Glæsihýsi Hér býr Kristján V. Vilhelmsson, einn ríkasti maður Íslands, ásamt fjölskyldu sinni. Húsið, sem er augljóslega ekkert slor, er í nágrenni við Lundaskóla á Akureyri. Myndir af googlE strEEt viEw  Huggulegt Ásgeir Guðbjartsson, sem var skipstjóri á Guð- björgunni um árabil, býr hér. Það er ekki að sjá að utan en eignir hans nema rúmum 550 milljónum króna.  Afskekkt Rakel Olsen hefur gott útsýni yfir Breiðafjörð úr húsi sínu í Stykkishólmi. Hún hefur rekið Sigurð Ágústsson ehf. frá árinu 1993 og nema eignir hennar um 450 milljónum króna.  Stílhreint Þetta er hús hjónanna Hlöðvers Arnars Rafnssonar og Sigríðar Sverrisdóttur á Selfossi. Hann starfar sem fasteigna- sali og hún er tannlæknir; sameiginlegar eignir þeirra eru 430 milljónir króna.  Frábært útsýni Ekkjan Elín Valgeirsdóttir býr hér, en hún er ríkust allra á Ísafirði. Eignir hennar nema tæpum 700 milljónum.  Látlaust Hér má sá einbýlishús Eiríks Vignissonar og konu hans Ólafar Lindu Ólafsdóttur á Akranesi. Eiríkur er framkvæmdarstjóri Vignis G. Jónssonar hf. og eru eignir hans rúmar 400 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.