Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Page 18
18 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað 11 Gunnar Andrés Jóhannsson 62 ára Eignir: 486 milljónir kr. Búseta: Rangárþing ytra n Gunnar Andrés er hrossaræktandi á Árbæ og formaður veiðifélags Ytri- Rangár og vesturhluta Hólsár. Hann var áður forstjóri Fóðurblöndunnar hf. og átti töluverðan hlut í Flugleiðum. Hann er kvæntur Vigdísi Þórarins- dóttur. 12 Ásgeir Ásgeirsson 59 ára Eignir: 467 milljónir kr. Búseta: Reykjanesbær n Ásgeir hefur starfað hjá Marel í rúm tuttugu og fimm ár og er nú fram- kvæmdastjóri vöruþróunarsviðs Marel. Hann hefur í gegnum árin tekið að sér ýmis störf innan fyrirtækisins, hann var til að mynda forstöðumaður upplýs- ingatæknideildar um árabil. Hann er með meistaragráðu í rafmagns- og tölvuverk- fræði frá University of Washington. Hann er kvæntur Maríu Ingólfsdóttur. 13 Baldur Örn Guðnason 47 ára Eignir: 458 milljónir kr. Búseta: Akureyri n Baldur er fyrrverandi forstjóri Eimskipa- félags Íslands. Hann var forstjóri frá árinu 2004 til ársins 2008. Árið 2011 var hann sam- skattaður með Valdísi Vífilsdóttur. 14 Grétar V. Pálsson 77 ára Eignir: 451 milljón kr. Búseta: Sandgerði n Grétar er fyrrverandi eigandi skips- ins Sæljóma GK. 15 Rakel Olsen 71 árs Eignir: 447 milljónir kr. Búseta: Stykkishólmur n Ekkja Ágústs Sigurðssonar sem var sonur Sigurðar Ágústssonar sem stofnaði fyrirtæki nefnt í höfuðið á sjálfum sér árið 1933. Ágúst féll frá árið 1993 og stýrði Rakel Sigurði Ágústssyni ehf. eftir það. 16 Hlöðver Örn Rafnsson 59 ára Eignir: 430 milljónir kr. Búseta: Árborg n Hlöðver Örn Rafnsson er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og fasteignasali á Selfossi. Hlöðver er kvæntur Sigríði Sverrisdóttur tannlækni sem rekur tannlæknastofu á Selfossi. Gera má ráð fyrir að auðæfi þeirra stafi ekki eingöngu af starfsemi annars aðilans og megi rekja til vel launaðra starfa þeirra beggja. 17 Eiríkur Vignisson 47 ára Eignir: 416 milljónir kr. Búseta: Akranes n Eiríkur er sonur Vignis Guðjóns Jónssonar sem stofnaði Vigni G. Jónsson hf. árið 1970. Vignir lést fyrr á þessu ári. Eiríkur hefur um árabil starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem framleiðir afurðir úr hrognum. Hann er kvæntur Ólöfu Lindu Ólafsdóttur. Svona býr auðstéttin  Glæsihýsi Hér býr Kristján V. Vilhelmsson, einn ríkasti maður Íslands, ásamt fjölskyldu sinni. Húsið, sem er augljóslega ekkert slor, er í nágrenni við Lundaskóla á Akureyri. Myndir af googlE strEEt viEw  Huggulegt Ásgeir Guðbjartsson, sem var skipstjóri á Guð- björgunni um árabil, býr hér. Það er ekki að sjá að utan en eignir hans nema rúmum 550 milljónum króna.  Afskekkt Rakel Olsen hefur gott útsýni yfir Breiðafjörð úr húsi sínu í Stykkishólmi. Hún hefur rekið Sigurð Ágústsson ehf. frá árinu 1993 og nema eignir hennar um 450 milljónum króna.  Stílhreint Þetta er hús hjónanna Hlöðvers Arnars Rafnssonar og Sigríðar Sverrisdóttur á Selfossi. Hann starfar sem fasteigna- sali og hún er tannlæknir; sameiginlegar eignir þeirra eru 430 milljónir króna.  Frábært útsýni Ekkjan Elín Valgeirsdóttir býr hér, en hún er ríkust allra á Ísafirði. Eignir hennar nema tæpum 700 milljónum.  Látlaust Hér má sá einbýlishús Eiríks Vignissonar og konu hans Ólafar Lindu Ólafsdóttur á Akranesi. Eiríkur er framkvæmdarstjóri Vignis G. Jónssonar hf. og eru eignir hans rúmar 400 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.