Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 25.–27. október 2013 Óttast mænu- sótt í Sýrlandi Óttast er að mænusótt sé að sækja í sig veðrið í Sýrlandi. Tilkynning- um um smitsjúkdóminn til Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur fjölgað að undanförnu og óttast sérfræðingar að faraldur sé við það að brjótast út. Erfitt gæti reynst að eiga við mögulegan far- aldur vegna borgarastyrjaldarinn- ar sem ríkir í landinu. Mænusótt er sjúkdómur af völdum veirusýk- ingar sem einkum berst milli manna með saurgerlum, til dæmis í gegnum mengað vatn. Mænusótt er ekki eini sjúkdómurinn sem menn óttast því tilkynningum um aðra sjúkdóma, svo sem mislinga, taugaveiki og lifrarbólgu A hefur einnig fjölgað. Fjöldi banaslysa í lágmarki í Svíþjóð Banaslysum í umferðinni í Svíþjóð hefur fækkað mikið undanfarin ár og þarf að leita aftur til fimmta áratugar liðinnar aldar til að finna jafn fá banaslys og nú. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallaði um þetta í vikunni. Átján banaslys urðu í umferðinni í septem ber, eða um þriðjungi færri en að meðaltali undanfarin ár. 195 hafa beðið bana í umferðinni í Svíþjóð á þessu ári í samanburði við 285 allt árið í fyrra. Sænskir sérfræðingar þakka þennan árangur öruggari bílum, betri vegum og fleiri hraðahindr- unum og hringtorgum. Síðast en ekki síst hefur fjölmörgum hraðakstursmyndavélum verið komið fyrir víða í Svíþjóð og telja sérfræðingar í umferðarmálum að þær bjargi 20 til 30 mannslífum á hverju ári. Árið 1962, þegar ein og hálf milljón bifreiða var í landinu, urðu 1.123 banaslys í umferðinni. Árið 2012, þegar fimm milljónir bíla voru í landinu, voru banaslys- in aðeins 285 sem fyrr segir. Varð fyrir eldingu í baði Sex ára ítalskur drengur telst heppinn að vera á lífi eftir að hann varð fyrir eldingu á heimili sínu í Piacenza í norðurhluta Ítalíu um helgina. Að því er fram kemur í ítalska blaðinu La Repubblica var drengurinn í baði þegar eldingu laust niður inn um stóran glugga á baðherberginu. Drengurinn missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús. Ástand hans er sagt stöðugt og hann mun ekki vera í lífshættu. Fyrr á þessu ári lést tólf ára drengur eftir að hafa orðið fyr- ir eldingu á knattspyrnuvelli í Puglia. Frændi hans varð einnig fyrir eldingu en komst lífs af. Líta á Bretland sem paradís flóttamanna H undruð flóttamanna frá Sýrlandi hafast við í frönsku hafnarborginni Calais við Ermarsund þar sem þeir bíða eftir að komast til Bretlands. Yfir- völd í Bretlandi vilja ekki taka á móti flóttamönnunum og hefur ástandið í hafnarborginni verið eldfimt að undanförnum vegna afstöðu Breta. Sumir flóttamanna hafa farið í setu- eða hungurverk- fall og sumir hafa hótað að svipta sig lífi fái þeir ekki leyfi til að fara yfir sundið. Vilja þak yfir höfuðið Talið er að 2,1 milljón manna hafi flúið borgarastyrjöldina sem geisað hefur í Sýrlandi frá því á vor- mánuðum 2011. Sameinuðu þjóð- irnar fullyrða að hundrað þúsund manns hafi látist á þessum tíma. Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um stöðu mála í Calais á dögunum og spurði flóttamenn hvers vegna þeir vildu komast til Bretlands. „Í Bretlandi færðu þak yfir höfuðið um leið og þú kemur,“ segir Ahmed sem flúði ástandið í heimalandi sínu. Aðspurður hvernig hann viti það, segir hann: „Við bara vitum það. Vinur okkar komst þangað og við töluðum við hann. Ég þekki fleiri sem hafa komist yfir sundið,“ segir hann. „Paradís“ flóttafólks Philippe Mignonet, aðstoðar- borgarstjóri Calais, segir í samtali við BBC að það sé útbreidd skoðun flóttamanna að Bretland sé hálf- gerð „paradís“ fyrir flóttamenn – einstaklinga sem vilja hefja nýtt líf. Á Bretlandseyjum, Englandi einna helst, muni þetta fólk ekki líða neinn skort, fá úthlutað húsnæði og vinnu. „Hvort sem það er rétt eða rangt þá er þetta fullyrt með- al flóttamanna,“ segir Mignonet. Hann bendir einnig á að skipu- lögð glæpastarfsemi sé orðin til í tengslum við smygl á flóttamönn- um til Evrópu. Í Calais séu skipu- lögð samtök sem hafa það eitt að markmiði að koma fólki til Bret- lands gegn gjaldi. Vilja ekki hæli í Frakklandi Frakkland er eitt tólf ríkja Evrópu sem samþykkt hefur að veita tak- mörkuðum fjölda Sýrlendinga landvistarleyfi. Þeir hundruð flóttamenn sem hafast við í Calais hafa fengið þau skilaboð að ef þeir sækja um hæli í Frakklandi séu allar líkur á að þær umsóknir yrðu samþykktar. Þrátt fyrir það eru flestir staðráðnir í að kom- ast til Bretlands og eru ósáttir við meðferð franskra yfirvalda. Í síð- ustu viku hótuðu tveir flóttamenn að stökkva af þaki farþegamið- stöðvar við höfnina í Calais. Vildu þeir að breskur erindreki yrði sendur á staðinn svo hægt væri að ræða við hann augliti til auglitis. Starfsmönnum tókst að telja þá á að koma niður af þakinu sem þeir og gerðu. Fleiri þurfa að létta undir Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins áætlar að ekkert lát verði á straumi sýrlenskra flóttamanna til Evrópu á næstu misserum. Um 50 þúsund flóttamenn hafa þegar leitað skjóls í ríkjum sambands- ins, langflestir hafa farið til Þýska- lands og Svíþjóðar, að sögn BBC. Michele Cercone, talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar, kallar eftir því að fleiri þjóðir bjóði fram að- stoð sína. „Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og sýna samstöðu. Þegar þrýstingurinn er mikill á ákveðin aðildarríki þá eiga önnur ríki að geta létt á þeim þrýstingi,“ segir hún. Talsmaður innanríkisráðu- neytis Bretlands segir í samtali við BBC að engin áform séu uppi um að veita sýrlenskum flóttamönn- um tímabundið landvistarleyfi á Bretlandi. Bresk yfirvöld hafa þó heitið því að leggja til 500 milljón- ir punda, 97 milljarða króna, í al- þjóðlegan sjóð sem ætlaður var til að aðstoða fórnarlömb sýrlensku borgarastyrjaldarinnar. Mest af þeim fjármunum mun fara til ná- grannaríkja Sýrlands, eða þang- að sem langflestir flóttamenn hafa farið. n Hvert fer fólkið? n Straumur flóttamanna frá Sýrlandi 1. 716 þúsundir til Líbanon 2. 515 þúsundir til Jórdaníu 3. 460 þúsundir til Tyrklands 4. 169 þúsundir til Íraks 5. 111 þúsundir til Egyptalands Í tjöldum Þessi sjón er ekki óalgeng við höfnina í Calais. Þar hafast flóttamenn við í tjöldum meðal annars. n Stöðugur straumur flóttafólks frá Sýrlandi n Vilja ekki hæli í Frakklandi„ Í Bretlandi færðu þak yfir höfuðið um leið og þú kemur. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Vilja til Bretlands Hér sjást sýrlenskir flóttamenn halda á skilti þar sem fram kemur að þeir vilji tala við David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands. Hefur atvinnu af reykingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.