Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Blaðsíða 32
32 Fólk 25.–27. október 2013 Helgarblað hugsjónum, stefnu og áhrifamætti. „Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð var stofnuð fyrir fimmtán árum í kringum hugsjónir sem fólk átti erfitt með að skilja og voru á jaðrinum á þeim tíma. Síð- an hefur ótrúlega mikið breyst, umhverfis- og jafnréttismál eru til dæmis orðin eðlileg viðfangsefni stjórnmálanna og eru komin inn í stefnuskrár allra helstu stjórn- málaflokka. Áhrif Vinstri grænna snúast ekki bara um að vera stór flokkur með marga kjörna fulltrúa, heldur ekki síður um þá hugarfars- breytingu sem flokkurinn hefur stuðlað að með því að setja þessi mál á dagskrá. Við stækkuðum hratt í kringum kosningarnar 2009 og tókumst um leið á við stór og erfið verkefni. Það var erfitt tímabil fyrir flokkinn en lærdómsríkt og mér finnst við vera að lenda og líða betur. Við finnum fyrir miklum meðbyr sem er gott, þó ör vöxtur sé ekki endilega eftir- sóknarverður.“ Stefna Vinstri grænna Henni finnst stefna Vinstri grænna alltaf eiga við. „Fyrst og fremst skiptir grunnþjónusta borgarinnar máli. Þjónusta við fólk frá vöggu til grafar. Leikskólar, grunnskólar, frí- stundir, menning, mannréttindi, velferð, samgöngur, skipulag, vatns- og fráveita, orka og um- hverfi. Þetta er það sem leggur grunn að vellíðan borgarbúa og það er eins gott að þetta sé allt eins og best verður á kosið. Stefna Vinstri grænna um félagslegt rétt- læti snýst um að allir borgarbúar geti reitt sig á þjónustu borgarinn- ar, að hún sé fjármögnuð að sem allra stærstu leyti af sameiginleg- um sjóðum og að engum sé mis- munað. Vinstri græn hafa talsverða sér- stöðu þegar kemur að þessu, við höfum ein þorað að tala fyrir full- nýtingu útsvars og gjaldfrjálsri þjónustu. Lengi vel töluðum við líka ein um fjölbreytta samgöngu- kosti, um hjólreiðar og almenn- ingssamgöngur, en það er sem bet- ur fer að breytast.“ Yfirburðir Besta flokksins Spurð út í samstarfið við meirihlutann og það sterka fylgi sem Besti flokkurinn uppskar í nýlegri skoðanakönnun Capacent, segir Sóley að þau hafi gert margt gott á kjörtímabilinu og í það heila hafi hún átt gott samstarf við þau. „Besti flokkurinn og meirihlut- inn hefur gert margt ágætt á kjör- tímabilinu og ég held að fólk kunni að meta það. Fylgisaukningin er þó líka, að hluta til, vegna leiðtoga- kreppu í Sjálfstæðisflokknum og óvissu um hvað aðrir flokkar ætla að gera.“ Blöðrur og karókí og stóriðjustefna Hún er þó gagnrýnin á stefnu Besta flokksins í tengslum við margt. „Ég hef orðið fyrir miklum von- brigðum með framgöngu Besta flokksins gagnvart Orkuveitunni. Það var brýnt verkefni að reisa við fjárhag Orkuveitunnar og það var gert ágætlega. En ég hélt að fólkið í Besta flokknum væri nátt- úruverndarsinnar og treysti á þau sem slík. Þess vegna finnst mér óskiljanlegt að þau ætli að standa að þeim framkvæmdum sem framundan eru, fimm millj- arða framkvæmdum til að tengja Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun til að viðhalda afköstum hennar. Þetta er flokkurinn sem skund- aði með blöðrur út í Norræna hús og hélt karókí til að standa vörð um auðlindir þjóðarinnar. Sami flokk- ur virðist ekki geta horfst í augu við að væntingar stóriðjustefnunnar til afkasta Hellisheiðarvirkjunar eru óraunhæfar. Í staðinn heldur hann áfram með bundið fyrir aug- un. Ég mun ekki trúa því fyrr en við atkvæðagreiðslu í borgarstjórn að þetta gangi eftir.“ Þarf kjark og áræðni Sóley minnir á að það þarf gríðar- legt pólitískt átak til að stöðva stór- iðjustefnuna. Hún segist finna sig eina í harðri gagnrýni á fyrirhug- aða nýtingu á Hellisheiði. „Stundum finnst mér Besti flokkurinn ekki átta sig á völdun- um sem hann raunverulega hefur. Stóriðjustefnan krefst einskis af okkur. Hún er í gildi og hún held- ur áfram óáreitt þar til tekin verður ákvörðun um annað og það verð- ur ekki auðvelt. Það þarf kjark, áræðni og kraft til að snúa af leið stóriðjustefnunnar inn í ábyrgari og skynsamlegri framtíð. Nýting háhitasvæða er ekki sjálfbær. Við gætum nálgast skynsamlega nýtingu ef að við drögum úr framleiðslu á Hellis- heiði. Það þýðir langt og strangt og erfitt ferli, uppsagnir á samn- ingum og endurmat á verði og arð- semi. Þetta er auðvitað óvinsælt og erfitt en nauðsynlegt, því ef við horfumst ekki í augu við vandann og bregðumst við mun hann lenda á afkomendum okkar. Hellisheiði þolir ekki svona ágenga nýtingu. Hún verður þurrausin innan fárra áratuga ef við höldum svona áfram.“ Betra að hvetja en setja skilyrði Fjárhagsaðstoðin hefur verið mikið til umræðu. Sóley minnir á að aðstoðin sé grunnskylda sveitarfélaganna sem þau geti ekki skorast undan. „Það er skylda okkar að tryggja að allir hafi í sig og á, annars stæð- um við ekki undir nafni sem sam- félag. Það snýst hvorki um ör- læti né góðmennsku og enn síður kaup kaups, heldur um samfélags- lega ábyrgð og mannlega reisn. Í Reykjavík er fjárhagsaðstoðin allt of lág og dugir ekki fyrir nauðsynj- um. Við höfum lengi deilt um upp- hæðina í borgarstjórn, ég tel hana of lága en sjálfstæðisfólk of háa. Það endurspeglar vel muninn á hægri og vinstri og sýnir glöggt að viðfangsefni borgarstjórnar eru sannarlega hápólitísk. Það hefur oft verið talað um að skilyrða fjárhagsaðstoð með einhverjum hætti. Það er ótækt. Að skilyrða greiðslur til fólks sem ekki getur aflað sér fjár með öðr- um hætti þýðir að borgin sé til- búin til að senda fólk út á guð og gaddinn. Það má aldrei gerast. Fjárhags aðstoðin er ekki val, hún er neyðarbrauð. Við eigum að sjálfsögðu að bjóða upp á virkni- úrræði og hvetja fólk til dáða, en skilyrðing er ósanngjörn.“ Grunnþjónustan tryggir félagslegt réttlæti „En fyrst og fremst verðum við að koma í veg fyrir að fólk komist í þessar aðstæður og borgin getur sko aldeilis gert sitt til þess. Við get- um gert svo margt til að auka ham- ingju og lífsgæði borgarbúa, af því við veitum svo mikilvæga grunn- þjónustu. Með því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar og frístunda, með því að hlúa vel að leik- og grunnskólunum, með því að hafa öflugt frístundastarf og félagsmið- stöðvar, þá aukum við möguleika á því að upp vaxi virkir og hamingju- samir þátttakendur í samfélaginu. Þá verð ég aftur að gagnrýna meirihlutann sem stóð fyrir óskiljanlegum og illa lukkuðum sparnaðaraðgerðum á sviði menntunar og frístunda á kjör- tímabilinu í staðinn fyrir að standa með málaflokknum og styrkja hann enn frekar. Ennþá er mikil ólga í skólasamfélaginu vegna sameininga í kerfinu, síðast í vikunni birtist grein í fjölmiðlum eftir leikskólastjóra sem var að bugast.“ Mikil stéttaskipting í Reykjavík Það er margt í Reykjavík sem þarf að leiðrétta og laga. Sóley bendir á mikla stéttaskiptingu í borginni sem bitni ekki síst á börnum. „Það er of mikil stéttaskipting í Reykjavík fólk býr við mjög misjafn- ar aðstæður og bilið milli ríkra og fá- tækra hefur aukist eftir hrun. Og til að bæta gráu ofan á svart er grunn- þjónusta borgarinnar ekki í boði nema gegn greiðslu og svo hart er gengið fram í innheimtu að börn eru látin líða fyrir. Innheimtureglur borg- arinnar útiloka börn frá frístunda- heimilum og leikskólum ef foreldrar standa ekki í skilum. Þjónustunni er sumsé sagt upp ef foreldrarnir greiða ekki. Einn góðan veðurdag fær Sigga litla sjö ára ekki að fara með vinum sínum í frístundaheimilið. Og næsta dag fær Nonni litli þriggja ára ekki að fara í leikskólann. Reglurnar eru enn óbreyttar, þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir frá umboðsmanni barna, enda brjóta reglurnar í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Tillaga sem ég lagði fram að breytingum hefur velkst um í borgarkerfinu í rúmt ár án þess að nokkuð hafi breyst.“ n „Þetta er flokkurinn sem skundaði með blöðrur út í Norræna hús og hélt karókí til að standa vörð um auðlindir þjóðar- innar Alvarleg stéttaskipting „Einn góðan veðurdag fær Sigga litla sjö ára ekki að fara með vin- um sínum í frístundaheimilið. Og næsta dag fær Nonni litli þriggja ára ekki að fara í leikskólann,“ segir Sóley um misrétti í borginni þar sem brotið er gegn börnum. Pönnukökumeistarinn Eiginmaður Sóleyjar er Art Schalk, hollenskur að uppruna. Hann og Sóley kynntust í Svíþjóð og felldu strax hugi saman. Hér bakar hann risapönnukökur að hollenskum sið fyrir jólablað DV í fyrra. MYnd SiGtRYGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.